Tíminn - 17.11.1976, Side 6
6
TÍMINN
Miðvikudagur 17. nóvember 1976
JÓN L. ÁRNASON
SKÁKMEISTARI T.R. 1976
Jón L. Arnason varð skák-
meistari Taflfélags Reykjavik-
ur 1976 með þvi að sigra Stefán
Briem i einvigi um titilinn en
þeir urðu jafnir og efstir á
Haustmóti T.R. Jón tryggði sér
sigurinn með þviað vinna þriðju
einvigisskákina eftir að hún
hafði farið i bið. Svo skemmti-
lega vildi til, að biðskákin var
tefld á 16. afmælisdegi hans og
hlaut hann þvi mjög skemmti-
lega afmælisgjöf. Jón er yngsti
skákmaður, sem hlotið hefur
þennan titil og var hann vel að
honum kominn, þvi hann sigraöi
i öllum þrem einvigisskákun-
um. Jón er mikið skákmanns-
efni, sem gaman verður að
fylgjast með i framtiðinni.
Stefán varð aö láta sér lynda
stórt tap i einviginu, en ekki var
eins mikill munur á tafl-
mennsku þeirra Jóns og Urslitin
gefa til kynna. Crslit einvigis-
skákanna réöust i timahraki, en
þar var Jón mun harðari. Meö
þessu er ekki sagt, að sigur Jóns
hafi ekki verið verðskuldaður,
enmunurinn var nokkuð mikill.
Hér kemur þriðja einvfgis-
skákin.
Hvitt: Jón
Svart: Stefán
Kóngsbragð
1. e4 e5 2. f4 d5 3. exd5 c6 4. Rc3
exf4 5. Rf3 Bd6 6. d4 Rf6 7.
De2+ De7 8. Dxe7-Kxe7 9. Re5
Rxd5 10. Rxd5+ cxd5 11. Bxf4 f6
12. Rd3 Bf5 13. Kd2 Rc6 14. c3
Bc4 15. Hel f5 16. g3 Kd7 17. Hgl
Hae8 18. h4 g6 19. Bh3h6 20. Hefl
Hef8 21. g4 Be7 22. Re5+ Rxe5
23. Bxe5 Hh7 24. gxf5 gxf5 25.
Hf4 Bg5 26. hxg5 hxg5 27. Bxf5+
Hxf 5 28. Hxf5 Bxf5 29. Hxg5 Be4
30. b3 Hf7 31. a4 Hf2+ 32. Kel
Hc2 33. Hg7+ KeO 34. Hc7 a6 35.
Kdl Bd3 36. Hxb7 Hb2 37. Hb8
Kf5 38. Bd6 Ke4 39. He8+ Kf3 40.
Hf8+ Ke3 41. Bf4 + Ke4 42. Bcl
og svartur gafst upp þvi hann
tapar manni eða verður mát.
Olympiuskákmótinu i Haifa
lauk með sigri Bandarikja-
manna, sem hlutu 37 vinninga af
52mögulegum. Þetta er i fyrsta
skiptið, sem Bandarikjamenn
sigra á olympiuskákmóti, siðan
RUssar hófu þátttöku árið 1952,
en þeir siðarnefndu tóku ekki
þátt i mótinu i Haifa af stjórn-
málalegum ástæðum. Er leitttil
þess að vita, hve stjórnmál eru
farin að eyðileggja alþjóðleg
skákmót og væri vonandi að i
framtiðinni verði unnt að halda
stjórnmálum og skák aðskild-
um, svo að alþjóðlega skáksam-
bandið FIDE, klofni ekki endan-
lega.
1 bandarisku sveitinni i Haifa
tefldu R. Byrne, Kavalek,
Evans Tarjan, Lombardy og
Commons.
Hollendingar urðu i öðru sæti
með 36 1/2 vinning, eftir að hafa
verið i fyrsta sæti allt mótið. I
sveitinni tefldu Timman,
Sosonko, Donner, Ree og
Kuijpers. Timman og Sosonko
hlutu verðlaun fyrir bezta
árangur á 1. og 2. borði.
Röð þeirra þjóða, sem næst
komu var þessi:
3. England, 35 1/2 vinning
4. Argentina, 33 v.
5. V.-Þýzkaland, 31 v.
6. ísrael, 29 1/2 v.
7. Sviss, 29 v.
8. Kanada, 28 1/2 v.
Islendingar hlutu 27 vinninga
og höfnuðu i 22. sæti af 48 þátt-
tökuþjóðum. Meðfylgjandi tafla
sýnir árangur islenzku sveitar-
innar:
1 siðasta þætti var sagt, að
Hollendingar hefðu sigrað á
mótinu og eru lesendur beönir
velvirðingar á þeim mistökum.
Ungmennafélag Islands
gengst árlega fyrir skákkeppni.
I mótinu tefla 4 menn frá hver ju
félagi. Landinu er skipt i svæði
og tefldar undanrásir. Komast
tvær sveitir i úrslit af hverju
svæði. Timaritið Skinfaxi gaf
fagran grip til keppninnar, svo-
nefnda Skinfaxastyttu.
