Tíminn - 17.11.1976, Side 20

Tíminn - 17.11.1976, Side 20
Miðvikudagur 17. nóvember 1976 Áuglýsingasími Tímans er 19SZ3 LEIKFANGAHÚSIÐ Skolovörðustig 10 - Sími 1-48-06 eru heimijraz mmföÍÉÉMSLJ& Póstsendum Benzinstöðvar Sumarhus Flugstöðvar Bilar ^■ALLAR TEGUNDIR FÆRIBANDAREIAAA FYRIR Há,,andi " Eínnig: Færibandareimar úr rs,u ryðfriu og galvaniseruSu stáli ÁRNI ÓLAFSSON & CO„ 40088 •s 40098_ 7% af íbúum Bíldudals flýja í atvinnuleit — aðeins vantar þó tíu milljónir króna til að fullbúið frystihús geti hafið starfrækslu MO-Reykjavík — Héðan eru 60 manns fluttir burt, eða við það að flytja, vegna mjög alvarlegs ástands í at- vinnumáium sagði Magnús Björnsson á Bíldudal i viðtali við Timann i gær. Þetta er um 17% íbúanna. Hér er þó fullbúið frystihús, eða svo gott sem, en okkur skortir 10 milljónir króna til þess að geta hafið þar starfrækslu. Búið er að leggja mikla f jármuni í endurbætur á þessu húsi og við höfum ekki bolmagn til að leggja meira fé fram sjálfir. Því verða stjórnvöld að grípa inn i, og aug- Ijóster, að ef ekki verður breyting á byggðastefnu gagn- vart BíldudaI, fjölgar hér auðum gluggum og tómum húsum enn meir en þegar er orðið. Það var I september I fyrra, dal. Siðan hefur engin starfræksla sem hafizt var handa um endur- verið i þvi og fjöidi fóiks á at- bætur á hraðfrystihúsinu á Bildu- vinnuleysisskrá á staðnum. Kröfluvirkjun: Hola 6 kafnaði þegar verið var að mæla þrýsting... gébé Rvík — Jú, það er rétt, að borhola númer sex kafnaði, þegar verið var að athuga hvað hún þyldi mikinn þrýsting, sagði Valgarður Stefánsson eölisfræöingur hjá Orku- stofnun, en hann hefur umsjón með borholunum og mælingum á Kröflu- svæðinu. — Það hefur komið i ljós við mælingar að undanförnu, að svo- kölluð þurrgufa kemur úr holun- um, en það er i sjálfu sér jákvætt, en hefur einnig sina galla, eins og það, að þá er þrýstingur úr hol- unni lægri, sagði Valgarður. Hann sagðist hins vegar ekki treysta sér til þess að segja um hvernig hægt yrði að keyra túr- binurnar við þessar aðstæður, sem enn ætti eftir að vega og meta. — Mælingarnar eru i fullum gangi á Kröflusvæðinu, og það liggja fyrir niðurstöður á hverj- um degi, sagði Valgarður, en hann bjóst þó ekki við að heildar- niðurstöður myndu liggja fyrir fyrr en um áramót. — Þvi er ekki að neita að holurnar, sem boraðar hafa verið i sumar, eru ólikar þeim sem boraðar voru i fyrra, en ið getum ekkert sannað enn, af verju þetta stafar, sagði hann, en hin svokallaða þurrgufa er ein af ástæðunum. Þurrgufa kallast það, þegar bæði vatn og gufa koma upp úr borholu. Þvi meiri gufa sem kemur upp úr holu, þvi orkumeiri er hún. Forsætisróðherra um verkföll opinberra starfsmanna: Vitnar til Magnús bjóst við, að um 20 millj- ónir króna hefðu verið greiddar i atvinnuieysisbætur i þorpinu þetta ár. Aætlað var, að endúrbótunum lyki að mestu á 3-4 mánuðum, en það var ekki fyrr en i ágúst sl., sem húsið var að mestu tiibúið. En þá var allt fjármagn búið og þótt húsið sé tiibúið, vantar 10 milljónir króna til að starfræksla geti hafizt. Um 200 lesta bátur var keyptur til Bildudals, en i sumar varð hann að leggja upp annars staðar, og óvist er hvernig verður með útgerð á honum, ef frystihúsið kemst ekki i notkun. Magnús sagði, að nú væru um 17% af ibúum þorpsins fluttir burt og fieiri hefðu hug á aö fara. A undanförnum tveimur árum hafa um 30 ibúðarhús verið I smfðum á Bildudal og er ljóst, að fjöldi ein- staklinga verður gjaldþrota, ef ekki tekst að bæta atvinnuástand- ið. Þá er ljóst, að sveitarsjóður lendir i óyfirstiganlegum erfið- leikum, eftir miklar skuldbind- ingar við uppbyggingu frysti- hússins, ef það verður látiö við- gangast, að svona stór hluti ibú- anna fer burtu* Hér verður rikisvaldið, og þá fyrst og fremst Framkvæmda- stofnun og byggöasjóður, að gripa inn i, sagði Magnús Björnsson á Bildudal að lokum. stefnuræðunnar Gsal-Reykjavik. — í kaup- og kjarasamningunum frá þvi siðastliöinn vetur er gert ráð fyrir þvi, að þær verðhækkanir — sem dumflýjanlega verða á samnings- timanum — verði bættar launþeg- um. Af þeim sökum eru forsendur kjarasamninganna frá þvi i vetur óbreyttar og kjarasamningarnir þvi I fullu gildi, sagði Geir Hallgrimsson forsætisráðherra i samtali við Timann i gær, er blaðið leitaði álits hans á ályktun verkamannafélagsins Hiifar, þar sem Alþýöusambandið er hvatt til þess að risa upp og hef ja aðgeröir á miðjum samningstima. Einnig innti Timinn forsætis- ráðherra eftir áliti hans á verk- föilum ýmissa opinberra starfs- manna að undanförnu. Kvaðst forsætisráðherra vilja svara þessu meö þeim hætti aö vitna til stefnuræðu sinnar, sem hann flutti á Alþingi mánudags- kvöldið 25. október s.l., en þar sagði orðrétt: — Sá íslendingur telst til undantekninga, sem lýsir sig ekki fylgjandi lýðræðisskipulaginu. t lýðræði felst verkaskipting milli stjórnvalda, hagsmunasamtaka og einstaklinga. Þessir aðilar verða að virða starfssvið hvers annars og fara að lögum i sam- skiptum sin á milli. Framkvæmd lýðræðislegra stjórnarhátta getur verið seinvirk. Þótt slikt seinlæti komi oft á tiðum illa við menn, mega þeir ekki gripa til ólöglegra starfshátta og hverfa frá lýðræðislegum vinnubrögðum. Orræðin hljóta að felast i þvi að hafa uppi rökstudda gagnrýni á rikjandi skipan mála, upplýsa efnisatriði og leita ráða til að flýta framkvæmd endurbóta og einfalda stjórnkerfið, i þeim til- gangi að gera lýðræðið virkara. PALLI OG PESI — Veiztu, hver ^ verður „jólabókin” i i ár? — Nei. — Kennslubókin i / bókfærslu eftir ) Gylfa Þ.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.