Tíminn - 03.12.1976, Page 21
Föstudagur 3. desember 1976
21
afti
að halda"
landsliðsþjálfari, láti landsliðið
æfa ákveðin kerfi og þess vegna
er erfitt að kalla á leikmenn
heim, sem kunna ekki þau kerfi,
sem landsliðið hefur verið að æfa.
— Nú ef þetta heppnast og
strákarnir standa sig vel i þeim
landsleikjum sem framundan
eru, þá sé ég enga ástæðu til aö
kalla á „útlendingana”.
— Hitt er svo annað mál, að
það er mikill missir fyrir okkur,
að geta ekki notaö leikmennina,
sem leika með erlendum liðum —
eins og þá Ólaf H. Jónsson, Axel
Axelsson, Jón Hjaltalin, Gunnar
Einarsson og Einar Magnússon.
Ég tel, að aðeins einn leikmaður
hér heima, standi þeim jafnfætis
— það er Björgvin Björgvinsson.
Punktar
• Lennox
frá keppni
Gamia kempan Bobby Lennox
hjá Celtic mun ekki leika meira
með Celtic-liðinu á keppnistima-
bilinu. Lennox fótbrotnaði, þegar
Ceitic lék gegn Glasgow Rangers
á Ibrox á dögunum.
• Rússar
hjá Leeds
Itússar cru nú byrjaðirað leita til
Englands, til að kynna sér knatt-
spyrnu. Aiexander Sevidov, þjálf-
ari Moscow Dynamo, ásamt túlki,
eru nú hjá Leeds. Sevidov verður
á Elland Road i tvær vikur, þar
sem hann mun fylgjast með
Leeds-liðinu á æfingum og í
keppni.
• Tibbott
aftur með hjá
Ipswich
Les Tibbott, hinn ungi og efnilegi
bakvörðurhjá Ipswich, sem hefur
verið mikill hrakfallabáikur, er
nú byrjaður aö leika með iiðinu aö
nýju. Tibbott hefur leikið 2 leiki
með Ipswich. Hann hefur fót-
brotnaö á báðum fótum á þriggja
ára kcppnisferli sinum hjá Ips-
wich.
• O'Farreli
Ingólfur sagði að lokum, að
Januz væri eflaust eftir að sjá
„útlendingana” leika. — Ef hann
sér þá, að hann getur ekki verið
án þeirra, þá mun hann aö sjálf-
sögðu nota þá i landslið sitt, sagði
Ingólfur.
,/Viö höf um ekki efni á því,
aö vera án „útlending-
anna"."
ÞORSTEINN BJÖRNSSON, fyrr-
um landsliðsmarkvöröur úr
Fram:— bað á tvímælalaust að
kalla á „útlendingana” heim og
láta þá leika með landsliðinu þá
landsleiki sem veröa leiknir fyrir
HM-keppnina. Við eigum þvi mið-
ur ekki nógu góða leikmenn hér
heima, sem eru á borö við Jón
Hjaltalin, Olaf Jónsson, Axel
Axelsson, Gunnar Einarsson og
Einar Magnússon.
— Við höfum ekki efni á þvi, að
halda þessum leikmönnum fyrir
utan landslið okkar.
— Það er aöeins eitt vandamál
i sambandi við „útlendingana”,
það er hvort þeir geti fengið fri til
að koma hingað heim og æft og
leikið með landsliðinu um tima.
En þaö hefur ekkert reynt á það,
hvort þeir geti fengið sig lausa
um tima til að koma heim og æfa.
„Við þurfum á krafti
þeirra að halda"
BERGUR GUÐNASON, fyrrum
landsliösmaður úr Val: — Það er
engin spurning um þaö, — við
þurfum á krafti „útlendinganna”
að halda, ef við ætlum okkur að
standa okkur i HM-keppninni i
Austurriki.
— Eftir aö hafa séð landsliðið
leika gegn „pressuliöinu” á dög-
unum, þá held ég að öllum hafi
orðið ljóst, að við getum ekki ver-
ið án þeirra Axels Axelssonar,
Ólafs H. Jónssonar og Gunnars
Einarssonar. t „pressuleiknum”
kom það greinilega fram, að okk-
ur vantar illilega mann, sem get-
ur ógnað i hægra horninu — mann
á borð við Gunnar Einarsson,
sem getur skorað mörk úr horn-
um, með langskotum, með gegn-
umbrotum, og þar að auki gefið á
linu. Ég myndi taka Viggó Sig-
urðsson út fyrir Gunnar. Viggó er
að visu framtiðarmaður, en hans
timi er ekki kominn. Þá myndi ég
taka Agúst Svavarsson út fyrir
Axel Axelsson og Þórarinn Ragn-
arsson út fyrir Ólaf H. Jónsson.
