Tíminn - 04.12.1976, Blaðsíða 11

Tíminn - 04.12.1976, Blaðsíða 11
10 Laugardagur 4. desember 1976 Laugardagur 4. desember 1976 11 Næringarþörf og ofdt Næringarþörf og ofát Ýmsir hafa áhyggjur af þvi, aö innan tiðar veröi mannfjöldi heimsins meiri en svo að með nokkru móti verði unnt að full- nægja næringarþörfum ibú- anna. Or öðrum áttum eru uppi staðhæfingar, sem fullyröa ein- dregiö, að svo mikið sé af óyrktu landi, þar sem uppskera megi firnin öll af næringarefnum til fæðufanga, að jafnvel verði unnt að afla nægilegs viðurværis handa 15 milljörðum manna, en nú eru ibúar heimsins aöeins 4 milljarðar. Mjög er liklegt að þetta sé bæði satt og rétt. Við- lendar eyðimerkur má gera að gózenlöndum og á stórum land- svæðum er eftirtekja korns aö- eins brot af þvi, sem gerist i þeim löndum, sem bUmenning er mest þróuö. Sem dæmi um það má geta þess, aö i Hollandi, Belgiu og Danmörk er kornuppskera af hverri flatareiningu lands um það bil 5 sinnum meiri en á við- lendum kornyrkjusvæðum stjórþjóöanna að meðaltali. Sultur eða ofát 1 sjónvarpinu okkar var fyrir skömmu rætt um næringarþörf okkar tslendinga og þess getið, að i'slenzkir karlmenn þyngist að meðaltali um 5 kg hver að vetrinum. Þetta getur svo sem vel verið, en þaö er vist ekkert einstakt á okkar landi, það ger- istviðar, eins og myndin sýnir, sem fylgir grein þessari. Þetta er auðvitaö engin bót i máli fyr- ir okkur, og þess má minnast um leið, að á sama tima sveltur fólk i öðrum löndum og álfum og hér á landi hefur fólk dáið úr ó- feiti fyrrum þóttnú sé öldinönn- ur. Varla mun nokkur hafa tölu á hve margir liða sult og seyru á okkar timum, þótt heilar þjóðir séu ofnæröar. Það er talað um og að þvi unnið á breiðum vett- vangi meðal þjóðanna að framleiða handa sveltandi þjóð- um, en það er bara ekki nóg að framleiða, fæöuföngin verða að komast til fólksins, en flutning- ur milli heimshlutanna kosta jafnanmiklu meira en sveltandi fólk hefurefni á að greiða, jafn- vel þótt fæðan sé afgreidd án endurgjalds af hálfu framleið- enda. Fleiri nærast en fólkið Þvi er ekki að neita, að fleiri þurfa næringu en fólkið eitt. Sú eftirtekja til næringar, sem fengin er i sjó og á landi, er ekki öll við hæfi fólksins, Búfé er haft til þess að breyta trénisrfkri eftirtekju i fæðuföng, sem mannsmaginn getur melt. En ýmsar tegundir jarðargróðurs eru jafn góðar handa mönnum og skepnum og hvoru tveggja nærast af þeim i rikum mæli. Prófessor D.A. Iiartmann, Cornell University i USA, hefur bent á, að i Bandarikjum Ame- riku séu um 45 milljónir hunda og 26 milljónir kata, er éta ná- kvæmlega sams konar fæðu og þá, sem, fólkið nærist af. I Bandarikjum Ameriku verð- ur selt á almennum markaði næsta ár fóður handa hundum og köttum fyrir svo sem 360 milljarða islenzkra króna. Pró- fessor Hartmann telur það vert til umhugsunar, að aðeinshund- arnir i USA eti árlega matvæli, sem annarsgætu nært31 milljón manna. Svo segir Bauernblatt Þýzka búnaðarblaðið Bauern- blatt, hefur nýlega haft þessi efni til meðferðar og telur, að ofát Þjóöverja sé nú á dögum svo umfangsmikiö, að óhæfa sé. A meðfylgjandi mynd, sem þar fylgdi, er sýnt, að karlmenn á aldrinum 36-50 