Tíminn - 11.01.1977, Síða 13
Þriðjudagur 11. janúar 1977
13
leika Fiölukonsert nr. 3 i h-
moll op. 61 eftir Camille
Saint-Saens, Jean Fournet
stjórnar.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Veðurfregnir og fréttir.
Tilkynningar. Við vinnuna:
Tónleikar.
14.30 A fimleikapalli Aðal-
steinn Hallsson leikfimi-
kennari flytur erindi.
15.00 Miðdegistónleikar
Dagmar Simonkova leikur
Þrjú Bakkusarlög fyrir
pianóop.65eftirVáclav Jan
Gomásek. Dietrich Fischer-
Dieskau syngur lög eftir
Franz Schubert, Gerald
Moore leikur með á pianó.
Michael Ponti og Sinfóniu-
hljómsveit Berlinar leika
Pianókonsert i a-moll op. 7
eftir Klöru Schumann,
Voelker Schmidt-
Gertenbach stjórnar.
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
(16.15 Veðurfregnir).
16.20 Popphorn
17.30 Litli barnatiminn
Guðrún Guðlaugsdóttir
stjórnar timanum.
17.50 Á hvitum ”»!tum og
svörtum Jón Þ. Þór flytur
skákþátt.
18.20 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðuríregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til-
kynningar.
19.35 Hver er réttur þinn?
Þáttur um réttarstöðu
einstaklinga og samtaka
þeirra i umsjá lög-
fræðinganna Eiriks Tómas-
sonar og Jóns Steinars
Gunnlaugssonar.
20.00 Lög unga fóiksins
Sverrir Sverrisson kynnir.
20.50 Frá ymsum hliðum
Hjálmar Árnason og Guð-
mundurÁrni Stefánsson sjá
um þáttinn.
21.30 Ilúmoreska op. 20 eftir
Robert Schumann Vladimir
Askenazý leikur á pianó.
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir Kvöld-
sagan: ,,M inningabók Þor-
valds Thoroddsens” Sveinn
Skorri Höskuldsson pró-
fessor les (30).
22.40 Harmonikulög Nils
. Flacke leikur.
23.00 A hljoðbergi „Rómeó og
Júlia”, harmleikur i fimm
þáttum eftir William
Shakespeare. Með aðalhlut-
verkin fara Claire Bloom,
Edith Evans og Albert
Finney. Leikstjóri er
Howard Sackler - Þriðji og
siðasti hluti.
23.55 Fréttir. Dagskrárlok.
sjónvarp
Þriðjudagur
11. janúar
20.00 Fréttir og veður
20.30 Auglýsingar og dagskrá
20.40 Frá Listahátið 1976
Sveifla i höllinni. Benny
Goodman og hljómsveit
hans leika jass. Hljómsveit-
ina skipa auk Goodmans:
Gene Beroncini, Peter
Appleyard, Mike More,
John Bunche, Connie Kay,
Buddy Tate og Warren
Vache. Þýðandi Óskar Ingi-
marsson. Stjórn upptöku
Tage Ammendrup.
21.05 Sögurfrá Múnchen. Nýr,
þýskur myndaflokkur i sex
þáttum. Aðalpersónan er
ungurmaður, gæddurmiklu
sjálfstrausti. Hann ræðst til
starfa á ferðaskrifstofu og
reynir að nýta hugmynda-
flug sitt i þágu fyrirtækis-
ins. Aðalhlutverk Gunther
Maria Halmer og Therese
Giehse. 1. þáttur. Próflaus
maður. Þýðandi Jóhanna
Þráinsdóttir.
21.55 Utan úr heimi. Þáttur
um erlend málefni ofarlega
á baugi. Umsjónarmaður
Jóhn Hákon Magnússon.
