Tíminn - 07.11.1976, Page 36

Tíminn - 07.11.1976, Page 36
36 TÍMINN Sunnudagur 7. nóvember 1976 Hvað verður nýtt að lesa í vetur? Jónas Arnason. íslendingar i Vesturheimi, land og fólk, Þorsteinn Matt- hfasson skráBi. Þetta er allstór bók um landnám Islendinga viB Vinnipegvatn, auk fjölda per- sónusagna landnema og afkom- enda þeirra. ViB lestur þessarar bókar verBum viB margs visari um ótrúlega erfiBleika þar vestra og dugnaB og þrautseigju innflytjendanna, sem aldrei létu bugast. Nærfellt eitt hundraB myndir eru i bókinni. Mörg eru geö guma. Agúst Vigfússon segir frá samtiBar- mönnum. Honum er einkar lag- iö aö segja frá fólki, sem hann hefur kynnzt á lifsleiöinni og er óvenju næmur fyrir ýmsu þvi i fari manna, sem öörum sést yf- Óskar ABalsteinn. ir. Einkum eru honum hugstæö- ir þeirsem oröiö hafa utangarös eöa ekki fariö alfaraleiöir I lifs- háttum. En einnig slæöast inn I frásagnir hans kjarnamenn og andans jöfrar, svo sem Hanni- bal, Siguröur i Holti og Steinn Steinarr. Margar ágætar myndir eru I bókinni,oghefur Kristinn G. Jó- hannsson, skólastjóri á Ólafs- firöi, teiknað þær. Veturnóttakyrrur eftir Jónas Arnason, önnur prentun. Þetta er þriðja bók Jónasar, sem hef- ur veriðendurprentuð. Hún kom fyrst út fyrir nltján árum, og hefur verið ófáanleg um langt skeið. Þvi má búast viö, aö hún verði mörgum kærkomin nú. Þorsteinn Matthiasson. Jónas er og veröur alltaf Jónas, og er alltaf skemmtilegur, og still hans og frásagnarháttur eru hans séreign. Margir telja Veturnóttakyrrur beztu bók hans. Héraössaga Súgfiröinga, Gunnar M. Magnúss, skráöi. Ráögerter.aöþetta veröi fyrsta bókin I flokki héraössagna Vest- íjarða. Þetta er mikil bók aö vöxtum og fróöleg mjög. Hún fjallar um kjarnafólk I sérstæöu umhverfi og viö sérstök lifsskil- yröi. 1 bókinni eru á annað hundraö myndir af fólki, skip- um og byggð. Vökuljóð fyrir allar, ljóðabók eftir Óskar Aðalstein. Óskar hefur áður gefiö út sextán bæk- Gunnar M. Magnúss. ur, en þetta er frumraun hans i útgáfu ljóða, þótt hann hafi hins vegar lengi haft ljóöagerö um hönd. — Þetta er litil, snotur bók, prýdd teikningum eftir Gisla Sigurðsson. Poseidonslysiö eftir Paul Calli- co, Báröur Jakobsson þýddi. Hópur fólks, æriö sundurleitur, freistar þess að bjarga lifi sinu viö þessar fjarstæöukenndu aö- stæöur, þegar allt stendur á höföi. Erfiðleikar þess eru ótrú- legir, og margt óvænt hendir áö- ur en lýkur. Sagan var kvik- mynduð, og myndin hefur veriö sýnd I Nýja Bió i Reykjavik. Isadora eftir Erica Jong. A frummálinu heitir bókin Fear of Flying, en hér er hún látin bera nafn stúlkunnar, sem söguna segir. Óli Hermanns þýddi bók- ina á islenzku. Hún er þekkt viða um lönd, og hefur veriö þýdd á fjölmargar tungur. S.S foringinn heitir bók eftir Sven Hazel. Hún fjallar aö Agúst Vigfússon. mestu um orrustuna viö Stalin- grad, undanhaldiö þaöan, og ótrúlegar mannraunir. Hreinsanir Stormsveitanna eru svo annar meginþáttur bókar- innar. Eins og allar bækur Haz- els er þessi mögnuö ádeila á striösbrjálæöi og þann viöbjóö, sem styrjöldum fylgir. Sýningarstúlkan