Tíminn - 04.12.1976, Blaðsíða 9

Tíminn - 04.12.1976, Blaðsíða 9
Laugardagur 4. desember 1976 9 fíiiini Ctgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn- arfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason.Ritstjórnarskrifstofur I Edduhúsinu við Lindargötu, símar 18300 —• 18306. Skrifstofur I Aðal- stræti 7, simi 26500 — afgreiðslusími 12323 — auglýsinga- simi 19523. Verð i iausasölu kr. 60.00. Askriftargjald kr. 1.100.00 á mánuði. Blaðaprent h .fv Hvolsfundurinn Það var ekki vonum fyrr, að bændur kæmu sam- an til að halda almennan fund um hagsmunamál, likt ogflestar aðrarstéttir gera um þessar mundin Svo mjög er nú beint illvigum áróðri gegn bænda- stéttinni og mál hennar fyrir borð borin af mikil- vægum lánastofnunum. Rangæskir bændur hafa riðið á vaðið með myndarlegum og f jölsóttum fundi, sem haldinn var að Hvoli á Rangárvöllum siðastlip- inn þriðjudag. Liklegt er, að bændafundir i öðrum héruðum fylgi á eftir. í itarlegri ályktun, sem fundurinn að Hvoli sam- þykkti, er fyrst vikið að árásum á landbúnaðinn og þær harðlega fordæmdar. Sérstaklega átelur fund- urinn þá mistúlkun og rangfærslur, sem virðast settar fram i þeim tilgangi einum að sanna neyt- endum, að landbúnaðarframleiðslan sé baggi á þjóðarbúinu. Siðan segir i ályktuninni: „Jafnframt lýsir fundurinn yfir þvi, að heilbrigð gagnrýni, byggð á þekkingu en án fordóma, getur aldrei skað- að neinn atvinnuveg og fagnar hverjum þeim, sem bent getur á leiðir til lausnar á þeim vanda, sem við er að glima hverju sinni. Hún verður ætið til fram- dráttar fyrir þjóðina i heild.” í ályktuninni er siðan vikið að ýmsum sérmálum bændastéttarinnar. Skorað er á fulltrúa bænda i Framleiðsluráði að vinna að þvi, að afurðalán hækki svo mikið, að sláturleyfishöfum verði gert kleyft að greiða minnst 80% af skilaverði á haust- nóttum og mjólkurbúum á neyzlumjólkursvæðum að greiða 90% á framleiðsluárinu. Þá er þvi lýst sem óviðunandi ástandi, að ekki skuli nú þegar vera lokið uppgjöri liðins árs á sauðfjárafurðir, en þar munu valda mestu vanskil rikissjóðs á útflutnings- uppbótum. Fundurinn krafðist þess, að úr þessu yrði bætt fyrir 20. þ.m. Þá bar fundurinn fram þá ósk við fulltrúa bænda i Sexmannanefnd, að þeir vinni að þvi, að f jármagnsliður visitölubúsins yrði réttilegar metinn en nú er og vaxtaprósentan færð i eðlilegt horf. Fundurinn lýsti yfir þeirri skoðun sinni, ,,að i ljós sé leitt, að verðlagskerfi það, sem bændur búa við, tryggi þeim ekki þá afkomu, að við verði unað og hætta sé á að landbúnaðarframleiðslan dragist saman að óbreyttu skipulagi. Fundurinn telur þvi koma til álita, að Stéttarsambandið taki upp beina samninga við rikisstjórnina um verðlagsmálin.” Það er tvimælalaust, að bændafundir i likingu við Hvolsfundinn, eru bændum nú nauðsyn til að minna enn betur en ella á hagsmunamál sin og styrkja baráttuna fyrir þeim. Bændur þurfa einnig að ræða um, hvernig bezt verður mætt ýmsum nýjum vanda, eins og t.d. þeim, að mjólkurframleiðslan virðist nú dragast óeðlilega saman, en sauðfjárbú- skapurinn aukast að sama skapi. Þvi sterkari verður málstaður bænda sem þeir halda betur á skipulagsmálum landbúnaðarins, eins og þvi sem hér um ræðir. Þá er það bændum tvimælalaust mikil nauðsyn, að af hálfu þeirra og samtaka þeirra sé haldið uppi upplýsingaþjónustu, sem hnekkir þeim blekking- um, sem nú er þyrlað upp um landbúnaðinn af ýms- um aðilum, sem hyggjast vinna sér fylgi á þann hátt meðal bæjarbúa. Með hlutlausum og fræðandi mál- flutningi mætti vafalaust eyða þannig margvisleg- um misskilningi, sem nú torveldar sambúð fram- leiðenda og neytenda. Þegar nánar er að gætt, eiga þessir aðilar meira sameiginlegt en hið gagnstæða, þótt sumir áróðursmeistarar leggi megináherzlu á hið siðarnefnda. Eins og það er hagsmunamál bænda, að góð kaupgeta sé i bæjunum, þá er það hagsmunamál neytenda, að landbúnaðurinn sé blómlegur og fær um að bæta rekstur sinn, öllum til hags. Þ.Þ. Forustugrein úr Christian Science AAonitor: Heimurinn getur brauðfætt sig hvílir a tæknivæddu þjóðunum Miklu getur skipt hvernig forusta Carters reynist á sviöi landbúnaöarmála. AAikil úbyrgð ÞAÐ ERU gleðifréttir, að hinar svartsýnu framtiðar- spár um fólksfjölgunarvanda- málið ætla að reynast rangar. Hinn viðkunni matvælasér- fræðingur, Lester Brown, við Worldmatch-stofnunina, er nú að endurskoða sinar fyrri ógnarspár. Hann segir mjög hafa dregið úr fólksfjölg- uninni, og telur jafnvel, að ibúafjöldi jarðarinnar muni aldrei ná þvi að tvöfaldast frá þvi sem nú er. Þótt helztu sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna efist um gildi skýrslu Browns, telja þeir sig sjálfa sjá merki þess, að þróunarlöndin séu að ná tökum á baráttunni við of- fjölgun. Engu að siður er það mat S.