Fréttablaðið - 08.01.2006, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 08.01.2006, Blaðsíða 10
 8. janúar 2006 SUNNUDAGUR10 stjornmal@frettabladid.is nánar á visir.is UMMÆLI VIKUNNAR,, U MÆLI VIKUN AR ,, SKIPT_um stíl Björn Friðfinnsson, ráðuneytis- stjóri og fyrrverandi framkvæmda- stjóri Eftirlitsstofnunar EFTA, undirbýr nú málshöfðun gegn íslenska ríkinu vegna samningsrofs og hyggst fara fram á bætur. Samkvæmt skriflegum samn- ingi átti hann að taka við fyrri stöðu sinni sem ráðuneytisstjóri í iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu nú um áramótin, eftir nokkurt hlé. Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, skipaði hins vegar Kristján Skarphéðinsson, starfandi ráðuneytisstjóra sinn, í embættið 13. desember síðastliðinn. Jafnframt mun ráðherra hafa tilkynnt Birni að hans starfskrafta væri ekki óskað í ráðuneytinu. Kristján Skarphéðinsson er reyndur embættismaður og tengd- ur Framsóknarflokknum. Hann rekur hestabúgarð á Kóngsbakka á Snæfellsnesi ásamt Finni Ingólfs- syni, gömlum skólabróður sínum og fyrrverandi viðskipta- og iðnað- arráðherra. Björn telur ráðninguna vera skýlaust brot á gerðum samning- um og hyggst stefna stjórnvöldum fyrir samningsrof. Tugmilljóna króna kröfur Forsendur málshöfðunar hvíla á forsetaskipun Björns Friðfinns- sonar í embætti ráðuneytisstjóra viðskiptaráðuneytisins árið 1989 og síðari samningi sem Björn gerði við fjóra ráðherra; Davíð Oddsson, Valgerði Sverrisdóttur, Halldór Ásgrímsson og Björn Bjarnason. Björn Friðfinnsson kveðst ekki hafa neitt upp á Björn Bjarnason dómsmálaráðherra að klaga enda hafi hann staðið við sinn þátt samn- ingsins. Í ljósi nýlegra málaferla og starfslokasamninga sem ríki og einkafyrirtæki hafa gert gætu kröfur Björns Friðfinnssonar numið háum fjárhæðum. Hann er fæddur í desember 1939 og eru því tæp fjögur ár þar til hann getur farið á eftirlaun. Launakröfur Björns gætu því hæglega numið 30 milljónum króna. Björn mátti einnig sæta því að vera úthýst úr ráðuneytisstjóra- embætti sínu af Finni Ingólfssyni, þáverandi viðskipta- og iðnaðar- ráðherra, í árslok 1996. Björn hafði þá kosið að segja upp störfum sem framkvæmdastjóri Eftirlitsstofn- unar EFTA með aðsetur í Brüssel til að taka á ný við embætti sínu. Undanfarin tvö ár, eða frá því hann lauk fimm ára setu í embætti ráðuneytisstjóra dómsmálaráðu- neytisins, hefur Björn annast sér- verkefni fyrir stjórnvöld. Varla geta sérverkefnin talist sambærileg ráðuneytisstjórastarf- inu. Eftir fund með Valgerði Sverr- isdóttur í maí í fyrra stóð Björn í góðri trú um að hann ætti að taka við ráðuneytisstjórastarfinu á nýjan leik nú um áramótin. Brot á samningum við Björn gætu fyrir rétti talist meingjörð gagnvart honum og vel er hugsan- legt að hann geti krafist tugmillj- óna króna í miskabætur. Því er hugsanlegt að kröfur Björns Friðfinnssonar á hendur íslenska ríkinu geti í heild numið 50 milljónum króna, sem varla telst mikið hjá nýlegum starfslokasamn- ingum á einkamarkaði. Stjórnmál og embætti Björn Friðfinnsson var fyrst skip- aður ráðuneytisstjóri í viðskipta- ráðuneytinu árið 1989. Árið 1993 fékk hann leyfi frá störfum til þess að gegna stöðu framkvæmdastjóra ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA í Brüssel. Þegar Björn óskaði eftir fram- lengingu á leyfi vegna starfa sinna í Brüssel til ársloka 1996 gerði Finn- ur Ingólfsson honum grein fyrir að leyfið gæti hann fengið en gaf til kynna að jafnframt yrði hann að láta af embætti ráðuneytisstjóra. Björn kaus að segja upp störfum hjá ESA og taka við embætti á ný. Þegar til átti að taka fór Finnur fram á að hann tæki ekki aftur til starfa sem ráðuneytisstjóri, meðal annars með þeim rökum að óheppi- legt væri að skipta oft um ráðu- neytisstjóra. Málið fór hátt í fjölmiðlum í árs- lok 1996. Því lauk með samkomu- lagi um að Björn tæki við ráðgjaf- arstarfi um EES-samninginn fyrir stjórnvöld og hafði þann starfa um tveggja ára skeið, en tók þá við stjórn dómsmálaráðuneytisins til ársins 2003. johannh@frettabladid.is Ráðuneytisstjóri ætlar að stefna ráðherra Björn Friðfinnsson ráðuneytisstjóri hyggst stefna viðskiptaráðherra og íslenska ríkinu fyrir brot á samningum. Kröfur hans gætu numið tugum milljóna króna. Í tíu ár hefur honum verið haldið frá ráðuneytisstjóraembætti sínu. VALGERÐUR SVERRIS- DÓTTIR, IÐNAÐAR- OG