Tíminn - 15.01.1977, Blaðsíða 5

Tíminn - 15.01.1977, Blaðsíða 5
Laugardagur 15. janúar 1977 5 Kynnum í dag og á morgun kl. 2-6 nýjustu gerðirnar af Leyland bifreiðum í stœrsta og glæsilegasta sýningarsal á íslandi að Síðumúla 33. mm.. imM Illlll NÝJAR REGLUR UM TÉKKAVIÐSKIPTI tékka úr þessum flokki og er ástæöa tilaöætla,aö undirrótsé ónákvæmni reikningshafa, einkum þeirra, er tiltölulega ný- lega hafa hafiö tékkaviöskipti. reikninga). Meðalupphæöir þeirra eru miklu hærri. Vanda- mál bankanna meö þessa teg- und er mun minna nú eins og áö- ur segir. Nýjar reglur um tékkaviö- skipti taka gildi á mánudag. 1 fréttatilkynningu frá Seöla- bankanum segir, aö tékkainn- heimta Seðlabankans fyrir bankana veröi 1 aöalatriöum lögð niður. Sam vinnunefnd banka og sparisjóða hefur þó áfram aðstöðu i bankanum og útgáfa lista um misnotkun kem- ur áfram þaðan i samvinnu viö Reiknistofu bankanna, sem í vaxandi mæli mun fylgjast með misnotkun. Fyrsta innheimta innstæðu- lausra tékka verður ávallt I reikningsbanka, hvort sem hann er samtimis innlausnar- banki eða ekki. Hefur reiknings- banki tiu daga til innheimtunn- ar eða til samninga viö viö- skiptamann. Ef reikningsbanki ákveöur að endursenda tékka, annað hvort til innlausnar- banka, ef honum er til að dreifa eöa með þvi að skulda reikning framseljanda, sem tók við and- virði tékkans (innleggstékki), þá verður reikningsbanki að loka reikningi útgefanda. Er öruggt að þetta verður gert og hafa bókunarfyrirmæli bank- anna til Reiknistofu i þessu efni verið samræmd. Innheimta innstæðulausra tékka flyst 1 reikningsbankann, enda slikt rétt, þvi að honum ber að fylgjast með reikningshafa, enda eru tækin til hugsanlegrar óreiðu, tékkaeyöublöðin, komin þaðan. Þá verður lögð miklu meiri áhersla á að skapa samstöðu tékkanotenda og viðskiptaaöila bæði 1 verslunum og bönkum að byggja á persónuskilrikjum. Er ráðlegt fyrir kaupmenn að ræða við starfsfólk sitt um það aug- lýsingaefni, sem Samvinnu- nefndin lætur 1 té næstu vikur. Skilyrði fyrir opnun nýrra reikninga verða hert. Meðal annars verður krafist, að hvers konar félög, sem óska aö stofna reikning, leggi fram vottorð frá Hagstofu eða firmaskrárritara með upplýsingum um fyrir- tækjanúmer, skipun stjórna og prókúruhafa, áöur en tékka- reikningar eru stofnaðir og tékkhefti afhent. Þá er það talsvert áhugamál banka og sparisjóða, að reikn- ingshafar dragi úr útgáfu smá- tékka. Mjög mikilvægt er, að lána aldrei öðum aðila eyðublað úr sinu tékkhefti og gæta þess vel, að þau liggi ekki á glámbekk. Umræddar reglur um tékka- viðskipti eru byggðar á niður- stöðum nefndar, sem nýlokið hefur störfum, en hún var skip- uð fulltrúum dómsmálaráðu- neytis, viðskiptaráðuneytis, bankanna og Sambands Isl. sparisjóða. Vandræðatékkar 1 frétt Seölabankans segir að skipta megi vandræðatékkum i þrjá aðalflokka: Innstæðulausir neytendatékk- ar eru algengasti flokkurinn, en meðalupphæð tékka er oftast innan við 10 þúsund krónur. Tékkaóreiða var i hámarki i lok 1975, en hefur minnkað nokkuð siöan. Gætir þó enn aöallega Er i þessu sambandi ástæða til aö vara menn alvarlega við að gefa út tékka og giska á i leið- inni, hver innstæða er. Mun al- gengt, að fólk gefi út röð tékka án þess að reikna út eftirstöðvar og setjist svo niður, kannski um næstu helgi á eftir, til að reikna út, hvernig staðan er. Tékkum þessum hefur fjölgað hlutfalls- lega undanfariö. Innstæðulaus- um hlaupareikningstékkum hefur hins vegar fækkað veru- lega, þrátt fyrir miklu skjótari bókanir, eftir að Reiknistofa bankanna tók til starfa. Annan aðalflokk innstæðu- lausra tékka má kalla við- skiptatékka (gefnir út á hlaupa- Þriðja flokkinn má kalla tékka, sem gefnir eru út i svik- samlegum tilgangi, sem oft eru falsaðir og/eða innstæðulausir. Afbrigðin eru mörg, svo sem keðjutékkar, tékkar gefnir út á stolin eyðublöð og fleiri. Barátta gegn þeim byggist mjög á sam- starfi banka, viöskiptaaöila, lögreglu og alls almennings að vera á verði gegn þessu fyrir- brigði, einkum með nauðsyn- legri gagnrýni varðandi fram- komu tékkaseljanda og þau per- sónuskilriki, sem sjálfsagt er að krefjast hverju sinni. Aðaleinkenni viöbragða gegn tékkaóreiöu, sem bankar og sparisjóöir hafa haft i frammi undanfarin þrettán ár, er að svokallaðri framseljenda- ábyrgð hefur ekki verið beitt i teljandi mæli. Innheimtu inn- stæðulausra tékka hefur aðal- lega verið beint gegn útgefanda i samræmdri innheimtu, sem Saölabankinn hefur annast fyrir banka og sparisjóöi, einkum á Reykjavikursvæöinu. Fram- seljendur hafa i reynd fengið að halda andviröi innstæöulausra tékka meðan innheimta var reynd hjá útgefanda. Afleiðing- in hefur m.a. veriö sú, aö þess hefur gætt nokkuð, aö viðskipta- aðilar hafa ekki rekið sig á og hafa tekiö tékka gagnrýnislitið. Innlausnarstofnanir hafa sætt sig við að eiga tékka i innheimtu hjá Seðlabankanum. Bankar og sparisjóðir hafa i reynd hlift reikningshöfum við að sæta lok- un reikninga viö misnotkun og hafa talið slikum viðskipta- mönnum það nægileg áminning, að tékkar hafa verið sendir i innheimtuna i Seðlabankann, þar sem útgefandi var skyldað- ur til að greiöa sérstakt inn- heimtugjald á grundvelli heim- ildar i reglugerð. Nam það að jafnaði um 11%. Ef innheimta tókst ekki tiltölulega fljótlega, var það venja að kæra reikningshafa. Má geta þess, að Seölabankinn kærði um 1200 aðila á sl. ári. Þessi fram- kvæmd var stöðnuð. Tékkar hafa aö visu veriö mjög útgengi- legir, en vandanum hefur veriö ýtt til hliðar og óreiöan haldið áfram, en að visu i minnkandi mæli um sinn, eftir þvi sem ætla má, segir i frétt Seðlabankans.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.