Fréttablaðið - 08.01.2006, Blaðsíða 31
Gagnheiði 28
IS-800 Selfoss
Iceland
Sími +354 480 1700
Fax +354 480 1701
JÁVERK er öflugt, metnaðarfullt og ört vaxandi verktakafyrirtæki á 14. starfsári. Starfsmenn eru
um 70 og verkefnastaða fyrirtækisins er traust næstu árin. Áætluð velta 2006 er 2,5 milljarðar.
Fyrirtækið hefur skrifstofur og verkefni bæði á Suðurlandi og á höfuðborgarsvæðinu. Auk eigin
verkefna á undirbúningsstigi er fjöldi verkefna framundan, m.a. bíó- og keilusalir við Egilshöll,
endurbætur á Hótel Borg, viðbygging við sjúkrahús á Selfossi, sundlaug og íþróttahús að Borg
í Grímsnesi og leikskóli á Selfossi. Aðbúnaður og starfsumhverfi eru með því besta sem
þekkist. Starfsandi er góður og virkt starfsmannafélag stendur fyrir margskonar skemmtunum
og ferðalögum.
STARFSFÓLK ÓSKAST
Verkefnisstjóri: Byggingaverkfræðingur / tæknifræðingur
Óskum eftir að ráða til framtíðarstarfa byggingaverkfræðing, tæknifræðing
eða byggingafræðing. Verksvið:
Verkefnastjórnun
Innkaup og samningar við birgja, undirverktaka og verkkaupa
Kostnaðareftirlit, reikningsgerð og uppgjör verka
Tilboðsgerð
Góð laun í boði fyrir réttan aðila.
Verkstjóri / byggingastjóri
Óskum eftir að ráða til starfa reyndan verkstjóra / byggingastjóra
við byggingaframkvæmdir. Verksvið:
Stjórnun starfsmanna og skipulag á verkstað
Samskipti við verkkaupa og undirverktaka
Eftirlit með verkáætlun
Innkaup í samráði við verkefnisstjóra
Umsóknir sendist á gylfi@jav.is. Allar nánari upplýsingar veita Gylfi í síma 860 1707
og Guðmundur í síma 860 1730.
Trésmiðir / undirverktakar
Óskum eftir að ráða vana trésmiði til starfa við verkefni á Suðurlandi og höfuðborgar-
svæðinu. Óskum jafnframt eftir einyrkjum eða hópum smiða til vinnu. Allar nánari
upplýsingar gefa Gylfi í síma 860 1707 eða gylfi@jav.is og Guðmundur í síma 860
1730 eða gbg@jav.is.
Akureyrarbær Skóladeild Glerárgötu 26 600 Akureyri
Auglýsing eftir
aðstoðarleikskólastjóra
Leikskólinn Naustatjörn v/ Hólmatún 2
Vegna fæðingarorlofs vantar aðstoðarleik-
skólastjóra í 100% stöðu sem fyrst í ár.
Nánari upplýsingar veitir Jónína Hauksdóttir leikskóla-
stjóri í síma 462-3676.
Netfang: naustatjorn@akureyri.is og veffang:
www.naustastjorn.akureyri.is
Umsækjendur þurfa að hafa lokið leikskólakennara-
námi.
Óskað er eftir sjálfstæðum, ábyrgum og jákvæðum
einstaklingum. Mikilvægt er að þeir eigi auðvelt með
mannleg samskipti og séu tilbúnir til að takast á við
skemmtilegt starf með börnum.
Tekið verður tillit til samþykktar bæjarstjórnar Akureyr-
arbæjar um jafnréttismál við ráðningu í störfin.
Laun samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitar-
félaga og Félags leikskólakennara. Upplýsingar um
kaup og kjör eru veittar á starfsmannaþjónustu Akur-
eyrarbæjar í síma 460 1060.
Umsóknum skal skilað í þjónustuanddyri Akureyrar-
bæjar, Geislagötu 9 á eyðublöðum sem þar fást.
Einnig er hægt að sækja um á heimasíðu Akureyrar-
bæjar
www.akureyri.is
Umsóknarfrestur er til 22. janúar 2006.
Deildarstjóri
vörulagers
Dagur Group er nafn fyrirtækisins sem áður var þekkt sem Skífan. Meginstoðir
fyrirtækisins eru tvær: Annars vegar smásöluverslun með rekstur verslana BT,
Skífunnar, Sony Center og Hljóðfærahússins og hinsvegar Sena, sem er heildsala,
framleiðsla og dreifing á tónlist og öðru afþreyingarefni. Dagur Group er
framsækið fyrirtæki með fjölbreytta starfsemi á afþreyingarmarkaði.
Deildarstjóri vörulagers ber ábyrgð á daglegum
rekstri vöruhúss, stjórnun og verkstýringu
starfsmanna og gæðum og hagkvæmni þjónustunnar.
Hæfniskröfur:
• Nauðsynlegt er að umsækjendur hafi reynslu af sambærilegu
stjórnunarstarfi á vörulager og þekkingu á vöruflæðiskeðjunni
• Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu af vinnu við Navision
eða annan sambærilegan viðskiptahugbúnað
Stjórnandi vörulagers þarf að vera nákvæmur og skipulagður í
vinnubrögðum og hafa hæfni til að fylgja eftir vönduðum,
faglegum vinnuferlum á vörulager. Að auki er mikilvægt að
viðkomandi sé þjónustulundaður, ósérhlífinn til vinnu og hafi
ánægju af mannlegum samskiptum og stjórnun.
Umsóknarfrestur er til 16. janúar 2006. Umsóknum skal skilað
með ferilskrá til starfsmannastjóra á netfangið
annabirna@dagurgroup.is
ATVINNA
SUNNUDAGUR 8. janúar 2006 11