Tíminn - 03.12.1976, Blaðsíða 8
8
Föstudagur 3. desember 1976
Tryggvi Pálsson, framkvæmdastjóri:
Smári hf. á Akureyri byggir
31-34% undir byggingavísitölu
Tryggvi Pálsson
Undanfarna daga hefur mátt
lesa i nokkrum borgarblöðunum
fréttir af afhendingu ibúða
BYGGUNG, sem er byggingar-
félag ungs fólks i Reykjavik, og
hafa þær oröiö mér tilefni til
eftirfarandi skrifa.
íbúðarverð 14% undir
byggingarvisitölu:
Þegar ég las fyrirsagnir
sumra blaðanna á ofangreindri
frétt, mátti ætla, að önnur eins
stórtiðindi væru nær óþekkt á
Islandi, en ég læt fylgja hér smá
sýnishorn til gamans. „Langt
undir by ggingarvisitölu”.
„Tveimur milljónum undir
markaðsverði”. „Kraftaverk
verðbólgutimans”. Minna mátti
það ekki vera. Fyrir okkur, sem
störfum að ibúðarframleiðslu
utan stór-Reykjavikur eru þetta
engin tiðindi, þar sem bygg-
ingarsamvinnufélag á i hlut, en
fagna skal öllum góðum fréttum
um árangur i lækkun bygg-
ingarkostnaðar, þvi okkur hefur
hreinlega blöskrað hvað bygg-
ingarframleiðendur á þessu
svæði komast upp með að selja
framleiðslu sina dýrt. Ég hefi
oft undrazt þaö, að ekki skuli
hafa verið tekin upp ströng að-
haldsstefna i útlánum til þeirra
aðila, sem selja ibúðir á tvö-
földu og jafnvel þreföldu fram-
leiðsluverði. Hvar eru nú hinir
sjáífskipuðu verndarar alls
óréttar 1 landinu? En vikjum nú
aðeins að veröi ibúða BYGG-
UNG. Fjölbýlishúsið allter taliö
kosta fullbúið 125,000 þúsund
krónur, en tilbúiö undir tréverk,
sameign sem mest frágengin,
86,203 þúsund krónur, mismun-
ur 45%. Ef við leggjum þessa
hækkun á ibúðarverðið þá ættu
ibúðirnar að kosta fullgerðar
sem hér segir:
2ja herb. 46 ferm. 3,177 þús. kr.
3ja herb. 70 ferm. 4,799 þús. kr.
3ja herb. 72 ferm. 4,873 þús. kr.
3ja herb. 81 ferm. 5,410 þús kr.
Samkvæmt framanrituðu kost-
ar hver fermetri 67-69 þúsund
krónur. Ég veit ekki með vissu,
hvort i uppgefnum tölum
BYGGUNG er innifalin sam-
eign, en tel það óliklegt, en
framangreint verð er 6-9%
hærra en fermetraverð visitölu-
hússins 1. september s.l. en læt
það nægja, þar sem ég mun að-
eins nota framangreind verð
sem viðmiðun hér á eftir.
Fullbúnar ibúðir 31-
34% undir visitöluverði
1. sept. s.l.:
Það er ekki að ástæðulausu,
sem mikið hefur verið rætt um
þörfina á þvi að lækka þurfi
verulega byggingarkostnað
ibúðarhúsnæðis, og hefur mikið
og gagnmerkt verið lagt til mál-
anna i þeim tilgangi, en minna
hefur orðið úr athöfnum. Nokk-
ur byggingarfyrirtæki, sem lagt
hafa fyrir sig framleiðslu
ibúðarhúsnæðis, hafa sannað á
undanförnum árum svo ekki
veröur i móti mælt, að byggja
má verulega undir byggingar-
visitöluveröi, miöað við af-
hendingardag ibúðanna, og þó
svo hljótt hafi verið um starf-
semi margra þeirra, er tilurð
þeirra og staöreyndir um hóf-
legan byggingarkostnað fyrir
hendi. Eitt þessara fyrirtækja
er SMARI h.f. á Akureyri, sem
byggt hefur á undangengnum
fjórum árum 5 fjölbýlishús, og
er verð ibúðanna langt undir
byggingarvisitölu á af-
hendingardegi. A degi iönaðar-
ins á Akureyri 22. október s.l.
afhenti fyrirtækið 10 ibúðir full-
frágengnar með öllum föstum
innréttingum, eldavél og teppi á
stofu -og holi, en þær voru
byggðar sem leiguibúðir fyrir
Akureyrarbæ, og var verð
þeirra sem hér segir:
2ja herb. 69,94 ferm. 3,050 þús.
kr.
