Tíminn - 15.01.1977, Qupperneq 7

Tíminn - 15.01.1977, Qupperneq 7
Laugardagur 15. janúar 1977 7 (Jtgefandi Franisóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. RLstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn- arfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Auglýsingastjóri: Steingrfmur GIslason.Ritstjórnarskrifstofur i Edduhúsinu við Lindargötu, sfmar 18300 — 18306. Skrifstofur i Aöal- stræti 7, simi 26500 — afgreiöslusimi 12323 — auglýsinga- simi 19523. Verö i lausasölu kr. 60.00. Askriftargjald kr. 1.100.00 á mánuöi. Blaðaprenth.f., Ný hætta Það hefur um langt skeið verið mikið áhyggjuefni Islendinga, að hóflaus véíði útlendinga á Islands- miðum geti leitt til útrýmingar á fiskstofnunum. Þvi hefur baráttan fyrir stækkun fiskveiðilögsög- unnar verið mesta sjálfstæðismál þjóðarinnar á sið- ari áratugum. Með Oslóar-samningnum, sem gerður var á siðastliðnu ári, náðu íslendingar full- um yfirráðum yfir 200 milna fiskveiðilögsögu. Hér eftir ætti þvi ekki að stafa hætta af ágengni útlend- inga á íslandsmiðum, ef Islendingar gerast ekki of undanlátssamir og hætta að halda vöku sinni. En svo vill oft reynast, að þegar einni hættunni er afstýrt, tekur önnur við. Þess vegna er ekki um neitt lokamark að ræða i sjálfstæðisbaráttunni, heldur er hún ævarandi. Sú hætta, sem nú er fram- undan, er i tengslum við oliuverðhækkunina og af- leiðingar hennar. Af þeim ástæðum fer öll orka si- hækkandi i verði. Fyrir tiltölulega fáum árum, hefði það ekki þótt svara kostnaði að nýta oliu þá, sem menn vissu um að væri undan ströndum Noregs. Nú vænta Norðmenn þess, að þessi olia eigi eftir að gera þá með rikustu þjóðum heims. Fyrir fáum ár- um, voru menn byrjaðir að afskrifa vatnsorkuna og telja frekari notkun hennar ekki svara kostnaði. Þvi dæmi hefur oliuverðhækkunin einnig snúið við. Af þessari miklu breytingu leiðir það, að nú lita er- lendir fjármálajöfrar ónotaða vatnsorku íslands i nýju ljósi. Þó má fastlega gera ráð fyrir, að þessi á- hugi þeirra eigi eftir að aukast. Hér er vissulega ný hætta á ferðum, sem getur átt eftir að reynast þjóðinni eins hættuleg og jafnvel hættulegri en ágengni útlendinga á íslandsmiðum ef ekki er gætt nægrar varúðar i tima. Þegar sækj- ast fjölþjóðafyrirtæki eftir að fá meira og minna viðtæk orkiíréttindi á Islandi. Svissneski álhringur- inn hefur þegar náð hér góðri aðstöðu, og myndi ná hér enn sterkari aðstöðu, ef álbræðslan yrði stækk- uð um þriðjung eða helming, eins og hann mun hafa hug á. Þá hefur hann hug á meiri útþenslu, eins og ætla má á tilboðum hans um tæknilega og fjárhags- lega aðstoð við rannsóknir á möguleikum stóriðju á Austurlandi. Fleiri fjölþjóðafyrirtæki má nefna i þessu sambandi, sem leita hér eftir aðstöðu, og án efa á þeim eftir að fjölga. íslendingar verða að gera sér ljóst, að orkan hér er ekki ótakmörkuð og innan tiðar verður vafalitið svo komið, ef framfarasókn þjóðarinnar heldur á- fram með eðlilegum hraða, að þeir þurfa sjálfir á henni allri að halda. Þá getur orðið erfitt að ná henni úr höndum fjölþjóðafyrirtækja, enda