Tíminn - 04.12.1976, Blaðsíða 17

Tíminn - 04.12.1976, Blaðsíða 17
Laugardagur 4. desember 1976 17 — hann verður fyrirliði „pressuliðsins" gegn landsliðinu. 6 breytingar á „pressuliðinu" — Við stefnum að sjálfsögðu að þvi, að veita landsliðinu harða keppni og velgja leikmönnum liðsins vel undir uggum — og jafnvel að leggja þa að velli, sagði Ingólfur Óskarsson, þjálfari Fram-Iiðsins. Hann mmi stýra „pressuliðinu”, sem mætir iands- liðinu annað kvöld i Laugardals- höllinni. Ingólfur hefur einu sinni áður stjórnað „pressuliöinu” og þá til sigurs. 6 breytingar hafa verið gerðar á „pressuliðinu” frá siðasta leik liðsins. Bjarni Jónsson, hinn sterki landsliðsmaöur, sem hefur leikið 43 landsleiki, mun leika með liðinu, og verður hann fyrir- liði liðsins. Bjarni er einn allra sterkasti varnarmaður okkar. Sigurbergur Sigsteinsson, sem er einnig einn sterkasti varnarmað- ur okkar og einnig hornamaður, mun einnig leika með „pressulið- inu”, en hann hefur 85 landsleiki að baki. Þá mun Hilmar Björns- son, Trausti Þorgrimsson, Þor- geir Haraldsson og Guðmundur Sveinsson, einnig bætast i liðið, sem verður annars skipað þess- um leikmönnum: Markverðir: örn Guðmundsson, 1R. Kristján Sigmundsson, Þrótti. Aðrir leikmenn: Hörður Sigmarsson, Haukum. Ami Indriðason, Gróttu Bjarni Jónsson, Þro'tti Jón Pétur Jónsson, Val Steindór Gunnarsson, Val Þorgeir Haraldsson, Haukum Sigurbergur Sigsteinss, Fram Trausti Þorgrimsson, Þrótti Hilmar Björnsson, KR Guðmundur Sveinsson, Fram Eins og sést á þessu, þá er liðið skipað harðsnúnum leikmönnum, sem hafa mikla reynslu að baki. Það er ekki að efa, að þessir leik- menn koma til með að veita landsliðsmönnum okkar harða keppni. „Pressuleikurinn” hefst i Laugardalshöllinni kl. 20.00 ann- að kvöld, og verður hann forleik- ur að Evrópuleik kvennaliðs Fram. BJARNI JÓNSSON... sést hér skora glæsiiegt mark I landsleik gegn Júgóslövum. Hann veröur fyrirliöi „pressuliðsins”. f—— Landsliðsnefndin i hand- knattleik teflir fram óbreyttu landsliöi gegn „pressuliðinu”. Landsliðið verður þvi skipað þessum leikmönnum: Markverðir: Ólafur Benediktsson, Val Gunnar Einarsson, Haukum Aðrir leikmcnn: Jón Karlsson Val Bjarni Guðmundsson, Val Þorbjörn Guðmundsson, Val Geir Hallsteinsson, F.H. Viðar Simonarson, F.H. Þórarinn Ragnarsson, F.H. Viggó Sigurðsson, Vikingi Björgvin Björgvinss, Víkingi Þorbergur Aðalsteinss, Vikingi Ölafur Einarsson, Vikingi Agúst Svavarsson, t.R. Óbreytt lands- lið... — gegn „pressunni" STAÐAN 1. DEILD Staöan er nú þessi í ensku 1. < 2. deildarkeppninni: og Liverpool . .. 16 11 3 2 28:11 25 Ipswich ... ..15 9 4 2 31:15 22 Newcastle ,.16 8 6 2 26:15 22 Aston Villa .. 16 8 3 5 30:19 19 Man.City . ..15 6 7 2 18:11 19 Leicester . ..17 4 10 3 18:19 18 Arscnal... ..15 7 3 5 26:23 17 Leeds .. 16 5 7 4 22:20 17 WBA ..16 6 4 6 23:21 16 Everton. .. .. 16 6 4 6 25:26 16 Stoke ..16 6 4 6 12:16 16 Coventry.. ..15 5 5 5 19:18 15 Birmingh.. ..16 6 3 7 20:20 15 Middlesb. . .. 15 6 3 6 9:15 15 Man. Utd. . .. 15 4 6 5 23:24 14 QPR .. 16 4 4 7 20:23 14 Norwich .. ..17 4 5 8 16:25 13 Derby 3 6 5 19:20 12 Bristol C .. . . 16 4 4 8 15:19 12 Tottenh. .. .. 16 4 3 9 20:34 11 Sunderland . 16 2 5 9 13:25 9 West Ham. .. 16 3 3 10 17:31 9 2. DEILD Chelsea .... . .16 11 3 2 29:20 25 Bolton . 