3ja herb. 97,85 ferm. 4.200 þús.
kr.
verið þekkt fyrir að fjármagna
slika verzlunarhætti, en ég vík
að þvi siðar.
Er dýrara að byggja í
stór-Reykjavik en á
Akureyri?
Ekki er sýnilegur i fljótu
bragði mikill mismunurá bygg-
ingarkostnaði þessara tveggja
staða. Þó hlýtur það að vera
ljóst, að allt efni er eitthvað dýr-
ara á Akureyri, svo og allur
stjórnunarkostnaður fyrirtækis-
ins, þar sem við erum mjög háð-
ir öllum aðdráttum frá Reykja-
vik, og þar eru jafnframt flestar
opinberar stofnanir, sem leita
þarf til svo sem stjórnun hús-
næðismála. A stór-Reykja-
vikursvæðinu eru sennilega
markaðnum ibúðir á viöráðan-
legu verði fyrir þá, sem minnst
mega sin í þjóðfélaginu, og i þvi
sambandi hefur verið samið um
smiði ákveðins fjölda ibúða á
félagslegum grundvelli. Staðið
hefur verið að þessum fram-
kvæmdum með þeim hætti að
bjóða út stóra byggingar-
áfanga, til þess að ná fram sem
hagstæðustu verði, en ekki hef-
urnögu vel til tekizt, þráttfyrir
að allar aðstæður væru hag-
stæðar til þess að svo mætti
vera. Verð þessara ibúða hefur
verið það hátt, að kaupendur
hafa átt fullt i fangi með að
standa undir afborgunum og
vöxtum, enda um tekjulágt fólk
að ræða. Okkur, sem að fram-
leiðslu ibúða störfum, finnst
sem hér sé verið að leika hálf-
gerðan skripaleik, þar sem hið
opinbera virðist með þessum
hætti vera að stuðla að lækkuðu
Tvö fjölbýlishús, sem Smári hefur byggt f sumar. Myndin er tekin á degi iönaöarins á Akureyri,
en þá heimsóttu Gunnar Thoroddsen, iðnaðarráðherra og Vala Thoroddsen, fyrirtækið og skoð-
uöu rekstur þess. A myndinni eru ráðherrahjónin meöforráöamönnum Smára aðskoða fjölbýlis-
húsin.
4ra herb. 117,70 ferm. 4,900 þús
kr.
Samkvæmt framanrituðu kost-
ar hver fermetri 41-43 þúsund
krónur, en það verð er 39%
lægra en verð BYGGUNG og 31-
34% undir byggingarvisitölunni
1. september 1976. í byggingu
hjá fyrirtækinu eru nú 30 sölu-
ibúðir, sem fokheldar uröu i
október s.l., en þær eru allar
seldar á föstu verði, og er
endanlegt verð þeirra 2-3% und-
ir byggingarvisitölunni 1.
september s.l., en eftir er að
framkvæma ca 60% byggingar-
innar áður en ibúðirnar verða
afhentar i júni-júli 1977. Með
framanritaðar upplýsingar i
huga, má ljóst vera að taka þarf
til rækilegrar endurskoðunar af
hálfu hins opinbera verðlagn-
ingu ibúða á stór-Reykjavikur-
svæöinu, þvi þó svo verðlagning
eigi að vera frjáls að vissu
marki, eru takmörk fyrir öllu.
Hið opinbera getur heldur ekki
greidd eitthvað hærri vinnu-
laun, þó að ég geti ekkert fullyrt
þar um, en einhver launatengd-
ur kostn. er þar dýrari, svo
sem vegna fjarlægða. Fróðlegt
væri að gera á þessu fyllri út-
tekt. Það sem ég álit að ráði
þessum mikla verömismun, er
einfaldlega lögmál eftirspurnar
og framboðs. Það virðist alveg
sama hvað byggt er, og fyrir
hvaða verð, allt virðist seljast.
Þetta hefurorðið þess valdandi,
að engin hvatning hefur orðið
byggingaraðilum til tækni-
væðingar, en rétt tækni við upp-
byggingu húsa og eðlileg fjár-
mögnun er forsenda þess að
byggja ódýrar ibúðir.
