Fréttablaðið - 08.01.2006, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 08.01.2006, Blaðsíða 2
2 8. janúar 2006 SUNNUDAGUR ������ ��������� ���� ������ ��������� �� ���������� ������ �� ������������������������������ ������������������������������ ���� ������ ������ ������ ����� ����������������������������� �������� ���� ��������� ������� ��� ������� ��� ������� ������ ���� ���� ����� �������� �������� ��� ���������������������� ����� ������������������������������ ��� ��� ������ ����������� ������ ������� �������������� ��� ���� ���������������������������������� �������� ��� ���������� ���� ���� ��������������������������������� ������������������������������ �� ����� ��������� ����������� ����� ������ �������������� ����� ������������������ ����� ���� �������� ��������� Skemmdir Í Eskifjarðarsveit fauk þak af húsi í vonskuveðri sem gekk þar yfir á laugardagsnótt. Björgunarsveitum og lögreglu tókst að koma í veg fyrir frekari skemmdir. Einnig varð minniháttar tjón á Fáskrúðsfirði vegna vonskuveðurs og fauk þar klæðning af húsi. Sinubrunar Lögregla og slökkvilið á Akureyri þurftu að sinna fjórum útköll- um vegna sinubruna á föstudagskvöld- ið. Talið er að sinubrunarnir hafi flestir kviknað vegna flugelda sem sprengdir voru í tilefni af þrettándanum. Þykir þetta heldur óvanalegur tími til að sinna sinubruna, en þurrt og snjólaust var á Akureyri á föstudag. Bílvelta Bíll valt út af vegi í Fagradal við Egilsstaðaskóg í gærmorgun. Kona og stúlkubarn voru í bílnum. Bíllinn er gjörónýtur en klippa þurfti hann í sund- ur til að ná konunni út. Hvorki konan né stúlkan eru taldar í lífshættu en báðar voru fluttar með sjúkraflugi til Akureyrar til aðhlynningar. Árekstur Tveggja bíla árekstur varð í Bitrufirði í fyrradag. Tvær jeppabifreiðar sem komu úr gagnstæðri átt lentu sam- an á einbreiðum malbiksvegi. LÖGREGLUFRÉTTIR PAKISTAN, AP Sameinuðu þjóðirnar ákváðu í gær að fresta neyðar- aðstoð á tveimur stöðum á jarð- skjálftasvæðunum í Kasmír eftir að tugir íbúa réðust að tveimur þyrlum SÞ. Fólkið neyddi flug- mennina til að yfirgefa svæðin og flytja sig til höfuðborgar Kasmír og í neyðarbúðir. Pakistönsk yfirvöld sögðu frá því í gær að þau hefðu útbúið neyð- arbúðir fullar af matvælum fyrir þá sem vildu flýja vetrarkuldana á skjálftasvæðunum. Búist er við mikilli snjókomu í Kasmír næstu daga. Þegar hafa um þrír metrar af snjó fallið í Kasmír og norðvesturhluta Pak- istans og hefur veðrið hamlað flugi með mat og önnur hjálpar- gögn. Um 87.000 manns fórust í jarðskjálftunum sem skóku hér- aðið í október og eyðilögðu heimili um 3,5 milljóna manna. Samein- uðu þjóðirnar fæða nú um 400.000 manns á svæðinu. - smk Sameinuðu þjóðirnar fresta matarflutningum í Pakistan: Tugir íbúa réðust að þyrlum NEYÐARAÐSTOÐ Starfsmenn fylla þyrlu Sameinuðu þjóðanna af matvælum og öðrum hjálpargögnum í Pakistan. Vörurnar eru ætlaðar íbúum Kasmír sem sterkur jarðskjálfti skók í október. FRÉTTABLAÐIÐ/AP FANGELSISMÁL Allsherjarleit var gerð í klefum allra fanga á Kvía- bryggju á föstudaginn. Meðal ann- ars var leitað að fíkniefnum og hvort fangar væru með nettengdan tölvubúnað og farsíma vegna gruns um að fangar væru að blogga á heimasíðu sem Fangelsismálastofn- un hefur fengið kvartanir undan. Við leitina fundust töflur, sem taldar eru vera steratöflur. Einn fangi hafði farsíma í fórum sínum. Ákveðið verður síðar hvaða áhrif þetta mun hafa á afplánun fang- anna. Ekkert fannst sem staðfesti grun um að fangar væru að blogga eða væru í beinu netsambandi. ■ Leit á Kvíabryggju: Engin netteng- ing fannst SPURNING DAGSINS Haukur, fékkstu jólagjafirnar í gær? „Nei, ég hef enga jólagjöf fengið enn sem komið er en vonast til að fá eitt- hvað þegar ég fer til Rússlands síðar í mánuðinum.