Tíminn - 07.11.1976, Qupperneq 29
Sunnudagur 7. nóvember 1976
TÍMINN
29
Foreldra og styrktarfélag heyrnardaufra
Góður
órangur
d dratugs
starfsferli
Tiu ár i sögu félags er ekki
langur timi, þó er þaö svo, aö
Foreldra og styrktarfélag
heyrnardaufra sem nú litur yfir
farinn veg aö loknum 10 fyrstu
starfsárunum, getur aö ýmsu
leyti veriö ánægt meö árangur
starfsins.
Verður nú stiklaö á nokkrum
helztu atriðunum:
A fyrsta ári var hafizt handa
um aö afla upplýsinga um mál-
efni heyrnarlausra á Islandi til
aö kynna þau mál fyrir almenn-
ingi. — Var fyrir tilstuðlan fé-
lagsins haldiö útvarpserindi af
Brandi Jónssyni skólastjóra
Heyrnleysingjaskólans. Þá voru
birtar greinar um þessi mál I
timaritinu Menntamál og
HeimiliogSkóli. Ennfremurgaf
félagiö út bækling sem Herdis
Haraldsdóttir heyrnleysingja-
kennari gerði fyrir félagið og
ber hann heitið: Agrip af
þróunarsögu heyrnleysingja-
kennslunnar og hugleiðingar
um vandamál heyrnarlausra
barna.
Hefur þessum bæklingi veriö
dreift viöa, meðal annars I
nokkrum skólum.
Þegar félagiö var stofnað 1966
var bygging nýs Heyrn-
leysingjaskóla orðin mjög aö-
kallandi og vann félagiö ötul-
lega að þvi, ásamt skólastjóran-
um, aö hrinda þvi máli i fram-
kvæmd. Félagiö átti fulltrúa I
byggingarnefnd skólans.
Kennsluhúsnæöiö er nú fullbúið
og allt hiö vandaöasta. Félagiö
hefur lagt nokkuð af mörkum
árlega til kaupa á tómstunda- og
iþróttatækjum til skólans.
A vegum félagsins hefur verið
unnið að gerð orðabókar, sem
einkum á aö vera sniöin viö
þarfir heyrnadaufra. Hefur
félagið fengiö nokkurn styrk frá
rikinu til þessa. Er þaö mál nú á
lokastigi.
Félagiö átti íulltrúa I nefnd,
sem skipuð var af menntamála-
ráöuneytinu til aö fjalla um
skipulag kennslu heyrnar-
daufra. Nefndin sendi frá sér
nokkrar álitsgerðir til ráöu-
neytisins, og hefur lokiö störf-
um.
Strax á þriðja ári félagsins
opnaði félagiö skrifstofu og hef-
ur smám saman aukiö starf-
semi sina meö þvi aö nú um
rúmlega eins og hálfs árs skeið
hefur félagið rekiö þjónustu viö
félagsmenn sina og heyrn-
leysingja.
Hefur þessi þjónusta mælzt
mjög vel fyrir og hafa heyrnar-
lausir notfært sér hana i æ rikari
mæli. Erhér um aö ræöa félags-
ráðgjafastörf i þágu heyrnleys-
ingja, sem vissulega var brýn
nauðsyn á.
A 5. starfsári félagsins efndi
það til ráöstefnu meö heyrnar-
daufu fólki viöa aö af landinu.
Fengust þar upplýsingar um
hagi þess og afkomu. Þetta var
liöur i þeirri viöleitni félagsins
að efla kynni viö heyrnardauft
fólk.
A þessum árum hefur félagiö
fengiö marga fyrirlesara, bæöi
Islenzka og erlenda, enda er
einn þáttur i starfi félagsins sá
að fræða félagsmenn um mál er
snerta heyrnardaufa.
Hin siöari ár hefur starf
félagsins i auknum mæli beinzt
aö þvi aö auka samskipti viö
Féiag heyrnarlausra. Hefur
samstarfsnefnd veriö stofnuö
sérstaklega I þvi skyni, og hefur
þessi nefnd haft forgöngu um aö
Félag heyrnarlausra er nú full-
gildur aöili aö Noröurlandaráöi
heyrnarlausra og var siöasti
fundur ráösins haldinn i
Reykjavik 15.-17. október
siðastliðinn.
