Fréttablaðið - 08.01.2006, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 08.01.2006, Blaðsíða 22
[ ]Atvinnuleit gengur oft ágætlega í janúar. Margir breyta til í kring-um áramót og því eru alltaf einhver störf sem þarf að manna. Heyrnarskemmdir eru óafturkræfar og ólæknanlegar og því hugar Vinnueftirlitið að hávaða á vinnustöðum víðs vegar um landið. „Það er ætíð verið að berjast gegn hávaða á vinnustöðum,“ segir Steinar Harðarson, umdæmisstjóri Vinnueftirlitsins í Reykjavík, og bætir við að flestir tengi hávaða á vinnustað við útivinnu eða verksmiðjur þar sem stórar vélar og tæki eru í gangi. „En hávaðasamur vinnustaður getur líka verið skrifstofa, þar sem hávaðinn er vegna starfseminnar almennt, hávaði frá prenturum, loftræstikerfi, kliður í opnu umhverfi vegna símtala og símhringinga, eða bara of mikið bergmál. Þá er hávaðinn lýjandi og þreytandi,“ segir Steinar. „En hinn hávaðinn, sem fer upp fyrir ákveðin mörk, hann er beinlínis hættulegur.“ Fari hávaðinn yfir 80 desibel verður starfsfólkið samkvæmt lögum að nota heyrnarhlífar því annars getur hann valdið heyrnarskaða, sem er ólæknanlegur atvinnusjúkdómur, og vinnuveitandanum er gert að minnka hávaðann ef unnt er. „Þessi sjúkdómur getur líka verið hættulegur í sjálfu sér þar sem menn heyra þá síður aðvörunarhróp eða í vélum sem eru að nálgast,“ segir Steinar. „Svo ein- angrar hann fólk og kemur í veg fyrir að það geti átt í eðlileg samskipti við samstarfsfólk sitt.“ Þessi tíðni er lægri en margan grunar. „Hávaðinn getur til dæmis verið 85 desibel við Miklu- brautina á háannatíma,“ segir Steinar. „Hann nær ekki sársaukaþröskuldinum, en manni finnst hann samt óþægilegur.“ Auk þessa er ákaflega þreytandi að vinna í miklum hávaða dag eftir dag og heyrnar- hlífar geta virkað þvingandi á suma, svo vinnuveitendur eru yfirleitt allir af vilja gerðir til að minnka hávaðann. Besta lausnin er að koma í veg fyrir að hávaðinn myndist. Þá er til dæmis hægt að einangra stórar, háværar vélar, byggja skilveggi eða dempa bergmál. Einnig er hægt að stytta veru starfsmanna í hávaðanum og úthluta heyrnarhlífum, en þær eru oft neyðarúrræði sem notast er við á meðan leitað er annarra lausna. „Það er alltaf verið að reyna að finna einhver ráð til þess að minnka hávaða og með árunum hafa margar vélar og tæki orðið hljóðlátari. Þar af leiðandi eru mjög hávaðasamir vinnustaðir á undanhaldi,“ segir Steinar. smk@frettabladid.is Hættulegur og þreytandi hávaði á vinnustöðum Steinar Harðarson, umdæmisstjóri Vinnueftirlitsins í Reykjavík. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI Enn átta margir sig ekki á því hvað einelti er, eða hvernig bregðast skuli við því verði fólk annað hvort fyrir einelti sjálft eða taki eftir því á vinnustað sínum. „Einelti getur verið ákaflega falið vandamál og ég held fólk hafi ekki enn alveg áttað sig á því hvað er einelti og hvað eru samskiptavandamál,“ segir Jóhanna Þórdórsdóttir, fræðslustjóri SRFR, en vorið 2004 gaf stéttarfélagið út ítarlegan bækling um þetta vandamál. „Þess vegna er afar mikilvægt að umræðan fái að þróast í þjóðfélaginu, að fólk tali sín á milli um hvað einelti er.“ Einelti er endurtekin neikvæð eða óviðurkvæmileg hegðun eins eða fleiri aðila gagnvart samstarfsmanni eða -konu. Vandinn getur komið fram í ýmsum formum og verið afar missýnilegur. Sums staðar er fólk lagt í einelti fyrir framan aðra starfsmenn, hvort sem þeir taka þátt í eineltinu eða ekki, en í öðrum tilvikum gerist það eingöngu þar sem aðilarnir eru tveir einir saman. Verði fólk fyrir einelti, eða verði það vart við einelti á vinnu- stað sínum, er mikilvægt að það haldi bókhald yfir atvikin. „Þá eru það svona hlutir eins og dagsetningar, tímasetningar og hverjir eru viðstaddir sem skipta máli,“ segir Jóhanna. Ef fólk treystir sér til er auðvitað alltaf best að ræða beint við gerandann en að sögn Jóhönnu er það í undantekningartilvikum sem þolandinn sjálfur treystir sér til þess. Þá er best að leita til trúnaðarmanns eða yfirmanns, svo lengi sem þeir eru ekki aðilar að eineltinu, eða þá að snúa sér beint til viðkomandi stéttarfélags. Jafnframt hefur Vinnueftirlitið nýverið sett skýrari línur um einelti. Frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu SFR, www.sfr.is. ■ Einelti er falið vandamál Einelti á vinnustað getur verið afar flókið vandamál. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Staða líftækniiðnaðarins á Ís- landi er erfið eftir nær stöðuga niðursveiflu síðan um aldamót- in síðustu. Um síðastliðin mánaðamót gripu Hjartavernd og Urður, Verðandi, Skuld til þess ráðs að segja upp tugum starfsmanna. Þetta var gert vegna erfiðs rekstrarumhverfis og óhagstæðs gengi krónunnar. Stærstur hluti kostnaðar Urðar, Verðandi, Skuldar og Hjarta- verndar er innlendur en tekjur koma frá útlöndum og því kemur hátt gengi krónunnar sér ákaflega illa fyrir þau. Flest fyrirtæki í líftækniiðnað- inum virðast illa stödd ef marka má orð Jakobs K. Kristjánssonar, formanns Samtaka íslenskra líf- tæknifyrirtækja. ,,Þau fyrirtæki sem lifað hafa af fram til þessa hafa þegar marghagrætt í rekstri sínum,“ segir Jakob. ,,Þegar rofa tekur til á erlendum mörkuðum er því enn hörmulegra að íslensk líftæknifyrirtæki skuli sérstak- lega barin niður vegna óhagstæðs rekstrarumhverfis og áhuga- og aðgerðaleysis stjórnvalda.“ ■ Erfitt rekstrarumhverfi Fræðsluvefurinn rikiskassinn. is á vefsvæði fjármálaráðu- neytisins var nýverið uppfærð- ur, en vefurinn gefur upplýs- ingar um ýmis meginatriði í ríkisrekstri og efnahagsmálum. Vef fjármálaráðuneytisins, rikis- kassinn.is, er ætlað að varpa ljósi á ríkisbúskapinn. Á honum er að finna ýmsan fróðleik og yfirlit um ríkisbúskapinn, verkefni ríkisins, tekjur þess, eignir og skuldir. Hann skýrir hvernig og hvers vegna einstök verkefni eru valin, með hvaða hætti ríkið sinnir skyldum sínum við landsmenn og hvernig farið er með peninga okkar allra. Ráðuneytið bendir sérstaklega á að efni vefsins getur nýst í kennslu og verkefnavinnu nemenda í grunn- og framhaldsskólum. Á vefnum kennir margra grasa. Sem dæmi um upplýsingar sem þar fást eru staðreyndir eins og að það kostar ríkið 2,4 milljónir að útskrifa einn stúdent, íslenskur landbúnaður kostar hvern íbúa landsins 26.000 krónur á ári hverju, ein mjaðmakúluaðgerð kostar 700.000 krónur, og ríkið greiðir 2,5 milljónir króna á hvern kílómetra af bundnu slitlagi sem lagt er. Auk þess kostar fæðing hvers barns um 108.000 krónur en keisaraskurður hálfa milljón. Þó er tekið fram að tölurnar séu meðaltalstölur og án nán- ari útskýringa. Þeim er fyrst og fremst ætlað að veita innsýn í kostnað við þjónustu ríkisins og varast ber að vitna í þessar tölur sem heimild um raunverulegan kostnað vegna einstakra útgjalda- liða. Auk þessara upplýsinga er spurningaleikur á vefnun og orð- skýringar sem og vísanir á ítar- efni. Vefsíðan rikiskassinn.is gefur upplýsingar um ríkisbúskapinn og hlutverk hans í hagkerfinu. Ríkiskassinn uppfærður Gistinóttum á hótelum landsins fjölgaði í nóvember um rúm átta prósent frá því árið áður, sam- kvæmt upplýsingum af vefsíðu Hagstofunnar. Gistinætur á hótelum í nóv- ember árið 2005 voru 57.400 en í sama máðuði árið 2004 voru þær voru 53.000. Aukningin náði til alls landsins, en hlutfallslega varð hún mest á Suðurlandi, þar sem aukningin náði rúmum 40 prósentum. Bæði voru það Íslendingar og erlendir ferðamenn sem notuðu gistiaðstöðuna í nóvember. ■ Gistinóttum fjölgar Gistinóttum fjölgaði í nóvember 2005 frá sama mánuði árið 2004. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Hávaði á vinnustað getur verið ákaflega lýjandi. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.