þótt samningar hafi verið gerðir til ákveðins tima. Þeir hafa það þá umfram útlendu útgerðarmennina, sem sendu skip sin á íslandsmið, að hafa bækistöðvar i sjálfu landinu og geta skipulagt þar alls konar þrýstihópa sér til stuðnings. Raunverulegu sjálf- stæði þjóðarinnar gæti orðið hætt i slikri glimu. í þessum efnum má ekki eingöngu hugsa um hagvöxtinn á liðandi stund, heldur um þá framtið, sem á að búa eftirkomendunum. Það á ekki aðeins að vera kapp hverrar kynslóðar að skila betra landi i hendur eftirkomendunum, heldur frjálsu landi og óháðu og það ekki aðeins á pappirnum, heldur i reynd. Þ.Þ. Charles W. Yost, fyrrv. sendiherra hjá S.Þ.: í Margt spáir góðu um næsta áratug Forustuhlutverk krefst ábyrgðar og aga Cyrus R. Vance — væntanlegur utanrikisráöherra Banda- rikjanna. UM ARAMÓTIN hyggja menn aö fortlðinni og hugleiöa hvaö framtiöin beri I skauti sér, meö þeirri von aö heldur verö bjartara umhorfs á nýja árinu en hinu liðna. Og sannleikur- inn er sá, aö á þessu tveggja alda afmæli Bandarikjanna er vissulega nokkurt tilefni til bjartsýni, ekki aðeins fyrir næsta ár, heldur fyrir allan komandi áratug. Þó má ekki gleyma við slikar umþenking- ar aövörunaroröum Barböru Tuchman: „Þaö er aldrei hægt aö fá laukrétta niöur- stööu I reikningsdæmi, sem mannlegir þættir koma inn i”. Þegar litiö er yfir farinn veg má segja, að Bandarikjamenn hafi átt sér eins konar gullöld eftir sföari heimsstyrjöldina, þótt þeir geröu sér þaö ekki ljóst sjálfir. Þeim fannst þeir vera voldugir, hafa háleitan tilgang, og vera á bandi hins góöa I heiminum. Og þessi til- finning var aö nokkru leyti á rökum reist. Bandarlkjamenn höföu komiö sigri hrósandi frá mikl- um styrjöldum i Evrópu og á Kyrrahafi. Þeir höföu stofnað til Marshallaðstoðarinnar og Atlantshafsbandalagsins til aö blása lifi i æöar Evrópu og halda verndarhendi yfir henni. Tækniframfarir þeirra voru byltingu likastar, og þeir nutu svo til stööugrar og vax- andi velsældar i rikara mæli en nokkru sinni fyrr. Þeir nutu stjórnar fjögurra ágætra for- seta — Roosevelts, Trumans, Eisenhowers og Kennedys — sem allir voru mikilhæfir hver á sinn hátt. Þeirra var lang- voldugasti her veraldar, og, sterkasta efnahagskerfiö. Og loks haföi þeim tekizt aö skapa fullt jafnrétti til handa fjöl- mennasta þjóðernisbrotinu i landinu, og koma á geysilegu fátækrahjálparkerfi um Bandarikin öll. En skyndilega reiö yfir eins og holskefla áratugur skakka- falla og álitshnekkis. Misk- unnarlaust, og án frambæri- legra skýringa yfirvalda, rak hver hörmungin aðra: lang- vinnt og tilgangslaust blóöbaö og ósigur I Vietnam, hrörnun hernaöarmáttar og siögæöis, firring æskunnar, þunglama- legt stjórnkerfi rikisins gin- andi auöhringar ógnandi kerfi hins frjálsa framtaks, von- brigöi og heift I fátækrahverf- um stórborganna, hroki og spilling Watergate-manna, bæklað efnahagskerfi, ör- vænting atvinnulausra — sem allt leiddi óumflýjanlega til si- þverrandi sjálfstrausts þjóö- arinnar og siögæöisvitundar einstaklingsins. ÞEGAR þessar hörmungar voru grannt skoöaöar