Tíminn - 07.11.1976, Page 28

Tíminn - 07.11.1976, Page 28
28 TÍMINN Sunnudagur 7. nóvember 1976 Háteigssókn: Samsæti til heiðursséra Jóni og konu hans Séra Jón borvarðsson sóknar- prestur Háteigskirkju kvaddi söfnuð sinn við hátiðlega guðs- þjónustu sunnudaginn 31. okt. s.l. eftir 24 ára gifturikt starf. Hann verður sjötugur miðvikudaginn 10. nóv. n.k. 1 tilefni þessa hefur sóknarnefnd og Kvenfélag Háteigssóknar ákveðið að gang- ast fyrir samsæti presthjónunum til heiðurs. Samsætið verður haldið i Súlna- sal Hótel Sögu á afmælisdaginn. Verið Hafið Chubb Fire slökkvitæki ávalit við hendina. Vatnstæki kolsýrutæki dufttæki slönguhjól slönguvagnar eldvarnarteppi Munið: A morgun getur verið of seint að fá sér slökkvi- tæki f Olatur Gíslason & Co. h.f. Sundoborg Reykjavík Sími 84-800 Flateyri viö önundarfjörð — þaöan er yfir Breiðadalsheiði, einn af hærri fjallvegum landsins, að fara til Isafjaröar, og innansveitar er oft mjög snjóþungt. Kristinn Snæland sveitarstjóri: Kúabúskapur og vegir Sú ánægjulega þróun er hér, aö bæjum i byggð virðist ætla að fjölga, en sl. sumar voru hafnar endurbætur að Hesti og Kirkju- bóli I Korpudal. Báðar jarðirnar hafa verið i eyði, en nú er föl- skylda þegar flutt að Kirkjubóli og er þar unniö að endurbótum á fbúöarhúsi og útihúsum. Vænta menn þess, að einnig verði fljót- lega farið að búa að Hesti, en þar þarf algcrlega að byggja útihús. Óhætt er að vera bjartsýnn um framtið búskapar hér vestra, enda eru margir ungir menn um hverja jörð sem losn- ar. Vandamál eru þó mörg, og má nefna sem dæmi, að frá Vifilsmýrum flutti ungur bóndi sl. vor austur i Fljótshlið og mun ástæðan hafa verið sú, að hann treysti sér ekki til að stunda áhugastarf sitt, kúa- búskap, við þærsamgöngur sem hér eru, en á veturna verða mjólkurframleiðendur að flytja mjólkina á dráttarvél að bryggju i Holti, en þangað er hún sótt af djúpbátnum Fagra- nesi. Svo ótryggar eru þær sam- göngur, að það kemur í veg fyrir að stór kúabú séu rekin hér og einnig hrekur þetta ástand i brott þá, sem stórhuga eru i þeim efnum. bá hamlar enn- fremur, — og þaö geigvænlega, — fjárskortur lánastofnana landbúnaðarins og hefur það orðið duglegum ungum mönn- um i landbúnaði hér í friðinum og nágrenni mikill fjötur um fót. Er hastarlegt, að fjárskortur til uppbyggingar skuli koma i veg fyrir að ungir menn á þvi svæði, sem kallast má óska- svæði mjólkurframleiðslu á Vestfjörðum geti orðið við ósk þéttbýlisins hérum næga mjólk. Vissulega eru slæmar innan- sveitarsamgöngur snarþáttur i þessu,enda hafa nú Vestfirðing- ar markað þá stefnu með sam- þykkt á fjórðungsþingi i Reykjanesi sl. haust, að í vega- málum skuli fyrst leggja áherzlu á tengingu innan sveit- anna, þannig að sæmilega verði vetrarfært. Sú ágæta hugmynd nýkomin fram á Alþingi, að leggja mal- bik á alla þjóðvegi, er góðra gjalda verð, en svo mikið átak er eftir, til þess eins að gera vegi hér vestra vatnsfria (mjög viða eru vegir hér enn þannig að lækir eru farnir á vaði), að ekki sétalað um snjólétta, að slikt tal fær næsta litinn hljómgrunn. Gallinn er sá, að vandamál þeirra, sem búa við hina lélegu smá vegarspotta hingað og þangað um landið, er ekki eins samanþjappað og i heild áber- andi og t.d. slæmur vegur yfir Holtavörðuheiði. bá fáu daga á vetri hverjum sem hún lokast, stynur allt Norðurland og Vest- firðingar i Strandasýslu. bó eru tæki við heiðina, ávallt til að- stoðar og opna hana reglulega. 