Tíminn - 11.12.1976, Síða 9

Tíminn - 11.12.1976, Síða 9
Laugardagur 11. desember 1976 i&ÍlMLU. Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. R/.stjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Hitstjórn- arfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur I Edduhúsinu viö Lindargötu, símar 18300 — 18306. Skrifstofur I Aöal- stræti 7, simi 26500 — afgreiöslusimi 12323 — auglýsinga- simi 19523. Verö I lausasölu kr. 60.00. Askriftargjald kr. 1.100.00 á mánuöi. Blaöaprenth.f., Á elleftu stundu Blöðin birta tiðum fréttir um aflahæstu skipin og bátana, og þess er einnig getið, hvaða bændur koma með mest af mjólk i mjólkursamlögin. Hinu er siður hampað, hverjir stunda útgerð sina eða búskap með hagfelldustum hætti. Uppgripin hafa verið dáð og vegsömuð, en aðgætni við tilkostnað og forsjálni um nýtingu er minna getið. Þetta eru þó þættir, sem einnig skipta meginmáli um afkomuna. Þjóðverjar eru nafntogaðir fyrir nýtingu sina og hagkvæmni, og eru þó—eða kannski öllu heldur þess vegna—meðal þeirra þjóða, sem við beztan efnahag búa. Þeir hirða úrgangsblöð, sem renna fyrst i gegn- um prentvélarnar og aðeins hefur prentazt á öðrum megin, skera þau i lengjur og nota til þess að lima utan um blöð, sem send eru i pósti, svo að ekki þurfi að eyða til þess ósnortnum pappir. Við hendum ósköpunum öllum af aukaafurðum, sem til falla, bæði við fiskveiðar og landbúskap, eða látum þær á annan hátt fara til ónýtis, og við sendum sitthvað úr landi óunnið, jafnvel þótt útlendingar, sem siðan gera þessi hráefni að miklu verðmætari vöru, fylli með henni markaði, sem við gætum sjálfir notið að öðrum kosti. Dæmi um bruðl okkar má viða finna. Kynstrum af lifur og ýmsum fiskúrgangi er fleygt i sjóinn. Það er smækkuð mynd af þvi, þegar brezku togarasjó- mennirnir mokuðu útbyrðis öllu sem á þilfar kom, nema flatfiski. f sláturhúsum landsins er ekki annað metið til verðmætis en kjötið af sláturdýrunum, gær- urnar eða húðirnar og nokkuð af innmatnum. Og hausar, sem sviðnir verða. Þótt ullariðnaður sé i senn orðinn atvinnugrein, sem veitir fjölda fólks i þorpum og bæjum mikla og notadrjúga atvinnu og þjóðinni allri milljarða i útflutningstekjur, má sumar hvert sjá mergð sauðfjár um heiðar og heimahaga i tveim reyfum, ef ekki fleiri, og auk þess á sér stað mikil vanhirðing og vangeymsla ullar, er þó hefur verið náð af fénu. Fyrir ekki sérlega löngu var það nánast að verða fræðigrein, hvernig ætti að láta húsdýraáburð fara forgörðum með sem minnstri fyrirhöfn, og stórhöfð- ingjar i bændastétt lögðu i kostnað við að veita vatni i gegnum haughús til þess að bera mykjuna burt frá túnum, sem svelt voru að lifrænum efnum. Svo til nýtt af nálinni er það, að farið er að nota svartoliu til brennslu á sumum togurum til sparn- arðar, og aðeins fyrir harðvituga baráttu nokkurra manna. Nemendur i einum skóla landsins urðu fyrir fáum misserum til þess að sýna fram á, að komast mætti af með mun minni oliu til húsahitunar en að jafnaði gerðist. í þeim landshlutum, þar sem vot- viðrasamt er og óþurrkasumur sjálfsagt náttúrulög- mál með stuttu millibili, hefur mest verið streitzt gegn þvi að taka upp votheysverkun, enda þótt það, er helzt mælti gegn henni, sé yfirunnið, en eftir standi vissan um betra fóður, minni vélaþörf og minni ániðslu á túnum, ásamt ýmsum kostum öðr- um. Fyrir fáum dögum kvað Alþýðusambandsþing upp úr með það, að lægstu laun i landinu mættu ekki vera undir hundrað þúsund krónum á mánuði. Næstu daga á eftir tiundaði forsvarsmaður útvegsmannasam- takanna tapið á fiskveiðunum og bændur, hversu hlutur þeirra er slakur. Af þvi má álykta, að að ell- eftu stundu sé komið, að taka búskaparhætti og starfsvenjur til lands og sjávar, þar með rikisins sjálfs og stéttaskiptinguna, til nokkuð gagngers endurmats. — JH 9 - ERLENT YFIRLIT Heath lætur ekki Thatcher beygja sig Hann styður frumvarpið um heimastjórn Skota 1 ÞESSARI viku mun fara fram atkvæðagreiðsla i brezka þinginu, sem beðið er með eftirvæntingu, þvi að hún getur leitt i ljós hversu mikil eru áhrif Margaret Thatchers meðal þingmanna Ihalds- flokksins. Thatcher gaf nýlega þau fyrirmæli, að þingmenn flokksins skyldu greiða at- kvæði gegn frumvarpi rikis- stjórnarinnar um heimastjórn Skota og Walesbúa. Frumvarp þetta mælist misjafnlega fyrir meðal Englendinga, sem ótt- ast, að það geti leitt siðar til fulls aðskilnaðar milli Eng- lands annars vegar og Skot- lands og Wales hins vegar, ef það verður að