Fréttablaðið - 08.01.2006, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 08.01.2006, Blaðsíða 46
Gísli Tryggvason, tals- maður neytenda, hefur unnið ábyrgðarfull störf í gegnum tíðina þrátt fyrir ungan aldur. Hann er ánægður í sínu starfi enda liggur metnaður hans á þessu sviði. Embætti talsmanns neytenda var stofnsett um mitt seinasta ár og var Gísli þá skipaður í starfið. ,,Ég hafði verið að starfa á svipuðum vettvangi í mörg ár og langaði til þess að breyta örlítið til. Áhugi minn lá samt áfram í því að reyna að bæta kjör almennings og því var þetta í raun mjög rökrétt skref hjá mér,“ segir Gísli en hann er menntaður í bæði lögfræði og viðskiptafræði. Áður en Gísli varð talsmaður neytenda hafði hann unnið sem framkvæmdastjóri BHM, bandalags háskóla- manna. Gísli er ungur að árum, rétt kominn yfir hálffertugt, en hefur þó margvíslega reynslu á bakinu. Meðan hann var í menntaskóla og háskóla vann hann til dæmis á dagblaðinu Degi á Akureyri. ,,Ég byrjaði þar sem ljósmyndari en færði mig svo yfir í fréttaskrif,“ segir Gísli og bætir við að blaðamannastarfið og starfið sem hann hafi í dag séu mjög ólík, skiljanlega. ,,Þegar ég var blaðamaður sá maður afrakstur vinnu sinnar strax daginn eftir. Þessu er öðruvísi háttað núna því þeirri vinnu sem ég skila í dag sé ég ekki almennilega afraksturinn af fyrr en eftir kannski nokkur ár. Starfið sem ég sinni hefur það líka í för með sér að það er ég sjálfur sem þarf að taka af skarið og ráðast í verkefnin. Sem blaðamaður var þetta meira lagt upp í hendurnar á manni.“ Önnur minnisstæð störf sem Gísli man eftir eru þau sem hann sinnti á meðan hann bjó í Danmörku. ,,Meðal annars vann ég eitt sumarið sem landbúnaðarverkamaður. Eitt verkefnið var að hrista kirsuberjatré þar sem maður var á vél sem fimm störfuðu á og hristi kirsuber af trénu. Svo vann ég í hálft ár sem bréfberi og öll árin mín meðan ég var í menntaskóla starfaði ég sem sundlaugarvörður.“ Spurður hvað af þessum störfum hafi verið skemmtilegast á Gísli erfitt með að finna eitthvað eitt starf. ,,Það var nú frekar einmanalegt að vera bréfberi en hins vegar góð líkamsrækt. Svo var fróðlegt að vinna sem landbúnaðarverkamaður en ég bý að þeirri reynslu. Þægilegast og best var þó kannski að vera sund- laugarvörður. Á maður ekki bara að vera með klisju og segja að öll reynsla sé góð og nýtist manni síðar,“ segir Gísli að lokum og hlær. steinthor@frettabladid.is Hristi kirsuberja- tré í Danmörku Gísli Tryggvason tók við starfi talsmanns neytenda á síðasta ári en hefur margvíslega reynslu að baki. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM ATVINNA 18 8. janúar 2006 SUNNUDAGUR SPRON óskar að ráða forstöðumann reikningshalds. Starfssvið • Ábyrgð á faglegri uppbyggingu verkferla/vinnubragða við bókhald og mánaðarleg uppgjör • Ábyrgð á vinnslu hagtalna og skýrslugerð Forstöðumaður reikningshalds heyrir undir fjárhagssvið. Menntun og hæfniskröfur • Háskólamenntun á sviði endurskoðunar • Próf í löggiltri endurskoðun væri kostur • Góð þekking á upplýsingakerfum • Starfsreynsla • Hæfni í mannlegum samskiptum • Sjálfstæði og skipulagshæfileikar • Frumkvæði og metnaður Forstöðumaður reikningshalds www.spron.is Nánari upplýsingar um starfið veitir Ósvaldur Knudsen, framkvæmdastjóri fjárhagssviðs, og starfsmannaþjónusta SPRON í síma 550 1200. Umsóknir óskast sendar á starfsmannaþjónustu SPRON á netfangið starfsmannathjonusta@spron.is fyrir 16. janúar nk. Allar umsóknir verða meðhöndlaðar sem trúnaðarmál. SPRON byggir samkeppnis- hæfni sína á ábyrgu og hæfu starfsfólki sem nýtur sjálfstæðis í starfi, ávinnur sér traust viðskiptavina og veitir þeim framúrskarandi lipra og skjóta þjónustu. Í öllu starfi og samskiptum, bæði innbyrðis og gagnvart viðskiptavinum, er áhersla lögð á traust, frumkvæði og árangur. H im in n o g h af / S ÍA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.