Tíminn - 04.12.1976, Blaðsíða 6

Tíminn - 04.12.1976, Blaðsíða 6
mmmt Laugardagur 4. desember 1976 Ályktanir 33. þings ASÍ Fjölmargar ályktanir voru samþykktar á 33. þingi Alþýöu- sambands tslands, sem lauk á Hótel Sögu i gær. Hér á eftir fara kaflar úr nokkrum álykt- unum, sem samþykktar voru. Kjara- og efnahagsmál 1 upphafi skýrslu kjara- og efnahagsmálanefndar er fjallað um ástandiö eins og þaö var þegar 32. þing ASt var haldið og þær ályktanir, sem þá voru samþykktar. Þá er rakin þróun mála síöan það þing var haldið. Siðan segir: 33. þing Alþýðusambands ts- lands lýsir yfir þvi, að nú sé lokið þvi timabili varnarbaráttu ikjaramálum, sem staðið hefur nú i rösklega tvöár. Þingiö telur nú svo komið launamálum verkafólks, að meö engu móti verði lengur þolað, ef ekki á aö verða af varanlegur háski fyrir alla alþýðu manna og þjóðina I heild. Staðreynd er, að laun verkafólks eru nú orðin ein hin allra lægstu i Vestur-Evrópu og vinnutimi jafnframt lengri en þar þekkist. Þetta skapar ekki aðeins nauð þeim sem þola verða, heldur einnig geigvæn- legar hættur fyrir þjóðfélagið allt. Það er álit þingsins, að þegar I næstu kjarasamningum sé öhjá- kvæmilegt að hækka verkalaun mjög mikið og þó alveg sérstak- lega öll lág laun, sem nú eru langt frá þvi að geta talizt mannsæmandi. — Siðan er rakið ástand efna- hagsmála nú og siðan eru settir fram nokkrir punktar, sem kjarabarátta hljóti að beinast að á næsta ári. Þeir eru þessir: 1. Þingið telur að lágmarkslaun f yrir dagvinnu megi ekki vera lægrienkr. 100.000,-á mánuði og önnur laun hækki til sam- ræmis viö það, þannig að launabil haldist I krónutölu. 2. Launin breytist i samræmi við breytingar þær, sem verða á visitölu framfærslu- kostnaðar á samningstiman- um, án frádráttar nokkurra liða þeirrar visitölu. 3. Fullar visitölubætur komi á lágmarkslaunin, en sama krónutöluupphæð á þau laun, sem hærri eru. 3. Fullar visitölubætur komi á lágmarkslaunin, en sama krónutöluupphæð á þau laun, sem hærri eru. 4. Aðgerðum til aö skapa raun- verulegt launa jaf nrétti kvenna og karla, m.a. með þvi að bæta aðstööu til at- vinnuþátttöku. 5. Sem mestri samræmingu á kjörum allra launþega varð- andi orlof, vinnutima og hvers konar réttindi, sem ekki teljast til beins kaup- gjalds. 6. Setningu nýrrar löggjafar um vinnuvernd I samræmi við sérstakar tillögur þingsins um það efni. 7. Gagngerri endurskoðun skattakerfisins i réttlætisátt. 8. Eflingu félagslegra ibúða- bygginga með lánskjörum, sem samrýmast fjárhagsgétu almenns verkafólks. 9. Fullri framkvæmd á þeirri stefnu verkalýðshreyfing- arinnar, sem mótuð var við gerð siðustu kjarasamninga i málefnum lifeyrisþega. t lok ályktunar um kjaramál er samþykkt, að ASt skuli boöa til sérstakrar kjaramálaráð- stefnu i febrúar n.k., og skuli hún vera svo fjölmenn, að tryggt sé að þar komi til álita allar skoðanir og tillögur, sem til umræðu séu i aðildarsamtök- unum. Einnig á að kanna mögu- leika á samstarfi við samtök utan ASl eins og BSRB og Far- manna- og fiskimannasamband tslands varðandi meginstefn- una i launamálum. skattamál segir svo: — 33. þing Alþýðusambands Is- lands telur, aö breytingar á skattalögum og allri fram- kvæmd þeirra sé nú orðið meðal brýnustu hagsmuna- og rétt- lætismála fyrir alla alþýðu manna. Það