reynd- ust þær af tveimur rótum runnar — sumar voru afleiö- ing af öfgakenndum kröfum og skefjalausri tilætlunar- semi, en aðrar voru af van- stjórn sprottnar. Hvorugt var óhjákvæmilegt, og ennþá er ekki of seint aö bæta úr. Bandarikjamenn veröa aö laga lifnaðarhætti sina aö þvi, sem raunverulega er úr aö spila, og lyfta til vegs fornum dyggðum, en jafnframt þarf viturri stjórnendur, sem hvorki eru háðir hagsmunum rikra né fátækra. Þess vegna verður ekki ann- aö séö, en aö næsti áratugur geti oröið Bandarikjunum gæfurikari en hinn liöni — þó ekki með þvi aö hverfa aftur til hinnar einfeldn- ingslegu sjálfumgleði ára- tuganna eftir heimsstyrj- aldirnar tvær, heldur meö þvi aö aölaga sig skynsamlega aö þeim kröfum sem viö erum farin að skilja aö framtiöin gerir til okkar. Og hvaða af- staöa skyldi henta þjóöinni bezt til að aölaga sig nýjum timum og til aö notfæra sér þá möguleika, sem meö þeim skapast? Vafalaust þrifst þjóöfélag illa án einhvers vaxtar, en þaö gerir því örugglega gott aö þenjastekkiútá öllum sviöum samtimis. Efnahagsvöxturinn veröur aö ráöast af þeim hrá- efnum sem fyrir hendi eru og þeim orkulindum sem bezt henta á hverjum tima, af þverrandi hæfni umhverfisins til aö standast nauögun og rányrkju, — og meö fullu til- liti til þjóöfélagslegra og sál- rænna afleiöinga af sóun og misskiptingu auöæfanna. Stjórnvöld veröa aö endur- heimta viröingu sina og trú al- mennings á heiöarleika þeirra, afkastagetu og rétt- sýni, og vilja til aö bregöast vel viö gagnrýni almennings og afskiptum. ÞESSA lexiu höfum vér lært af reynslu siöasta áratugar — aö vfsu fjarri þvi til fullnustu, en vér munum halda áfram aö læra, ef forystumenn vorir, og þá einkum forsetinn, reynast kjarkmiklir og einaröir. Ef foringjar Bandarikjanna og annarra þjóöa bæru gæfu til að starfa hliö viö hliö I friö- samlegu andrúmslofti næsta áratuginn, kynni að draga úr- þvi skelfilega vigvélakapp- hlaupi sem Bandarikin flækt- ust dómgreindarlaust út i: menn mundu skilja aö sam- vinna þjóöanna er staöreynd en ekki oröaleppur: og þá y röu teknar upp oröræöur i staö á- taka milli austurs og vesturs og noröurs og suöurs. Þaö cr ekkert ómögulegt eöa fáránlegt viö þessar nýju hugmyndir, en heldur ekkert öruggt eöa áþreifanlegt. Mahatma Gandhi var eitt sinn spuröur hvaö honum fyndist um vestræna menningu. Eftir stutta umhugsun svaraöi hann: ,,Ég hygg húnværiekki svo afleit hugmynd”. Ef Vesturveldin, og þó eink- um Bandarikin, hafa hinn minnsta metnaö til annars og meira en tæknilegrar forystu I framtiöinni, veröa þau aö sýna þaö meö fordæmi en ekki fortölum hvað vestræn menn- ing er og hverju hún getur áorkaö sjálfum þeim og öör- um til handa. Forystuhlutverk þjóöarkrefstábyrgöarog aga, og einkum af leiötogum henn- ar. Ef Bandarikin láta sér-þetta tækifæri úr greipum ganga, og halda áfram uppteknum venj- um næsta áratuginn meö þvi aö auka viö mistök hins fyrra, þá kann framtiðin aö bera i skauti sér meiri háska heims- byggö allri en áöur hefur þekkzt. (H.Þ. þýddi)

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.