Þáttur hins opinbera:
1 flestum samningaviðræðum
milli launþega og atvinnurek-
enda nú hin siðari ár, hefur
komið betur og skýrar i ljós sú
nauðsyn, að jafnan séu á
ibúðarverði, en iþyngir svo
ibúðarframleiðslu með tolla-
álögum og öðrum hliðstæðum
sköttum, svo sem vörugjaldi og
söluskatti. Sem dæmi um
framanritað tek ég eftirfarandi
vörur máli minu til sönnunar:
tollur vörugj.
Hreinlætistæki 80% 18%
Elavélar, 30-55% 18%
Steypujárn og stál 35% 18%
Flísar, 35% 18%
Glerullareinangrun 35% 18%
Þá er athyglisvert hve sement
hefur hækkað meira en almenn-
ar verðhækkanir á s.l. 1 1/2 ári,
en svo sem kunnugt er, er se-
ment framleitt af rikinu, og
framleiðslan án nokkurrar
samkeppni, en hækkunin er
95,91%. Til viðmiðunar hafa
verkamannalaun hækkað um
ca. 40% og laun smiða um ca.
45%. Hér þarf að verða i það
minnsta hugarfarsbreyting.
Húsnæðismálastofnun
rikisins, og mikilvægi
hennar:
Það sem veitir hverri fjöl-
skyldu öryggiskennd og efna-
hagslegt sjálfstæði, er að eiga
sitt eigið ibúðarhúsnæði. Þvi
verður með sanni sagt, að engin
samhjálp utan almannatrygg-
inga er mikilvægari en að að-
stoða með góðum lánum við að
eignast eigið húsnæði, og jafn-
framt að sjá um, að ódýrt við-
ráðanlegt húsnæði sé falt. í þvi
sambandi hefur Húsnæðismála-
stofnun rikisins (hér eftir skam-
stöfuð H.r.) mikilvægu hlut-
verki að gegna. Meðal hlut-
verka H.r. eru framangreindir
þættir, þ.e. að fylgjast með þvi,
að byggingarkostnaðursé innan
eðlilegra marka, með þvi að
leiðbeina i þeim tilgangi. Ég gat
þess hér fyrr i grein minni, að
full ástæða væri til þess að taka
upp aðhaldsstefnu í lánamálum
til þeirra, sem byggja sölufbúðir
á óeðlilega háu verði, og tel það
hlutverk H.r. Ég get ekki fallizt
á það, að ekki skipti neinu máli
hvaðíbúðkostar.semH.r. lánar
til, á sama tima og sett eru
mörk um ibúðarstærð miðað viö
fjölskyldumeðlimi. Það er frá-
leitt að lána einstaklingi 2,300
þúsund krónur til kaupa á 60
fermetra fbúð, sem kostaði 5-
6000 þúsund krónur, en það mun
ekki óalgengt á stór-Reykjavík-
ur svæðinu, en hafna lánveit-
ingu til sama aðila á Akureyri,
sem fengi 120 fermetra Ibúð fyr-
ir sama verð, á þeim forsend-
um, að hann ætti ekki nógu stóra
fjölskyldu sem stæði. Ef raun-
verulegur áhugi er fyrir þvi að
koma á raunhæfu markaðsverði
ibúöa, þá verður það ekki gert
nema fyrir tilstuðlan H.r. og þá
með réttri stýringu fjármagns.
Minar tillögur f stórum dráttum
eru þær, að stofnunin eigi að
rviðurkenna þá framleiðendur
ibúðarhúsnæðis i iandinu, sem
sýnt hafa og sýnt geta, að þeir
séu færir um að framleiða íbúð-
ir á raunhæfu verði. Til þeirra á
hún að beina fjármagni sinu, þvi
með betri og tryggari fjármögn-
un er ég viss um, að enn mætti
lækka byggingarkostnaðinn
verulega. Ég vilað lokum benda
á þann mikla sparnað, sem
ibúðarkaupandi getur orðið að-
njótandi, t.d. i vaxtagreiðslum,
sé jafnan fyrirliggjandi húsnæði
á raunhæfu verði. Um ávinning
þjóðfélagsins og áhrif á verð-
bólgu læt ég hvern og einn
dæma.