Þegar þessar breytingar hafa
verið gerðar á landsliðinu, erum
við komnir með svipað lið og vann
yfirburðasigur (28:15) gegn
HILMAR BJÖRNSSON
Frökkum i HM-keppninni 1973.
Ólafur og Björgvin Björgvinsson
væru þá aðalógnvaldarnir á lin-
unni og þeir Geir Hallsteinsson og
Axel póstarnir fyrir utan.
Ég var nokkuð óhress yfir þvi,
hvað þeir Viöar Simonarson og
Geir voru látnir leika mikiö sam-
an fyrir utan i „pressuleiknum”.
Þeir eiga alls ekki heima saman i
uppstillingu, þar sem þeir gæla
mikið viö knöttinn. Þeir eru tvi-
mælalaust báðir landsliðsmenn,
en þeir eru hreinlega ekki notaðir
rétt — þeir eiga aö hvila til skipt-
is.
— Ef árangur á að nást, þá get-
um við ekki verið án þeirra Gunn-
ars, Axels og Ólafs. Ég geri mér
fyllilega grein fyrir þvi, að það sé
erfitt með samæfingar, þar sem
þeir eru erlendis. En þar sem
þessir leikmenn eru allir leik-
menn á heimsmælikvarða og með
mikla reynslu, þá eiga þeir ekki
að þurfa nema 3-4 æfingar meö
landsliðinu, til að átta sig á hlut-
unum. Og það ætti enginn leik-
maður að þurfa að vera óhress
yfir þvi að þurfa að vikja úr
landsliðinu, fyrir þessa leikmenn.
— Að lokum vil ég geta þess, að
mér er óskiljanlegt, til hvers við
erum að fá hingað þjálfara, sem
er talinn einn af þremur beztu
handknattleiksþjálfurum heims,
en fær siðan engu að ráða
sjálfur um landslið sitt. Það er
ekki hægt aö loka augunum fyrir
þvi, að gömlu „brýnin” Karl
Benediktsson og Birgir Björns-
son, sem hafa fengið fjölmörg
tækifæri i gegnum árin til að
spreyta sig með landsliðið, — með
misjöfnum árangri, — ráðskast
að mestu með landsliðið. Það er
algjörlega ófært. Januzi á að fá að
sjá okkar beztu menn, sem leika
erlendis, i keppni, og fá siðan að
vega og meta, hvort hann vilji
nota þá.
—SOS
Brasilíumenn
eignast...
nýjan
Pele
Brasiliumenn liafa eignast
nýjan Pele, þar sem er hinn
stórefnilegi knattspyrnu-
inaður Zico. Zico átti
snilidarieik, þegar Brasiliu-
menn unnu sigur (2:0) á
Rússum i vináttulandsieik,
sem fór fram i Rió de
Janeiro.
Brasiliumenn áttu : erfiö-
leikum með að finna ieiöina
aö marki Rússa — það var
ekki fyrr en undir lok leiks-
ins, að þeim tókst að rjúfa
varnarmúr Rússanna og
skora tvö mörk á siöustu 11
minútum leiksins. Fyrst
skoraði Falcao og siðan
skoraði Zico stórglæsilegt
mark.
Þetta var annar leikur
Rússa, sem eru á keppnis-
feröalagi um S-Ameri'ku.
Rússarhöfðu áður gert jafn-
tefli (0:0) gegn Argentinu i
Búenos Aires.
—SOS
• • •
Erfiður
róður
hjó Fram-
stúlkunum
— íEvrópu
keppninni i
handknattleik
Þaö veröur erfiður róöur
hjá Fram-stúlkunum, þegar
þær mæta júgóslavneska
liöinu Radniki I Evrópu-
keppni mcistaraliöa i
k ven nah andkna ttlci k i
Laugardalshöllinni á sunnu-
dagskvöldið. Júgóslavarnir
koma hingaö meö sitt sterk-
asta liö, þar af 7 stúlkur sem
léku meö landsliöi Júgóslava
á Olympiuleikunum, en þar
hlaut laiulsliöið gulliö.
Fram-liöiö mætir Radniki
á sunnudagskvöldið, strax á
cftir forleik, sem veröur á
milli landsliösins og
„pressuliösins”, sem hefst
kl. 20.00.
