Tíminn - 03.12.1976, Qupperneq 7
Föstudagur 3. desember 1976
7
aukakosningar um þingsæti
hans. Möltubúar hafa enga
varaþingmenn heldur, en
geyma kjörseðlana og telja
þá að nýju næsta valkost á
þeim, ef sæti verður autt. Enn
fremur kemur til greina, að
framboð sé tvöfalt og feli i sér
varamann auk sjálfs fram-
bjóðandans. Loks kemur til
greina, að varamaður sé sá
samflokksmaður, sem næstur
gengur að atkvæðum i kosn-
ingunni, enda þótt slikt sé
reyndar ekki i fullu samræmi
við persónulegt kjör.
Full þörf róttækra um-
bóta
Eins og þegar hefur komið
fram, er það eitt viðfangsefni að
ákveða hvaða kosningaaðferð
skuli fylgt, en annað að skipta
landinu i kjördæmi og ákvarða
vægi atkvæðanna i einstökum
landshlutum, hvort alls staðar
skuli jafn mörg atkvæði standa
að baki hverjum þingmanni eða
hvort misjöfn aðstaða þegnanna
skal að nokkru leyti jöfnuð með
mismunandi vægi atkvæðis.
Höfuðmáli skiptir, að menn geri
sér grein fyrir þessu og geti hug
leitt kosti persónukjörs með
valkostum út af fyrir sig.
Reyndar liggur það fyrir, að
kjördæmaskiptingin og vægi at
kvæða eru megindeiluefnin,
þegar menn rökræða þessi mál.
Um hitt er miklu minna og
sjaldnar deilt, að taka beri upp
persónuiegt kjör, sem tryggi
réttláta og hlutfallslega skipt-
ingu þingsætanna milli stjórn-
málaflokkanna i landinu.
Persónukjör með valkostum
stenzt fyllilega hvort sem kjör-
dæmi eru stærri eða minni,
hvort sem þau hafa öll jafnmörg
þingsæti eða ekki. Um þessi efni
verður aö setja almennar regl-
ur, sem gilda um land allt og
geta staðizt um tiltölulega lang-
an tima. Slikar grundvallar-
reglur verða að fela þetta i sér:
almenna reglu um vægi at-
kvæða, hvort það á að vera
hið sama eða þvi sem næst
um land allt, eða hvort eitt-
hvert svigrúm á að vera eftir
þvi hvort menn búa nær eða
fjær miöstöövum valdsins i
landinu og þá hve mikiö þetta
svigrúm á að vera. Núverandi
kerfi hefur enga slika reglu og
hefur þróunin stöðugt verið sú
aö auka á misvægi atkvæða
eftir þvi hvar menn eru bú-
settir.
almenna reglu um það hve
mörg þingsæti hvert kjör-
dæmi skuli kjósa, hvort öll
' kjördæmin skuli hafa sömu
þingsætatölu eða ekki og þá
hver misnunurinn geti orðið.
Ákvöröun um þetta atriði
hlýtur að ráðast af þvi hvert
svigrúm verður ákveðið um
vægi atkvæðanna.
almenna reglu um fjölda og
mörk kjördæma, hvort þeim
skuli ekki breyta, en ef svo
má, þá meö hverjum hætti.
ákvæði um endurskoðun
samkvæmt þessum grund-
vallarreglum með einhverju
tilteknu millibili. Danir og tr-
ar gera þannig ráð fyrir
endurskoöun a.m.k. á tólf ára
timabili. Sennilega væri
heppilegast, að nefnd skipuð
af Hæstarétti sæi um slika
endurskoðun.
Hjá þvi getur tæplega farið,
að horfið verði frá núverandi
kerfi innan mjög langs tima.
Þegar að þvi kemur, er nauð-
synlegt, að ekki verði staðar
numið við takmarkaðar lagfær-
ingar eða hrófatildur. A þessu
sviði, eins og svo mörgum öðr-
um, er full þörf róttækra um-
bóta. Framsóknarmenn hafa
áður orðið að sæta þvi að vera
settir hjá, þegar þessi málefni
hafa verið til umræðu og á-
kvörðunar. Það er á okkar valdi
sjálfra, að svo verði ekki einu
sinni enn.
