Tíminn - 17.11.1976, Síða 10

Tíminn - 17.11.1976, Síða 10
J V 10 TIMINN Miövikudagur 17. nóvember 1976 Auka verður verkun votheys °9 tryggja stöðu kúabænda — rætt við Leif Kr. Jóhannesson, róðunaut Aö færa heyverkunaraöferöir til betri vegar, er eitt brýnasta hagsmunamál bænda nú, og hér á Snæfellsnesi er mikill áhugi á aö auka votheysgerö, sagöi Leifur Kr. Jóhannesson ráðu- nautur I Stykkishólmi i viðtali viö blaöamann- Timans, sem var á ferö um Snæfellssýslu ný- lega. Ég tel, aö nauösynlegt sé fyrir bændur að verka a.m.k. helming af sinu heyfóðri sem vothey, og þeir, sem verka mik- ið i vothey, fá einnig betra þurr- hey. Hér i sýslu eru nú 15 bændur, sem ætla aö byggja votheys- geymslur næsta sumar, ef þeir fá til þess stofnlán. En þessar framkvæmdir kosta mikla fjár- muni, og þvi er nauðsyn aö tryggja stofnlánadeildinni meira fé og rýmka lánareglurn- ar frá þvi sem þær hafa veriö á þessu ári. Einnig er það grund- vallaratriöi, aö hægt sé aö fá svör viö lánsumsóknum mun fyrr en veriö hefur, þannig að hægt sé aö undirbúa fram- kvæmdir i tima. Leifur Kr. Jóhannesson Hvað er helzt aö segja af starfsemi Búnaöarsambands- ins? — Viö rekum eins mikla fræöslustarfsemi hér og hægt er, og milli sambandsins og Bændaskólans á Hvanneyri hef- ur tekizt góð samvinna. Kennarar þaöan koma hér vestur ööru hvoru og halda fyrirlestra, og einnig koma nemendur skólans hér vestur á hverjum vetri og standa fyrir ágætri skemmtun. Af þessu hlýzt bæði fræösla og kynning og góö tengsl skapast hér á milli. Þá standa búnaðarsamböndin á Vesturlandi ásamt Bænda- skólanum sameiginlega aö út- gáfu á fræðslubréfi, sem sent er öllum bændum i fjórðungnum. í þessu bréfi er komið á framfæri við bændur þeim upplýsingum sem brýnastar eru á hverjum tima. Nú er verið aö vinna aö þvi að fá steypumót, hagkvæm til að nota viö útihúsabyggingar. Siö- anyröi ráöinn flokkur manna til aö feröast milli bænda, sem hyggja á slikar byggingar, og væri slikt bæöi til sparnaöar og þæginda fyrir þessa bændur. Eru samgöngur góöar um héraðiö? — Það er brýn nauösyn aö bæta vegakerfiö hér um slóðir. Nútima búskapur byggist á miklum flutningum og ferðum milli staöa, og nauösynlegt er, aö samgönguleiöir séu góðar. Hér þarf þvi aö gera stórátak i vegagerö. En héraöiö er mjög erfitt samgöngulega séð, og þvi er þaö dýrt iframkvæmd. Hér eru bæöi fjallvegir og miklar vegalengd- ir. Þvi þarf mikiö fjármagn til aö stórátak sé hægt að gera. MÓ Mjólkurframleiðslan ó í vök að verjast Leifur hefur veriö ráðunautur I Snæfells- og Hnappadalssýslu siöan 1959, og viö spuröum hann um þróunina i búskap þetta tlmabil. — Bændum hér hefur fækkað, þótt ekki sé þaö mikiö, en bú- fjáreign hefur aukizt. Þó hefur sú breyting oröiö tvö siöustu ár, aö nautgripum hefur fariö fækk- andi og sifellt sækir I þaö far, að fleiri og fleiri bændur hætta kúabúskap og auka þess i staö sauöfjáreign sina. Afleiöingarnar af þessu veröa siöan þær, aö of þröngt veröur i högum og afuröir sauöfjárins minnka. Jafnframt eykst flutningskostnaöurinn á hvern litra mjólkur og sú framleiöslu- grein veröur enn óhagstæöari en hún er nú. Þvi er ófært annað, en fara aö búa betur aö kúa- bændum. Verði dráttur á þvi, er hætt við aö landbúnaöur hér komist alveg i óefni. Annars er aöstaöa til búskap- ar allgóð hér á Snæfellsnesi og ræktpnarmöguleikar yfirleitt góðir. Hins vegar þola fáar jaröir eingöngu sauöfjárrækt, heldur eru þær flestar bezt fallnar til blandaðs búskapar. Bókin um fólkið Ágúst Vigfússon: MÖRG ERU GEÐ GUMA. 191 bls. Ægisútgáfan, 1976. Ég kom inn i bókabúö fyrir nokkrum dögum. Erindi mitt var að kaupa nýja bók til að lesa. Þegar ég hafði i nokkrar mínútur rennt augum yfir þær bækur, sem borizt höfðu á markaðinn undanfarna daga, nam ég staöar viö bók, sem bar ekki mikið á en vakti fljótt athygli, þegar nafn hennar kom i ljós. Bókin nefnlst : Mörg eru geö guma. Höfundur hennar er Agúst Vigfússon, kennari, en Ægisútgáfan er útgefandinn. Ég las ummæli útgáfunnar á bak- siöunni, keypti bókina og fór tafarlaust með hana heim. Ég las bókina alla um kvöldð, og ég á óefað eftiraö lesa hana mörg- um sinnum aftur. Fyrir mörgum árum flutti þjóökunnur rithöfundur út- varpserindi um blaöadeilur á Islandi. Ein