Parkes stöðvaði Arsenal
— þegar hann varði vítaspyrnu fró Alan
Ball og Q.P.R. mætir Aston Villa i
undanúrslitum deildarbikarkeppninnar
PHIL PARKES... hinn snjalli markvöröur Q.P.R.
til Torguay
Frank O’Farrell, fyrrum fram-
kvæmdastjóri Leicester og Man-
chester United, hefur nú tekið við
framkvæmdastjórastöðunni hjá
Torquay, cn O'Farrel, sem hefur
verið landsliösþjálfari Iran aö
undanförnu, var einmitt fram-
kvæmdastjóri félagsins, áður en
hann fór til Leicester.
# Kaiserslaut-
ern sektað
Kaiserslautern hefur veriö dæmt
i 8 þús. v-þýzkra marka sekt (600
þús. islenzkar) fyrir ólætin, sem
uröu á leikvelli liðsins sl. laugar-
dag, þegar áhorfendur köstuðu
bjórflöskum — og dósurn i leik-
menn Dusseldorf. Dómari leiks-
ins þurfti að flauta leikinn af,
þegar 15 min. voru til leiksloka,
vegna láta á áhorfendapöllunum.
Þá var 1. FC Kaiserslautern einn-
ig dæmdur leikurinn tapaður, en
félagið var (0:1) undir, þegar
flautað var til leiksloka.
Markvörðurinn PhilParkes var
hetja Queens Park Rangers á
Loftus Road, þegar Q.P.R. vann
sigur (2:1) yfir Arsenal i ensku
deildarbikarkeppninni og tryggöi
sér rétt til að leika i undanúrslit-
unum. Parkes varöi á stórglæsi-
legan hátt vitaspyrnu frá Alan
Ball á þýöingariniklu augnabliki.
Arsenal hafði leikinn i hendi
sér, þegar Parkes tók til sinna
ráða. Frank Stepleton haföi skor-
að (0:1) fyrir Arsenal á 37. min-
útu, eða aðeins þremur minútum
áður en Ball misnotaði vita-
spyrnuna. Ball skaut mjög góöu
skoti að marki Q.P.R., og virtist
knötturinn hafna örugglega i net-
inu - en á siöustu stundu kastaði
Parkes sér og tókst að verja á
stórglæsilegan hátt. Arsenal-liðiö
lamaðist við þetta — þvi að aöeins
tveimur minútum siöar mátti
Jimmy Rimmer hiröa knöttinn i
netinu hjá sér, eftir skot frá Don
Masson. Davið Webb, sem skorar
ávallt þýðingarmikil mörk —
tryggði Q.P.R. siöan sigur (2:1) i
siðari hálfleiknum.
Urslit i 8-liða úrslitum ensku
deildarbikarkeppninnar, urðu
þessi:
Aston Villa - Millwall.....2:0
Derby - Bolton.............1:2
Man.United-Everton.........0:3
Q.P.R.-Arsenal.............2:1
Manchester United er
greinilega i miklum öldudal - enn
einu sinni fékk liöið slæman skell
á heimavelli sinum, Old Trafford,
þar sem 57 þús. áhorfendur voru.
Andi King skoraði 2 mörk fyrir
Everton, en Martin Dobson 1.
Everton-liðið réði algjörlega
gangi leiksins og leikmenn þess
sköpuðu oft mikinn usla i afar
lélegri vörn United-liðsins, sem
saknar nú illilega fyrirliðans
Martins Buchan.
Derby-liöið á ekki heldur góða
daga, og var sigur Bolton á Base-
ball Ground fyllilega veröskuld-
aður. Charlie George skoraöi
fyrsta mark leiksins úr vita-
spyrnu. Bolton jafnaði (1:1)
siðan, þegar Rod Thomas sendi
knöttinn i eigið mark - fast skot
hrökk af honum og i net Derby.
Willi Morgan, fyrrum fyrirliði
Burnley og Manchester United,
skoraði siðan' sigurmark Bolton 12
minútum fyrir leikslok. Neil
Whatmore átti þá hörkuskot i slá
— knötturinn krökk þaðan til
Morgan, sem skoraði örugglega.
Cris Nicoll og Brian Little
skoruðu mörk Aston Villa gegn
Millwail á Villa Park.
Undanúrslitin:
Q.P.R. mætir Aston Villa I
undanúrslitunum og Everton
mætir Bolton. Leikiö verður bæöi
heims og heiman. __gos