ÞÝZK GRAFÍK
Frábær sýning
á Kjarvalsstöðum
Ein elzta grein
myndlistar er grafikin,
eða myndir, sem unnt
er að fjölfalda. t>ó að
þessi listgrein eigi sér
aldalanga hefð meðal
erlendra þjóða, þá er
hún tiltölulega ung list-
grein hér á landi, bund-
in þessari öld.
Segja má, að grafisk myndlist
sé eftir nokkra lægð að ná sér
verulega á strik. Efnt hefur ver-
ið til sérstakrar yfirlitssýningar
á grafik, grafiskar sýningar
hafa verið haldnar, bæði einka-
sýningar og samsýningar, og
fáeinar og mjög góðar grafik-
sýningar hafa borizt frá útlönd-
um. Má þar nefna sýningu i
bókasafni Bandarikjamanna,
kinversku sýninguna á
Kjarvalsstöðum og nokkrar
fleiri. Byrjað er að leigja út
graffskar myndir i bókasöfnum.
Það má þvi segja, að grafikin
sé i talsverðri sókn.
Við skoðun á yfirlitssýning-
unni á islenzkri grafik á
Kjarvalsstöðum kom i ljós, að
svo til allir islenzkir mynd-
listarmenn, sem nokkuð kveður
að, hafa gert grafiskar myndir.
Flestir hafa þó aðeins stundaö
grafikina sem nokkurs konar
„aukabúgrein”, og hafa þar af
leiðandi ekki náð mjög langt,
tæknilega séð a.m.k. Þetta
veröur þeim mun augljósara
eftir þvi sem betri hlutir koma
upp á yfirborðið og þá mestan
part frá útlöndum, þótt vitan-
lega sé hægt að nefna fáein
isíenzk nöfn, sem tengjast góðri
og stundum frábærri tækni. Þó
virðist undirrituðum sem
innlend grafik standi einkum að
baki þeirri beztu erlendu, hvað
tækninni sjálfri viðkem-
ur.Menn hafa ekki haft tima,
tækifæri eða fé til þess að setja
sig inn i þessa flóknu listgrein,
sem stundum heyrir frekar
undir lyfjafræði og efnagerð,
fremur en myndlist, þótt auðvit-
að sé myndin sjálf hið endan-
lega markmið.
Til þess að vinna góöa grafik,
þarf margvisleg efni og sér-
staka aðstöðu. Tækit fyrir
grafik eru dýr, t.d. kostar góö
meðalstórpressa álika og fimm
manna bifreið hefur mér verið
tjáð, svo það er meira en aö
segja hlutina.
Þýzk grafik á
vorum dögum.
Margir telja að Þjóðverjar
séu meðal þeirra þjóða i
Evrópu, sem hvað lengst hafa
náð i grafiskri myndgerð, og þá
sér á parti i tækninni. Nöfn eins
og Martin Schongauerog Albert
Diirer koma einhvern veginn
ósjálfráttupp i hugann, og siðan
koma þúsund nöfn og maður
kann þó aðeins fá, sem þá fyrir
hreina tilviljun hafa festst i
minni, en fjölefli þýzkra grafik-
listamanna er slikt, að það er
orðið að visindagreinfyrir löngu
að skilja þaö allt og skilgreina.
Nú hefur enn rekið á fjörur
islenzkra listunnenda, þvi að
félagiö Germania hefur fengiö
hingað til lands einhverja þá
beztu sýningu á grafik, sem hér
hefur veriö hengd upp. Þeir
nefna sýningu þessa Þýzk
grafik á vorum dögum og þar
sýna rúmlega 30 listamenn eitt
hundrað myndir. Þaðer Institut
fúr Auslandsbeziehungen I
Stuttgart, sem" leggur sýning-
una til, en að sögn Daviðs Ólafs-
sonar, seðlabankastjóra tók það
tvöár að fá þessa eftirsóttu sýn-
ingu hingað til lands.
