Tíminn - 04.12.1976, Blaðsíða 2

Tíminn - 04.12.1976, Blaðsíða 2
2 Laugardagur 4. desember 1976 ierlendar fréttir • Samningur um mengunar varnir i Rínarfljóti Reuter, Bonn. — Fimm Evrópuriki undirrituðu I gær sainning um að minnka flæði úrgangs úr efnaiðnaði i fljótið Rin, sem nú er oröið alvarlega mengað. Rikin fimm eru Vestur- Þýzkaland, Sviss, Frakkland, Holland og Luxemborg. Þá var samningurinn enn- fremur undirritaður af Carlo Scarascia Mugnozza, sem fulltrúa Efnahagsbandalags- ins. Sérfræðingar rikisstjórnar Vestur-Þýzkalands skýrðu frá þvi i marzmánuði siðastliön- um að einvörðungu liiill hluti fljótsins, héldi enn llfheimi sinum óskertum. i skýrslu þeirra kom einnig fram að nær fjórir fimmtu hlutar mcngun- ar i fljótinu væru af völdum Vestur-Þjóöverja. TJm f jórtán milljónir manna i Evrópu fá neyzluvatn sitt úr Rinarfljóti. Meðal ákvæða samningsins erað finna lista af eiturefnum, sem fyrirtækjum verður bannað að láta i fljótiö, án sér- stakrar hcimildar yfirvalda. önnur grcin hans gerir Frökk- um skylt að minnka smám saman þann sattúrgang sem I fljótið er settur frá pottösku- námunum i Alsace. • Bjó til herfylki og sveik fé út ó það Reuter, Bonn. — Gjaldkeri úr Vestur-þýzka hernum var I gær dreginn fyrir herrétt, sakaður um að hafa búið til heilt flugherfylki, til þess aö standa undir kostnaöi við iburðarmikinn lifsmáta sinn. Gjaldkeri þessi, Siegfried Schmidt liðsforingi, mun hafa svikiö út um cina milljón v- þýzkra marka, um sjötiu og fimm milljónir islenzkra króna, á sjö árum, með þvi að taka út laun, jéla-bónus, og ferðapeninga fyrir herfylkið, sem ekki var tii nema á skjöl- um hans. Fregnir hafa borizt af þvi að liösforinginn hafi átt stórt einbýlishús og dýrar bifreiðar, en laun hans hjá hernum voru tæplega tvö þúsund mörk á mánuöi. Hann játaði sök sina, þegar endurskoðendur fóru að yfirheyra hann vegna smávægilegrar upphæðar, sem vantaöi I kassann hjá honum. • Cyrus Vance utanríkis- róðherra Reuter, Washington. — Jimmy Carter, forsetaefni Bandarikjanna, hefur ákveðið aö skipa Cyrus Vance, fyrrum aöstoðar-varnarmálaráð- herra Bandarikjanna, I em- bætti utanrikisráðherra, þeg- ar hann tekur við forsetaem- bætti, I janúarmánuöi næst- komandi, að þvi cr Clifford Case, öldungadeildarþing- maöur, skýröi frá I gær. Búist var við að Carter til- kynnti um val sitt i embætti utanrikisráðherra á frétta- mannafundi i Plains, I Georgiafylki, seint I gærdag. Case öldungadeildarþing- maöur, scm er republikani, sagði i gær aö Carter heföi hringt i sig og skýrt sér frá þvl að Vance heföi orðiö fyrir val- inu. Skjálftarnir 1896 eru þeir af siðari tima stórskjálftum sem haldgóðar heimildir eru til um, og þvi verið hægt að kortleggja þá nokkuð nákvæmlega. Lítið tillit tekið til náttúruhamfara í uppbyggingu mannvirkja, samgangna, raforkudreifikerfis, símakerfis og annars hér á landi Rækju- afli gerður upp- tækur gébé Rvik — Rækjuvciðar hafa gengið vel á tsafirði, en þar er heildarkvótinn 2200 tonn. Að sögn Jóns B. Jónas- sonar deildarst jóra i sjávarútvegsráðuneytinu, hefur þó nokkuð borið á smárri rækju, og hafa eftir- litsmenn, sem með veiðun- um fylgjast, gert upptækan afla nokkurra rækjubáta, sem fóru yfir leyfilegt há- mark rækju i kilói, en það eru 320 stk. Andvirði þessar- ar rækju rennur i sjóð, scm stofnaður var til að standa straum af kostnaði við fiski- rannsóknir. Að