Tíminn - 04.12.1976, Blaðsíða 16

Tíminn - 04.12.1976, Blaðsíða 16
16 Laugardagur 4. desember 1976 Félag einstæöra foreldra efnir til sins árlega jólabasars aö Hall- veigarstöðum laugardaginn 4. desember, og hefst hann kl. 2. Fjár- öflunarnefnd FEF hefur undirbúið basarinn og verður þar margt til gjafa og eigu á boðstólum. Þar verða seldar kökur, tertubotnar, form- kökur og smákökur, sem félagsmenn hafa bakað i hópvinnu. Seldar verða tuskudúkkur, tuskufiskar og prjónaöir bangsar, sprellihestar, litagrafikmyndir eftir barnateikningum, púðar glæsileg hekluð teppi, tizkuprjónavesti á börn, peysur og sokkaplögg og svo mætti lengi telja. Þá veröa Iþróttatrefiarog jólakortFEF seldá markaðnum. Ailur ágóði rennur I Húsbyggingasjóð FEF. Dagana 3.-5. desember stendur yfir f Bókasafni Akraness málverka-' sýning finnsku listakonunnar Oiii Ellnar Sandström. Sýnir listakonan að þessu sinni um 50 ollumálverk og eru iyrirmyndirnar sóttar I ís- lenzkt og finnskt landslag, og einnig eru margar blómamyndir. Þetta er 3. sýning frú Sandström hérlendis á þessu ári. Kvennadeild Skagfirðingafélagsins f Reykjavlk hefur ákveðið að halda jólabasar f FélagsheimiliSkagfirðingafélaganna I Reykjavlk Sföumúla 35, laugardaginn 4. des. Þar verða til sölu margir góðir hlutir hentugir til jólagjafa, ennfremur jólaskreytingar og kökur. Nú slðustu vikurnar hefur staðið yfir innrétting á þessu félagsheimili og mun ágóðinn renna til þess. Rafmagns-hitakútar Framleiðum og höfum á lager rafmagns- kúta i eftirtöldum stærðum: 50 litra á krónur 48.500 100 litra á krónur 54.500 150 litra á krónur 63.800 200 litra á krónur 75.800 Sendum i póstkröfu hvert á land sem er. Blikksmiðjan Grettir Ármúla 19 — Reykjavik — Simi 8-18-77 Kynningarfundir fyrir húsbyggendur SÍÐASTLIÐNA viku hafa verið haldnir i húsnæði Arkitektafé- lags tslands við Grensásveg ky nningarfundir fyrir hús- byggjendur á vegum Bygging- arþjónustu arkitektafélags is- lands, Húsnæðismálastofnunar ríkisins og Rannsóknastofnunar byggingariðnaðarins. Til að leita nánari frétta um þetta sneri Timinn sér til Garðars Halldórssonar arkitekts, for- manns Byggingarþjónustu arki- tektafélags tslands. „Byggingaþjónustan hefur lengi starfað að þvi, að veita fólki upplýsingar og þjónustu. Á vegum hennar hafa verið haldn- ar ýmsar sýningar, og er þá bæði um að ræða fastar kynn- ingar þar sem ýmis fyrirtæki og stofnanirhafa sérbása og kynna sina vöru, og svo sérsýningar, þar sem reynt er að hafa yfirlit yfir það helzta sem á boðstólum er á ákveðnu takmörkuðu sviði. Þar má t.d. nefna ljósasýningu, sem haldin var nú fyrir skömmu. En þar fyrir utan hef- ur Byggingaþjónustan starfað að þvi að veita tæknilega þjón- ustu og upplýsingar. Fólk hefur hringt til okkar með sin vanda- mál, og við reynt að leysa úr þeim eftir beztu getu. Þessir kynningarfundir eru þannig til komnir, að við töld- um, að fólk sem á þyrfti að halda, gerði sér ekki almennt ljóst að það ætti kost á þessari þjónustu. Því höföum við sam- band við Húsnæðismálastofnun rikisins og Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins til að at- huga, hvort grundvöllur væri fyrir þvi af þeirra hálfu, að hleypa af stað kynningu fyrir húsbyggjendur og fá á einu bretti sérhæfða menn, sem gætu gertgrein fyrir þeim vandamál- um, sem fólk sem er að byggja, getur rekið sig á. Síðastliðinn laugardag var fyrsti fundurinn haldinn. Var þar fjallað um skipulagsmál, gildi hönnunar, iðnaðarmenn, lánamál, stærðarmat ibúða og val byggingarefna, og fenginn sérfræðingur til að fjalla um hvert einstakt atriði. Þriðjudag- inn i þessari viku var erindi um heimilisgarða og á fimmtudags- kvöldið um frágang innanhúss. Fundurinn frá siðasta laugar- degi verður endurtekinn I kvöld (4. des.) og eftir hann munu allir fyrirlesarar sitja fyrir svörum, þannig að fólk getur gengið á milli þeirra, rabbað við þá og fengið nánari upplýsingar ef þeir vilja. Uppbyggingunni á þessum kynningarfundum er þannig háttað, að byrjað er að fjalla um lóð og skipulagsmál, eða þátt sveitarfélagsins, sem í þessu sambandi er Reykjavikurborg. Er það Hilmar Olafsson arki- tekt frá Þróunarstofnun Reykjavikurborgar, sem fjallar um þann þátt. Þar kemur fram allt það, sem húsbyggjandi ætti að hafa áhuga á á því sviði: Þróun ibúðabyggða, hvar næstu lóðaúthlutanir verða, mat á lóðaumsóknum, byggingarleyfi, endurskipulag á gömlum bæjar- hlutum, framtiðarbyggð borg- arinnar o.fl. Næst er þáttur, sem nefnist gildi hönnunar. Hann er á veg- um Arkitektafélags íslands, og þar talar Þorvaldur S. Þor- valdsson. Byggjandi þarf að láta hanna fyrir sig húsið, en áður en bygging getur hafizt þurfa að liggja fyrir ákveðnar teikningar, sem samþykktar hafa verið af viðkomandi bygg- ingaryfirvöldum. Það verður að hyggja að og samræma margar kröfur áður en hús eru reist til að eignast gott hús. Þegar svo lausnin er fundin þarf að koma henni á framfæri við bygginga- meistarann og aðra, sem við bygginguna starfa, og til þess er táknmál teikninganna notað.Þá fjallar Þorvaldur um hvernig komasteigií samband viðhönn- uðina til að fá hús teiknað, og kostnað við undirbúningsvinnu. Gunnar S. Björnsson, húsa- smíðameistari frá Meistara- sambandi byggingamanna, fjallar um iðnaðarmenn. Hann rekur allar gerðir iönaðar- manna og verksvið þeirra, skyldur og ábyrgð. Ennfremur talar hann um uppmælingu og timataxta, hvernig þeir eru uppbyggðir og reiknaðir út, og hvert fólk geti snúið sér ef það skilur ekki taxtann og vill fá dæmt um hvort rétt er út reikn- að. Hilmar Þórisson deildarstjóri hjá HUsnæðismálastofnun rikis- ins ræður um lánamál. En lán er forsenda þess i dag að fólk geti byggt. Ýmist er um að ræða vlxillán, ýmiss konar lifeyris- sjóðalán eða lán frá Húsnæðis- máiastofnun rikisins. Hilmar fjallar þó aðeins um lán sem húsnæðismálastofnun rikisins veitir. Hann skýrir mismunandi gerðir lána, skilyrði, sem þarf að uppfylla til að fá lán, skil- mála og afborganir. Um stærðarmat ibúða talar Magnús Ingi Magnússon tækni- fræðingur hjá tæknideild Hús- næðismálastofnunar rikisins. Hann gefur upplýsingar um reglur varðandi stærðarmat