Tíminn - 17.11.1976, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 17. nóvember 1976
TiMINN
3
„Ekki hægt að sjá hvort
hámarki er náð, eða hvort
fíkniefnasmygl eykst enn...
— en við höfum aldrei lent í annarri eins hrinu
og þeirri sem nú stendur yfir", segir Ásgeir Friðjónsson, dómari
HV-Reykjavik. — Við höfum
raunar alltaf viljað fara varlega f
að draga áiyktanir af þeim
málum, sem við höfum með
höndum á hverjum tfma, en ég
hygg þó að það sé alveg ljóst, af
þeim mátum sem dunið hafa á
okkur undanfarna mánuði, að við
höfum aidrei lent i annarri eins
hrinu. Hins vegar vil ég ekki spá
um það hvort við erum nú á há-
tindi fikniefnaöldunnar, eða hvort
þetta á enn eftir að aukast hjá
okkur, sagði Ásgeir Friðjónsson,
dómari hjá Fikniefnadóm -
stóinum, f viðtaii við Timann I
gær.
— Það hefur greinilega oröiö sú
breyting á, sagði Asgeir ennirem-'
ur, að nú ber meira en áður á þvi
að menn leggi peninga i fikniefni
og smygli þeim hingað til lands til
sölu einvörðungu, — af hreinni
gróðafikn. Aður var meira um að
neytendur legðu saman i pott og
sendu eftir fikniefnunum Ut.
Þetta er svipuð þróun og verið
hefur í öðrum löndum. —
Til þessa hefur þyngsti dómur,
sem kveðinn hefur verið upp i
fikniefnamáli verið eins árs fang-
elsi, auk fjársekta. Ásgeir var að
þvi spurður, hvort bUast mætti
við þyngri dómum vegna þeirra
mála, sem komið hafa upp að
undanförnu.
— JU, vissulega má búast við
þvi. Hins vegar situr enginn viö
aðdæma hjá okkur nú, þviaö allir
eru i þvi að rannsaka mál þau
sem til afgreiðslu eru.
Það er geysileg vinna að
komast inn i keðjur af þvi tagi,
sem komizt hefur upp um undan-
farið, og jafnvel enn meiri vinna
að ganga frá rannsókn málanna,
þvi það þarf að rannsaka hlut
margra aðila að hverju máli.
Auðvitað vaknar sú spurning,
hve mikill hluti heildar-innflutn-
ings á fikniefnum það er, sem við
komum höndum yfir, sagði As-
geir að lokum. Viö vonumst auö-
vitað til þess aö það sé stór hluti,
en höfum þó ekki mjög ljósa vitn-
eskju þar um. Hinu erum viö
aftur fegnir, aö þau efni, sem
komizt hefur upp um smygl á
undanfarið, eru Cannabis-efni, og
til dæmis ofskynjunarlyfið LSD
hefur ekki komiö fyrir i okkar
bókum i mjög langan tima. Efni
eins og heróin höfum við ekki orð-
ið varir við, þaö er, að við höfum
ekkert sannanlegt dæmi um
dreifingu þess hér, þótt orðrómur
komist á kreik þar um öðru
hverju.
Ráðstefna um fjármál sveitarfélaga var sett að Hótel Sögu I gær. Við setningu ráðstefn-
unnar flutti Geir Hallgrimsson forsætisráðherra ávarp, en efni ráöstefnunnar skiptist I tvo
meginfiokka. Annars vegar gerð fjárhagsáætlunar komandi árs, en hins vegar áætlana-
gerð tii lengri tfma. Ráöstefnuna sitja nær 200 manns vfðs vegar að af landinu.
SAMNINGAVIÐRÆÐUR VIÐ FOR-
SÆTISRÁÐHERRA VEGNA ÓBIL-
GIRNI FJÁRMÁLARÁÐUNEYTISINS
MÓ-Reykjavik — Við erum mjög
óánægðir með það, að sumir
ráðamenn fást ekki tii að gera
upp skuldbindingar, sem stofnað
var til samkvæmt lögum, sem i
gildi voru til siðustu áramóta, og
voru vegna sameiginlegra verk-
efna rikis og sveitarfélaga, sagði
Páll Lindal form. Sambands ís-
lenzkra sveitarféiaga m.a.,þegar
hann setti ráöstefnu sambandsins
um fjármál sveitarfélaga.
Formaðurinn sagði, að á öllum
fundum sveitarstjórnamanna með
fjármálaráðherra um breytingu á
verkefnaskiptum milli rikis og
sveitarfélaga hefði þvi sjónar-
miði sveitarstjórnarmanna jafn-
an verið haldið fram, að sveitar-
félögin myndu aldrei af fúsum
vilja gefa rikinu eftir þessar inn-
eignir sinar. En skörin er farin að
færast upp i bekkinn, þegar
starfsmenn fjármálaráðuneytis-
ins, sem alls ekki voru viðstaddir
fundi okkar með fulltrúum rikis-
ins, menn, sem ég þekki ekki einu
sinni i sjón, sagði formaðurinn,
eru farnir að halda þvi fram i
greinargerðum, að við höfum
með einhverjum hætti fallizt á að
þessar kröfur sveitarfélaganna
verði felldar niður. Mig brestur
alveg skilning á hver tilgangurinn
er með sh'ku, enda er okkur ljós-
ara, en þessum ágætu mönnum,
að við gátum ekki með nokkru
mótiafsalað einu einasta sveitar-
félagi nokkrum minnsta rétti i
þessu sambandi, hvað þá öllum
224 sveitarfélögunum i einu lagi.
A ráðstefnunni kom mjög
greiniiega fram óánægja sveitar-
sijornarmanna með samskipti
við rikisvaldið, og þó sérstaklega
fjármálaráðuneytið vegna van-
skila á lögboðnum greiðslum til
ýmissa sameiginlegra verkefna.
Einn ræðumanna kvað nauðsyn
bera til að koma á menningar-
legri og manneskjulegri sam-
skiptum milli ráðuneytis og
sveitarstjórna.
Páll Lindal sagði, aö það væru
þrjár leiöir til úrbóta á þessum
samskiptum. I fyrsta lagi yrði að
reyna samningaleiðina og væri
þegar hafnar viðræður við for-
sætisráðherra. Ef samningar
næðust ekki yrði að leita til ai-
þingis, en þrautalendingin yröi
siðan að leita til dómstóla, ef við-
unandi árangur næðist ekki á
annan hátt.
I setningarræðu formannsins
kom fram, að nokkuð hefur áunn-
izt i þá átt á undanförnum árum,
að gera verkskiptingu milli rikis
og sveitarfélaga einfaldari, en
áður var. T.d. hefði náðst áfangi,
þegar rikissjóður tók að sér alla
löggæzlu 1972. Þá hefur nokkuð
dregið úr skattlagningu sveitar-
félaganna, vegna almannatrygg-
inga, þótt ekki sé það skref stigið
til fulls. Hins vegar var mikið
vixlspor stigið i þeim efnum, þeg-
ar rikisvaldið tók að seilast inn á
tekjustofna sveitarfélaganna, Ut-
svörin, á siðasta ári. Vonaði for-
maðurinn að sú hrösun yrði ekki
fordæmi, heldur einsdæmi.
f
Loðnubátar halda
— eftir langvarandi brælu
gébé-Rvik. Eftir mikla brælu á
loðnumiðunum fyrir vestan iand
aö undanförnu, virðist ioks sem
veöur sé að lægja, og í gær-
morgun fóru allir loönubátarnir
út á miðin, svo og leitarskipiö
Skarðsvik. — Bátarnir hafa að
undanförnu legið i höfnum og
beðið þess aö veöur batnaði, og
vonandi tekst þeim aö finna
loðnu og veiða i nótt, sagði
Andrés Finnbogason hjá Loðnu-
nefnd I gær.
Alls eru það átta bátar sem
á miðin
stunda loðnuveiðar eins og er:
Helga II, Helga Guðmunds-
dóttir, Asberg, SUlan, Gisli
Arni, Hrafn, Kap og Eldborg.
Auk þess er Skarðsvikin viö
loönuleit á miðunum Ut af Vest-
fjörðum.