sögn Jóns, hefur ekki þurft að grlpa til þessara ráða á öðrum stöð- utn þar sem rækjuveiði er stunduð, en rækjan á ísa- fjaröardjúpi er liklega yfir- leitt mun smærri en á hinum stöðunum, Arnarfirði, Húna- flóa, Öxarfirði og Berufirði. HV-Reykjavik. — Miðað við það sem sagan kennir okkur um náttúruhamfarir á Islandi er allt of lltið — furðulega litið tillit tekið til þeirra til dæmis i mannvirkja- gerð og öðru hjá okkur. Ef til vill á það rætur að rekja til þess að fyrri helmingur þessarar aldar, þegar mikið af uppbyggingunni hér á sér stað, var ákaflega róleg- ur. Þann tima verða aðeins þrjú eldgos og tveir alvarlegir jarð- skjálftar. Það má segja að þetta starf okkar i sambandi við Suður- landið sé hið fyrsta sem miðar að viðtækum fyrirbyggjandi ráðstöf- unum með tilliti til jarðskjálfta, sagði Guðjón Petersen, fram- kvæmdastjóri Almannavarna, i viðtali við Timann i gær, en Guðjón veitir nú forstöðu undir- nefnd á vegum Almannavarna, sem ætlað er að gera tillögur um rannsóknir, högun framkvæmda og ráðstafana, með tilliti til alvarlegra jarðskjálfta, sem talið erað geti orðið þar hvenær sem er á næstu áratugum. — Við vonumst til að geta skilað Almannavörnum tillögum okkar fyrir áramót, sagöi Guöjón ennfremur, en þær eru nokkuð margþættar. í þeim er, meðal annars, að finna tillögur um kort- lagningu svæðisins, með mis- munandi áhrif jarðskjálfta i huga, rannsóknir á byggingum sem þegar hafa verið reistar, til- Framhald á bls. 19. Svæði á Suðurlandi þar sem skjálftar gjörfelldu helming húsa eða meira árin 1706, 1732, 1734, 1784, 1896 og 1912. Pappírs- vörur hf.: Framleiða mjólkurumbúðir fyrir Svía F.I. Reykjavik — Við höfum verið að berjast viö að komast inn á markaðinn i Sviþjóð i alit að tvö ár, og undirbúningurinn stóð j ein tiu ár, en nú erum við sem sagt einkaleyfishafar fyrir Skandinaviu, sagði Ottó Schopka, framkvæmdastjóri Kassagerðar Reykjavikur, en dótturfyrirtæki Kassagerð- arinnar, Pappirsvörur hf. hóf I haust sölu á tiu og tuttugu litra mjólkurplastpoka til Sviþjóðar og hafa verið afgreiddirum 100- 200 þús. plastpokar mánaðar- lega. Þegar Sviar bönnuðu brúsa- mjólkina með lögum þann 1. jan. 1974, jukust mjög sölu- möguleikar okkar til Skandi- naviu, hélt Ottó áfram og tókst okkur að fá til liðs Innkaupa- stofnun sænskra mjólkurbúða, sem nú gegnir umboðshlutverk- inu. En samkeppnin er hörð, og er við komum inn á markaðinn var þar annar aðili fyrir, sem hefur reynt eins og hann hefur getaö að gera okkur lifið leitt, m.a. einokunarsölu á rándýrum bylgjukössum sem eru umbúöir um plastpokana. Þetta uppá- tæki kom til að hækka verðið á islenzku plastpokunum, sem eru ódýrari i framleiðslu og fullkomnari en hinir sænsku. Við sáum við þeim og kaupum nú danska bylgjukassa á skap- legu verði, og njóta Sviar góös af, en þeir nota þessar pakkn- ingarmikið i skóla og á spitala, og einnig er sænski herinn látinn drekka ósköpin öll af mjólk. Og nú spönnum við yfir 30% til 40% Jeff Woodard, verkstjóri, og Ottó Schopka, framkvæmda- stjóri, með einn mjólkurpoka á milli sin. Timamynd: Gunnar. af sænska markaðinum og selj- um við 10% ódýrara eins og er. Hvað innanlandsmarkaöinn snertir þá gæti ég trúað, að við framleiddum um hálfa milljón af 10 litra pokum á ári og fer fjórðungur alls neyzlumagns I Framhald á bls. 19. /

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.