Tíminn - 15.01.1977, Blaðsíða 11

Tíminn - 15.01.1977, Blaðsíða 11
Laugardagur 15. janúar 1977 Magnús Blöndal Jóhanns- son leikur á pianó. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.30 A seyði Einar örn Stefánsson stjórnar þættin- um. 15.00 i tónsniiðjunni Atli Heimir Sveinsson sér um þáttinn (9). 16.00 Fréttir 16.15 Veðurfregnir. islenzkt mál Jón Aðalsteinn Jónsson cand. mag. talar. 16.35 Létt tónlist frá norska útvarpinu. Otvarpshljóm- sveitin leikur undir stjórn öivind Berghs. • 17.30 Framhaldsleikrit barna og unglinga: „Bræðurnir frá Brekku” eftir Kristian Elster Reidar Anthonsen færðii leikbúning. Þýðandi: Sigurður Gunnarsson. Leik- stjðri: Klemenz Jónsson. —(Aður útvarpað i ársbyrj- un 1965). Persónur og leik- endur i öðrum þætti: Ingi ... Arnar Jónsson, Leifur ... Borgar Garðarsson. Pétur ... Valdimar Helgason. Aðr- ir leikendur: Ævar R. Kvaran, Guðmundur Páls- son, Karl Sigurðsson, Emelia Jónasdóttir, Valdi- mar Lárusson og Benedikt Árnason. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Sjómennska við Djúp Guðjón Friðriksson ræðir við Halldór Hermannsson skipstjóra á Isafirði. 20.00 Göngulög að fornu og nýju Þýskir tónlistarmenn fiytja. Guðmundur Gilsson kynnir. 20.30 „Hænsnaguðinn", smá- saga eftir E vgeni Evtúsjenkó Guðrún Guð- laugsdóttirlesþýöingu sina. 21.10 Tónlist eftir Heitor Villa- Lobos Nelson Freire leikur á pianó. 21.45 Kokkteilboð og bindindi Pétur Pétursson flytur hug- leiðingu. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir. Danslög 23.55 Fréttir. Dagskrárlok. sjónvarp Laugardagur 15. janúar 17.00 Iþróttir Umsjónarmaður Bjarni Felixson. 18.35 Emili KattholtiSænskur myndaflokkur byggöur á sögum eftir Astrid Lind- gren. Sögumaður Ragnheið- ur Steindórsdóttir. Þýðandi Jóhanna Jóhannsdóttir. 19.00 •tþróttir Hlé 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.35 FÍeksnes Norskur gamanmyndaflokkur, gerð- ur i samvinnu viö sænska sjónvarpið. Peningana og lifið. Þýöandi Jón Thor Haraldsson. (Nordvision — Norska sjónvarpiö) 21.00 HjónaspilSpurningaleik- ur. Þátttakendur eru félag- ar i félagi dyravarða i veitingahúsum og eiginkon- ur þeirra. Milli spurninga skemmta Þrjú á palli, