Tíminn - 11.01.1977, Side 3
Þriðjudagur 11. janúar 1977
3
Sauðárkrókur:
Borað eftir
heitu vatni
MO-Reykjavík — Nú
stendur yfir á Sauðárkróki
borun eftir heitu vatni fyr-
ir hitaveitu Sauöárkróks.
Áformaö er að bora á allt
að 1200 m. dýpi og ef
nægjanlegt heitt vatn
finnst verður ráðist í mikl-
ar framkvæmdir við hita-
veituna að sögn Þóris
Hilmarssonar bæjarstjóra/
enda er vatnið þegar orðið
of lítið í ört vaxandi bæ.
Nýja borholan er á sama svæði
og þrjár slðustu holur, sem
boraðar hafa verið fyrir hitaveitu
Sauðárkróks, en ekki hefur áður
verið borað svo djúpt, sem
áformað er nú. Jarðfræðingar
Orkustofnunar telja mikla von
um að á meira dýpi finnist heit-
ara vatn, en hingað til hefur feng-
izt.
Hitaveita Sauðárkróks, hefur
nú um 80 litra af vatni á sek, en
eins og áður sagði er það orðið of
litið enda fer bærinn ört stækk-
andi og ný byggðahverfi vaxa
upp.
Þær framkvæmdir, sem ráð-
gerðar eru á næstu árum við hita-
veitu Sauðárkróks i framhaldi af
borununum eru m.a. að byggja
verður nýja dælustöð með 3-4 dæl-
um. Þá þarf aö leggja 600 m.
stofnlögn úr 12” einangruðum
stálpipum og byggja söfnunar-
geymi fyrir alla veituna sunnan
og ofan við bæinn.
AAiklar
framkvæmdir
á döfinni, ef
nægjanlegt
heitt vatn finnst
Borinn Narfi að verki við
Sauðárkrók. Áformað er að
bora á allt að 1200 m dýpi, en
þar er vonazt til að finnist
heitara vatn, en áður hefur
fundizt i nágrenni bæjarins.
Timamynd MÓ.
Heybruni að Giljum
— en skemmdir urðu litlar
Ríkisstjórnin um ylræktarver:
Niðurstaða
liggur ekki
fyrir enn
— ýmsir þættir móisins hlutu ekki
hljómgrunn í stjórninni
gébé Reykjavik — A sunnudags-
morguninn, þegar bóndinn að
Giljum, rétt við Vik i Mýrdal,
kom i fjárhús, varð hann var við
að eldur var laus i hlöðu, sem
áföst er við fjárhúsin.
SlökkviJiðið i Vik var kvatt á
staðinn, en þar sem vart hafði
orðið við eldinn rétt eftir að hann
kom upp, skemmdist aðeins litill
hluti af þeim 400-500 hestum af
heyi, sem voru i hlöðunni.
Slökkvistarfi lauk um miðjan dag
á sunnudag, en hlaöan er alveg
óskemmd, að sögn fréttaritara
Timans i Vik, Simons Gunnars-
sonar.
— Þaö var mikil heppni, að
Ólafur Pétursson, bóndi að Gilj-
um, skyldi verða eldsins var svo
snemma, þvi annars heði þarna
getað orðið mikið tjón, sagði Si-
mon. Talið er, að orðið hafi sjálfi-
kveikja i blöðunni.
gébé Reykjavik — Mál þetta hef-
ur verið rætt i rikisstjórninni og
hennar álit er, að það þarf að fara
með fuilri gætni, til að lenda ekki i
vandræöum, og það eru ýmsir
þættir þessa máls, sem ekki hafa
fengið hljómgrunn þar, sagði
Halldór E. Sigurðsson, land-
búnaðarráðherra, þegar hann var
spurður um hvað liði ylræktar-
versmálinu, en sem kunnugt er,
telja áhugamenn um stofnun yl-
ræktarvers hér á landi það vera
forsendu stofnunarinnar, að felld
verði niður tolla- og aðflutnings-
gjöld af öllum tækjum og búnaði
sliks vers, sem flytja þyrfti inn til
landsins.
Landbúnaðarráðherra vildi
ekki tjá sig nánar um máliö á
þessu stigi en sagöi, að enn hefði
ekki fengizt niðurstaða, og aö
málið væri i athugun.