ávíðavangi
Lýðræðissinnarnir
i Hvöt sigruðu
t framhaldi af frásögn af
aðalfundi sjálfstæðisk venna-
félagsins Hvatar, er rétt að
geta þess, að það olli mikilli
ólgu á fundinum, þegar Auður
Auðuns, fyrrverandi alþingis-
maður, sem var formaður
uppstillingarnefndar, geröi til-
lögu um Bessi Jóhannsdóttur
fyrir hönd meirihiuta uppstill-
ingarnefndar, en gerði ekki
minnstu grein fyrir tillögu
minnihlutans.
Kristin Magnúsdóttir sá sig
þess vegna knúna til ab fara i
ræðustól og gcra grein fyrir
lillögu sinni um Jóninu Þor-
finnsdóttur.
óneitanlega eru vinnubrögð
meirihlutans ólýðræðisleg. Og
má þvi segja, að lýðræðissinn-
arnir i Hvöt hafi orðið ofan á,
þar sem Jónina var kjörin for-
maður.
Hámarkshraði i
þéttbýli aukinn?
Fyrr i þessari viku mælti
Jón Skaftason alþm. fyrir
lagubreytingu á umferðarlög-
unum. Leggur þingmaðurinn
það til, að hámarkshraði bif-
reiðu í þéttbýli verði aukinn úr
45 km á klst. i 50 km á klst.
Þegar Jón Skaftason mælti
fyrir þessari tillögu sinni sagði
hann m.a., að tiðni umferðar-
slysa af völdum bifreiða væri
áreiöanlega meiri hér á landi
en viðast annars staðar miðað
við fóiksfjölda og tölu öku-
tækja. Sagöi liann, að fyrir
þessari miklu slysatiöni væru
ýmsar orsakir. M.a. nefndi
hann, að umferðarreglur, sem
væru þannig úr garði gerðar,
að þær væru sifellt brotnar af
stórum bópi bifreiðastjóra,
væru til þess fallnar að skapa
virðingarleysi fyrir umferðar-
lögunum. „Reglan um 45 km
braða i þétlhýli tclst að tninu
viti til slikra reglna”, sagöi
þingmaðurinn.
Þrjár ástæður
i franisögu- ■
ræðu sinni w
nefndi Jón ?
Skaftas. þrjár |
aðrar ástæður f
fyrir þvi að
h a n n t e I d i
timabært að
hækka nokkuö
ákvæði uin
h á m a r k s -
hraða i þéttbýli. 1 fyrsta lagi
hefðu miklar umbætur veriö
unnar i gatnagerð i þéttbýli.
Þar sem áður befðu lcgið hol-
óttir moldar- eða malarvegir
væri nú að finna götur með
varanlegu slitlagi á. Aksturs-
skilyröi hefðu þvi breytzt
injiig til hatnaöar. Siðan sagöi
Jón Skaftaspn:
. ,,l öðru lagi vil ég benda á
það, að nú hin siöari árin hefur
öryggisbúnaður bifreiða orðið
nokkru fullkomnari en áður
var, þannig að bifreiöir geta
nú stöövast á styttri
vegalengd cn áöur var. Auk
þt“ss er ntér tjáð, af kunnáttu-
mönnum um bifreiðar, að hin
tiða giraskipting, sem
nauðsynleg er, ckki sizt á hin-
unt minni bifreiðum, sent i
notkun eru I landinu, þegar
ekki er ekið hraðar en 45 kin,
valdi nokkrunt erfiðleikum á
bifreiðinni og geti valdiö óeðli-
iegu sliti.
i þriðja lagi vil ég benda á
það. aö nú hefur það færzt
mjögf vöxt í löndum hins vest-
ræna heims, að samræmdar
hafa verið uinferðarreglur og
þá ekki sizt um háinarkshraða
bifreiða. Það er núorðið æ al-
gengara, að menn feröist i
eigin bifreiöum unt mörg lönd
og reynslan hefur sýnt, að það
hefur valdið vaiuiræðum ef
untferöarreglur eru mjög frá-
brugðuar frá einu landinu til
annars.” —a.þ.