22.25 Dagskrárlok.
Hinrik
konung
konur hans
Eftir Paul Rival
Janeskilaði pyngjunni aftur, stúlka af göfugan ættum er
ekki til kaups. Jane hélt siðferðisræður yf ir Hinrik, hún
hvatti hann til að boða Maríu aftur til hirðarinnar og
reisa hana til þeirrar tignar, sem henni bar. Hún talaði
eins og páfagaukur, Hinrik gerði gys að henni, hann
sagði henni að hugsa um þau börn, sem hún ætti eftir að
fæða honum, en ekki um hina uppreisnargjörnu og
þreytandi Mariu. Hinrik ákvað að láta Jane fá íbúð i
höllinni, hann neyddi Cromwell til að láta Jane fá íbúð
þá er hann bjó í. Hinrik vonaðist til að geta farið á fund
Janes og gamnað sér við hana á nóttunni, og gleymt
þannig keppinaut hennar. En þar mátaði Jane hann, vel
ættuð stúlka býr ekki ein sins liðs. Hún hafði bróður sinn
og mágkonu hjá sér, hún kom sér upp f jölskyldu, í litla
ástarhreiðrinu. Jane kaus að hafa hjá sér þann bróður-
inn, sem var meiri alvörumaður, hann var eins stöðug-
lyndur og takmarkaður og hún sjálf. Jane forðaðist
Tómas bróður sinn, sem var ágætismaður og kunni að
njóta líf sins, Hinrik hitti Tómas oft í ibúð Önnu.
Marz og apríl liðu og enn svaf Hinrik hjá Önnu, hann
hlustaði eftir andardrætti hennar, þegar hún svaf og
hann starði á háls hennar og hár. Honum var orðið Ijóst
að hann ætlaði sér að tortíma henni, Anna vissi líka að
dauðastund hennar nálgaðist. Hún óskaði sér ekki fram-
ar að verða þunguð, það var eins og líkami hennar væri
algjörlega búinn að segja skilið við lif ið. Hinn tuttugasta
og þriðja apríl óvirti Hinrik Önnu og ætt hennar opinber-
lega þá neitaði hann að sæma Georg bróður hennar
sokkabandsorðunni, þess í stað sæmdi hann Carew orð-
unni, en hann var óvinur Önnu.
Cromwell tekur til sinna ráða.
Cromwell var orðið Ijóst að Hinrik vildi Önnu feiga.
Hann hóf því undirbúning að morðinu. Cromwell mynd-
aði sérstakan dómstól. Þeir menn, sem hann skipaði í
réttinn voru Howard, móðurbróðir önnu, faðir hennar,
Tómas Boleyn, Brandon og fimm eða sex aðrir menn,
auk hans sjálfs.
Svo liðu sex dagar, hinu þrítugasta apríl, lét Cromwell
handtaka hljóðfæraleikarann Mark. Það var farið með
hann í lítið hús, i útjaðri Lundúna, þar sem biðu hans
pyndingameistarar. Þarna var Mark sagt að hann hefði
verið elskhugi Önnu og að sannanir væru fyrir því. Hann
neitaði. Þá nálguðust píningamennirnir og tóku til
starfa. Likami Marks var viðkvæmur, hann hljóðaði og
baðst vægðar. Böðlarnir iof uðu að hætta, ef hann játaði.
„Hafið þér verið elskhugi drottningarinnar ?" „Hafið
meðaumkun..." „Hveoft?" „Ég veit það ekki." „Reynið
að muna... var það tuttugu sinnum?" „Nei, nei". „Tíu
sinnum?" „Nei, aldrei, ég laug." „Jæja, pínið hann
meira." „Hlífið mér, ég sárbæni yður..." „Fimm sinn-
um? svarið okkur — " „Jæja þá.... þrisvar sinnum."
Skrifari, skrif ið, að hann haf i sagt: —þrisvar sinnum. —
" Og þér voruð ekki sá eini, það voru fleiri?" „Já, já,
margir f leiri." „Hverjir voru það?" „Ég veit það ekki."
„Jú, það vitið þér, og þess fleiri, sem þeir voru, þess
minni er yðar sök, hverjir voru það? Norris?" ,, Já, Norr-
is..."„0g Brereton?" „Já." „Og.Weston?" „Já. " „Og
ef til vill sjálfur Georg Boleyn, bróðir drottningarinn-
ar?" „Ó, aldrei..." „Jú vissulega ,eiginkona hans hefur
ákært hann. Og þér voruð vitnið, var það ekkí?" „Jú, jú,
ég var vitni að því.." Mark var látinn einn, allan daginn,
í hinu dularfulla húsi, á meðan Cromwell færði hús-
bónda sínum f ramburð hans. Hinrik starði trylltum aug-
um á Cromwell, sýnir hans höfðu þá verið sannar, dag-
draumar hans höfðu orðið áþreifanlegir. Á meðan
Cromwell talaði, sá Hinrik hugmyndaflug sitt verða að
raunveruleika, sýnirnar svifu fyrir hugskotssjónum
hans og runnu saman í eina heild.
Hinn fyrsti maí.