Um siðustu helgi fór úrslita-
keppnin fram i Kópavogi.
Skákþing UMFí 1976
úrslit
1 2 3 4 5 vinn.
1. Ungmenna-
og Iþróttasam-
band AusturlandsX 21/2 2 3 1/2 3 11
2. Ungmenna
samband Kjalar-
nesþings 1 1/2 X 2 2 3 81/2
3. Ungmennafélag
Bolungavikur 2 2 X 1 21/2 71/2
4. Ungmennasamband
A-Húnvetninga 1/2 2 3 X 2 7 1/2
5. Ungmennafélagið
Skipaskagi 1 1 n/2 2X 51/2
Héraðssamband Stranda-
manna vann sér rétt til þátttöku
i úrslitakeppninni en gat ekki
mætt til leiks um siðustu helgi.
UMSK hefur sigrað i keppn-
Inni siðan 1969, en nú urðu þeir
að láta sér lynda annað sætið.
I sigursveit UIA tefldu
Trausti Björnsson, Jóhann Þor-
steinsson, Eirikur Karlsson,
Viðar Jónsson og Gunnar Finns-
son. I sveit UMSK tefldu Jónas
P. Erlingsson, Gylfi Magnús-
son, Harvey Georgsson og Ingi-
mar Jónsson.
Vetrarmót Skákfélagsins
Mjölnis hófst fyrir mánuði. Teflt
er einu sinni i viku, á mánu-
dagskvöldum, i Fellahelli i
Breiðholti. I efsta flokki tefla
eftirtaldir menn (töfluröð).
1. Arni B. Jónasson, 2. Bragi
Halldórsson, 3. Ingvar As-
mundsson, 4. Guðlaug Þor-
steinsdóttir, 5. Ásgeir Þ.
Arnason, 6. Þórir ólafsson, 7.
Haraldur Haraldsson, 8. Jónas
Þorvaldsson, 9. Björgvin Vig-
lundsson, 10. Ingi R. Jó-
hannsson.
Þegar þessar linur eru
ritaðar, hafa þrjár umferðir
verið tefldar og mikið um
frestaðar og óloknar skákir.
Taflan verður þess vegna að
biða betri tima, en hér kemur
, falleg skák úr 3. umferð. Þar
sjáum við Jónas Þorvaldsson
veita einum af ungu meisturun-
um föðurlega hirtingu.
Hvitt: Asgeir Þ. Ámason
Svart: Jónas Þorvaldsson
Grmifelds vörn
1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 d5 4. Rf3
Bg7 5. cxd5 Rxd5 6. g3 0-0 7. Bg2
c5 8. Db3 Rxc3 9. bxc3 cxd4 10.
cxd4 Rc6 11. e3 e5 12. Rxe5 Rxe5
13. dxe5 Bxe5 14. Hbl Be6. 15.
Da3 Bc4 16. f4 Bxf4! 17. Dc3
He8! 18. Dxc4 Bxe3 19. Bxe3
Hxe3+ 20. Kfl Hc8 21. Dd5 Df6 +
22. Kgl Hc2 23. Hfl Hel! 24. h3
Hxfl+ 25. Kh2 Hff2 26. Hgl
IIxa2 27. Dxb7 a5 28. h4 h5 29.
Kh3 a4 30. Dd5 Df5+ 31. Dxf5
gxf5 32. g4 hxg4+ 33. Kg3 f4 +
34. Kxg4 Hxg2+ og hvitur gafst
upp
Nú er hafin Deildarkeppni
Skáksambands Islands. 11. um-
ferð i 1. deild uröuúrslitin þessi:
Taflfélag Hreyfils — Skáksam-
band Suðurlands, 3-5, Skák-
félagið Mjölnir — Skákfélag
Hafnarfjarðar, 7 1/2-1/2. Skák-
félag Akureyrar — Taflfélag
skák
Umsjónarmaður:
Bragi Kristjdnsson j
Reykjavikur, frestað til 20.
nóvember n.k. Skákfélag Kefla-
vikur — Taflfélag Kópavogs, 2
1/2-5 1/2.
I lok októbermánaðar var
pðalfundur Taflfélags Reykja-
vikur haldinn. Guðfinnur R.
Kjartansson, sem gegnt hefur
formennsku siðustu tvö árin,
gaf ekki kost á sér til áfram-
haldandi formennsku og voru
honum þökkuð mikil oggóð störf
fyrirT.R. Formaður var kosinn
Stefán Björnsson og aðrir i
stjórn eru Ólafur H. Ólafsson,
Gisli Asgeirsson, Kristinn Þor-
steinsson, Sigurður Ólafsson,
Jón Björnsson, Jón Úlfljótsson,
Jón Þorvarðarson, Stefán Mel-
steð, Ómar Blöndal Siggeirsson
og Helgi Helgason.
Fjárhagur T.R. er mjög bág-
borinn um þessar mundir og
veldur mestu, hve dýrt alþjóð-
lega skákmótið i ágúst s.l. var.
