Tíminn - 04.12.1976, Blaðsíða 8

Tíminn - 04.12.1976, Blaðsíða 8
8 Laugardagur 4. desember 1976 Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir 1977: Niðurstöðutölur hækka um 26,9% A fundi borgarstjórnar i fyrra- dag fór fram fyrri umræða um f járhagsáætlun Reykjavikur- borgarfyrirárið 1977. Samkvæmt áætluninni hækka niðurstöðutölur um 26,9% — úr 7,8 milljörðum króna i 9,9 — sé miðað við f jár- hagsáætlun borgarsjóðs fyrir árið 1976. I framsöguræðu Birgis lsl. Gunn- arssonar.borgarstjóra, kom m.a. fram, að ekki var gengið endan- lega frá fjárhagsáætlun borgar- innar fyrir yfirstandandi ár fyrr en 18. marz. Ástæð- an vareinkum sú, að beðið var eftir þeim breytingum, sem voru á döfinni, á skiptingu verkefna milli rikis og sveitarfélaga, en þær höfðu óhjá- kvæmilega i för með sér breyt- ingar á áætluðum tekjum og gjöldum borgarsjóðs. Borgarstjóri skýrði frá þvi, að breytingar á kaupgjaldi og verö- lagi á árinu röskuðu nokkuð áætl- unum um útgjöld borgarsjóös. Niðurstöðutölur yröu aö öllum likindum 8,4 milljarðar króna i stað 7,8, eins og búist var við i upphafi árs. Þá rakti borgarstjóri fjárhags- áætlunina, lið fyrir lið. (Töflu um áætlaðar tekjur og gjöld borgar- sjóðs fyrir næsta ár saman borið við áætlaðar tekjur og gjöld i fyrra er að finna hér á sfðunni). t lok ræðu sinnar sagði borgar- stjóri m.a.: ,,Þrátt fyrir veröbólgu á árinu 1976 og aukin útgjöld á ýmsum sviðum af þeim sökum hefur tek- izt að halda greiðslustöðu borgar- sjóðs i viðunandi horfi allt árið og reyndar var greiðslustaðan góð fyrri hlusta árs. Fjárhagsleg af- koma borgarsjóðs i árslok ræöst' að sjálfsögöu mjög af innheimtu álagðra gjalda siðustu daga árs- ins, en innheimtan er nú lakari en á sama tima i fyrra. Rekstrarhlið fjárhagsáætlunar hækkar um 31.6% frá fjárhagsáætlun þessa árs. Til samanburöar má geta þess, að visitala vöru og þjónustu hefur á sama tima hækkað um 29,9% og framfærsluvisitala um 31,9%. Þegar enn fremur hefur verið tekið tillit til kauphækkana á sama timabili og annarra hækkana, verður ekki annað séð en áætluð útgjaldahækkun sé undir meðalhækkun... 1 fram- kvæmdum hefur verið dregið úr gatnagerð á undanförnum árum, en á þeim lið lögð áherzla á ný byggingarsvæði, bæöi fyrir Helztu niðurstöðutölur f járhagsáætlunar Reykjavíkurborga r árið 1977 í samanburði við áætlun fy rir árið 1976 • • Tekjur: Fjárhags- Frum- áætlun varp 1976 1977 Hækkun Hækkun m.kr. m.kr. m.kr. % Tekjuskattar 4.024.2 5.121,0 1.096,8 27,3 Fasteignagjöld .984,0 1.343,0 359,0 36,5 Ýmsirskattar .. 19,4 23,4 4,0 20,6 Arður af eignum .. 66.3 85,0 18,7 28,2 Arðuraffyrirtækjum ... .. 94.2 132,3 38,1 40,4 Jöfnunarsjóöur .912,3 1.163,0 250,7 27,5 Aðstöðugjöld 1.126.0 1.475,5 349,5 31,0 Gatnagerðargjöld ogbensinfé . 467,0 330,0 + 137,0 + 29,3 Aðrar tekjur . 148,0 278,0 130,0 87,8 7.841,4 9.951,2 2.109,8 26,9 Gjöld: ,Fjárhags- Frum- áætlun varp Hækkun Hækkun 1976 1977 m.kr. % m. kr. Stjórn borgarinnar 242,6 317,9 75,3 31,0 Varzla borgarlandsins .. 2,3 3,3 1,0 43,5 Brunamál 101,6 126,8 25,2 24,8 Fræðslumál 1.118,8 1.456,3 337,5 30,2 Listir, iþr. ogútivera.... 525,6 683,0 157,4 30,0 Heilbrigöis-oghreinl.mál 595,0 775,6 180,6 30,4 Félagsmál . ... 1.461,8 1,937 3 475,5 32,5 Fasteignir 27.9 33,9 6,0 21,5 önnur útgjöld 143,2 261,9 118,7 82,9 4.218,8 5.596,0 1,377,2 32,6 Gatna-og holræsagerð .. ...... .58,5 73,7 15,2 26,0 Viðhald gatna 251,0 340,0 89,0 35,5 Viðhald holræsa 16,1 47,5 Umferðarmál 239,9 366,5 126,6 52,8 4.802.1 6.426,2 1,624,1 33,8 Nýbygging gatna 527,2 678,8 151,6 28,8 Nýbygging holræsa 216,7 193,1 + 23,6 + 10,9 Rekstrargjöldalls . ...5.546,0 7.298,1 1,752,1 31,6 Fært á eignabreytingar.. . ...2.295,4 2,653,1 357,7 15,6 7.841,4 9.951,2 2.109,8 26,9 Eins og sést á þessari töflu, þá 18,6% af heildarútgjöldum i er gert ráð fyrir óverulegum 19,5%,eneignabreytingar,þ.á.m. breytingum á innbyrðis vægi verklegar framkvæmdir, lækka hinna einstöku gjaldaiiða. Fram- úr 29,3% i 26,7%. lög til félagsmála hækka þó úr ibúðarhús og iðnaðar- og verzlun- arbyggð. Aukin áherzla er lögð á ýmiss konar byggingarframkvæmdir. Stofnanir fyrir aldraða munu vega þungt á næsta ári og þvi næst skólabyggingar... Ljöst er, að um ýmsar framkvæmdir er borgin háð framlögum frá rikis- sjóði, eins og á sviði skólabygg- inga, iþróttamannvirkja, heil- brigðisstofnana og dagvistunar- stofnana. Ég hef ritað fjár- veitinganefnd alþingis bréf um þessi mál, sem lagt var fram i borgarráði s.l. þriðjudag. Fram- kvæmdageta borgarinnar og þar með nýting þeirra fjármuna, sem i þessari áætlun eru ætlaðir til sameiginlegra framkvæmda rikis og borgar, mun að sjálfsögðu fara eftir þvi, hvað endanlega verður samþykkt á alþingi um fjár- veitingar úr rikissjóði til Reykja- vikurborgar.” Sigurjón Pétursson (Abl) gat þess, að fjárhagsáætlun Reykja- vikurborgar heföi hækkað um 550% frá þvi hann tók sæti i borgarstjórn, árið 1970. Hann sagði, að verðbólg- unni væri að sjálfsögðu um að kenna — hún stafaði bæði af verð- lagsþróun erlendis og aðgerðum aðila innanlands, þ.á.m. borgar- stjórnarmeirihluta Sjálfstæðis- flokksins. Sigurjón rakti þvi næst þróun- ina frá tima viðreisnarstjórnar- innar. Benti hann á, að i tið þeirr- ar stjórnar héfði rikt stöðnun á öllum sviðum, ekki sizt i fram- kvæmdum á vegum Reykjavíkur- borgar. Meö tilkomu vinstri stjórnarinnar árið 1971 hefði hins vegar orðiö breyting á, en nú sið- ustu tvö árin hefði svo sótt aftur i sama farið. Guðmundur G Þórarinsson ( F ) gerði aðallega að umræðuefni þa n n m á 1 - flutning borg- arstjórnar- meirihlutans, að vinstri stjórnin hefði stefnt aö þvi að koma Reykjavikurborg á kné. Guðmundur vitnaði til orða sjálfstæðismanna i byrjun árs 1972, þegar lögunum um tekju- stofna sveitarfélaga var breytt. Þá hefðu þeir talað fjálglega um „aðför að Reykjavik”. Sjálf- stæðisflokkurinn hefði farið með félagsmál og fjármál i ríkisstjórn s.l. tvö ár, en ennþá örlaði ekki á neinum breytingum á tekju- stofnalögunum. Nú væri aftur á móti annað hljóð i strokknum hjá talsmönnum borgarstjórnar- meirihlutans, og ekki minnzt einu orði á aðför að borginni. Guðmundur benti og á það, að innheimta borgarsjóðs hjá rikinu virtistganga enn verr nú en áður. Skuldir rikissjóðs við borgina næmu u.þ.b. 500milljónum króna. Þetta sýndi, að samskipti Reykjavikurborgar við rikið yrðu æ stirðari, þrátt fyrir það, að sjálfstæðismenn héldu um stjórn- völinn á báðum stöðum. 1 lok ræðu sinnar gagnrýndi Guðmundur það, hvernig staðið væri að undirbúningi fjárhags- áætlunar og hvernig hún væri sett upp. Sem dæmi mætti nefna, að algerlega skorti áætlun um f jár- hag Bæjarútgerðarinnar á næsta ári. Eins gætti viða ósamræmis, þannig að erfitt væri fyrir borgar- fulltrúa að átta sig á fjárhags- áætluninni. Við umræðuna i fyrradag tóku ennfremur til máls þau Albert Guðmundsson (S), Björgvin Guð- mundsson (Afl), Adda Bára Sig- fúsdóttir (Abl) og Sveinn Björns- son (S). Fjárhagsáætluninni var loks visað til annarrar umræðu, sem væntanlega fer fram 20. janúar n.k. _ et Fátt um svör hjá stjórnar- formanni SVR við gagnrýni minnihlutaflokkanna Á FUNDX borgarstjórnar i fyrradag kvaddi ALFREÐ ÞORSTEINSSON, borgar- fulltrúi sér hljóðs og gerði að umræðuefni gagnrýni þá, er fram hefði komið á yfirstjórn Strætisvagna Reykjavikur. Las hann i þvi sambandi upp bókun Leifs Karlssonar, sem sæti á i stjórn S.V.R., frá stjórnarfundi 3. nóvember s.L, en i bókuninni er einkum fundið að afskipta- leysi stjórnar S.V.R. af rekstri fyrirtækisins. 1 umræðum, sem á eftir fylgdu, kom fram, að S.V.R. hefði keypt vörubifreið fyrir eina og hálfa milljón króna, án þess að stjórn fyrirtækisins hefði fjallað um kaupin. Sömu- Alfreö Þ. Þorbjörn B. leiðis hefir verið ráðinn rekstr- artæknifræðingur að fyrirtæk-' inu án nokkurs samráðs við stjórnarmenn. Töldu bæði Al- freð og Þorbjörn Broddason (Abl) þetta fráleit vinnubrögð, þvi að það væri skýlaus skylda stjórnarmanna hjá stofnunum borgarinnar að fylgjast með rekstri þeirra, enda bæru þeir ábyrgð á rekstrinum, ef á reyndi. Sveinn Björnsson (S) stjórn- arformaður S.V.R. kvaðst bera fyllzta traust til þeirra embættismanna, er stjórnuðu daglegum rekstri S.V.R., en sneyddi hjá að svara þvi, hvort stjórn fyrirtækisins ætti að fjalla um meiri háttar ákvarð- anir, er snertu rekstur þess„ Það vakti nokkra athygli, að enginn af samflokksmönnum Sveins i borgarstjórn virtist treysta sér til þess að tala máli hans i þessum umræðum. — ET Bæjarráð Hafnarfjarðar: Lýsir óánægju á greiðslu frá A fundi bæjarráðs Hafnarfjarð- ar 2. þ.m. var eftirfarandi bókað varöandi launagreiðalur til kenn- ara, segir i frétt frá Hafnarfjarð- arbæ: „Ægir Sigurgeirsson spurðist fyrir um hvernig á þvi stæði að greiðslur fyrir yfirvinnu til kenn- ara og ef til vill fleiri koma ekki á réttum tima um þessi mánaða- mót. Bæjarstjóri kveður orsökina þá, að greiðslur rikissjóös á út- lögðum kostnaði bæjarsjóös vegna kennaralauna i október, sem áttu að berast bæjarsjóði fyrir lok nóvember, hafi ekki enn vegna dráttar ríkissjodi borizt, en samkv. lögum ber rikissjóði að endurgreiða sveitar- félögum mánaðarlega útlagðan launakostnað. Hefur verið staðið við það að mestu þar til nú um þessi mánaöamót. Hins vegar hefur i dag borizt bréf frá fræðslustjóra Rehkjanes- umdæmis dags: 30. nóv. s.l., þess efnis, að hann hafi gert tillögu um greiðslur úr rikissjóði til bæjar- sjóðs Hafnarfjarðar vegna kennslu. Óvist er þó hvenær greiðslur þessar komast áfram gegnum kerfið til Hafnarfjarðar, en meðan þær ekki berast getur bæjarsjóður ekki lagt út fyrir rikissjóð frekari kennslulaun. Þá vekur bæjarstjóri athygli á þvi, að framangreindar greiðslu- tillögur fræðslustjóra virðast allt of lágar og til þess fallnar að leiða til nýrra vandræða ef ekki vinnst timi til að ljúka úrvinnslu launa- gagnanna án tafar. Bæjarráð Hafnarfjarðar lýsir yf ir furðu sinni og mikilli óánægju á þeim drætti sem nú hefur orðið á greiðslu rikissjóðs til bæjar- sjóðs vegna launa kennara og lýs- ir allri ábyrgð á hendur viðkom- andi ráðuneyta vegna þessa og þeirra afleiðinga sem af kunna að hljótast. Bæjarráð tekur fram, að þessar tafir eru á engan hátt sök Fræðsluskrifstofu Hafnarfjarð- ar.”

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.