Tíminn - 14.01.1977, Qupperneq 17

Tíminn - 14.01.1977, Qupperneq 17
Föstudagur 14. janúar 1977 17 „Ég reikna með því að fara undir hnífinn ANTON BJARNASON, hinn gamalkunni leikmaður Fram-liðsins í knattspyrnu hefur verið ráðinn þjálfari 1. deildarliðs Fram næsta keppnistímabil. Eins og kunnugt er, hafa þeir Guðmundur Jónsson og Jóhannes Atlason verið þjálfarar Fram undanfarin ár, en þeir gáfu ekki kost á sér lengur, svo Fram varð að leita á önnur mið og má telja víst, að félagið hafi verið heppið að fá Anton til sín. — „Þetta er stærsta verkefnið, sem ég hef fengið — og það verður Kirby kemur — til Skaga - manna í marz erfitt að fylla skörð peirra Guðmundar og Jóhannesar”, sagði Anton I stuttu spjalli við Timann I gærkvöldi. — Ég er bjartsýnn á, að strákarnir standi sig, eins og þeir hafa gert undan- farin tvö ár. Fram-liðið hefur á að skipa ungum og efnilegum leikmönnum, og svo eldri leikmönnum, sem hafa mikla reynsiu að baki. Ég mun gera mitt bezta, og ég veit, aö strák- arnir eru tilbúnir að leggja hart að sér til að ná árangri. Það hefur ekki munað miklu undanfarin ár, að þeim hafi tekizt að tryggja sér islandsmeistaratitilinn — ég hef trú á, að þeirra timi sé nú kom- inn, sagöi Anton. Anton byrjaði ungur — 17 ára, að leika með Fram-liðinu, lék á sinum tima 5 landsleiki, en sinn fyrsta iandsleik lék hann gegn Wales 1966 á Laugardalsvellin- um, þá 19 ára. Þá hefur hann einnig ieikið i landsliðinu I körfu- knattleik og blaki. Fram-Iiðið mun byrja æfingar af fullum krafti undir stjórn Antons i febrúar. — SOS ANTON BJARNASON.... hefur tekið við stjórninni á Fram-liöinu. — Mig hefur alltaf langað til að spreyta migl 1. deildarkeppninni, áður en ég legði skóna á hilluna, sagði markaskorarinn mikli frá Selfossi, Sumarliði Guðbjartsson, þegar Timinn hafði samband við hann i gærkvöldi. Eins og menn vita, þá er Sum- arliði mikill markaskorari — hann er skotfastur, hefur yfir góðri skallatækni að ráða, er leik- inn, harðfylginn og eldfljótur. Sumarliöi, sem er 25 ára mun ef- laust banka á landsliðsdyrnar i sumar, þegar hann verður kom-' inn á fulla ferð, því að hann gefur okkar beztu sóknarleikmönnum i 1' deild, ekkert eftir. — Hvers vegna varðFram fyr- ir valinu? — Fram-liðið er afar skemmti- legt liö og I þvi leika strákar, sem ég hef áhuga á að leika með. Ég erþó ekki enn búinn að vinna mér sæti i liðinu, en að sjálfsögðu mun ég leggja hart að mér, svo að það takist, sagði Sumarliði. — Ég þekki Sumarliða vel og það er ekki að efa, að hann kemur til með að styrkja Fram-liðið mikið, sagði Anton Bjarnason, þjálfari Fram, þegar viö ræddum um þennan nýja kraft, sem Fram-liðið á von á. —SOS. GEORGE Kirby hefur verið ráðinn þjáifari 1. deildariiðs Skagamanna. Kirby er ekki óþekktur hér á landi — hann gerði Akranesliðið að Islands- meisturum 1974 og 1975. — Við erum búnir að ganga frá samningum við Kirby, sem er nú við þjálfum i Kuwait, sagði Magnús Kristjánsson, stjórnarmaður IA i stuttu spjalli við Timann i gær. — Kirby kemur hingað i marz og mun hann þá byrja af fullum krafti, sagði Magnús. — Verða einhverjar breyt- ingar á Skagaliðinu? — Nei, allir sömu leikmenn- irnir og léku sl. keppnistima- bil, að Teiti Þórðarsyni und- anskildum, verða með. Þeir eru nú þegar byrjaðir að æfa. - Anton Bjarnason ráðinn til Fram — Byrjar að þjálfa Fram-liðið strax í næsta mánuði Sókndjarfur Selfyssinaur í Fram-liðið JÓN PÉTURSSON... sést hér spyrna knettinum frá marki I leik gegn Valsmönnum sl. sumar. Hermann Gunnarsson sést i vigahug álengdar. — fljótlega", segir Jón Pétursson, fyrirliði Fram-liðsins, sem . hefur brjósklos í hné Svipað hjá Kristni Kristinn Jörundsson, miðherji Fram-liðsins á við svipuð meiðsli að strlða. — Ég hef ekki látið at- huga hnéð nýlega, en ég mun væntanlega gera þaðfljótlega. Ég meiddist á sl. keppnistimabili og þá benti allt til þess, að um brjósklos væri að ræða, sagði Kristinn. fyrirliði Fram-liðsins og landsliðsbakvörður í knatt- spyrnu. Jón hefur fundið til eymsla i hné, eftir meiðsli sem hann hlaut i kappleik sl. sumar. — Það er nú öruggt, að þetta er brjósklos i hné og það þýðir ekkert annað en skurðaðgerð til að fá sig góðan, sagði Jón. — Það getur verið, að þetta sé eitthvað meira. Það var tekin mynd af hnénu nú I vikunni, og i næstu viku liggur ljóst fyrir, hvað þarf að gera, sagöi Jón. Jón mun þvi væntanlega verða frá æfing- um i 5 vikur, eftir uppskurðinn og siðan má búast við að það taki hann drjúgan tima að komast i æfingu á ný. — Ég mun væntanlega fara undir hnffinn fljót- lega, það verður skorið úr því í næstu viku, sagði Jón Pétursson, hinn harðsnúni Enska knattspyrnan — sjá bls. 7

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.