“ Jólin gengu í garð hjá rússnesku rétttrúnað- arkirkjunni í gær. Haukur Hauksson er mikill Rússavinur. SVEITARSTJÓRNARMÁL Um eitt hundrað manns sátu fund í Hveragerði í gær þar sem fjall- að var um samning bæjaryfir- valda og verktakafyrirtækisins Eyktar um kaup á byggingar- landi í bænum. Aldís Hafsteins- dóttir, sem er í minnihluta í bæj- arstjórn, boðaði til fundarins en hún er ósátt við samninginn, eins og fram kom í Fréttablað- inu í gær. Aldís segir fundinn hafa verið góðan og telur fund- armenn almennt á hennar bandi. „Allir sem tóku til máls lýstu yfir undrun sinni á þessum samningi og skildu illa sjónarmið meiri- hlutans,“ segir Aldís. Upplifun Orra Hlöðversson- ar bæjarstjóra af fundinum var önnur. „Ég hef á tilfinningunni að mér hafi tekist að sannfæra marga,“ segir Orri en er sam- mála Aldísi um að fundurinn hafi verið góður. „Ég held að við höfum náð því markmiði okkar að fræða fólk um samninginn.“ - bþs Borgarafundur í Hveragerði: Aldís og Orri bæði ánægð STJÓRNMÁL Árni Magnússon félagsmálaráðherra ætlar að efna til víðtæks samráðs um endur- skoðun á aðkomu stjórnvalda að íbúðalánum. Svo að segja allir sem hafa aðkomu að málinu verða kallaðir til samstarfs og má þar nefna banka, lífeyrissjóði, aðila vinnumarkaðarins, húseigendur, leigjendur, námsmenn, öryrkja og aldraða. Þessa ákvörðun tók Árni eftir að hann fékk í hendur minnisblað starfshóps sem hann skipaði í samráði við stjórn Íbúðalánasjóðs og gert var að fjalla um framtíð- arhlutverk sjóðsins. Starfshóp- urinn telur rétt að kannað verði hvort breyta beri sjóðnum í heild- sölubanka. Sjálfum hugnast Árna sú hug- mynd ágætlega. „Ég held að hún komi vel til greina til að ná pólit- ískum markmiðum sem eru fyrst og fremst þau að allir njóti sem hagkvæmastra kjara á húsnæðis- lánum,“ segir Árni en tekur fram að hann gefi sér ekkert fyrir fram í málinu, það eigi eftir að skoða ofan í kjölinn. Heildsölubankar lána peninga til viðskiptabanka, sem aftur lána þá viðskiptavinum sínum. Yrði Íbúðalánasjóður heildsölubanki myndi hann því láta af samkeppni við banka og sparisjóði um lán- veitingar til fasteignakaupenda. Framsóknarflokkurinn hefur fram að þessu staðið dyggan vörð um Íbúðalánasjóð en hart hefur verið sótt að sjóðnum, ekki síst frá bönkunum og þingmönnum Sjálf- stæðisflokksins. Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í haust var einmitt ályktað um að breyta ætti Íbúðalánasjóði í heildsölubanka. Árni segir afstöðu framsókn- armanna ekki vera að breytast og hafnar því að hún sé meðvit- að að færast í átt til þess sem sjálfstæðismenn vilji. „Á síðasta flokksþingi okkar ályktuðum við um mikilvægi þess að halda við pólitísku markmiðin. Ég trúi að hlutverki Íbúðalánasjóðs sé ekki lokið en það kann hins vegar að breytast. Við höfum notað mis- munandi verkfæri til að koma markmiðunum fram í gegnum tíðina og