Tíminn - 11.12.1976, Qupperneq 6
6
Laugardagur 11. desember 1976
Gagnrýnir listamenn, Valtýr Pétursson, ólafur Kvaran og Jónas Guðmundsson.
GAGNRÝNENDUR EFNA
TiL MYNDLISTARSÝNING-
AR Á KJARVALSSTÖÐUM
Flóabáturinn Baldur-
auglýsir
Áætlunarferðir yfir Breiðafjörð verða sem
hér segir yfil jól og áramót:
Laugardaginn 18. desember, fimmtudag-
inn 23. desember, fimmtudaginn 30.
desember, þriðjudaginn4. janúar, laugar-
daginn 8. janúar.
Alla dagana er brottför kl. 9 árdegis frá
Stykkishólmi og kl. 13 siðdegis frá Brjáns-
læk. Eftir 8. janúar verða áðurnefndar
ferðir eingöngu á laugardögum á sama
tima.
Allar nánari upplýsingar hjá afgreiðslum
Baldurs, i Stykkishólmi simi 93-8120 og
Brjánslæk simstöð um Haga.
Samtök gagnrýnenda voru
sem kunnugt er stofnuð fyrr á
þessu ári. Hefur félagið þegar
sannað ágæti sitt, og m.a. verð-
uropnuð á laugardaginn sýning
á úrtaki gagnrýnenda á mynd-
list á árinu 1976.
Myndlistargagnrýnendur
dagblaðanna fengu pata af þvi,
að Kjarvalsstaðir, eða vestur-
salur þeirra, yrðu lausir, vegna
forfalla, og ákváðu þvi að taka
salinn á leigu undir sýningu á
þvi merkasta, sem þeir töldu að
fram hefði komið á árinu, sem
nú er að liða.
í ljós kom þó, að tilnefning
ákveðinna verka hefði orðið of
flókin, þar eð sum hafa verið
seld, og þvi varð það að ráði að
valdir voru nokkrir málarar til
að sýna, og myndir siðan valdar
af málurunum sjálfum og þá, ef
svo bar undir, með hjálp gagn-
rýnenda.
Eftirtaldir gagnrýnendur
standa að sýningunni: Valtýr
Kalmar-/NNRÉrriNGAR hf.
Grensásvegi 22 — Sími 8-26-45 — Reykjavík
Pétursson og Bragi Asgeirsson
frá Morgunblaðinu, Aðalsteinn
Ingólfsson frá Dagblaðinu,
Ólafur Kvaran frá Þjóðviljan-
um og Jónas Guðmundsson frá
Timanum.
Eftirgreindir myndlistar-
menn sýna þarna verk sin að
þessu sinni:
Hjörleifur Sigurðsson, Jóhannes
Geir, Karl Kvaran, Kristján
Daviðsson, Haukur Dór, Gunn-
ar Örn, Magnús Kjartansson,
Ragnheiður Jónsdóttir Ream,
Ragnheiður Jónsdóttir, Asgerð-
ur Búadóttir, Sigurjón ólafsson,
Riehard Valtingojer, Magnús
Pálsson, Torfi Jónsson og
Kristján Kristjánsson
Sá háttur var á hafður við val
myndlistarmanna til að taka
þátti sýningunni, að hver gagn-
rýnandi tilnefndi einn mynd-
listarmann. Siðan voru greidd
atkvæði um nafnalista, eða ein-
staka menn á lista, þeirra er
sýnt höfðu á árinu og til greina
þóttu koma.
Þeir, sem flest atkvæði
hlutu,eru með verk á sýning-
unni, nema Þorvaldur Skúlason,
sem ekki gat verið með, þótt
hann hlyti nægjanlegt atkvæða-
magn.
Sýningin verður opnuð á
laugardag kl. 16.00 og stendur i
viku. Verður hún opin á venju-
legum safntima.
Myndlistargagnrýnendur
taka það fram, að þetta er til-
raun til yfirlits yfir markverða
myndlist á árinu, sem er að liða.
Auðvitað voru skiptar skoðanir
um val listaverka og mynd-
listarmanna, en þetta úrtak er
fengið með lýðræðislegri at-
kvæðagreiðslu.
Ef v.l tekst til, mun þetta
verða árviss sýning.
JG
Mynd eftir Jóhannes Geir.
Happdrætti
arflokksins
Vinningarnir i happdrættinu
eru 15 að þessu sinni kr.
1.500.000,- aö verðmæti.
Dregið verður 23. desember
n.k. og drætti ekki frestað.
Framsóknarfólk og aðrir,
sem fengið hafa heimsenda
niiöa, er beöiö að taka þátt i
miöakaupum eftir fremstu
möguleikum og eru trúnaðar-
menn flokksins um land allt
sérstaklega hvattir til að
vinna rösklega að sölu
miðanna, hver á sinum stað.
Framsókn-
Þaö styttist óöum til dráttar-
dags.
Greiöa má eftir meðfylgj-
andi giróseðli i næstu peninga-
stofnun, til næsta umboðs-
manns eða til happdrættis-
skrifstofunnar, Rauðarárstfg
18, Rvik. (inng. Njáls-
götumegin).
Skrifstofan Rauðarárstfg er
opin til hádegis I dag, Iaugar-
dag og til kl. 6 á kvöldin næstu
iaga eftir helgi. Einnig er
tekið á móti uppgjöri á Af-
greiöslu Tfmans. Aöalstræti 1
Jg þar eru einnig miðar til
iölu.