Ibúða og ákvæði um byggingar- stig húsa vegna lána Húsnæðis- málastofnunar rikisins og á- kvæði um hámarksstærð ibúða. Siðastur talar svo Gunnlaugur Pálsson arkitekt, deildarstjóri hjá Rannsóknastofnun bygging- ariðnaðarins. Hann fjallar um val byggingarefna, að hverju beri að gæta i sambandi við það, og skýrir frá hver séu algeng- ustu byggingarefnin. Slðan á þriðjudags- og "fimmtudags- kvöld voru haldin sér erindi um garða- og umhverfisvernd og Frágang innanhúss. ;Töldust þetta svo sérhæfð efni, að ráð- legast þótti að láta taka þau fyr- ir á sérfundum. Reynir Vilhjálmsson garð- arkitekt ræddi um heimilisgarð- inn. 1 erindi sinu kom hann m.a. inn á skipulag garösins og möguleika, hvernig bezt mætti nýta hann með tilliti til útivist- arsvæðis og ræktunar skraut- jurta og matjurta, ræddi um moldina og drap á helztu bækur fyrir garðeigendur. Það eru margir, sem kaupa tilbúnar Ibúðir nýjar og gamlar, og hafa þvi eðlilega fremur á- huga á frágangi innanhúss heldur en t.d. hvernig eigi að sækja um lóöir o.þ.h. Það er Kristin Guðmundsdóttir hi- býlafræðingur sem fjallaði um innréttingar og leiðbeindi fólki um hvernig skyldi velja efni og annað sem þvi viðkem- ur. Stefnt er að þvi að bæði Reyn- ir og Kristin verði til viðtals i fyrirspurnartimanum i kvöld á- samt hinum fyrirlesurunum. Hugmyndin er, að þessi kynn- ingarvika sé prófsteinn á það, hvort grundvöllur er fyrir að halda þessari starfsemi áfram. Það ætti að vera hægt að halda aðra kynningu siðar i vetur eða vor, og notast þá við þessi sömu erindi, sem má endurbæta eftir þvi sem þörf þykir. Það mætti jafnvel gera þetta að árlegum viðburði. Það er jú alltaf nýtt og nýtt fólk, sem er að byggja og þarf á upplýsingum að halda. Það væri heldur ekki úr vegi að fara með þessa kynningu út á landsbyggðina, en fólk þar á ennþá minni möguleika en fólk hér á höfuðborgarsvæðinu á að fá sérfræðilegar upplýsingar. Enþaðyrðiörðugtaðhrinda þvi i framkvæmd vegna kostnaðar þvi samfara. öll vinna i sam- bandi við kynningarfundina hef- ur verið unnin I sjálfboðavinnu enþráttfyrir það er augiýsinga- og prentkostnaður orðinn þaö hár, að við sjáum okkur ekki fært annað en að hafa þátttöku- gjaid á kynningunum. Það þarf að mörgu að hyggja i sambandi við byggingar, og lenda margir i vandræðum og vita ekkert hvert þeir eiga að snúa sér. Við gerum okkur vonir um að þessi erindi okkar hafi komið fólki að einhverju gagni, — það veit þó núna að þvi er frjálst að snúa sér til allra nefndra stofnana hér til að leita eftir ráðum og upplýsingum.” (JB) - agl 1- - mBt *" ’ 1- ■ Jli Ek. JSm \ * . JKM&& K; I Aðventusöngur verður haldinn sunnudaginn 5. des. I Háteigskirkju. Þá munu 21 söngvariúr félagi Islenzkra einsöngvara syngja. Þetta er Ifyrsta skipti sem aðventusöngur er á vegum félagsins. Efnisskráin er mjög fjölbreytt og flutt verða verk eftir tónskáldin: Pál lsólfsson, Sigurð Þórðarson, Þorkel Sigurbjörnsson, Gunnar R. Sveinsson, Jdn Nordal, Fjölni Stefánsson og er- lenda höfunda. 6

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.