Tíminn - 11.01.1977, Page 9

Tíminn - 11.01.1977, Page 9
Þriðjudagur 11. janúar 1977 9 ■9Mmm (Jtgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Rí.stjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn- arfulltrúí: Freysteinn Jóhannsson. Auglýsingastjóri: Steingrfmur GIslason.Ritstjórnarskrifstofur I Edduhúsinu viö Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrifstofur I Aöai- stræti 7, slmi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — auglýsinga- sími 19523. Verö I lausasölu kr. 60.00. Askriftargjald kr. 1.100.00 á mánuði. Biaðaprenth.f., Slæm reynsla af álhringnum Hin mikla verðhækkun, sem nýlega varð á raforkunni frá Landsvirkjun, minnir á það, að reynsla íslendinga af fjölþjóðafyrirtækjum er ekki góð frekar en reynsla annarra smáþjóða. Ef álbræðslan i Straumsvik greiddi eðlilegt verð fyrir raforkuna, hefði þessi siðasta al- menna verðhækkun hjá Landsvirkjun vafalitið verið óþörf. í stað þess þurfa landsmenn nú að greiða stórhækkað raforkuverð meðan ál- bræðslan greiðir ekki nema brot af þvi verði, sem hún ætti að greiða, ef allt hefði verið með felldu. Raforkuverðið, sem álbræðslan greiðir, er gott dæmi þess, hvernig fjölþjóðafyrirtækin leika á smáþjóðir, sem ekki gæta að sér. ís- lenzkum viðsemjendum álhringsins, sem er raunverulegur eigandi álbræðslunnar, var tal- in trú um, að dagar vatnsorkunnar væru eigin- lega taldir, þvi að kjarnorkan væri alveg i þann veginn að leysa hana af hólmi. Þvi mættu ís- lendingar þakka fyrir að geta nýtt eitthvað af vatnsorkunni áður en hún yrði verðlitil eða verðlaus. Sökum þessa áróðurs álbræðslu- manna var samið, þótt verðið, sem fékkst, væri óhæfilega lágt, eins og nú er komið á daginn, þar sem öll fullnægjandi ákvæði vantar um, að fylgt yrði verðbreytingum i framtiðinni. Jafn- framt var samið um skattgreiðslu, sem var svo klóklega útbúin, að hún varð að inneign ál- bræðslunnar hjá rikissjóði. Úr þessu var reynt að bæta á siðastl. ári eftir langt samningaþóf. Nokkur leiðrétting fékkst á orkuverðinu, en þó allt of litil. Það var lika meira en óhægt að fá fram breytingar á þessu eða öðru i viðskiptum við álhringinn, þar sem hann er undanþeginn islenzkum lögum i veigamiklum atriðum og getur skotið deiluefnum til alþjóðlegs dóms, þar sem fjölþjóðafyrirtækin hafa oftast betur en smáþjóðirnar. Af sömu ástæðum hefur ál- bræðslan vanrækt að koma upp nauðsynlegum hreinsitækjum, enda þótt mengun frá henni sé stórum meiri en ætlað var i fyrstu. Bæði núver- andi iðnaðarráðherra og fyrirrennarar hans hafa gengið rikt eftir þvi, að álbræðslan stæði við gefin fyrirheit i þessum efnum, en enn hef- ur ekki orðið neitt úr raunverulegum efndum. Álhringurinn skákar i þvi skjólinu, að það yrði tafsamt fyrir íslendinga að ganga eftir efndum með þvi að fá um það úrskurð hjá alþjóðlegum dómstóli, enda vafasamt um úrslit. Jafnt iðn- aðarráðherra vinstri stjórnarinnar og núver- andi iðnaðarráðherra hafa þvi orðið að sætta sig við vanefndirnar. Reynslan af viðskiptunum við álhringinn hvetur vissulega til varfæmi, þegar fjölþjóða- fyrirtæki eiga i hlut. Og undarlegt hlýtur það að þykja, ef einhverjir láta sig dreyma um frekari samninga við hann, — meðan hann vill ekki hlita islenzkum lögum, ekki greiða eðli- legt orkuverð og ekki fullnægja loforðum um umhverfisvernd. Annarsmunþað rétt, að hann er hvorki verri né betri en fjölþjóðafyrirtæki eru yfirleitt. Þess vegna ber smáþjóðum eins og íslendingum að eiga sem minnst undir þeim. íslendingum hefur gefizt bezt og mun á- fram gefast bezt, að treysta á eigið framtak. Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT Schmidt glímir við vaxandi erfiðleika Segir fyrri úrræði ekki gjaldgeng lengur ÞAÐ ÞYKIR bersýnilegt, að hin nýja rikisstjórn, sem Helmut Schmidt myndaði i slðastl. mánuði eftir að hafa verið endurkjörinn kanslari, mun eiga við marga og vax- andi erfiðleika að etja. Meiri- hluti stjórnarflokkanna á þingi, má ekki naumari vera, og vantreysta margir þvi, að hann muni nægja, þegar reyna tekur á samheldnina i sam- bandi við efnahagsmálin. Þetta þótti koma i ljós við kanslarakjörið, en þrir flokks- bræður Schmidts ýmist sátu hjá eða voru fjarverandi. Alls eru þingmenn stjórnarflokk- anna 253, en stjórnarandstæð- ingar eru 243. Það mega þvi ekki margir stjórnarsinnar bregðast, ef stjórnin á að halda velli. Orðrómurinn segir lika, að Schmidt hafi um skeið litizt svo illa á blikuna, að hann hafi verið að hugsa um að draga sig i hlé. Hin nýja rikisstjórn, sem hann myndaði eftir kanslara- kjörið, er að mestu leyti skip- uð sömu mönnum og fráfar- andi stjórn var. Þvi má segja, að stjórnarmyndunin hafi nánast verið formsatriði. Þó eru nokkrir nýir ráðherrar og i hópi þeirra eru tvær konur. önnur þeirra, Marie Schlei, sem er 57 ára gömul, tók viö ráðherraembætti þvi, sem Egon Bahr gegndi áður, en undir það heyra aðstoð við þriðja heiminn og samskiptin við londin þar, Marie Schlei var áður sérstakur talsmaður - kanslararáðuneytisins á þingi og þvi handgengin Schmidt. Hin konan, sem hlaut ráð- herradóm, er Antje Huber, 52 ára, en hún veitir forstöðu ráðuneyti, sem fjallar um fjöl- skyldumál og æskulýðsmál. Antje Huber hefur verið tals- maður þess, að störf hús- mæðra, sem vinna eingöngu heimilisstörf, verði meira metin. Báðar eru þær Marie Schlei og Antje Huber þekktar fyrir ræðumennsku og að láta ekki hlut sinn eftir liggja i orðasennum. í NÝARSRÆÐU þeirri, sem Antje Huber Marie Schlei A SAMA tima og efnahags- erfiðleikar Vestur-Þjóðverja aukast heima fyrir, magnast gegn þeim viss andúð eða öf- und út á við. Þessa gætir ekki sizt innan Efnahagsbanda- lagsins. Þar er Vestur-Þýzka- land orðið efnahagslega lang- sterkasti þátttakandinn. Af þeim ástæðum eru langmestar fjárhagslegar kröfur gerðar til þess. Þjóðverjar eru tregir til að iáta ganga á hlut sinn og vilja lfka fá að ráða meira i stað þess, sem þeir láta öðrum i té. Þess vegna eru þeir litnir hornauga og farið er að tala um Schmidt sem fulltrúa hinnar gömlu þýzku yfirráða- stefnu. Sumir fjölmiðlar benda á það sem dæmi um þetta, að Schmidt notaði jóla- leyfi sittá Spáni til að ræöa við v helztu valdamenn þar og gefa þeim föðurlegar ábendingar. Schmidt gerir hins vegar lit- ið úr styrk Vestur-Þjóðverja og segir nú mest velta á þvi, hvað hin nýja stjórn Banda- rikjanna hyggst fyrir. An for- ustu hennar verði ekki sigrazt á efnahagskreppunni, sem iðnaðarrikin hafa búið við um skeið, en afleiöingar hennar gætir um allan heim. Þ.Þ. Schmidt flutti um áramótin, gaf hann ótvirætt i skyn, að efnahagserfiðleikar væru sið- ur en svo úr sögunni, heldur mætti eins búast við þvi gagn- stæða. Siðustu mánuðir, sagði hann, hafa ótvirætt leitt i ljós, að það ástand, sem var fyrir 1974kemur aldrei aftur. Fljótt á litið mætti halda, að Þjóð- verjar þyrftu ekki að kvarta undan efnahagserfiðleikum, þvi að verðbólgan hjá þeim er nú ekki nema tæp 4% og við- skiptajöfnuður þeirra er mjög hagstæður. Siðustu mánuði hafa þeir lánað sumum bandamönnum sinum, eins og Bretum og Itölum, stórfé. Þetta er hins vegar ekki nema önnur hliðin. Atvinnuleysi hefur farið sivaxandi siðan 1974 og er tala atvinnuleys- ingja nú um milljón. Halli hefur verið mikill á rikis- rekstrinum siðustu árin og nema rikisskuldir Vest- ur-Þýzkalands nú um 53 milljónum dollara, þótt ekki sé talinn með mikill halli á eftirlaunakerfinu. Það er ætl- un hinnar nýju stjórnar Schmidts að draga úr atvinnu- leysinu og skuldasöfnun rfkis- ins, en þetta tvennt fer illa saman. 1 nýársræðu sinni, komstSchmidt þannig að orði, að siðustu tvö ár hefðu leitt i ljós, að ýms þau efnahags- vandræði, sem trúað var á og þóttu hafa reynzt vel, væru ekki gjaldgeng lengur. Þau væru orðin úrelt og þvi þyrfli að finna ný úrræði, en það ætl- aði að reynast auðveldara sagt en gert.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.