Tíminn - 17.11.1976, Side 9

Tíminn - 17.11.1976, Side 9
Miðvikudagur 17. nóvember 1976 TÍMINN 9 Útgefandi Framsóknarflokkjrinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn- arfuiltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gislason.Ritstjórnarskrifstofur I Edduhúsinu við Lindargötu, sfmar 18300 — 18306. Skrifstofur I Aðal- stræti 7, sfmi 26500 — afgreiðslusfmi 12323 — auglýsinga- sfmi 19523. Verð i lausasölu kr. 60.00. Áskriftargjald kr. 1.100.00 á mánuði. Blaðaprenth.f., Hver vill draga úr verðbólgunni? Það viðurkenna allir, að verðbólgan sé mikið vandamál. Flestir eða allir kvarta undan hinum sifelldu hækkunum verðlags og kaupgjalds. Flestir eða allir gera sér lika grein fyrir þeirri hættu, sem fylgir sirýrnandi verðgildi pening- anna. Sú hætta er bæði efnahagsleg og siðferðis- leg. En þetta þarf ekki að predika fyrir fólki. Þetta eru staðreyndir, sem eru almennt viður- kenndar. En hver vill svo stuðla að þvi, að draga úr verð- bólgunni? Hver er sá, sem ekki með einum eða öðrum hætti hjálpar til þess að auka verðbólg- una? Viðast hvar heyrast nú kvartanir yfir þvi, að tekjurnar séu of lágar. Þetta gildir jafnt um ein- staklinga og opinbera aðila. Nær allir barma sér og vilja fá meira. Flestum ráðum er beitt til að knýja fram hækkun. Helzt eru það lágtekjumenn- irnir, sem fara hægt i sakimar. Þó þykjast flestir hinna vilja rétta hlut þeirra og telja sig öðru hverju vera að stuðla að þvi. Niðurstaðan verður þó oftast sú, þegar upp er staðið, að bilið milli þeirra og hinna, hefur frekar aukizt en mfnnkað. Þótt launþegar segi, að þeir græði ekki á kaup- hækkunum, heldur fái aðeins fleiri verðminni krónur, heldur kauphækkunarbaráttan áfram. Þótt atvinnurekendur og milliliðir segi, að ekki græði þeir á verðhækkunum, heldur verðhækkun- arbaráttan eigi að siður áfram. Sannleikurinn er lika sá, að hvorugur þessara aðila græðir á þessu kapphlaupi. Þeir einu sem græða, eru fésýslu- mennirnir, sem hafa komizt yfir miklar fasteign- ir. Þeir verða rikari og rikari með hverjum degi. Þeir, sem enga fasteign eiga, eins og unga fólkið, verða fátækari að sama skapi. En þótt flestir sjái þetta, heldur kapphlaupið áfram. Oftast eru það lika hinir opinberu aðilar, með Landsvirkjun i fararbroddi, sem hafa for- ustuna. Engin undraróð til Til virðast þeir, sem álita, að hækkunarkapp- hlaupið milli verðlags og kaupgjalds skipti ekki svo miklu. Það hljóti að vera til einhver undraráð til þess að draga úr verðbólgunni. Að sjálfsögðu gera menn þá kröfu til hinna visu landsfeðra, ráðherranna, að þeir beiti þessum undraráðum. Engin rikisstjórn, hvort heldur er innlend eða út- lend, hefur þó komið auga á þessi undraráð. Hag- fræðin virðist ekki heldur þekkja þau. Eina ráðið, sem til er, er að draga úr kapphlaupinu milli verðlags og kaupgjalds, en það verður ekki gert, nema það nái jafnt til beggja þátta. Það gæti i bili orðið sársaukafullt fyrir ýmsa, þótt sérstakt tillit yrði tekið til láglaunafólksins. En allir myndu græða á þvi eftir stuttan tima. Erfitt er að fram- kvæma þetta, nema með lögum. En myndu þau ekki verða kölluð fasismi eða kommúnismi og þeim, sem réðust i slikt, verða illa lift i landinu? A.m.k. yrðu þau varla framkvæmanleg, nema almenningur gerði sér fulla grein fyrir nauðsyn þeirra, og styddu þau i verki. Verðbólgan verður fyrst viðráðanleg, þegar slikur almennur stuðn- ingur er fyrir hendi. Þ.Þ. T. B. Millar, Christian Science Monitor: Hvað er eftir af heimsveldi Breta? Menning, sem heimurinn má ekki missa AFRAM ENGLAND. Auðvitað meina ég ekki bara England, heldur konungsrikið Stóra-Bretland, nefnilega England, Skotland, Wales og (um fyrirsjáanlega framtið) Norður-Irland. Ég verð að biðja Skotana og alla hina afsökunar, en með „Eng- landi” eiga flestir útlendingar við Bretlandseyjar. Þegar ég var skólastrákur heima i Astraliu og beið þess óþreyju- fullur að komast i striðið, var þetta allt England fyrir mér. Undanfarna mánuði höfum við enn einu sinni verið i heim- sókn i Englandi. Við höfum orðið vitni að niðurlægingu sterlingspundsins, sem eitt sinn var svo voldugt. Við höfum séð rikisstjórnina riða undan áföllum, sem hún að miklu leyti átti sök á sjálf. Enda er nú uppskorið eins og til var sáð — eftirtekjurnar eru rýrar og ömurlegar þrátt fyrir drýgindalegar yfir- lýsingar á opinberum vett- vangi. Og við finnum til æ lélegri þjónustu á öllum s'/iðum, bæði hjá einstak- lingum og hinu