Fréttablaðið - 08.01.2006, Blaðsíða 80

Fréttablaðið - 08.01.2006, Blaðsíða 80
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 * Hæfniskröfur: Lágmarksaldur er 22 ára. Stúdentspróf eða sambærileg menntun. Mjög góð enskukunnátta sem og kunnátta í einu norðurlandamáli. Þriðja tungumál er æskilegt, helst þýska eða spænska. SNIÐIÐ FYRIR ÞIG? Iceland Express óskar eftir að ráða flugliða Iceland Express er fyrsta íslenska lágfargjaldaflugfélagið. Þegar félagið var stofnað fyrir þremur árum, gjörbreytti það landslagi í flugsamgöngum Íslendinga og starfa nú yfir 100 manns hjá félaginu. Við erum stolt af sigrum og vexti Iceland Express og er starfsfólkið lykillinn að uppbyggingu félagsins. Tækifærin blasa við og framundan eru afar spennandi tímar. Vegna fjölgunar áfangastaða og stækkunar á flugflota Iceland Express óskum við eftir að ráða fleiri flugliða. Flugliðar gæta öryggis farþeganna meðan á flugi stendur og sinna þjónustu um borð. Við leitum að jákvæðum og sveigjan- legum aðilum með ríka þjónustulund sem hafa áhuga á að starfa í skemmtilegu og krefjandi umhverfi. Umsóknarfrestur rennur út miðvikudaginn 11. janúar 2006. Umsóknir skal senda á netfangið job@icelandexpress.is. F í t o n / S Í A Iceland Express, Grímsbæ, Efstalandi 26, Sími 5 500 600 Fullorðinsverð frá:7.995 kr. www.icelandexpress.is Gautaborg Frankfurt Hahn Reykjavík Alicante Stokkhólmur Kaupmannahöfn Berlín Friedrichshafen London ���������� ����������������������� Hingað til hef ég komist býsna langt á keppnisskapinu. Besta dæmið er klárlega þegar ég náði að lenda í sjöunda sæti í heiminum í íþrótt sem ég var í raun bara miðlungsmaður í. Ég var mjög sár að hafa ekki náð á verðlaunapall. KEPPNISSKAP er gott í hófi og í dag reyni ég að nýta mér það í mínu starfi. Ég set mér markmið. Ef það væri haldið heimsmeistaramót í fasteignasölu væri ég núna að búa mig undir það. „Fjölbýlissala með frjálsri aðferð“ gæti til dæmis verið ein keppnisgreinin. Erfiðasta greinin yrði þó sennilega „einbýlissala í jogging-galla“ en hún fengi örugglega líka mesta áhorfið. FRÁ því að sonur minn fæddist hef ég bæði meðvitað og ómeðvit- að alið upp í honum keppnisskap. Ég vil að hann leggi sig fram í því sem hann tekur sér fyrir hendur, en ég rak mig á að þetta er vand- meðfarið mál. Að endingu stóð ég frammi fyrir því að hann var orðinn ósigrandi. Hann sem sagt flokkaði alla meinta ósigra sína sem hreint og klárt svindl eða alvarleg brot á reglum sem hann hafði bætt við í kjölfar „ósigurs- ins“. Það var komið svo að öll skemmtunin sem lagt var upp með í byrjun var fallin í skugga sjálfskapaðrar niðurlægingar ósigurs. FYRSTA skrefið í átt að bata er að gera sér grein fyrir vandamálinu. Vandamálið í þessu tilfelli var ég. Það var ég sem átti upptökin að keppnunum í byrjun og þar af leiðandi var hann hræddur um að mér þætti minna til hans koma ef hann biði ósigur. Þannig að í stað þess að vinna í honum fór ég að vinna í sjálfum mér og áhrifin voru alveg mögnuð. Í dag finnst honum ennþá hundfúlt að tapa en hann tekur því samt sem áður af æðruleysi. GOTT dæmi um breytt viðhorf hjá honum er þegar hann var að læra að tefla. Hann kunni mannganginn en var ekki alveg búinn að átta sig á markmiðinu, nema því að drepa sem flesta menn andstæðingsins. Í einni skákinni drap hann drottninguna mína og mátaði mig í leiðinni. Morðið á drottningunni kætti hann ógurlega en mátið sjálft fór alveg framhjá honum. „Hahaha, ég drap drottninguna þína pabbi“ hrópaði hann að mér alla þrjátíu sentimetrana yfir borðið. „En áttu ekki eftir að segja eitthvað meira?“ spurði ég. Þá hætti hann að brosa, horfði á mig í smá stund hugsandi og spurði svo einlæglega: „átti ég að segja ... fyrirgefðu?“ ■ Keppnisskap
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.