Sýningunni fylgir vönduð sýn-
ingarskrá, þar sem gerð er
grein fyrir hverjum einstökum
myndlistarmanni og lærð rit-
gerð fylgir um þýzka grafik eftir
Tomas Grochowaik, sem er,
ef ég man rétt, forstjóri
rikislistasafns i Rinarlöndum,
og stórt nafn i umræöu og list-
fræði.
Meðal listamanna, sem þarna
eru með verk, eru sumir heims-
frægir fyrir vinnu sina, eins og
t.d. Horst Antes og Paul
Wunderlich. Um þann
siðarnefnda má t.d. segja, að
haft er fyrir satt, að séria af
myndum hans, sem oft eru i
rúmlega 100 eintökum, seljist
fyrir milljónatugi. (1. stk. á
120.000 kr.).
Frá þessu er aðeins sagt til
þess aö lýsa þvi á veraldlegan
hátt, að hér er um mikla
dýrgripi að ræða.
Þótt hér hafi aðeins verið
nefnd tvö nöfn, hefi ég það eftir
sérfróðum manni, að þarna sé
saman kominn mjög góður
kjarni af þýzkri grafik, eins og
hún gerist bezt á vorum dögum.
Margir fleiri eftirtektarverðir
listamenn sýna þarna, sem hafa
vald á nær óskiljanlegri tækni,
og má þar nefna Wolf Vostell
sem sýnir sáldprent af nýstár-
legri gerð, þar sem m.a. muliö
gler er notað i myndimar og
Diter Krieg sem liklega er
furðulegastur allra i tækni.
Hann myndi teljast til súmara
hér á landi og hvet ég þá sér-
staklega til þess að skoða verk
hans á sýningunni, en framúr-
stefnulistaverk hér á landi eru
stundum mjög vond frá tækni-
legu sjónarmiði.
Þá munu margir kannast viö
nöfn eins og Horst Janessen og
Heinz Mack, sem þykja mjög
góðir listamenn og Ruppret
Geiger.sem sifellt klifar á hinu
sama.
Sýning sem allir ættu
að sjá.
Það má deila endalaust um
það hvort þetta þversnið af
þýzkri grafik sé endilega þaö
eina og sannasta, þvi að góðir
graffkerar skipta þúsundum.
Frakkar máluðu, en Þjóðverjar
unnu að grafik, segja listfræð-
ingarnir okkur, og telja sig
finna geðslagið eða þjóðar-
sálina þar. Um það verður ekki
fjallað hér, aðalatriðið er, að
hérer á ferðinni einhver bezta
grafiksýning sem hingað til
lands hefur komið.
Félagiö Germania hefur oft
staðið fyrir ýmsum uppákom-
um, en það er félag áhuga-
manna um Þýzkaland og Island
sameiginlega. Þetta seinasta
framlag félagsins til menn-
ingarmála á tslandi verður
seint fullmetið.
Það kom i hlut Braga Asgeirs-
sonar, listmálara að setja sýn-
inguna upp og hefur honum far-
izt það vel úr hendi.
Hann fer þarna rétta leið, og
það fór vel á þvi, að einn af okk-
ar beztu grafikerum skyldi
þarna hafður með i ráðum en
Bragi Asgeirsson hefur sem
kunnugter verið einn duglegasti
baráttumaður fyrir islenzkri
grafik á seinustu áratugum.
Jónas Guömundsson
Útboð
óskaðereftir tilboðum i rafskautskatla
(gufu) 350 kw og 700 kw.
Gögn fást afhent á verkfræðistofu Guð-
mundar G. Þórarinssonar, Skipholti 1.
Jörðin Eskifjarðarsel
i Eskifirði er til sölu ef viðunandi tilboð
fæst. Skipti á ibúð i Reykjavik koma til
greina.
Árni Halldórsson hrl.
Egilsstöðum, simi 1313.
I
Heimsfrægar
Ijósasamlokur
6 og 12 v. 7" og 5 3/4"
Bílaperur — fjölbreytt
úrval
Sendum gegn póstkröfu
urr> allt land.
ARMULA 7 - SIMI 84450
AUGLÝSIÐ í TIMANUM