Tíminn - 08.01.1977, Qupperneq 16

Tíminn - 08.01.1977, Qupperneq 16
Laugardagur 8. janúar 1977 — ^------------- — SÍS-IÓIHJR SUNDAHÖFN V. LEIKFANGAHÚSIÐ Skólavörðustig 10 ■ Sími 1-48-06 l'nher hrice leikjun ^ eru heimsjrceg Póstsendum Brúöuhús Skólar -Benzinstöðvar Sumarhús Flugstöðvar Bilar / fGSÐÍI fyrirgóéan mat $ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS - . Þessi mynd er frá Sildar- verksmi&ju rikisins á Siglu- firöi, og er tekin fyrsta dag- inn, sem loðnu var landaö þar. Timamynd: MÓ. Þróarrými fullt ó Siglufirði ALLT RÓLEGT VIÐ KRÖFLU gébé Rvlk. — Hér er allt rólegt og litlar breytingar á siðasta sólar- hring, t.d. mældust þá aöeins 19 jarðskjálftar. Hins vegar kom einn snarpasti skjálftinn sem mæirt hefur hér um nokkurn tima, laust eftir klukkan þrjú i dag, og þó hann væriekki sterkur, þá mældist hann 2,4 stig á Richter-kvaröa. Ekki veit ég til að nokkur hafi fundið til hans, en upptök hans voru nálægt Kröflu- búðum, sagði Hjörtur Tryggva- son gæzlumaður á Skjálftavakt- inni i Reykjahlið i Mývatnssveit I gær. Litlar breytingar hafa verið á halla stöðvarhússins. RÆKJU- VEIÐAR HEFJAST gébé Rvik.— Þessa dagana eru rækjubátarnir að hefja á ný veiöi eftir jólaleyfið, og eru t.d. Bolungarvikurbátar þegar byrj- aðir ásamt bátum frá Húnaflóa- höfnum. í gær og dag, er verið að athuga rækjumiöin á öxarfiröi, en sem kunnugt er, var þeim lok- að seinni hluta desembermánað- ar, vegna hins mikla seiðamagns, sem kom i rækjutroll bátanna þar. Það er Skafti Jónsson, eftir- litsmaður frá sjávarútvegsráðu- neytinu, sem sér um þetta eftirlit og mun halda áfram eftirliti i Húnaflóanum einnig. ísfirðingar byrja hins vegar ekki rækjuveið- ar fyrr en þann 14. janúar. enn tekið á móti á Raufarhöfn gébé Rvik. — Ég býst viö, aö þró- arrými fyllist hjá okkur i nótt, sagöi Jón Reynir Magnússon, framkvæmdastjóri Sfldarverk- smiöjunnar á Siglufiröi I gær. — Viö veröum aö miöa móttöku loðnunnar viö afkastagetu verksmiöjunnar, og þar sem full afköst eru ekki hjá okkur enn, þá getum viöekki tekiö á móti meira en fimm þúsund tonnum, og nú erum viö þegar búnir aö taka á móti vel á fimmta þúsund, sagöi hann. Byrjað var aö bræöa loðnu I verksmiðjunni á fimmtudag. — Það urðu byrjunarörðug- leikar hjá okkur við löndun fyrstu skipanna, en þá slitnaði færiband, þaö er hins vegar að komast I lag aftur, sagði Jón Reynir. Þá sagði hann einnig, aö unniö væri viö þaö i verksmiðjunni að koma niður nýrri pressu, sem afkastað gæti allt aö700 tonnum á sólarhring. — Þetta verk hefur gengið hægar en upphaflega var áætlað, þar sem mikil vinna hefur verið hjá okkur og ekkert hlé komið, mannskap- urinn hefur þvi ekki getað unnið við pressuna sem skyldi, sagði hann. Afköst verksmiðjunnar eru aöeins um 2/3 af þvi venjulega. Arni Sörensson verksmiðju- stjóri Sfldarverksmiöju rikisins á Raufarhöfn sagði i gær, að hann byggist við, að þeir myndu veröa búnir að taka á