Tíminn - 11.01.1977, Side 17

Tíminn - 11.01.1977, Side 17
Þriðjudagur 11. janúar 1977 17 Dýrlingarnir frá Southamp ton úr leik? — gerðu aðeins jafntefli (1:1) gegn Chelsea á The Dell Southampton hefur ekki enn misst takið á enska bikarnum, en eftir jafntefli við Chelsea á The Dell á laugardaginn, hafa likurn- ar minnkað mjög mikið á því, að Southampton verji titil sinn, sem liðið vann á Wembley i mai s.l. Chelsea átti jafnteflið mjög vel skilið þrátt fyrir mikla sókn að Southampton hálfu i lok leiksins. Dómarinn lét af einhverjum óskiljanlegum ástæðum spila fimm minútur fram yfir venju- legan leiktíma, og hinum ungu leikmönnum Chelsea hefur án efa létt mikið, þegar flautað var til leiksloka. Það var Chelsea, sem náði forystunni Ileiknum. A 35. minútu fékk Gary Locke knöttinn á eigin vallarhelmingi, lék skemmtilega á þá McCalliog og Holmes og brugðið að marki Southampton. Rétt fyrir utan vitateig lét hann vaða að marki, og knötturinn hafnaði I markhorninu, óverjandi fyrir Wells I marki Southampton. Þetta mark fékk greinilega á leikmenn liðsins, en þegar þeim tókst að jafna metin á 56. mlnútu með glæsilegu marki frá Channon eftir sendingu frá Osgood, upp- hófst mikil sókn að marki Chels- ea, sem lauk ekki fyrr en dómar- inn blés til leiksloka. Liðin mæt- ast aftur á Stamford Bridge á miðvikudaginn, en fyrr I vetur vann Chelsea sigur þar á Souht- ampton 3-11 2. deildar keppninni. Liðin voru þannig skipuð: Southampton: Wells, Andrusz- ewski, Peach, Holmes, Blyth, Steele, Ball, Channon, Osgood, McCalliog, MacDougall. Chelsea: Phillips, Locke, Harris, Stanley, Droy, Hay, Britton, Wilkins, Finnieston, Swain. ó.o. Heppnin var með Liverpool — gegn Crystal Palace á Anfield Road, þar sem liðin skildu jöfn 0:0 Það voru 14.730 áhorfendur á Anfield i Liverpool, sem flestir bjuggust viö auðveldum sigri heimaliðsins yfir Crystal Palace, sem er rétt fyrir ofan miðju i 3. deild. En Palacelcik- menn eru þekktir fyrir mikla baráttu í bikarleikjum, og þessi leikur var ails engin undantekn- ing hjá þeim. Satt að segja voru þeir rniklir klaufar að gefa meisturum Liverpool annað tækifæri, þvi að i fyrri hálfieik fékk Crystal Palace nógu mörg góð tækifæri til að gera út um leikinn. En Clemencc i marki Liverpool héll liði sinu á floti i þetta skiptið incð frábærri markvörzlu.ogerekki að efaað Liverpool mun taka leik á Sel- hurstPark ikvöld fastari tökum en þeir gerðu i Anfield á laugar- daginn og komast í fjórðu um- ferð bikarsins. Ahorfendur fóru heim óánægðir meö leik Liverpool liösins, sem til þessa hefur aö- eins gcrt citt jafntefli á heima- velli i 11 deildarleikjum, en innst inni hafa flestir samt verið ánægðir yfir þvi, að Liverpool fær nú annað tækifæri. ó.O. Mlddlesbrouqh átti í erflðlelkum með utandeildarlið: Jackie Charlton kenndi um slæmum velli — en staðreyndin var samt, að Wimbledon var mun betra lið Dickie Guy, sem s.l. 10 ár hefur keppt meira en 500 leiki I marki fyrir Wimbledon i Southern Ltague varð að orði eftir leik Wimbledon við Middlesbrough á laugardaginn: „Mér hundleidd- ist, ég hef miklu meira að gera 1 venjulegum leik I Southern League heldur en i þessum leik.” Og hann hafði fullkomlega rétt fyrir sér. Aðeins i eitt skipti I leiknum varð hann að taka á við markvörzluna, þegar hann sló sendingu frá David Armstrong yfir markið. Hann fékk ekki eitt einasta skot á markið f öllum leiknum. Allan leikinn stóð hann I eigin vitateig og fylgdist meö þungri sókn sinna manna gegn vörn Middlesbrough, en fyrir ein- hverja hundaheppni, sem virðist fylgja Middlesbrough, tókst VVimbledon ekki að skora sem þó heföi veriö mjög réttlátt. Hvaö eftir annað komst fram- herji þeirra, RogerConnell I gott færi, en mistókst á örlagastundu, oft vegna góörar markvörzlu Cuff I marki „Boro”. Og Middles- brough slapp ódýrt, þegar Billy Holmes var brugðiö innan vlta- teigs, en dómarinn þoröi ekki aö dæma vltaspyrnu, heldur færði hann brotiö út fyrir. Middlesbrough fær þannig ann- að tækifæri á Ayresome Park til að slá hina hugdjörfu áhugamenn frá Wimbledon út úr bikarnum. Jackie Charlton sagði eftir leik- inn, að það myndi alls ekki veröa auðvelt verk, þrátt fyrir aö keppt væriá heimavelli Middlesbrough. Liöin voru þannig skipuö: Wimbledon: Guy, Tilley, Bryant, Donaldson, Edwards, Bassett Cooke, Aitken, Connell, Marlowe, Holmes. Middlesbrough: Cuff, Craggs, Cooper, Souness, Boam, Maddr- en, McAndrew, Mills, Brine, Woods, Armstrong. Ó.O. - DOUGLAS