telur þvi óhjá- kvæmilegt og gerir kröfu tii að breytingar verði gerðar í fullu samráöi viö verkalýðs- samtökin. Siðan eru talin upp i 10 liðum — þau atriði, sem þingið telur að mesta áherzlu beri að leggja á. Atvinnumál t upphafi ályktunar um at- vinnumál segir: öryggi i atvinnu og afkomu verður einungis reist á heil- brigðu efnahagslifi. Beita verð- ur samræmdri efnahagsstefnu til þess að tryggja atvinnu og vinnslufólksins um hinar dreifðu byggðir landsins verði tryggðir. Þá er sagt, að landbúnaðurinn gegni einnig mikilvægu hlut- verki i efnahagslifjnu. Hann sjái ýmsum iðngreinum fyrir hráefni og tryggir neytendum matvæli. Um iðnað er sagt, að hann hljóti á komandi árum að veita fleiri og fleiri atvinnu, og með þvi að efla hann megi renna fleiri stoðum undir islenzkt efnahagsslif. A ýmsa fleiri atvinnuþætti er minnzt i ályktuninni, og ýmsar kröfur settar fram um eflingu þeirra. I lok ályktunarinnar segir siðan. Markviss uppbygging at- vinnuveganna er undirstaða al- mennrar velmegunar og fullrar atvinnu við arðbær störf, en skipulagsleysi rýrir afkomu- möguleika vinnandi fólks. Þvi i- verði vinnuverndarsjónarmiðið meginatriði og eigi látið vikja fyrir sérstökum greiðslum fyrir hættuleg og heilsuspillandi störf. Að verkafólk öðlist rétt til fulls á við atvinnurekendur til ákvörðunar um tilhögun á vinnuumhverfinu. Að verkalýðshreyfingin fái samkvæmt væntanlegum lögum um vinnuvernd beina aðild að eftirliti með vinnuverndarmál- um vinnustaða og tilnefni umdæmisskoðunarmenn. Að skýr ákvæði verði sett um hve oft eftirlitsmönnum skv. lögum um vinnuverd sé skylt að koma á vinnustaði til eftirlits. Enn- fremur ákvæði um skyldu þeirra til að láta trúnaðarmanni i té afrit af skýrslum og athuga- semdum, enda séu |>ær gerðar i samráði við hann. Að i lög um vinnuvernd komi ákvæði um starfsaðstöðu trún- IVlikio sKjaiatloo var a Alþýðusambandsþinginu. Hér er starfsfólk þingsins að fara t gegnum nokkra bunkana. Timamynd: Gunnar Skattamál t upphafi ályktunar um bæta kjör alls vinnandi fólks. Efnahagsástand er nú ótryggt og þjóðarbúið gengur á stór- kostlegri skuldasöfnun erlendis, sem vex ár f rá ári. Sókin i verð- bólgugróða beinir fjárfestingu i óskynsamlegar framkvæmdir, sem ekki skila auknum þjóðar- tekjum og nýtast ekki alþýöu landsins. Siöan er talað um núverandi efnahagsástand, og hvaða áhrif það hefur á atvinnumál. Þá seg- ir, að eitt brýnasta verkefnið sé að skipuleggja nýtingu miðanna kringum landið þannig að af- rakstur þeirra verði tryggður til frambúðar. Lýsti þingið yfir eindregnum vilja sinum til þess að eiga hluta að þeim ráðstöfun- um, sem gera þurfi til þess að framtíðarhagsmunir fisk- trekar þingið kröfu sina um skipulag atvinnugreinanna á grundvelli áætlunarbúskapar. Vinnuvernd t itarlegri ályktun um vinnuvernd segir m.a.: Til þess að breyta núverandi ástandi vinnuumhverfis verka- fólks verður verkalýðshreyfing- in að bera fram kröfuna um endurbætt vinnuumhverfi með sama þunga og kröfuna um styttan vinnutima, orlof og greiðslur i veikindatilfellum. Siðan eru talin upp i 16 liðum ' þau atriði, sem verkalýðshreyf- ingin verður að vinna að. Nokk- ur þeirra eru: Að við gerð kjarasamninga aðarmanns, sem gæta skal þess að lögunum sé framfylgt. Vantraust á ríkisstjórnina og brottför