heitir ný bók eftir Denise Robins. Valg. B. Guðmundsdóttir þýddi. íslenzk- ar konur þekkja oröiö mætavel Denise Robins, og hverju sem fram fer um jafnrétti kynjanna, þá er þessi bók fyrst og fremst gefin út konum til ánægju og eignar. Söngvareftir Gisla Kristjáns- son,«undhallarstjóra á Isafiröi, er gefin út af höfundi, en er til dreifingar hjá Ægisútgáfunni. Gisli er sjálfmenntaður tónlist- armaöur. Þarna birtast eftir hann nærfellt fjörutiu lóg á nót- um við ljóö eftir ýmsa höfunda, meðal annars hann sjálfan, en hann er hagorður i bezta lagi. Bækur frá Ægisútgáfunni © Hólmavík sóknir leiöi I ljós, aö nærtækari varmi er ekki viö Hólmavlk. Hvernig er gatnageröin fjár- mörgnuö? — Það er gert til dæmis meö þvi að leggja á gatnagerðargjöld, eins og önnur sveitarfélög hafa gert. Þá fengum viö fjármuni af þéttbýlisvegafé og svo er lánsfé. Útsvör og aöstööugjöld nema um 18 milljónum króna á ári hjá hreppnum, svo á þvi má sjá, aö þetta er ekki svo litið átak aö hrinda þessari gatnagerö i fram- kvæmd og ljúka við hana. Hvaö meö byggingafram- kvæmdir á staönum? — Byggingaframkvæmdir hafa veriö litlar á Hólmavik. Astæöan er liklega fyrst og fremst sú, að hér rikir atvinnu- leysi vissan hluta ársins, eöa frá þvi i marz á vorin, þegar rækju- vertið lýkur og fram 1 byrjun júli, þegar handfæraveiðar hefjast'. Brýnasta verkefnið er þvi aö skapa hér næga vinnu allan ársins hring, en ég sé ekki, aö þaö verði gert nema meö utanaökom- andi aöstoð I einhverju formi. Við hljótum fyrr eöa siöar aö leita sömu úrræöa og aörir, eöa önnur byggöarlög, sem leita úrræöa til eflingar atvinnu, en þaö er aö fá skuttogara hingaö, sem getur séö fiskvinnslunni fyrir bolfiski, þ.e.a.s. hér og á Drangsnesi, þar sem ástandið er svipaö, eöa a.m.k. ekki betra. Hraöfrystihús-, iö þar brann nú, sem kunnugt er, en þar er nú veriö að reisa nýtt hraðfrystihús, sem væntanlega tekur til starfa fyrir næsta haust ef allt gengur samkvæmt áætlun. Samgöngur og fólksf jöldi Hvaö um mannfjölda? Strandasýsla hefur oröið hart fyrir baröinu á svonefndum fólks- flótta. Hér hefur veriö stööug fólksfækkun á seinustu tveim áratugum. Að visu fækkaöi fólki ekki á Hólmavik á seinasta ári, en alls búa rúmlega 1200 manns i sýslunni, og ég tel, að atvinnuá- standiö sé aöalorsökin fyrir þessu. Þótt Strandamenn unni sinu byggðarlagi ekki siöur en aörir, þá rekur aö þvi, aö menn gefast upp, ef engin þörf er fyrir starfskrafta þeirra jafnvel mánuöum saman. — Hvaö meö samgöngur? — Hingaö flúga Vængir tvisvar i viku og Guömundur Jónasson fer tvær ferðir hingaö i viku á sumrin og einu sinni I viku aö vetrarlagi. Vegurinn frá Brú i Hrútafirði er oröinn mjög þokka- legur og er betri en hann var til aksturs að vetrarlagi. Honum er haldiö opnum a.m.k. einu sinni i viku aö vetrarlagi. Vilja veg yfir Steingrímsf jarðar- og Þorskafjaröarheiöar — Menn hafa þó ýmsar hug- myndir i vegagerð og beinast þær einkum aö þvi að fá tryggara vegasamband við önnur byggöar- lög á Vestfjöröum, en sem kunn- ugt er þá tilheyrum viö Vestfjörö- um eöa Vestfjarðakjördæmi, þótt