opinbera, þótt verðið hækki sifellt. Og samt er það vor bjarg- föst skoðun, að þrátt fyrir allt þetta geti ekki siömenntaðra né betur vakandi þjóöfélag i viðri veröld. Auðvitað er þetta ekki Gamla England. Hér er ekki nafli heimsveldisins — það heyrir sögunni til, sem betur fer. Þær þjóðfélagshug- myndir, sem Bretar sjálfir gróðursettu og hlúðu að i nýlendum sinum (og hefðu mátt festa þar betur rætur), grófu undan fótfestu þeirra sjálfra i Nýju Dehli, Nairóbi og Lagos. Þær hugmyndir, sem Englendingar trúðu á á 18. og 19. öld, voru kjölfesta heimsveldisins: þær hug- myndir, sem þeir trúðu á, á hinni 20., veltu þvi. Sem betur fer. SVO HVAÐ er eftir? Hvorki auður Indialanda, vald né löngun til að stjórna mönnum og málefnum um heim allan i þágu Lundúna eða Man- chester. Þaö sem eftir lifir er gildis- matið. Þetta er þjóð, sem metur gildi hlutanna, metur hugmyndir og lætur sig varða annarra hag. Skoðið þessar staðreyndir, og látið eigi hug- fallast. Mörg þau vandamál, sem nú steðja að Bretum, eru að vissu leyti afleiðingar af of miklu lýðræði hinar kjörnu rikis- stjórnir þeirra á þessari öld hafa vart kunnað sér hóf í þvi að verða við óskum og þörfum fjöldans, og endurskipuleggja þjóðfélagið i réttlætisátt. Af þessum rótum eru runnar allar hinar ágætustu stofnanir hins opinbera, svo sem men ntakerf ið, atvinnu- leysisbæturnar og sjúkra- tryggingarnar. En afleiðingar tveggja heimsstyrjalda, meö gifurlegu tjóni heima og erlendis, ásamt sex ára doða eftir seinna striöið höfðu svo mergsogið framleiðsluat- vinnuvegina, að umfram- tekjur þeirra reyndust alls ónógar til að mæta þeim kröfum, sem þjóðin gerði, og bæði hugsjónamenn og atkvæðaveiðarar vildu fyrir hvern mun verða við. Þótt gildismatið væri rétt, og tilgangurinn oftast góður, bauð framkvæmdin sjálf heim ýmsum óvæntum hættum. Callaghan forsætisráðherra „Almenn menntun handa öllum” hefur sannarlega bætt ástandið, þar sem það var verst, en jafnframt fá færri en fyrr hina beztu menntun, og skólum hefur almennt farið hrakandi. Sjúkratrygginga- kerfið er orðið að óseðjandi skrifstofubákni, og atvinnu- leysisbæturnar valda þvi, að mörgum þykir þarflaust að vinna. Dýrkun meðalmennsk- unnar dró úr framkvæmda- viljanum, og margir þeir, sem enga umbun fengu fyrir hæfi- leika sina eða dugnað, koðnuðu niður eða flúöu af landi brott. NU blasir við augum fjöl- menn þjóð i litlu landi, að mestu rúin fyrri auðlindum sinum. Hún neyðist nú loksins til að horfast i augu við raun- veruleika liðandi stundar, og sniða sér stakk eftir vexti — leita þeirra hugmynda og þeirrar forystu, sem tekizt getur á við vandann. Þetta kallar á erfiða hugarfars- breytingu, sem þó er að eiga sér stað. OG ÞAÐ sem meira er — hún er að eiga sér stað innan ramma lýðræðisþjóðfélags og ,á lýðræðisl. hátt. Þvi þetta er þjóö þar sem menn trúa ákaft á frjálsa skoðana- myndun, skrifa blöðunum,fara i kröfugöngur, og vinna fyrir málstaðinn, — þ.á.m. þau baráttumál, sem efst eru á baugi meðal siðaöra manna i nútíma þjóðfélagi — krefjast réttar sins, og að tillit sé til sin - tekið. Almenningur fylgist vel með hinum ýmsu málum, og er ófeiminn að láta til sin heyra. Þótt lifskjör hérlendis séu fremur bág (miðaö viðþað sem almennt gerist á Vestur- löndum), skrifa menn og lesa ókjörin öll af bókum, timaritum og dagblöðum. Menn skiptast á skoðunum i útvarpi og sjónvarpi. Þeir trúa þvi, að reglum þjóðfélagsins skuli fylgt, og einnig valdamenn skuli vera vammi firrtir. Þjóðin ann landinu og náttúru þess. HUn á sér meðfædda og mjög svo einkennandi kimnigáfu. Og enginn þessara eiginleika verður frá henni tekinn. I Lundúnum er hægt að baða sig i menningu, velja á milli ótal tónleika, leikáýninga, óperu- og ballettsýninga hvert kvöld vikunnar, og meðan beðið er i röðinni við miða- söluna biður þar einnig fólk af öllum stéttum þjóðfélagsins, húsmæður, skrifstofustúlkur og forstjórar. Þetta er ekki þjóð, sem runnið hefur sitt skeið á enda, og lifir á fornri frægð. Minnis- merkin eru varðveitt, en jafn- framt risa nýjar byggingar sifellt. A meðan lifiö gengur sinn gang i öllum sinum fjöl- breytileika, þótt með iburðar- minni hætti sé en áöur, vinna Bretar að þvi að hlúa að þvi verðmætamati, sem verið hefur leiðarljós þeirra um aldir. Heimurinn þarfnast þeirra. (T.B. Millar er ástralskur stjórnmálafræðingur, sem býr i London um þessar mundir). (H.Þ. þýddi)

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.