2 skip selja í
V-Þýzkalandi
gébé Reykjavik — í gær seldu
tveir islenzkir togarar afla sinn
i Þýzkalandi og fengu báðir
ágætis verð fyrir aflann, en
markaðurinn er góður i Þýzka-
landi eins og er, sagði Ingimar
Einarsson, framkvæmdastjóri
Félags isl. botnvörpuskipaeig-
enda i gær.
Togarinn Narfi frá Reykjavik
seldi 128,7 tonn af nokkuð blönd-
uðum afla i Bremerhaven og
fékk fyrir þau rúmar 19,6 millj-
ónir króna. Meðalverðið pr. kg
var mjög gott, eða kr. 152,60.
Rauðinúpur frá Raufarhöfn
seldi 156,8 tonn af fiski og varð
heildarverðmæti rúmar 22
milljónir króna. Meðalverðið
var kr. 141.10.
— Þetta eru góðar sölur hjá
báöum skipunum, en samt er
markaðurinn fyrir þorskinn að
verða mettaður, sagði Ingimar
og bætti við, að á aðeins einni
viku hefði þýzka markið lækkað
um tæpa eina krónu islenzka.
Tryppum bjargað
P.Þ. Sandhóli. A annan I nýári gerði asahláku og fóru þá engjalönd
ölfusbænda undir vatn. A bökkum Varmár, fyrir framan Hveragerði,
varð hópur hrossa umflotinn vatni, en þau náðust fljótt, þar sem enginn
jakaburður var í ánni. Þó varöað róa til þeirra á báti.
En útif Lambey, sem er hólmiiólfusá, urðu fjögur tryppi innlyksa,
og er myndin tekin, er þriðja tryppinu var bjargaö i land. Talsverðar
ávíðavangi
Starfsaðferðir CIA
Á undanförnum mánuðum
hefur verið flett ofan af
ýmisskonar ógeðfelldri starf-
semi bandarisku leyniþjónust-
unnar (CIA). Nú siðast hefur
CIA verið bendlaö við út-
breiöslu veirus júkdóms á
Kúbu, sem leiddi til þess, að
Kúbumenn neyddust til að
slátra stórum -hluta svina-
stofnsins hjá sér.
Þessi vinnubrögö, og ótal
mörg önnur, leiða hugann að
þvi, aö bandariska leyniþjón-
ustan svifst einskis, ef talið cr,
að hagsinunir Bandarikjanna
séu i liúfi. Þannig hefur verið
upplýst, að einstakir blaða-
menn á Vesturlöndum og fjöl-
miðlar hafa þegið fjárhags-
legan stuðning frá CIA 1
þakkarskyni hafa svo viðkom-
audi aðilar tekið sér fyrir
hendur rógsiðju og baráttu
Hann er viöförull CIA-maður-
inn.
gegn einstaklingum og flokk-
um. sem CLA telur hættulega
bandariskum hagsmunum.
Leyniþjónustur annarra
stórvelda leika svipaðan leik.
Islendingar hal'a taliö sér trú
um það hingaö til, að þeir
væru lausir við þennan ófögn-
uö. Þó eru ekki ýkja mörg ár
siðan, að fregnir bárust um
óformlegt tilboð erlcnds aðila
um l'járstuðning til islenskra
blaöa. Allt cins getur verið, að
slikt tilboð liafi veriö endur-
nýjað siðan.
Þrýstihóparnir
i leiðara Austra, málgagns
Frainsóknarmanna á Austur-
landi, er fjallað uin gerð fjár-
laga. Þar segir m.a.:
..Það mun vissulcga ekki
skorta gagnrýnisraddir á
ýmsa þætti fjárlaganna, uö á
þennan þátt hefði frekar átt að
leggja áherzlu heldur en hinn
o.s.frv.
Það getur vissulega verið
nokkuð til i þessu og sjálfsagt
er þaö oft þannig, að þcir, sem
auglýsa mest fjárþörf sfna og
láta hæst meöan fjárlagagerð-
in er i deiglunni, bera mest úr
býtum. Auglýsingastarfsemi
á þessu sviði og dugnaöur við
aö koma sjónarmiðum sinum i
fjölmiðla liefur sin áhrif á
þessu sviöi sem öðrum. Þetta
felur i sér þá hættu, að staöir,
sem minna mega sfn, og þjóð-
félagshópar, sem hafa tak-
mörkuö völd og áhrif, verði út-
undan, þegar um er að ræða
framlög til sameiginlegra
raála.
Hitt cr svo annað mál, að
mönnum gengur erfiölega að
átta sig á samhcnginu i tekj-
Framhald á bls. 19.