móti allt að 2500 tonnum af loðnu á föstudags- kvöld. — Alls getum við gekið á móti sjö til átta þúsund tonnum, sagði hann. — Nei, við höfum ekki byrjað bræðslu enn, og byrjum ekki fyrr en á þriðjudag, mið- vikudag I næstu viku. Astæðan fyrir þvi aö við byrjum ekki fyrr, er fyrst og fremst sú, að við eig- um ekki nóga oliu til að hefja bræðslu, það er að kenna skipu- lagsskorti oliufélaganna, að viö höfum ekki fengið oliuna. Kyndill mun hafa farið frá Reykjavik I gær áleiðis með oliu til Raufar- hafnar svo aö viö fáum oliu upp úr helginni. Svo er mér persónulega illa við að byrja að bræða fyrr en viku eftir að viö byrjum að taka á móti loðnu, þvi aö oft verðum viö fyrir ýmsum byrjunarörðugleik- um, þegar við hefjum bræðslu. Llka kemur það til, að rotvarnar- efni er sett I loðnuna strax viö löndun, og þarf að liggja i henni i viku áður en brætt er, sagði Arni. Enn geta þvi skipin landaö loðnu á Raufarhöfn, þó aðþróar rými sé orðið fullt á Siglufirði, en síðan veröa skipin sennilega að fara til löndunar lengra austur. Lítil verkefni í bygg- ingariðnaðinum í vetur HV-Reykjavik — Þaö er greini- legur mikiil samdráttur i bygg- ingariönaöinum núna. Fram til áramóta voru næg verkefni, enda veðráttan alveg einstök, en þaö sem eftir er vetrar verö- ur litiö aö gera og ef til þess kemur aö uppsagnir þessara tuttuguog fimm manna á Kefla- vikurflugvelli taki gildi, þá veröa þeir allir atvinnulausir I vetur, sagöi Jón Snorri Þorieifs- son, formaöur Trésmiöafélags Reykjavikur, I viötali í gær. — Siðari hluta siðasta árs komu hér inn á vinnumarkaöinn á millifimmtiu og sextiu smiðir, sem höföu verið við Sigöldu, sagði Jón Snorri ennfremur, og það er varla að markaðurinn hafi tekið viö þeim. Menn ganga nú um og leita eftir vinnu, en það er ekkert framboð á störf- um. Þótt á árinu hafi farið milli fimmtán og tuttugu smiðir til Svíþjóöar, vegna ótta um at- vinnuleysi hér, eöa fleiri en far- iö hafa á einu ári siðan 1970, dugir það ekki til. — Ylræktarver: Beðið eftir ókvörð un ríkisstjórnar gébé Rvlk.— Mikið hefur verið rætt og ritaö um tilboð Hollend- inga um aö reisa ylræktarver hér á landi og hefur litið heyrzt um þaö mál að undanförnu. Timinn aflaði sér þeirra upplýs- inga i fjármálaráðuneytinu i gær, að málið væri á dagskrá og hefði verið i athugun að undan- förnu. — Sem kunnugt er, telja áhugamenn um ylræktarver hér á landi það forsendu þess að koma megi þvi upp hér, aö stjórnin felli niður öll tolla- og aöflutningsgjöld af efni, tækjum og vélum, sem þarf til stofnunar sliks fyrirtækis. Tvö félög um ylræktarver hafa veriö stofnuð hér á landi, annað i Reykjavik en hitt i Hveragerði. Félögin hafa unnið að athugun á rekstri og hag- kvæmni ylræktarvers hér á landi, aö undanförnu, en beðið er eftir ákvörðun rikisstjórnar- innar um hvort fyrrnefnd gjöld , verða felld niður eða ekki. PALLI OG PÉSI

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.