1 júlimánuöi siöastliönum var
haldið norrænt æskulýösmót
fyrir heyrnarlausa aö Reykholti
I Borgarfirði. Mótiö tókst sér-
staklega vel og voru þátttak-
endur 137, en þaö er fjöl-
mennasta mót, sem haldiö hefur
veriö af þessu tagi.
Greinar I timaritum heyrnar-
lausra á Norðurlöndum benda
til, að almenn ánægja hafi veriö
með mótið.
Fimm aldraöir heyrn-
leysingjar sóttu ráöstefnu I
Finnlandi siðastliöiö sumar, og
er nú ákveöið aö næsta ráö-
stefna fyrir aldraöa heyrnleys-
ingja verði halain hér á landi
næsta sumar.
Ennfremur fóru 2 piltar til
Noregs á námskeið i félagsmál-
um heyrnarlausra i ágústmán-
uði siðastliðnum. Þá tóku 5 is-
lenzkir heyrnleysingjar þátt I
skákmótum erlendis á siöast-
liðnu sumri.
Má af þessu sjá aö fslenzkir
heyrnleysingjar taka nú I æ rik-
ari mæli þátt i norrænu sam-
starfi og hefur þaö vikkaö sjón-
deildarhring þeirra.
Þessi þátttaka byggist á þvi,
að heyrnarlausir nota sitt eigiö
mál, táknmálið, sem gerir þaö
aö verkum, aö þeir skilja auö-
veldlega^hvorn annan þó þeir
séu af ólfku þjóöerni.
Sumarið 1975 gengust félögin
fyrir 5 daga námskeiöi i tákn-
máli fyrir almenning I Norræna
húsinu. Sóttu þaö um 80 manns.
Vorið 1976 var gefin út i fjöl-
rituöu formi bókin Táknmál, en
hún er teiknuö af islenzkum
pilti, og I henni eru 1388 tákn.
Hefur bók þessi vakið verö-
skuldaöa athygli bæöi hér á
landi og erlendis. M.a. var
hennar getið I sérstökum þætti I
danska sjónvarpinu.
Siöar I vetur veröur haldiö
námskeiö fyrir almenning I
táknmáli.
Gerö hefur veriö skýrsla af
dönskum heyrnleysingjaráö-
gjafa um stöðu heyrnleysingja á
Islandi. Af henni má ráöa, aö
brýn nauðsyn er á aö starfandi
sé félagsráðgjafi fyrir heyrnar-
lausa hér á landi eins og tiðkast
I öörum löndum.
Allt starf félagsmanna er
sjálfboöavinna, en þó fer ekki
hjá þvi, aö nokkurt fé þarf til
starfseminnar. Drýgsta tekju-
lind félagsins hefur veriö bazar,
sem félagskonur gangast fyrir á
hverju hausti. Er þetta veiga-
mikill þáttur i félagsstarfinu.
Nú hin siöari ár hefur félagiö
gengizt fyrir happdrætti i sam-
vinnu við Félag heyrnarlausra,
auk þess hefur félagiö notiö
nokkurra styrkja frá hinu opin-
bera.
Minningarkort félagsins fást I
Bókaverzlun Isafoldar, Austur-
stræti.
Foreldra og styrktafélag
heyrnardaufra er aöili aö Or-
yrkjabandalagi Islands.
A aðalfundi félagsins, sem
haldinn var 2. október siöastliö-
inn, rikti mikill einhugur og
voru margar samþykktir gerö-
ar varðandi starf félagsins,
stööu þess og stefnu.
Skrifstofa félagsins er nú aö
Hátúni 10A simi 13240 og er hún
opin fyrir hádegi.
(Frá Foreldra- og styrktarfé-
lagi heyrnardaufra.)
Þetta er eitt af mörgum
fallegum sófasettum,
sem þér getið skoðað
i verzlun okkar.
OC ALFA-LAVAL
Bændur — Athugið
Eigum fyrirliggjandi til afgreiðslu nú þegar örfá
ALFA-LAVAL RÖRMJALTAKERFI
með öllum bezta fáanlega úfbúnaði.
Viljum benda á, að 50% stofnlán fæst út á mjaltakerfi.
Gerið góð kaup og hafið samband við okkur nú þegar.
Næsta sending kemur ekki fyrr en eftir áramót og munu
þau kerfi verða dýrari vegna hækkunar erlendis.
Hafið þvi samband strax! \ Samband islenzkra samvinnutelaga VÉLADEILD Armula 3 Reykjavik simi 38900