Tíminn - 17.11.1976, Qupperneq 15
Miðvikudagur 17. nóvember 1976
TÍMINN
15
TÍMA- spurningin
—Hvernig lizt þér á álverksmiðju við Eyja-
fjörð?
Páll Magnússon, verzlunarmaður: — Mér lízt ekkert á þaö.
Ellert Kárason, leigubflstjóri: — Er á móti allri stóriðju og viö
höfum ekkert með hana að gera hér í Eyjafiröi.
Jón Steinbergsson, skipasmiðameistari: — Ég het enga sKooun
myndaö mér um það mál. Mér finnst hins vegar nauðsynlegt aö
athuga mjög gaumgæfilega, hvaða áhrif slik verksmiðja hefði á
gróðurfar og atvinnulif byggöa viö Eyjafjörð.
Bragi Jóhannsson, sölumaður: — Ég vona, að Akureyringar og
Eyfiröingar séu það skynsamir, að aldrei komi til, að álverk-
smiðja risi hér viðEyjafjörð. Mérfinnst nauösynlegra aö hlúa að
og byggja upp þann iönaö, sem fyrir er, heldur en aö ganga með
álverksmiðjudraumóra.
Ingibjörg Gunnarsdóttir, vinnur I brauögerö: — Mér lfzt ágæt-
lega á það.
lesendur segja
Kristinn Snæland, sveitarstjóri:
Skæruliðabíll
Flugfélagsins sést
ekki á Flateyri
meðan Vængir
fljúga ekki
— önfirðingar hafa kynnzt ein-
kennilegri flugþjónustu undan-
farin ár. Eftir tilraunir ýmissa
aðila til að halda uppi flugsam-
göngum við önundarfjörð með
misjöfnum árangri, tók Flugfé-
lagið Vængir að sér þessa
þjónustu og hefur til þessa annazt
hana vel, þótt nú hafi sigið á
ógæfuhliðina hjá þvi félagi um
stundar sakir.
Vængir hafa átt við þá sam-
keppni að búa alla tið, að Flugfé-
lag tslands hefur stundað skæru-
hernað gegn þeim á þann hátt, að
öll sumur hefur F.I. sent bil um
önundarfjörö til þess að smala
farþegum á vélarsinará tsafirði.
Þjónustulund F.t. gagnvart ön-
firðingum hefur þó ekki verið
meiri en svo, að þess hefur verið
vandlega gætt, að sækja farþega i
önundarfjörð sömu daga og
Vængir fljúga i fjörðinn. Sýnilegt
er þvi, að F..t. hefur ekki haft i
huga að veita önfirðingum
þjónustu, heldur Vængjum sam-
keppni.
Nú, þegar flug Vængja liggur
niðri, kemur þjónustuandi F.l.
vel i ljós. Þegar F.l. fær alla far-
þega úr önundarfirði, b regður
svo við, að allur akstur i sam-
keppni við Vængi fellur niður. Nú
er ekki þörf á að sækja farþegana
i önundarfjörð. Þeir koma allir af
sjálfsdáðum.
Vöruflutningar hafa verið
nokkrir vegna skæruiiðabilsins,
en nú bregður svo við, að allar
vörur frá F.I. stöðvast á tsafiröi
og getur tekið allt að nokkrum
vikum að fá þær.
Það neyöarástand i samgöngu-
málum önfirðinga, sem skapazt
hefur meö stöðvun flugs Vængja
ættialla vega að hafa sannað ön-
firðingum, að F.t. hefur ekki af
þjónustulund staðið fyrir
áætlunarferðum i önundarfjörð i
sambandi við flug sitt á tsaf jörð.
Það hefur verið hrein sam-
keppnisstarfsemi tilþíss gerð að
fá sem bezta sætanýtingu á lsa-
fjörð. En óhætt er að fullyrða, að
þessi skæruliðastarfsemi hefur
haft i för með sér margvisleg
óheillaáhrif á flug Vængja i
önundarfjörð.
Vonandi verður sú reynsla, sem
önfirðingar hafa nú af F.I. til
þess, að þeir fylki sér um það
flugfélag, sem halda vill uppi
flugi i önundarfjörð. Framtiðin
verður siöan að skera úr um það,
hvort það verður Vængir h.f. eða
eitthvert annað flugfélag.
Flestir önfirðingar munu óska
þess, að hið vinsæla starfslið
Vængja annist áfram þá
þjónustu, sem það hefur hingað til
leystaf hendi með ágætum, þrátt
fyrir erfiðar aðstæður.