16 10 2 4 28:19 22 Blackpool .. . 17 9 4 4 29:20 22 Wolves . 16 7 5 4 37:22 19 Notth. For . . 16 7 5 4 34:19 19 Oldliam .... . 16 7 5 4 23:20 19 Blackburn . .16 8 2 6 18:18 18 Sheff.Utd. . . 16 5 7 4 19:20 17 Millwall.... . 15 7 2 6 14:19 16 Charlton ... . 16 6 4 6 32:31 16 Luton . 16 7 2 7 27:26 16 NottsC . 16 7 2 7 24:28 16 BristolR. .. . 16 5 5 6 21:21 15 Hull . 15 4 4 4 19:19 15 Fulham .... . 16 4 6 6 21:26 14 Burnley .... . 16 4 5 7 21:26 13 Cardiff . 16 4 3 8 21:28 13 Plymouth .. . 16 3 6 7 22:26 12 Southampt . . 16 4 4 8 25:31 12 Carlisle .... . 17 4 4 9 18:33 12 Hereford ... . 16 3 4 9 21:35 10 Orient . 14 2 5 7 14:21 9 * "”l" > Jimmy Adamson til Sunder- land's JIMMY ADAMSON, fyrrum framkvæmdastjóri Burnley, hefur nú tekið við stjórninni á Roker Park, hjá Sunder- land. Adamson, sem á sinum tima var boðin staða ein- valds enska landsliösins — en afþakkaði það boð — er talinn einn af færustu fram- kvæmdastjórum á Bretlands- eyjum. Hann sagði stöðu sinni lausri hjá Burnley, þegar liðið féllniöur i 2. deild sl. keppnistimabil. Gamla félagið hans — Burnley, hefur nú selt mark- vörðinn Gerry Pashlay til I'ulham. Lundúnaliöiö borg- aöi Burnley 40 þús. pund fyrir þennan unga inark- vörö. Evrópu- leikur í Höllinni Fram mætir Radnici frd Júgóslavíu Fra m-stúlkurnar mæta Radnici Belgrad frá Júgó- slaviu i Evrópukeppni meistaraliða i handknatt- leik, annaö kvöld i Laugar- dalshöliinni. Fram-stúlkurn- ar eru ákveðnar i að berjast af krafti, þrátt fyrir að við ofurefliséað etja, þar sem 7 landsliöskonur Júgóslava leika i Radnici-liðinu. Leikurinn hefst strax að loknum forleik, þar sem landsliðið mætir „prcssuliö- inu” — kl. 20.00. SIGURBERGUR SIGSTEINSSON.... sést hér skora mark I landsleik gegn Kanadamönnum. Hann er ásamt Bjarna Jónssyni, okkar sterkasti varnarmaður. „Gerum okkur ánægða með jafntefli"............ segir EAALYN Hughes, fyrirliði Liverpool, sem mætir Ipswich á Portman Road i dag — Þetta verður erfiður leikur, en við munum reyna allt til aö knýja fram sigur, sagöi Kevin Beattie, iandsliðsmaður hjá Ips- vvich, sem mætir Liverpool á Portman Road i baráttunni um Englandsmeistaratitiiinn. — Viö höfum náð að sýna ágæta leiki aöundanförnu, og ég vona að engin breyling verði þar á gegn Liverpool. Við gerum okkur fylli- lega grein fyrir þvi, aö leikurinn er afar þýðingarmikill, sagði Beattie. Emlyn Hughes, fyrirliöi Liver- pool, sagði aö Ipswich-liðiö hefði ávallt verið erfitt viöureignar. — Við töpuðum fyrir Ipswich sl. keppnistimabil 0:2 á Portman Road og siöan varð jafntefli (3:3) hér i Liverpool. Við gerum okkur ánægða með jafntefli i dag, sagöi Hughes. David Johnson, fyrrum leikmaður Ipswich, leikur gegn sinum gömlu félögum ijítg — með „Rauða hernum”. Það má búast viö aö Liverpool leiki varnarleik gegn Ipswich i dag. Newcastle-liöið, sem er einnig á toppnum, mætir Arsenal á High- bury i London. Þar mæta leik- menn Newcastle tveimur göml- um félögum — Malcolm MacDon- ald og Pat Howard, sem Arsenal keypti i byrjun keppnistimabils- ins frá Newcastle. Tveir aðrir stórleikir verða leiknir i dag i ensku 1. deildar- keppninni Manchester United mætir Q.P.R. i London og Man- chester City fær Derby i heim- sókn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.