Tíminn - 17.11.1976, Side 17
Miðvikudagur 17. nóvember 1976
TÍMINN
17
Auðunn
aftur með
FH-liðinu
Ætlar
að láta
skeggið
fjúka....
Friöleifur Stefánsson, hinn
gamalkunni
43 ára bad-
mintonleikari
hjá KK, verö-
ur m e öaI
keppenda á
N'oröurlanda-
mótinu I bad-
minton. Friö
leifur lætui
ekki aö sér hæöa — hann hel-
ur heitiö þvi, aö hann láti
raka af sér hiö myndarlega
alskegg, sem hann ber, ef
hann veröur Noröurlanda-
meistari. Til gamans má
gcta þess, aö Friöleifur, sem
keppir I einliöaleik, mætir
hinum frábæra Dana — Eto
llansen I fyrstu umfcrö, svo
þaö eru litlar líkur á aö Friö-
leifur standi uppi skegglaus
eftir keppnina við Hansen.
Tók United
fram yfir
— 20 þús. pund
JIMMY Greenhoff tók Manchest-
er United fram yfir 20 þús. pund.
Eins og við sögöum frá I gær, þá
er Greenhoff kominn til Old Traf-
ford — frá Stoke. Hann skrifaöi
undir samning viö United-liöiö i
gærkvöldi og við það tækifæri
sagöi Tommy Docherty, fram-
kvæmdastjóri United, að Jimmy
myndi leika með liði sinu gegn
Leicester á laugardaginn.
Þaö runnu á Greenhoff tvær
grimur um helgina, þegar hann
uppgötvaöi, að Stoke-liðið myndi
leika ágóðaleik fyrir hann á þessu
ári, sem gæfi honum um 20 þúS1.
pund i eigin vasa. Með þvi að fara
til Old Trafford, myndi hann
missa af þessum ágóðaleik — og
þar með af peningunum. Green-
hoff baö þvi Docherty um um-
hugsunarfrest, eftir að United og
Stoke voru búin að ganga frá
sölusamningnum, sem hljóðaði
upp á 120 þús. pund. Það var svo i
gærkvöldi að Greenhoff valdi
frekar Old Trafford, heldur en 20
þús. pundin, sem hann fengi fyrir
ágóðaleikinn hjá Stoke.
— Auðunn mun tvímæla-
laust styrkja FH-liðið
mikið, sagði Reynir
Ólafsson, þjálfari FH-
liðsins, þegar hann til-
kynnti í gær, að Auðunn
Óskarsson væri nú byrj-
aður að æfa af fullum
krafti, og hann myndi
leika með FH-liðinu gegn
pólska liðinu WSK Slask
frá Wroclaw í Evrópu-
keppni meistaraliða í
Laugardalshöllinni annað
kvöld.
Viðar Simonarson tók undir
Fjaðra-
— eftir tveggja
ára fjarveru
vegna
meiðsla
þetta og sagði að Auðunn væri
nú kominn i mjög góða æfingu.
Auðunn hefur ekki leikið með
FH-liðinu, siðan 1974, en þá átti
hann við meiðsli að striða i
hásin. Auðunn er einn allra
sterkasti varnarmaður, sem við
höfum átt i handknattleik —
hann lék á sinum tima 44 lands-
— Slask-liðið er tvimælalaust sterkara en 1. maí-liðið,
sagði Janus Cherwinzky, landsliðsþjálfari í handknatt-
leik, þegar hann var spurður um þetta sterka pólska lið,
sem mætir FH-ingum í Laugardalshöllinni annað kvöld í
Evrópukeppni meistaraliða. Janus sagði, að leikurinn
myndi verða jafn, en hann myndi f rekar búast við sigri
Pólverjanna.
FH-ingar voru ekki á sama
máli. Þeir sögöu, að þeir myndu
leggja Slask-liðið að velli hér
heima. — Ég hef mikla trú á
strákunum, sagði Reynir Ólafs-
son, þjálfari FH-liðsins. — Þeir
eiga eftir að velgja Pólverjunum
undir uggum.
— Við erum ákveðnir i að gera
okkar bezta, þvi að við vitum, að
fok....
FH-ingar ætla að
selja sig dýrt....
við þurfum að vinna Pólverjana
með 5-7 marka mun, ef við eigum
að geta komizt áfram i 8-liða úr-
slitin, sagði Viðar Simonarson.
Ragnar Jónsson, liðsstjóri FH-
liðsins, var einnig bjartsýnn og
benti hann á, að Pólverjar hafi
hingað til ekki verið sterkir á úti-
velli. — Það sést bezt á þvi, að
þeir unnu Gummersbach með 7
marka sigri i Póllandi i Evrópu-
keppninni I fyrra, en máttu siðan
þola 9 marka ósigur i Dortmund,
sagði Ragnar.