Þ.,að ibúafjöldi jarðar muni vissulega tvöfaldast, likast til snemma á 21. öldinni og ná jafnvægi með um 12 milljarða ibúa kringum miðja öldina, um 2045. Jafnvel þótt þessi spá reynist röng, munu kröfurnar um aukna matvælafram- leiðslu fara vaxandi. Þróunar- löndin verða nú með degi hverjum háðari innflutningi á matvælum, og þvi hefur verið spáð að innflutningur þeirra, sem nú nemur 25 milljónum tonna, verði orðinn 100 milljón tonn árið 1985. Hinn nýkjörni forseti Bandarikjanna, Jimmy Carter, mun brátt komast að þvi m.a., að talsvert skortir á það að nægilega hafi verið fylgt eftir ákvörðunum Alþjóða matvælaráðstefnunn- ar 1974 um að tryggja nauð- synlegan matvælaforða til Iangframa. Þótt áfram þokist með áætlanir um að Alþjóða- landbúnaðarsjóðurinn styrki framkvæmdir i landbúnaði i þeim löndum, sem verst eru stödd, vantar samt talsvert á, að hann taki til starfa. Og enn hefur korn-banka allra þjóða ekki verið komið á laggirnar, enda eru kornbirgðir heimsins nú minni en þær voru i lok sið- asta áratugar. SKOÐANIR manna eru mjög skiptar um það, hversu Bandarikjunum hefur farizt ábyrgðarhlutur sinn i þessu máli. Dan Morgan, frétta- ritari Washington Post, bendir á það i grein i Saturday Review, að Bandarikin beri höfuð og herðar yfir aðrar þjóðir heims i landbúnaðar- framleiðslu, og einoki i rauninni heimsmarkaðinn á þessu sviði. Fjöldi þjóða um heim allan er algjörlega háður innflutningi korns frá Banda- rikjunum. Engu að siður, segir Morgan, er það ekki opinber- lega viðurkennt af neinum, aö Bandarikjastjórn beri skylda til að dreifa þeim mat- vælabirgðum, sem fyrir hendi eru, á réttlátan hátt meðal þjóðanna, né að stefna þeirra kunni að skaða þau lönd, sem sizt mega við þvi. Vegna þeirrar áherzlu, sem lögð er á frjálsan markað, er litið eftirlit haft með kornveröi, og fátæku löndin greiða kornið jafnháu verði og hin riku — og » stundum jafnvel hærra veröi, þegar þær þjóðir, sem kaupa gifurlegt magn, svo sem Sovétrikin, hafa gengið frá kaupum sinum. Margir sér- fræðingar halda þvi þó fram, og með réttu, að Bandarikin hafi unnið kraftaverk i þvi að bæta við matvælabirgðir heimsins. Framleiðsla Banda- rikjanna miðast einmitt við það að uppfylla heimsþörfina. I ár munu Bandaríkin framleiða u.þ.b. 80 af þeim 139 milljónum tonna af korni, sem flutt er milli landa i heiminum á ári hverju. Þar af eru 6 milljón tonn af korni flutt út á vegum PL 480 — áætlunar- innarum matvælaaðstoð, sem er veruleg aukning frá undan- förnum árum. En mörgum veigamiklum spurningum er ennþá ósvarað, á rikið að hafa eftirlit með ráðstöfun kornbirgðanna? Eða ætti það fremur að stofna alþjóðlega nefnd, sem sæi um jafnvægi i kornverði og tryggði það, að fátækustu löndin ættu þess kost að kaupa birgðir við vægara verði? Hvernig geta Bandarikin bætt eftirlit með framleiðslu og dreifingu landbúnaðar- afurða? Hve langt skal gengið i þvi að nota matvæli sem peð I stjórnmálataflinu? SIÐAST en ekki sizt, hvað er hægt að gera til þess að örva ræktunarframkvæmdir i þróunarlöndunum, þannig að þeirra eigin matvælafram- leiðsla, og þar með þjóðar- tekjur, aukist? Hér er komið að kjarna málsins. Fram- leiðslulönd á borð við Banda- rikin, Kanada og önnur ámóta framleiðslulönd, geta annaö nauðþurftum heimsins, en þau geta ekki leyst úr vandanum til langframa með útflutningi sinum. Þau lönd, sem farin eru að treysta algerlega á skyndihjálp, hafa vanrækt eigin framleiðslu. Einungis með framleiðsluaukningu I þróunarlöndunum — og i þeim efnum eru gifurlegir mögu- leikar fyrir hendi — er hægt að sigrast á hungursneyðinni og koma á varanlegum efnahags- og þjóðfélagsumbótum. Þessi vandamál eru meðal þeirra, sem rikisstjórn Carters fær við að glíma. For- setinn tilvonandi hefur sýnt skilning á þvi, að rikisstjórnin verður að standa saman um stefnumótun varðandi mat- vælaframleiðslu, orkumál, landnýtingu, utan- rikismál og iðnað. Vonandi mun hann láta fyrstnefnda málefnið sitja i fyrirrúmi i upphafi kjörtimabils sins. Heimurinn getur brauðfætt sig — en þvi aðeins, að Banda- rikin og aðrar tæknivæddar þjóðir gefist ekki upp á þeirri ákvörðun sinni að fylgja þessu málefni til sigurs. (H.Þ. þýddi)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.