ára nærast af 3783 hitaeiningum daglega, en þeir þurfi aðeins 2.600. Kven- fólkiö er ekki eins kröfufrekt. Þar nærist konan aö meöaltali daglega af 3004 hitaeiningum en hún þarf 2.200. Umframátið þar i landi, þ.e. næringareyðsla fram yfir þörf, væri betur komin handa svelt- andi fólki i öðrum löndum, en hverjir vilja og geta flutt fæð- una þangað, sem hennar virki- lega er þörf? Þannig geta vist margir spurt, en þegar hér er tekið dæmi af bara einu landi þá má um leið fullyrða, að það er ekkert sér- stakt i umræddri ofneyzluröð. Svo má náttúrlega bæta þvi við, að vissar búfjártegundir eru, nærðar af fæðuefnum, er fólk- iö getur neytt sem daglegrar næringar. Má þar i fyrstu röð nefna svinin, sem að visu eru ekki frekari á orku en aðrar skepnur, er breyta einni tegund fæðuefna i aðra. En við að breyta korni i flesk fer þó mikil orka tilspillis. Hittersvo annað mál, að fólkið vill fá flesk og ekki kornmeti eingöngu, að minnsta kosti þeir, sem telja sig hafa efni á þvi. Og svo má bæta þvi við, að i köldum heimshlut- um er orkuþörf, meö búfjáraf- urðir að nokkru i fæðunni, nauð- synleg. Hinu er ekki að neita, að með þvi einu að neyta hæfilegs magns fæðu á hverjum tima, mundi afgangs i ýmsum löndum mikil næring, er hægt væri að miðla sveltandi þióðum, sem varla eöa ekki hafa tök á að afla viðurværis. Það er svo annað mál, að ýmsar þeirra þjóða væru betur komnar með þvi að læra starfsaðferðir, og fá i hendur þá tækni og tæki, sem búmenningarþjóðir hafa til- einkað sér, þvi áð vfða um heim_ skortir hvorki land né góöviöri heldur kunnáttu til þess að yrkja jörð og uppskera jarðar- gróður til viöurværis. Rétt þegar ofanskráð er að fara i prentun, berst mér i hend- ur eftirfarandi, sem fellur beint að þessu máli og skráð stendur i danska timaritinu Landsbladet um aðferð til aukinnar mann- eldisvöru. Ef við hagræddum hálmi okk- ar að efnis- og eðlisfræðilegum leiðum og notuðum hann svo sem fóður handa kúm og kvig- um landsins, svo sem 6-700 fóðureiningar handa hverjum. grip árlega, þá væri hægt að sá korni i þeim mun stærra land- *■ svæði og brauðfæða meö þvi korni svo sem 5-6 milljónir manna. Svo segir i skýrslu frá tilraunum okkar i búfjárrækt. Ennfremur er sannreynt, að unnt er að minnka magn pró- teins ikálfafóðri, þannig, að við framleiðslu 100.000 tonna af kálfakjöti megi spara 20.000 tonn af próteini, svo að soya- mjöl geti að verulegu leyti kom- ið i stað undanrennu i fóðri kálf- anna. DIE KALORIEN-SONDEN Kalorfennt«na« |«T«a;2200 ÍOttóchlich vorzohrt 3Q04lUlgrjgn Krtoriw Obst aGemuse Kartoffeln Alkohol' Backwaren uNahrmittel uSuOworen Í*Alteraqiuppe3fl-50 JahreV f Þessi mynd frá Bauernblatt sýnir hvernig hitaeiningarnar eru fengnar í fæðu þjóðverja. Efst er ávextir og gærnmeti (Obs und Gemuse) þá kartöflur, áfengi, mjöl og brauð, kjöt og pylsur. smjör og feiti, sykur og sætindi, mjólk, og neðst ýmislegt. A svörtu súlunum er hitaeiningafjöldinn, karlar t.v. konur t.h. Skautaglaumur áAAelavelli Tímamyndir Róbert 4 ! k/Æk ' 1 m mSSé ií.'7 1 . " % M .->■ | "' ‘ f } $Ö i sfyjw* --M 1 i , «l|jL r wH W i : 1 . u m t: í Wl —«... §Ms 1

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.