ég held að nú kunni að vera kominn tími til að gera breytingar á kerfinu. Ég hef ekki nokkra trú á öðru en að það muni ganga heim og saman við stefnu Framsóknarflokksins enda fylgi ég henni,“ segir Árni. Guðjón Rúnarsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja, segist líta málið björtum augum enda sé heildsöluleiðin ein þeirra hug- mynda sem samtökin kynntu fyrir ráðherranum fyrir rúmu einu og hálfu ári. „Eðlilega er þetta því jákvætt og það er gott til þess að vita að menn vilji skoða málið af alvöru,“ segir Guðjón og lýsir um leið SBV tilbúin til samstarfs. bjorn@frettabladid.is Íbúðalánasjóður verði heildsölubanki Félagsmálaráðherra telur koma til greina að breyta Íbúðalánasjóði í heildsölu- banka. Starfshópur leggur til að kostir þess verði kannaðir sérstaklega. Ráð- herra efnir til samráðs um endurskoðun á aðkomu stjórnvalda að íbúðalánum. NÝBYGGINGAR Verði Íbúðalánasjóði breytt í heildsölubanka hættir hann beinum lánum til viðskiptavina en lánar þess í stað bönkum og sparisjóðum, sem svo aftur veita lán til fasteignakaupa. SVEITARSTJÓRNARMÁL Eyþór Arn- alds athafnamaður gefur kost á sér til forystu á lista Sjálfstæðisflokks- ins í sveitarstjórn- arkosningunum í Árborg í vor. Eyþór flutti á jörðina Hreiður- borg í Árborg í lok síðasta árs en hefur að mestu dvalist í Lundún- um síðustu ár og sinnt viðskiptum. Eyþór er ræðis- maður Botsvana á Íslandi. ■ Sjálfstæðisflokkurinn í Árborg: Eyþór Arnalds gefur kost á sér EYÞÓR ARNALDS LÖGREGLUMÁL Lögreglan í Reykja- vík lýsir eftir vitnum að árás á föstudagskvöldið þegar veist var að fjórtán ára stúlku í biðskýli Strætó við Miklubraut, gegnt Skeifunni, í akstursleið austur. Stúlkan beið eftir strætisvagni þegar maður veittist að henni. Til átaka kom þeirra á milli. Átökin munu hafa borist í átt að Sogavegi áður en stúlkan náði að losa sig frá árásarmanninum. Lögreglan lýsir eftir vitnum að atburðinum. Þeir sem hafa einhverja vitneskju um málið eða hafa upplýsingar um grunsamleg- ar mannaferðir og umferð á Soga- vegi milli átta og hálf tíu á föstu- dagskvöld eru beðnir um að hafa samband við lögregluna í Reykja- vík í síma 444 1100. - jóa Lögregla lýsir eftir vitnum: Veist að stúlku við Miklubraut LÖGREGLUMÁL Tveir einstaklingar voru úrskurðaðir í gæsluvarð- hald á Ísafirði á föstudag vegna meintrar fíkniefnadreifingar á norðanverðum Vestfjörðum. Lögreglan handtók mennina eftir að húsleit var gerð á heimili í Súðavík. Lögreglan lagði hald á töluvert magn af fíkniefnum, áhöldum og fjármuni sem ætlað er að tengist fíkniefnasölu. Hér- aðsdómur Vestfjarða úrskurðaði einstaklingana í gæsluvarðhald fram á næsta þriðjudag. Lögregl- an á Ísafirði vinnur að rannsókn málsins. ■ Tveir í gæsluvarðhaldi: Fíkniefni fund- ust við húsleit Bílvelta Bíll keyrði staur á Reykja- nesbrautinni með þeim afleiðingum að hann valt. Fjórir einstaklingar voru í bílnum en engin alvarleg slys urðu á fólkinu. Tveir voru fluttir á slysadeild. Bruni Eldur kom upp í bílskúr síðdegis í gær í Safamýri í Reykjavík. Slökkvilið var um klukkustund að slökkva eldinn og gekk það greiðlega. Miklar skemmdir urðu í kjölfar brunans. RÁÐIST Á STÚLKU Lögregla leitar nú að fólki sem varð vitni að því að ráðist var á fjórtán ára stúlku við Miklubraut.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.