landfræðilega eöa samgöngulega séum við frekar, enn sem komiö er, tengdir Húnvetningum. Viö teljum, aö ef unnt væri aö gera veg upp áSteiigrlmsfjarðar- heiöi og yfir á Þorskafjaröar- heiöi. Þessi vegur yröi ekki kostn- aöarsöm framkvæmd, þvi þetta er aöeins um 10 km leiö og myndi stytta leiöina til Reykjavikur til muna og tryggja visst nauösyn- legt samband við Vestfiröi. Viö teljum hér, að ávinningur yröi aö þessari vegagerö fyrir Vestfiröinga, þvi suöurleiöin stæöi bifreiðum opin miklu lengur en núna er. Vegir i Strandasýslu eru öröug- ir. Bilfært er um 120 km noröur frá Hólmavik, eða i ’Arneshrepp, og um 120 km eru i Brú I Hrúta- firöi frá Hólmavik. Þetta er þvi langur vegur. Feröamanna- straumur er talsveröur á sumrin, Stjórnunarfélag Austurlands gengst fyrir námskeiöi um arð- semi og áætlanagerö 13. og 14. nóvember n.k. I Valaskjálf á Egilsstöðum. Tilgangur nám- skeiösins er aö veita stjórnendum fyrirtækja á Austurlandi aögengi- lega og hagnýta þekkingu til beinna nota I daglegu starfi þeirra. Leiöbeinandi verður Eggert Ag. Sverrisson viöskiptafræöing- ur hjá Hagvangi hf., Reykjavik, en þaö fyrirtæki hefur veriö ráö- gjafarfyrirtæki margra aust- firskra fyrirtækja og fjóröungs- sambandsins aö auki. A nám- skeiöinu veröur fjallaö um fram- legöarhugtakiö, arösemisathug- anir, verömyndun, verölagningu, notkun bókhalds sem stjórntækis o.fl. I tengslum viö námskeiöiö veröur haldinn aöalfundur félags- þvi það þykir fagurt á Ströndum. Hvað með samstarf sveitarfé- laga i grennd viö Hólmavik? — Samstarf er mi.kið milli sveitarstjórna á Hólmavik og i Kaldrananeshreppi. Sami aöili er þar meö atvinnumálin, og þvi er mikiö samstarf nauösynlegt milli staöanna, t.d. Drangsness og Hólmavikur. Þá er nokkurt sam- starf lika við Kirkjubólshrepp, við rekum t.d. sameiginlegan skóla. Vilji á samstarfi er fyrir hendi og sambúö milli sveitarfélaga er góö, sagöi Jón Kristinn, sveitar- stjóri aö lokum. ins, þar sem Friörik Sophusson framkvæmdastjóri Stjórnunar- félags Islands mun gera grein fyrir starfssemi félagsins. Núver- andi formaöur SFA er Magnús Einarsson fulltrúi hjá Kaupfélagi Héraösbúa, Egilsstööum. Rússajeppi árg. 1965 með Perkins díeselvél til sölu. Nýlegar góðar blæjur. Ragnar Jónsson bif- vélavirki Borgarnesi, sími 93- 7178. Kaupfélagsstjóri Starf kaupfélagsstjóra við Kaupfélag Stykkishólms er laust til umsóknar. Skriflegar umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist for- manni félagsins Kristni B. Gislasyni Stykkishólmi eða Baldvini Einarssyni starfsmannastjóra Sambandsins fyrir 20: þ.m. Kaupfélag Stykkishólms. Rafveita Hafnarfjarðar óskar að róða lokunar- og innheimtumann karl eða konu. Laun samkvæmt launaflokki B-7. Leggja þarf til bifreið við starfið gegn greiðslu. Starfið er laust nú þegar. Umsóknarfrestur er til 9. nóvember n.k. Umsóknum skal skila á sérstökum umsóknareyðublöðum til rafveitustjóra, sem veitir nánari upplýsingar um starfið. Rafveita Hafnarfjarðar. Stjórnunarfélag Austurlands Nómskeið um arðsemi og óætlanagerð

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.