setning i erindi hans var á þessa leið: „Mér hef- ur fundizt, að dyggöin sú að gæta bróöurs sins f daglegu um- tali sé ekki mjög almenn i fs- lenzku þjóöarfari.” Margir munu vilja taka undir þessi um- mæli, þvi aö þaö mun sannleik- ur, að misjöfn orð og dómar i garð náungans vilja oft falla manna á milli og, þvi miöur, án þess að rökfestan sé til staöar. Þess vegna, meöal annars, hlýt- ur þaö aö vekja athygli, að gefin er út bók, sem hefur aö geyma 16 frásögukafla um fólk, sem bókarhöfundurinn hefur mætt á lifsleiö sinni, þarsem brugöið er ljóti yfir þætti manndóms og manngöfgi án tillits til stööu - Agúst Vigfússon. viökomandi aöila i þjóöfélags- byggingunni. Þegar lesandinn opnar um- rædda bók og fyrsti kaflinn blasir viö, er það ekkert smá- menni, sem mætir auganu. Sig- uröur Einarsson, prestur, kenn- ari, rithöfundur, stjórnmála- maöur o.m.fl. er leiddur fram i dagsljósið. Bókarhöfundur tjáir þjóð sinni feimnislaust, að þarna sé sá, er hann dái mest vandalausra manna. Hið þjóö- kunna stórmenni stækkar, viö- sýnið vikkar og hugardjúpiö dýpkar á þeirri mynd, sem þarna er dregin upp. Mun vafa- samt, aö margir islenzkir kenn- arar hafi fengið hjartahlýrri og skilningsrlkari viöurkennlngu nemenda sinna. Ahrif kennar- ans á nemandann eru þarna greinileg og glögg. Setjum nú svo, aö fyrir lesandanum liggi næst að renna augum yfir seinasta kafla bókarinnar. Sá kafli segir frá roskinni konu i sjávarþorpi vestur á Fjörðum. Hún vann það þjónustustarf að bera neyzluvatn i ibúðir nágranna sinna, en hún lifði einhverju fá- breyttasta lifi, sem hægt er að hugsa sér. Hún sneiðir, að miklu leyti, hjá mannfélaginu og virð- ist ekki vilja blanda geði við aðra nema á takmarkaðan hátt. En þessi kona hefur sett huga bókarhöfundarins i hreyfingu. Hann sannfærist um, að konan hafi átt eitthvað fagurt og mannlegt i hugarfylgsnum sln- um, sem risti .svo djúpt, aö hún gat engum trúað fyrir þvi. Sein- asta setningin i þessum kafla, og um leið seinasta setning bókarinnar, er á þessa leið: ,,En sem betur fer, er þetta veröld, sem var.” Sennilega mun flestum les- endum finnast, aö i tveim framangreindum bókarköflum sé ólíkum persónum lýst, en er ekki grunntónninn hinn sami? Og, ef lestrinum er haldið áfram á svæðinu milli þessara kafla, þar sem 14 frásöguþáttum eru gerð skil og i ljós koma ólikar mannlýsingar og breytilegur blær stíls og byggingar, koma þá ekki i ljós sömu samtengdu grunntónarnir á þann hátt, að einn frásögukaflinn býöur öðr- um heim? Sá, sem kaupir þessa bók og leshana vandlega, mun aðlestri loknum velja henni góöan staö i bókaskápnum sinum. Þóttbókin séekkimjög stór, held ég að hún blasi vel við eiganda hennar, þar sem henni veröur valinn staöur, vegna innihaldsins, sem hún geymir. G.S. F.I. Reykjavik. — Þaö voru sjálfsagt þeir i Newsweek, sem fundu upp þetta nafn, EE- kerfið, i fyrra. Sjálfur er ég af- skapiega rólegur yfir öilum nafngiftum, uppfinning min skiptir öllu máli, sagði Einar Einarsson I samtali við Timann, en Einar fann upp, svo sem kunnugt er, hreyfanlegan nagiaútbúnað i hjólbarða fyrir einum sjö árum, og hefur hon- um tekizt að samræma uppfinn- ingu sina nýjum gerðum hjól- barða, sem komið hafa fram á sjónarsviðið. Nú siðast slöngu- lausum ameriskum dekkjum. Rannsóknir minar hafa verið áhugamannsstarf til þessa, en við svo búið getur ekki staöið lengur. Við Islendingar erum ef til vill fátækir, en við höfum þó efni á að setja mann i launað rannsóknastarf, þegar mikið er I húfi. Steingrimur Hermannsson, framkvæmdastjóri Rannsókna- ráðs rikisins, vakti athygli á þvi árið 1969, að i flestum eða öllum nágrannalöndum okkar eru opinberir sjóðir, sem hætta fjár- magni i þróun nýrra uppgötv- ana, en hér á landi er enginn slikur sjóður til. Hugvitsmenn eigum við þó eins og aðrar þjóð- ir. Framlag mitt á tæknisviðinu eru dekk með innbyggðum snjó- Veturliði Gunnarsson sýnir nú aö Kjarvalsstööum 134 málverk og er þetta stærsta sýning, sem hann hefur haldið. Elzta verkiö er frá árinu 1950 og þau nýjustu eru máluð á þessu ári. Sýning Veturliða stendur i 10 daga. Myndina tók Róbert, þegar lista- maöurinn Var að hengja upp myndir sfnar á föstudaginn.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.