VIÐSKIPTARÁÐHERRA Verða kröfurnar 50 milljónir úr ríkissjóði? BJÖRN FRIÐFINNSSON Tvívegis hafnað, fyrst af Finni Ingólfssyni og síðan af Valgerði Sverrisdóttur. Talið er að um 16 prósentum af ráðstöfunarfé meðalfjölskyldu á Íslandi sé varið til innkaupa á mat og drykk. Áfengi er ekki talið með. Þar sem kjör eru sambærileg í löndum Evrópusambandsins og hér á landi ver meðalfjölskyldan um eða innan við 10 prósentum af ráðstöfunarfé til matarinnkaupa. Í fátækum löndum Austur-Evrópu er allt að þriðjungi ráðstöfunartekna varið til að nærast. „Líklegt er að draga þurfi úr eða jafnvel afnema allan framleiðslutengdan stuðning,“ sagði Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra á fundi með viðskipta- og hagfræðingum í vikunni. Jafn líklegt er að Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra grípi til varnaraðgerða fyrir bændur. Sérfræðingar létu á sér skilja á umræddum fundi Félags viðskipta- og hagfræðinga að kostir Íslendinga væru þrír: Í fyrsta lagi mætti lækka matvöruverð með því að ganga í Evrópusambandið. Í öðru lagi mætti gera tvíhliða samninga um afnám eða mikla lækkun aðflutningshafta og/eða framleiðslustyrkja af öðrum toga. Þarna er vitanlega átt við samninga sem gætu tekist einhver tíma í krafti WTO, Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar. Í þriðja lagi töldu þeir að Íslendingar gætu fellt nður höftin og styrkina einhliða. Stjórnvöld ætla hvorki að gera hið fyrst talda né hið síðast talda. Og þriðja atriðið er ekki á valdi Íslendinga og kemur sjálfsagt ekki til framkvæmda fyrr en eftir mörg ár. Þess vegna setur forsætisráðherra málið í nefnd. VIKA Í PÓLITÍK JÓHANN HAUKSSON Maturinn og kjörin Nú fækkum við ráðherrum Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, fjallaði í áramótagrein í miðopnu Morgunblaðsins (hvar annars staðar) um endurskoðun á skipan ráðuneyta. Hann gat um að lög frá 1969, sem Bjarni Benediktsson hafði forgöngu um að setja, hefðu þjónað tilgangi sínum ágætlega. „Á hinn bóginn hefur þjóðfélagið gjörbreyst undanfarin þrjátíu og fimm ár og má færa fyrir því gild rök að skipting verkefna og málaflokka í ráðuneyti sé ekki lengur í samræmi við kröfur tímans. Því er tímabært að huga að breytingum á þeirri skipan. Ég hef velt því fyrir mér hvort rétt væri að auka svigrúm ríkisstjórnar á hverjum tíma til að skipta verkum milli ráðuneyta í samræmi við sínar pólitísku áherslur líkt og gert er í nágrannalöndunum... Finnst mér í þessu sambandi einnig koma til greina að binda fjölda ráðherra við 9 eða 10.“ Þessi orð formanns Sjálfstæðisflokksins leiddu hugann að stefnuræðu Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra snemma vetrar. Þar sagði hann meðal annars: „Samt sem áður má margt betur fara og hef ég látið hefja vinnu sem miðar að því að einfalda stjórnsýsluna og gera hana markvissari og meira í takt við tímann. Það þýðir meðal annars endurskoðun á lögum og reglum um Stjórnarráð Íslands.“ Hvað verður um Einar K. og Guðna? Halldór sendi ráðherrum sínum minnisblað 12. ágúst síðastliðinn: „Lagt er til að aðaláhersla verði lögð á endurskoðun á skipan ráðuneyta og verka- skiptingu milli þeirra... munu dómsmálaráðherra og félagsmálaráðherra leiða starfið af hálfu ríkisstjórnarinnar. Stefnt verði að því að hraða endur- skoðuninni eftir föngum.“ Björn Bjarnason og Árni Magnússon hafa ekki haldið fund um málið ennþá það best er vitað. Ef farið verður að ráði Geirs H. Haarde verður að fækka ráðherrum um tvo til þrjá. Líklegt má telja að atvinnuvegir verið settir undir sama hatt. Iðnaður, sjávarútvegur, landbúnaður og fleira. Peninga- og bankamál undir fjármálaráðuneytið en þau eru nú í viðskiptaráðuneytinu. Umhverfisráðu- neytið fengi trúlega aukið hlutverk. Hvað verður þá um Guðna Ágústsson og Einar K. Guðfinnsson? Úr bakherberginu... Líklegt er að draga þurfi verulega úr – eða jafn- vel afnema – allan framleiðslutengdan stuðning. Áhrifin verða væntanlega þau að innlend búvöru- framleiðsla muni þurfa að laga sig enn frekar að aðstæðum á markaði. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- og viðskipta- ráðherra á fundi Samtaka verslunar og þjónustu og Félags viðskipta- og hagfræðnga. FINNUR INGÓLFS- SON, FORSTJÓRI VÍS Vildi ekki fá Björn aftur til starfa árið 1996 þegar hann kom heim frá Brussel.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.