Tíminn - 11.12.1976, Blaðsíða 17

Tíminn - 11.12.1976, Blaðsíða 17
Laugardagur 11. desember 1976 17 r Januz an ur með strákana Islendingar veittu A- Þjóðverjum harða keppni — töpuðu aðeins 20:21 fyrir þeim í gærkvöldi JANUZ CERWINSKY, landsliðsþjálfari í hand- knattleik, var mjög ánægður með frammistöðu stráka sinna, þegar íslendingar veittu A-Þjóðverj- um harða keppni í Frankfurt an der Oder í gær- kvöldi. A-Þjóðverjar, sem fengu óskabyrjun — skoruðu 5 f yrstu mörk leiksins, gátu prísað sig sæla með að vinna nauman sigur (21:20) yfir Islending- um. JÓN H. KARLSSON.skoraði tvö mjög góö mörk undir lok leiksins og minnkaði muninn úr 21:18 i 21:20. Viöar Simonarson lék aöal- hlutverkiö hjá landsliöinu — hann var mjög öruggur i vita- köstum og fullnýtti öll 5 vita- köstin, sem íslendingar fengu. Þá skoraöi hann einnig eitt mark meö langskoti. Viöar náöi þeim áfanga, aö ná þvf aö skora sitt 200. landsiiösmark i leiknum. Ólafur Benediktsson átti einnig mjög góöan leik og svo Geir Hallsteinsson, sem ógnaöi stööugt. tslendingar byrjuöu ekki vel I gærkvöldi, þvf aö A-Þjóö- verjar fengu sannkallaö óska- start — þeir skoruöu 5 fyrstu mörk leiksins, áður en Geir náöi aö opna markareikning tslendinga á 20. mfnútu, og siöan komu tvö mörk frá þeim Björgvini Björgvinssyni og Viöari Simonarsyni i kjölfariö og tslendingar voru siöan bún- ir aö minnka muninn i 12:11 fyrir leikhlé. A-Þjóöverjar náöu siðan fjögurra marka forskoti um miðjan síöari hálfleikinn — 19:15. Góöur lokasprettur ts- lendinga kom siöan A-Þjóö- verjum á óvart, þvi aö tslend- ingar voru nær búnir aö jafna leikinn undir lokin — en A- Þjóöverjar sluppu meö „skrekkinn” og sigruöu 21:20. Þessi frammistaöa islenzka landsliösins er mjög góö, þeg- ar þaö er tekið meö i reikning- inn, aö þeir léku gegn hinum sterku A-Þjóöverjum á úti- velli. Tveir nýliöar léku með landsliðinu i gærkvöldi, þaö voru þeir Þorbergur Aöal- steinsson Vikingi og Kristján Sigmundsson, markvöröur úr Þrótti. N heldur sætinu Stewart — í New York, en Showaddywaddy er komin ó toppinn í London ÞAÐ er lítið um sviptingar á vinsældalistunum í New York og London að þessu sinni, en Tíminn byrjar í dag á þeirri nýbreytni að birta vikulega vinsælustu lögin í þessum tveimur stórborgum og væntir blaðið þess, að þetta mælist vel fyrir hjá lesendum. i Rod Stewart heldur toppsæti sinu f New York meö laginu „Tonight’s The Night” af stóru plötu sinni Night On The Town, en annað er nú varla I frásögur færandi af listanum þessa vikuna. New York 1. ( 1) Tonight’sThe Night.................Rod Stewart 2 ( 2) MuskratLove..................Captain And Tennille 3 ( 3) LoveSoRight ............................Bee Gees 4 ( 6) The Rubberband Man......................Spinners 5 ( 7) You Make Me Feel Like Dancing..........Leo Sayer 6 (10) You Dont Have To Be A Star . Marilyn Mccoo/Billy Davis 7 ( 5) Nadia’sTheme.........Barry Devorzon/Perry Botkin 8 (11) Stand Tall .....................Burton Cummings 9 ( 9) INeverCry........................... Alice Cooper 10 (12) Nights Are Forever Without You.England Dan/John Ford Coley ^ ROD STEWART... heldur toppsæti sinu i New York. 1 London er nýtt lag i 1. sætinu, lag með brezku hljómsveitinni Showaddywaddy, „Under The Moon Of Love”, en lagið, sem áður var i toppsætinu (og hafði rannar verið þar um skeið), „If You w Leave Me Now” meö bandarlsku hljómsveitinni Chicago, féll nú alla leið niöur i sjötta sætið. Queen er lika á uppleið i London, er nú komin i annað sætið með „Somebody To Love”. Annars vekur það nú kannski mesta athygli varðandi London-list- ann, að lagið „When A Child Is Born” með Johnny Mathis þýtur upp listann og fór úr 23. sæti 17. sætið. Stórt stökk það. Elton John er lika á sveimi á listanum, kominn i 10. sætið — og fer eflaust eitthvað upp á við, þótt óliklegt sé, að hann nái fyrsta sætinu. Gamalt Bitlalag, „Get Back”, með Rod Stewart er komið i 8. sæti, "k en lagið er af plötunni World War II, þar sem Bitlalög eru flutt af ýmsum listamönnum. . r* London 1 ( 2) Under The Moon OfLove...........Showaddywaddy 2 ( 3) Somebody To Love.........................Queen 3 ( 6) LivingThing ...............Electric Light Orcestra 4 ( 7) Money Money Money.........................Abba -+C 5 ( 5) LoveMe..........................Yvonne Elliman 6 ( 1) If You Leave Me Now.....................Chicago . 7 (23) When A Child Is Born..............Johnny Mathis "k 8 (10) Get Back............................Rod Stewart 9 ( 4) You Make Me Feel Like Dancing.........Leo Sayer ^ 10 (16) SorrySeemsToBeTheHardestWord.........Elton John Gler- augna- della í hómarki Poppstjarn- an litrika Elton John, s e m e r kunnur fyrir gleraugnadellu sina, lætur ekki aö sér hæöa. Elton John ætlar nú aö byggja sér hús á Malibu Beachog þaö á aö vera eins og sólgleraugu i laginu. Menn biöa nú spenntir eftir þvi, aö sjá hvernig honum tekst upp i húsbyggingu sinni. V

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.