Skuldir félagsins eru 3,3
milljónir, en þar af eru' skuldir
vegna alþjóðlega skákmótsins
2,2 milljónir. Nýkjörin stjórn
fær þvi erfið verkefni að glima
við.
Ol.ympfuekákniótlð L Halfa 1976.
h
•H m
tiO
fl
cö
'•H
cd &
W)
tio H
fl cd
rD
ö B
3 <D
3 S
a> <a
H
•H -P
XJ co
o ^
<D fl
H co cö fl
3 Pi H Ú0
U
O
525
vinningar
1. borð Guðmundur Sigurjónsson 1 4 T - 1 T 1 - í T T T 4 74 af 11
2. tl Helgi dlafsson 1 O i - 1 4 4 4 4 - O 4 í 6 af 11
3. II Bjbrn Þorsteinsson . 1 - i 1 0 - 4 - 4 O 4 - 4 44 af 9
4. tl Magnús Solraundarson 1 0 - 1 i - 4 O - í - O í 5 af 9
1.varara •Margeir Petursson - i - 1- - O - 4 4 - O - - 24 af 6
2. It BJörgvin VÍglundsson - - O 0 - 4 - 4 - 4 - 0 - 14 af 6
4 í li 3 2Í 1* 2i 1i 2i 2 i 1 3 27 af 52
Nýtt jólakort
fró
Ásgrímssafni
Jólakort Asgrimssafns á þessu
ári er prentað eftir oliumálverk-
inu Vor á Húsafelli. Myndin er
máluð árið 1950. Þetta kort er
gert i minningu aldarafmælis As-
grims Jónssonar á þessu ári, og
verður ekki endurprentað.
Kortið er i sömu stærð og hin
fyrri listaverkakort safnsins, með
islenzkum, dönskum og enskum
texta á bakhlið,.. ásamt ljósmynd
af Asgrimi, sem Ósvaldur Knud-
sen tók af honum árið 1956. Mynd-
iðn sá um ljósmyndun, Litróf
gerði myndmót, en Vikingsprent
hf. annaðist prentun.
Einnig hefur safnið látið endur-
prenta nokkur kort sem ófáanleg
hafa verið um árabil, þeirra á
meðal Úr Svarfaðardal, Úr Mý-
vatnssveit og Hver i Krýsuvik.
Það er föst venja Asgrimssafns
að byrja snemma sölu jólakort-
anna til hægðarauka fyrir þá sem
langt þurfa að senda jóla- og
nýárskveðju, en þessar litlu eftir-
prentanir af verkum Asgrims
Jónssonar má telja góða land-
kynningu.
Listaverkakortin eru aðeins til
sölu i Asgrimssafni, Bergstaðar-
stræti 74 á opnunardögum, og i
verzlun Rammagerðarinnar i
Hafnarstræti 17.
Ásgrimssafn er opið sunnu-
daga, þriðjudaga og fimmtudaga
frá kl. 1.30-4.
Kjördæmisþing á Suðurlandi
og Vesturlandi um helgina
MÓ-Reykjavik — Kjördæmaþing
Framsóknarmanna i Suðurlands-
kjördæmi og Vesturlandskjör-
dæmi voru haldin um siðustu
helgi. Miklar umræður uröu um
stjórnmálaviðhorfið á báðum
þessum þingum og margar álykt-
anir gerðar, og veröur þeirra
getið siðar.
Kjördæmisþingið á Suðurlandi
var haldið i Vestmannaeyjum, og
voru þingfulltrúar milli 50 og 60
auk gesta. Steingrimur Her-
mannsson, ritari Framsóknar-
flokksins, flutti ræðu um stjórn-
málaviðhorfið og flokksstarfið, og
urðu miklar umræður að lokinni
ræðu Steingrims.
Páll Lýðsson, sem verið hefur
formaður kjördæmasambandsins
sl. tvö ár, gaf ekki kost á sér til
endurkjörs, en form. var kjörinn
Sváfnir Sveinbjarnarson
Breiðabólstað. Varaformaður var
kjörinn Garðar óskarsson Hvera-
gerði, en aðrir i stjórn voru kjörn-
ir Ólafur Ólafsson, Hörður Sigur-
grimsson, Jóhann Björnsson,
Einar Þorsteinsson og Garðar
Gestsson.
Kjördæmisþingið á Vesturlandi
var haldið i Stykkishólmi og sóttu
það fulltrúar úr öllum framsókn-
arfélögum i kjördæminu.
Vilhjálmur Hjálmarsson
menntamálaráðherra flutti ræðu
um stjórnmálaviðhorfið, en að
henni lokinni urðu miklar umræð-
ur um þjóðmálin og margar
ályktanir samþykktar, en siðar
verður greint frá þeim. Auk
Vilhjálms var Þráinn Valdimars-
son, framkv æ m dastjór i
Framsóknarflokksins, gestur
þingsins.
Stjórn Kjördæmissambands
framsóknarmanna á Vesturlandi
var öll endurkjörin á þinginu, en
form. sambandsins er Steinþór
Þorsteinsson Búðardal.
Frá Kjördæmisþingi Framsóknarmanna á Suðurlandi.