1 Valþjófsdal i önundarfirði eru 5 bæir i byggð, frá þeim að mjólkurbryggjunni i Holtieru 5- 7 km, til Flateyrar um 30 km. Samkvæmt þeirri háðung, þeirri heilögu kú, sem kallast snjómokstursreglur Vegagerð- ar rikisins, skal aldrei moka snjó af veginum úr Valþjófsdal aö mjólkurbryggju. baðan i átt til Flateyrar er siöan um 5 km kafli, sem fellur undir sömu reglu, aldrei skal moka! Vegur þessi er viða mjög lágur og alveg niðurgrafinn. Við mjólkurbryggjuna i Holti er flugvöllur, sem eins og bryggj- an þjónar önfirðingum og að hluta Dýrfirðingum. 1 Holti er barnaskóli sveitarinnar, þar er prestsetur og þar býr hjúkrunarkona, sem starfar við Heilsugæslustöð á Flateyri. Við þénnan vegarspotta, 10-12 km, erusiðan nokkur býli enn ótalin. 1 þá heild, sem tengist flug- vellinum i Holti og mjólkur- bryggjunni má svo taka Flat- eyri og býli i önundarfirði, önn- ur en áður eru nefnd, auk þess unglinga- og gagnfræðaskólann að Núpi i Dýrafirði og sveitir norðan Dýrafjarðar. Loks má nefna tengingu bingeyrar og sveitanna sunnan Dýrafjarðar við norðursvæðið, en það er t.d. læknisþjónusta á báða bóga eftir atvikum, þjónustustarf- semi margs konar og verzlun. Mjög brýnt er að ákvörðun verði tekin um brúargerð á Dýrafjörð og önundarfjörð. Sérstaklega þarf að benda á og itreka það álit heimamanna, að brú á Dýrafjörð er eina varan- lega lausnin i samgöngum Dýr- firðinga. Allt fé og fyrirhöfn við vegum Dýrafjarðarbotn verður einungis til að tefja byggingu þeirrar brúar, sem koma mun á Dýrafjörð og þá hefur þvi verið kastað á glæ. Nokkur stórvirki þarf að vinna i samgöngumál- um á Vestfjörðum, m.a. Dýra- fjarðarbrú, brú á önundarfjörð, og betri veg i Súgandafjörð, göng i Breiðadalsheiði. Tryggja þarf öryggi vegfarenda um Ós- hliðarveg, nýjan veg suður úr Djúpi, vinna þarf að tengingu Strandsýslu vestur og öruggri tengingu Barðastrandarsýslu suður. bessi stórvirki, og jafn- framt góðir vetrarvegir innan- sveitar, eru þvilik verkefni, að a.m.k. I min eyru hljómar tal um malbik á alla þjóðvegi hálf hjákátlega eins og sakir standa. Sé aftur vikið að innan- sveitarmálum kemur að þvi sem erfiðast hefur verið i sam- göngumálunum, en það er kúa- búskapur Vegagerðarinnar. Vegagerð rikisins rekur bú með einni kú, sem mun svipuð og gerist i Indlandi, sem sé kýr- in er heilög og við henni má ekki hrófla, þar að auki hlýtur hdn að vera geld eða allavega vel i sveit sett, þvi ekki virðist vera vandi að koma frá henni mjólk- inni. Snjómokstursreglur Vega- gerðarinnar eru ,,hin heilaga kýr”. Ár eftir ár hefur verið hamrað á þvi, að snjómoksturs- reglum verði breytt, en ekkert, bókstaflega ekkert, hefur verið komið til móts við óskir heima- manna i þessu efni. bað þarf mikinn kjark, áræði dugnað og bjartsýni til að hefja búskap við slikar aðstæður. bað fjarstæðukennda i þessu öllu er þó, að snjór er hreinsaður af flugvellinum þrisvar i viku (vegna áætlunarflugsins), þó svo vegurinn sé aðeins hreinsaðuraðhluta vikulega, að hluta mánaðarlega og að hluta aldrei allan veturinn. Vissulega er um tvær ríkis- stofnanir að ræða, en þær heyra þó báðar undir sama ráðuneyti. begar haustar að og snjór sezt i fjöll, spyr maður: Hefur ekki Vegagerðin slátrað kúnni? Sovéskir kynningardagar AAÍR 1976 Armeníukvöld Tónleikar og danssýning i bjóöleikhúsinu mánudaginn 8. nóv. kl. 20. Einleikur á selló, planó og þjóðleg armensk hljóöfæri. Einsöngur og þjóðdansasýning. Siðasta tækifæri til að hlýöa á og sjá listflutning hinna frá- bæru listamanna frá Armenfu. Aðgöngumiðasala i bjóðleikhúsinu. Miöaverö kr. 800 og 400. MIR Auglýsið í Tímanum meXÍlKALKSTEINN Vmsar þykktir Margir litir Fúgufyllir úr sama efni BVGGCR H* 1Í4K# Grensdsvegi 12 — Simi 1-72-20

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.