hersins Eins og fram kemur á baksiðu blaðsins i dag stóðu fundir i alla nótt á þinginu og siðla nætur var samþykkt tillaga þar sem þingið krafðist þess, að rikis- sjóðirnir segi þegar i stað af sér og boði til almennra þingkosn- inga, svo að vilji þjóðarinnar komi i ljós og móti stefnu opin- berra aðila, eins og segir i ályktuninni. Skorað var á alla launþega að fylgja þeirri kröfu eftir með markvissri baráttu. Þessi tillaga var samþykkt með 176 atkv. gegn 97. Þá var i nótt einnig samþykkt önnur tillaga, þar sem mótmælt var veru tslands i Nato og veru Bandarikjahers á tslandi. Þessi tillaga var samþykkt með 202 atkv. gegn 157. Vinnulöggjöf- inni mótmælt Þá var svohljóðandi tillaga, samþykkt: 33. þing ASl mótmælir harð- lega frumvarpi þvi til laga um stéttarfélög og vinnudeilur, sem rikisstjórnin hefur boðað að lagt verði fyrir Alþingi það sem nú situr, þar sem það myndi ef að lögum yrði þrengja mjög athafnafrelsi verkalýðssamtak- anna. Þau myndu þvi lita á samþykkt frumvarpsins sem fjandsamlega lagasetningu fyrst og fremst ætlaða til að veikja þau i kjarabaráttu sinni. Þvi vill þingið lýsa þvi yfir, að verkalýðssamtökin muni berj- ast af alefli gegn hverri þeirri breytingu á lögum um stéttarfé- lög og vinnudeilur, sem áform- uð væri án fulls samráðs og samþykkis þeirra. Lífeyrismál Þingið samþykkti ályktun um lifeyrismálþar sem m.a. er sagt að breytinga sé þörf á lifeyris- kerfinu, og verði stefnt að eftir- farandi með þeirri endurskoð- un: Að samfellt lifeyriskerfi taki til allra landsmanna. Að stefna beri að þvi að lif- eyrisþegar fái sem jafnastar greiðslur. Að verkafólk öðlist rétt til verðtryggðs lifeyris, er fullnægi þörfum lifeyrisþega á hverjum tima. Að full eftirlaun og ellilifeyrir miðist við 65 ára aldur. Að hlutur einhleypinga i hinu almenna tryggingakerfi verði bættur sérstaklega frá þvi sem nú er, svo og að hlutur eftirlif- andi makd, látinna félags- manna i stéttarfélögum er lét- ust fyrir 1970, verði bættur sér- staklega. Að skerðiiigarákvæði verði ekki beitt á tekjutryggingu vegna þeirra lifeyrisgreiðslna, sem eftirlaun aldraðra og lif- eyrissjóðir verkalýðsfélaganna greiða. _______ Stuðningur við starfsstúlkur mjólkurbúða Þá var á þinginu lýst yfir stuðningi við starfsstúlkur mjólkurbúðanna i baráttu þeirra gegn þeirri ákvörðun að mjólkurbúðum veröi lokað. t til- lögunni er lagt til, að hæfilegur aðlögunartimi verði tryggðir með þvi að a.m.k. 25búðir verði reknar árið 1977, en siðan verði þær lagðarniðursmáttog smátt á ekki færri en fimm árum. Þá var á þinginu samþykkt ályktun, þar sem skorað var á opinbera aðila að hækka fram- lög til dagvistunarheimila veru- lega. Einnig var samþykkt ályktun, þar sem þvi var beint til stjórn- valda að viðkomandi flugfélag*, að viðhald og viðgerðir is- lenzkra flugvéla verði fram- kvæmdar hér á landi eins og framast er unnt, i stað þess að greiða útlendingum hundruð milljóna árlega i dýrmætum er- lendum gjaldeyri og veita með þvi i það minnsta 200 atvinnu- tækifærum til útlanda og minnka þar með bæði beinar og óbeinar tekjur islenzka rikisins og islenzkra flugfélaga. Til að gera þetta mögulegt, þarf að auðvelda og aðstoða flugfélögin við endurbyggingu flugskýla og flugvélaverkstæða.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.