Tíminn - 07.11.1976, Side 37
Sunnudagur 7. nóvember 1976
TÍMINN
37
Laugarneskirkja:
Séra Jón Dalbú Hró-
bjartsson messar
Séra Jón Dalbú Hróbjartsson
messar i Laugarneskirkju i dag
klukkan 14.
Séra Jón Dalbú Hróbjartsson,
skólaprestur, er fæddur i Reykja-
vik 13. janúar 1947, sonur hjón-
anna Hróbjartar Arnasonar, frá
Ashóli, Holtum, stofnanda
Burstagerðarinnar i Reykjavik,
og Ingibjargar Þorsteinsdóttur
frá Langholti i Flóa.
Séra Jón tók stúdentspróf frá
Verzlunarskóla Islands 1969 og
lauk embættisprófi i guðfræði frá
Háskóla Islands haustið 1973.
Þegar að loknu embættisprófi fór
hann utan til framhaldsnáms.
Hann lagði stund á kennimann-
lega guðfræði einn vetur í Osló, en
hún fjallar um ýms hagnýt störf,
prestsþjónustu svo sem marghátt-
aða sálgæzlu, æskulýðsstarfsemi
o.m.fl. Jafnframt kynntihann sér
fjölþætt æskulýðsstarf meðal stú-
denta og annarra skólanemenda.
Sumarið eftir starfaði hann við
sálgæzlustörf á heilsuhælinu
Modum Bads Nervesanatorium
en það er heimsþekkt stofnun,
einkum fyrir sérstaka meðferð á
fjölskylduvandamálum, en séra
Jónstarfaði aðallega við þá deild
stofnunarinnar.
öll skólaár sin stundaði séra
Jón tónlistarnám, fyrst i pianó-
leik i Tónlistarskóla Reykjavikur,
siðar i orgelleik hjá Ragnari
Björnssyni, dómorganista, og
loks i kirkjutónlist hjá dr. Róbert
A. Ottósyni. Þá starfaði hann oft
sem kirkjuorganisti, meðan hann
stundaði nám i háskólanum. A
námsárunum dvaldi hann einnig
eitt sumar i Þýzkaiandi við orgel-
nám og starfaði jafnframt i
sumarbúðum fyrir unglinga þar.
Frá 16 ára aldri hefur séra Jón
tekið virkan þátt i barna- og ung-
iingastarfi. Hann var eitt sumar
sumarbúðastjóri i sumarbúðum
þjóðkirkjunnar i Skálholti, starf-
aði i sumarbúðum KFUM i
Vatnaskógi, var fjögur ár for-
maður Kristilegra skólasamtaka
og formaður Kristilegs stúdenta-
félags þrjú ár. Hann hefur tekið
þátt i mörgum norrænum skóla-
og stúdentamótum og verið ræðu-
maður á sumum þeirra, auk þess
sem hann hefur setið ráðstefnur
erlendis um guðfræði og æsku-
lýðsmál. Loks má geta þess, að
hann var stjórnandi hins fjöl-
menna norræna, kristilega stú-
dentamóts, sem haldið var i
Laugardalshöllinni i Reykjavik i
ágúst i fyrrasumar. Hann á nú
sæti i æskulýðsnefnd þjóðkirkj-
unnar.
Séra Jón Dalbú Hróbjartsson er
kvæntur Ingu Þóru Geirlaugs-
dóttur.dótturhjónanna Geirlaugs
Árnasonar og Sveinbjargar Arn-
mundsdóttur frá Akranesi. Inga
Þóra lauk stUdentsprófi frá
Menntaskólanum i Reykjavik
1968 og kennaraprófi frá
Kennaraskólanum 1969. HUn hef-
ur stundað kennslu, fyrst i Ár-
bæjarskóla og siðan i öldusels-
skóla. Inga *óra hefur einnig
stundað nám i tónlist við Tón-
listarskóla Akraness. Meðan þau
hjón dvöldu i Noregi, lagði hún
stund á framhaldsnám fyrir
kennara i kristnum fræðum. Þau
hjón eiga tvo syni, Árna Geir, 5
ára, og Ingibjart 3ja ára.
Úr fundarsamþykkt hjúkrunarfræðinga
Heilsuverndarstöðvarinnar:
Störf vanmetin
og engum
sérkröfum sinnt
F.I. Reykjavík. — A fundi
hjúkrunarfræðinga við Heilsu-
verndarstöð Reykjavikur, sem
haldinn var þann 20. okt. sl., er
lýst megnri óánægju vegna Ur-
skurðar kjaranefndar um sér-
samninga Reykjavikurborgar og
HjUkrunarfélags Islands, frá 22.
sept. sl.
Telur fundurinn kjaranefnd
vanmeta mjög störf hjUkrunar-
fræðinga um leið og ekkert tillit
sé tekið til sérkrafna þeirra.
I fundarsamþykktinni segir
ennfremur, að Urskurður kjara-
nefndar um hækkun um einn
launaflokk, sem allar aðrar
starfsstéttir fái, breyti engu um
það vanmat, sem hjúkrunar-
fræðingar hafi sætt i launum og sé
þá mið tekið af öðrum stéttum,
sem ábyrgðarminni störfum
gegna hjá Reykjavfkurborg, eða
minni menntunar sé krafizt af.
Tilkynning
Innkaupastjóra
Nýkomið mikið úrval af
Gjafavörum
Leikföngum
Búsáhöldum
Snyrtivörum
Heildverzlun Péturs Péturssonar
Suðurgötu 14
SMItmm-GI 6 SÍMI 4454-4
Verðlækkun
Vegna hagræðingar og betri aðstöðu í nýjum húsakynnum að Smiðju-
vegi 6 hefur okkur tekist að lækka framleiðslukostnaðinn verulega:
Bergamo
Sófasettiö hefur nú lækkað í verði um kr. 53.000
Staðgreiðsluverð í dag kr. 186.000 —
Bergamo er nýtízku sófasett í „Airliner” stíl.
Traustbyggt, afburða þægilegt og fallegt.
Meiri framleiðsla — betri vara — lægra verð
Opið til
kl. 19 föstud.
kl. 12 laugard.
ætlar þú út
íkvöld?
Þaö má njóta lífsins á ýmsan hátt. Rabba yflr glasi, dansa,
fá sér í gogginn, hlusta á tónlist eða horfa á lífið. í Klúbbnum
er að finna marga sali með ólíkum brag. Bar með klúbb
stemmningu og lágværri músík, fjörugt Diskótek, danssal með
hljómsveit og annan þar sem veitingar eru framreiddar.
Þar er hægt að vera í næði eða hringiðu fjörsins eftir
smekk,-eöa sitt á hvað eftir því sem andinn blæs í brjóst.
Þú getur átt ánægjulegt kvöld í klúbbnum.