Evrópukeppninni r • r B r i judo Sveit Júdófélags Reykjavíkur tryggöi sér yfirburðasigur i sveita- keppni Júdósambands Is- lands, sem fór fram um helgina — og þar með tryggði sveitin sér rétt til að leika í Evrópukeppni júdósveita, sem fer fram í vetur. Reykvikingarnir unnu góðan sigur (7:0) yfir UMF Keflvikinga i úrslitakeppninni. Sigursveit Júdófélagsins var skipuð þessum mönnum: Svavar Carlsen, Kári Eliasson, Haukur Harðarson, Benedikt Pálsson, Jón Egilsson og Sigurður Pálsson. Arangur efstu sveitanna varð þessi: Júdófélagið: 10 stig, 32 vinning- ar og 302 tæknistig. Keflvikingar: 8 stig, 21 vinning- ur og 205 tæknistig. Armann: 6 stig, 21 vinningar og 198 tæknistig. Englendingurinn Reynolds Douglas, sem þjálfaði Akureyrarliöið Þór I knattspyrnu sl. keppnistimabil, þegar liðið tryggði sér 1. deildarsæti, verður áfram með Þórsliöið. AFRAM HJÁ ÞÓR — gaf Akureyringum ákveðið svar um helgina og er væntanlegur til landsins í lok febrúar Hallgrimur Skaftason, einn af forráðamönnum Þórs, sagði I stuttu spjalli við Tímann, að Douglas hefði um helgina gefið ákveðið svar um, að hann myndi koma aftur til Akureyrar, og yrði gengið frá samningi (skriflegum) nú fljótlega. Douglas er væntanlegur til Akureyrar i lok febrúar og mun hann þá byrja að æfa Þórsliðið af fuilum krafti. Þar til myndu leik- menn liðsins æfa þrekæfingar undir stjórn Þrastar Guðjónsson- ar, iþróttakennara. Þess má geta, að Magnús Jónatansson, hinn gamaikunni leikmaður Akureyringa, mun væntanlega leggja skóna á hill- una. Magnús hefur verið einn af lykilmönnum IBA-Iiðsins og Þórs undanfarin ár, og var hann um tima fastur landsliðsmaöur i knattspyrnu. Engar aðrar breyt- ingar eru sjáanlegar hjá Þór — allir þeir leikmenn, sem léku með liðinu sl. keppnistimabil, koma til með að leika með liðinu i sumar. Sveit J.F.R. — tryggði sér rétt til að taka þótt í GERD „Bomber” Múller, hinn mikli markaskorari Bayern Múnchen var enn einu sinni á skotskónum, þegar Evrópu- meistararnir unnu knappan sigur (5:3) yfir varaliði sinu, en í þeim leik skoraði „Bomber” 4 mörk. Varalið Bayern hefur komið mjög á óvart i bikarkeppninni og m.a. slegið út lið VfB Stuttgart, sem um þessar mundir er efst 12. deild (Suðurdeild). t varaliði Bayern eru leikmenn, sem hafa keppt með aðalliðinu, t.d. Kirschner, sem fór með aðalliði Bayern til Brasiliu, þegar Bayern tryggði sér þar heimsmeistaratitil fé- lagsliða á dögunum. Þess má geta til gamans, að leikmenn varaliðsins fengu leyfi til að leika á fullu gegn aðalliðinu, sem þeir gerðu svo sannarlega — þeir stóðu fullkomlega I Evrópumeist- urunum. 16. liða úrslit þýzku bikar- keppninnar voru háð s.l. laugar- dag og urðu úrslit I leikjunum þessi: Duisburg — Hertha .......1-2 Schalke — Frankfurt........2-2 Bayern Uerdingen —Bremen .2-0 RW Essen — Arminia Bielefeld2-0 Köln — FC Holmburg/Saar ...7-2 Bayern Múnchen — Bayern Múnchen (varalið) ........5-3 Bayreuth —Augsburg .......2-0 Nurnberg — Osnabruck......1-0 Athygli vekur stórsigur Köln yfir Homburg, sem er i þriðja sæti i 2. deild (Súdj. í hálfleik hafði Köln náð 7-0 forystu, með mörkum frá Flohe (2). Dieter Muller (2), Overath (2) og Van GERD MÚLLER......... skoraði 4 mörk. Gool. 1 seinni hálfleik tók Kölnar- liöið lifinu mjög rólega og reyndi ekkert til að bæta við markatöl- una, enda skiptir ekki máli hvort lið vinnur 1-10 eða 10-0 i bikar- keppni. A óvart kom sigur Bayern Uerdingen yfir Werder Bremen, sem eins og kunnugt er, leikur i Bundesligunni. Franke skoraði mark fyrir Bayern i fyrri hálfleik, og er fimm minútur voru til leiks- loka, innsiglaði Sviinn Mattsson sigurinn. Ó.O. „BOMBER" SKORAÐI 4 MÖRK — þegar Múnchen étti í erfiðleikum með varalið félagsins í v-þýzku bikarkeppninni Pétur mest — á NM-unglinga í körfuknattleik, en það dugði sícammt fyrir Islendinga Pétur Guðmundsson, hinn hávaxni unglingalandsliðs- maður okkar i körfuknattleik var stigahæstur á Norður- landamótinu sem fór fram i Osló um helgina. Pétur skor- aði alis 128 stig i mótinu, en hann var talinn lang bezti leikmaður mótsins. Pétur, sem er 2.17 m á hæð, skoraöi tæpan helming stiga islenzka liðsins, en það dugði ekki — liðið mátti þola þrjú töp, en vann einn sigur (91:64) yfir Norðmönnum, Liðiö tapaði (49:115) fyrir Svium, 53:85 fyrir Finnum og 72:98 fyrir Dönum. Sviar uröu NM- meistarar.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.