Slask-liðið kemur hingað með
þrjá lykilmenn úr pólska lands-
íiðinu og tvo fyrrverandi lands-
liðsmenn, og þá er liðið með einn
allra sterkasta markvörð
Póllands i herbúðum sinum —
markvörð, sem gefur ekki kost á
sér i landslið Pólverja, aö sögn
Januzar.
— Við munum ekki taka neinn
einn leikmann úr umferð hjá
Slask-liöinu, heldur reyna að
ganga út á móti þeim og reyna að
kæfa sóknarlotur þeirra i fæð-
ingu, sagði Reynir og
Viðar bætti þvi við, að Pólverj-
amir léku kerfisbundinn hand-
knattleik, sem FHingar . myndu
reyna að hindra að gengi upp.
FH-ingar eru ákveðnir i að
selja sig dýrt, og þegar þeir eru á
þeim buxunum, þá eru þeir óút-
reiknanlegir — það hafa þeir sýnt
áður i Evrópuleikjum sinum i
Laugardalshöllinni sem hingað til
hafa verið fjörugir og spennandi.
Það er ekki að efa, aö þeir gera
Pólverjunum nokkrar skráveif-
urnar i Laugardalshöllinni, annað
kvöld. — SOS
• AUÐUNN ÓSKARSSON.... sést hér skora I landsleik gegn
Svium.
leiki. Hann fær erfitt verkefni að
glima við, þegar hann leikur
gegn Slask, en þá mun hann fá
það hlutverk, að hafa gætur á
vinstrihandarskyttunni
Klempell, sem skorar að jafnaði
10 mörk i leikjum Slask-liðsins,
og þar að auki er hann mesta
skytta pólska landsl iðsins.
Þess má að lokum geta til
gamans, að Auðunn, sem er 32
ára rafvirki, leikur sinn 250. leik
með FH-liðinu i Laugardalshöll-
inni annað kvöld. —SOS
Þaö er kostnaðarsamt aö
halda Noröurlandamót i
badminton — það sést bezt á
þvi, aö það hafa verið keypt-
ir 720nýir boltar (fjaðrir), til
að nota i keppnina og kosta
þessir boltar um 240 þús.
krónur.
Badminton-boltarnir, eru
mjög viðkvæmir, og ef þeir
fá góð högg, þá eru þeir tald-
ir ónýtir — a.m.k. af beztu
badmintonmönnum heims,
sem segja að fjaðrirnar
gangi upp i korkinn, þegar
slegið er fast i þá. Til gam-
ans má geta þess, að 36 bolt-
ar voru notaðir i einum úr-
slitaleik Norðurlandamóts-
ins i Sviþjóð i fyrra. A þessu
sést að það verður örugglega
mikiö „fjaðrafok” á NM-
mótinu i badminton.
SVEND PRI......frá Danmörku, einn allra bezti badmintonleikari heims, veröur I sviösijósinu f Laugar-
dalshöllinni um helgina.
— þegar þeir mæta pólska liðinu Slask í
Laugardalshöllinni í Evrópukeppninni
„ÞEIR ERU BÚNIR AÐ LÆRA ALLT
— sem hægt er að læra í badminton", segir Steinar Petersen
— Þaö er stórkostiegt aö
sjá beztu badmintonmenn
Dana og Svía leika. Þeir
eru búnir aö læra öll högg,
sem hægt er aö beita i bad-
minton, sagöi Steinar
Petersen, landsliösmaður í
badminton, þegar hann
sagöi okkur frá hæfni
beztu badmintonmanna
Dana og Svia, sem eru á
heimsmælikvaröa.
Steinar sagði, að þegar þessir
snjöliu kappar kepptu sin á miiii,
þá væri keppnin geysilega jöfn og
spennandi —og þaö væru yfirleitt
Örsmá mistök, sem réöu úrslit-
um. Þá sagði Steinar, að ts-
lendingar fengju tækifæri til aö
sjá allt það bezta, sem badminton
býður upp á, þegar Noröurlanda-
mótiö færi hér fram um næstu
helgi i Laugardalshöllinni.
— Allir beztu badmintonmenn
Dana og Svia koma hingað, en
það eru leikmenn sem hafa oftar
en einu sinni barist um heims-
meistaratitilinn og boriö sigur úr
býtum, sagöi Steinar.
Þaö er ekki að efa, að áhorfend-
ur fjölntenna i Laugardaishöllina
um helgina, og þá sérstakiega til
aö sjá úrslitakeppnina, en þá
leiða beztu badmintonmenn
heims saman hesta sina og þeir
eru margir hverjir hreinir
galdramenn i iþrótt sinni. — SOS