Hinrik dvaldi að Greenwich, uppi á hæðinni, nú var hin
dásamlega aðfaranótt hins fyrsta maí, sú nótt, sem hann
var vanur að vera úti i skógi, drukkinn af ilmi jurtasaf-
ans sem flæddi lífgandi um allar greinar og jurtir, og
blandaðist mosalyktinni. Fyrir neðan svalirnar gengu
ungu mennirnir og sungu, hann heyrði líka hlátra og
raddir stúlknanna, sem voru að f ara til að leita elskhuga
sinna úti i skóginum. Þjónar hans hlupu glaðir um i
skemmtigarðinum, þeir hristu trjágreinarnar, þeir voru
að leita að ungu tré, sem þeir mundu svo taka upp með
rótum snemma næsta morgun og koma með heim, sigri
hrósandi. Unaður vorsins fyllti loftið. Hinrik hlustaði á
sönginn, raddirnar skorti öryggi og söngurinn var ekki
samhljóma, en f jarlægðin og þyturinn í trjánum, ásamt
árniðnum, breytti söngnum í hjartnæman og fagran
samruna. Hinrik hefði langað til að fella nokkur saklaus
tár, honum fannst hann vera voldugur og gjafmildur.
Hann lét inniskikkjuna falla af herðum sér og lét nætur-
loftið leika um sig. Svo nálgaðist hvíluna, þar sem Anna
beið hans. Hinrik var orðinn þreyttur á sýnum og draum-
um. Anna var grannvaxin, hann neytti bóndaréttar sins.
Þetta varð hin síðasta nótt, sem þau áttu saman.
Næsta morgun klæddust þau nýjum klæðum, af grænu
þykksilki, að því loknu gengu þau út að glugganum.
Lúðrar voru þeyttir, þau sáu blaktandi greinar maí-trés-
ins, sem var borið til þeirra. Allt starfslið hallarinnar
var grænklætt. í forsal hallarinnar biðu hirðgæðingarnir
og frúr þeirra, þau höfðu öll klæðzt grænum klæðum.
Hallarveggirnir voru skreyttir ungum greinum. Hinn
ferski litur þeirra stakk i stúf við dökkgrænu litina i
veggtjöldunum. Fyrir utan hallargluggana voru tré svo
langt, sem augað eygði.
Það var haldin stórveizla og siðan fóru fram burt-
reiðar. Hinrik sat á viðhafnarpalli við hlið Önnu. Hinrik
hafði valið þá Georg og Norris til að vera kappa sína við
burtreiðarnar, þessa tvo menn, sem aldrei viku úr huga
hans. Hann langaði til að sjá þá, i síðasta sinn og hafa
Önnu hjá sér, hann vildi láta þau hverfa saman. Undan-
farin tólf ár hafði þetta fólk verið stöðugt samvistum við
hann. Nú voru þau öll hér, í fullu f jöri, í máísólinni, þau
geisluðu af æskuþrótti og Hinrik fannst hann vera gam-
all og þreyttur. En hann hugsaði með sér að þau væru þó
næstum búin að renna sitt skeið þau áttu ekki eftir að
bregða oft á leik enn, brátt yrðu þau öll á brott aö eilíf u.
Strax þegar hátíðahöldunum var lokið, reis Hinrik á
fætur, hann ætlaði til London og bað Onnu að verða eftir i
Greenwich. „Nú er aðeins einn dagur þar til hún fær að
vita allt," hugsaði hann með sér. Hann þorði ekki að vera
í návist hennar, til að njóta skelfingar þeirrar er mundi
grípa hana, hann óttaðist hróp hennar og ofsa — það er
líka fljótgert að koma fyrir sig töfrabrögðum. Norris
var ekki galdramaður. Hinrik skipaði honum þvi að
fylgja sér, Anna horfði á eftir þeim er þeir fóru.
Á leiðinni til Lundúna lét Hinrik Norris ríða við hlið
sér, eins og vin. Hinrik sagði Norris að hann hefði verið
sakaður um svik við konung sinn, að hann væri ákærður
fyrir að vera elskhugi Önnu. Hinrik þrábað Norris að
segja sér sannleikann, bað hann að skilja þjáning elsk-
andi eiginmanns, sem væri i vafa. Hann höfðaði til
hjartagæzku Norrisar og gaf honum í skyn að honum
yrði fyrirgefið. Hinrik lét ímyndunaraflið ná á sér
„En hvað ef ég biðst aldrei afsök-
unar? Fæ ég þá annan stöl fyrir
konuna mina?”
DENNI
' DÆAAALAUSI
i