lögum. Ihalds- flokkurinn á mun minna fylgi i Skotlandi en Verkamanna- flokkurinn, og þvi lætur Thatcher sig litlu varða þótt hann tapi fylgi þar ef hann getur unnið það upp og jafnvel meira til i Englandi, þar sem andstaða er gegn frumvarpinu eins og áður segir. Frá þröngu flokkslegu sjónarmiði er af- staða Thatchers þvi skiljan- leg, en samt er vafasamt, að allir þingmenn flokksins hlýði fyrirmælum hennar. Þetta gildir þó einkum um þá þing- menn flokksins, sem eru frá Skotlandi, og svo nokkra enska þingmenn, sem láta hugsjónalegar ástæður ráða. Fremstur i þeim flokki er Heath, fyrrverandi forsætis- ráðherra, en hann hefur lengi verið fylgjandi þvi, að Skotar og Walesmenn fengu heima- stjórn. Heath hélt ræðu i Glasgow siöastl. mánudag, sem helzt mátti skilja á þann veg, að hann myndi greiða at- kvæði með frumvarpinu, eða a.m.k. sitja hjá við atkvæða- greiðslu um það. Það er þessi afstaða Heaths, sem veldur þvi ekki sizt, að atkvæða- greiðslunnar er beðið með eftirvæntingu. EF FRUMVARP rikisstjórn- arinnar verður að lögum, fer fram einhvern tima á árinu 1978 kosning til þings i Skot- landi, sem skipað verður 150 þingmönnum. Aðsetur þess verður i Edinborg. A svipuð- um tíma fer fram kosning til þings i Wales, sem verður skipað 80 fulltrúum. Aöseturs- staður þess verður Cardiff. Þing þessi fá allviðtæka heimastjórn en skozka þingið þó meira. Ýmis mál verða áfram sameiginleg, eins og utanrikismál og varnarmál, ogSkotar og Walesbúar munu halda áfram að eiga fulltrúa á þinginu i London. Hvorki þjóð- emissinnar' i Skotlandi eða Wales telja sig ánægða með frumvarpið, en munu þó sennilega kjósa frekar að fylgja þvi en að eiga á hættu, aðmálþessidragist á langinn. Hvorugt þingið fær fullt fjár- lagavald, en fá hins vegar að Bretlandseyjar og fólksfjöldi þar. skipta framlagi, sem þingið i London skammtar þeim. Þetta veldur ekki sizt gagn- rýni. Eitthvað bætir það úr skák, að þingin fá að heimila sveitarstjórnum og héraðs- stjórnum vissa skattheimtu. Það hefur lengi verið krafa Skota og Walesbúa að fá vissa heimastjórn. Þessi krafa hefur einkum orðið almenn I Skotlandi á siðari árum, eins og vöxtur skozka þjóðernis- flokksins er nokkurt dæmi um. Ef marka má skoðanakannan- ir virðist þó ekki meirihluta- fylgi i Skotlandi fyrir algerum aðskilnaði frá Englandi, og enn minni vilji viröist vera fyrir þvi i Wales. Margaret Thatcher og skoðanafélagar hennar halda þvi hins vegar fram, aösú krafa muni fylgja i kjölfar heimastjórnarinnar og fá aukinn hljómgrunn einkum þó i Skotlandi. EINS OG AÐUR segir, hefur Edward Heath verið þvi fylgj- andi um alllangt skeiö, að Skotar og Walesbúar fengu heimastjórn. 1 ræöunni, sem hann hélt i Glasgow á mánu- daginn, minnti hann á þetta og sagðist m.a. byggja þessa skoðun sina á þvi, að þetta væri vænlegasta leiðin til að tryggja áfram einingu Bret- lands. Hann sagðist vita, að Skotar vildu áfram vera innan Bretlands, en yrði ekki gengið til móts við óskir þeirra um heimastjórn, gæti það orðið vatn á myllu aðskilnaðar- stefnunnar. Nokkur sönnun um þetta væri það, að sú heimastjórn, sem Skotar myndu hafa sætt sig við 1969, fullnægöi ekki óskum þeirra nú. Slik þróun myndi haldast áfram, ef ekki yrði i tæka tið brugðist við óskum þeirra. Með frumvarpi rikisstjórnar- innar væri stefnt i rétta átt, þótt sitthvað mætti finna að þvi. Af þeim ástæðum væri útilokaö fyrir mann, eins og hann, sem heföi verið fylgj- andi heimastjórn Skota og Walesmanna, að greiða at- kvæöi gegn þvi. Meðal þess, sem Heath gagnrýndi i frum- varpinu, var það, að það veitti Skotum ekki nægilegt fjár- málalegt vald. Hann lýsti sig fylgjandi þvi, að fram færi þjóðaratkvæðagreiösla i Skot- landi um þessi mál og væri hann sannfærður um að þá kæmi i ljós, að Skotar væru mótfallnir fullum aðskilnaði, en vildu fá heimastjórn. Af framangreindum um- mælum Heaths er ljóst, að hann muni ekki fara eftir fyrirmælum Thatchers um að greiða atkvæði gegn frum- varpinu. Sennilegt þykir, að fleiri þingmenn thaldsflokks- ins fylgi i fótspor hans. Siðan Heath féll fyrir Thatcher i for- mannskjörinu, hefur hann mjög styrkt álit sitt sem sjálf- stæður og framsýnn stjórn- málamaður, er léti meira stjórnast af þjóðarhag en flokkshagsmunum. Þeim ihaldsmönnum fjölgar nú óð- um, sem sakna þess, að hann er ekki lengur formaður flokksins, en fyrir næstu kosningar er ekki hægt að skipta um formann án átaka, sem gætu sundrað flokknum. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.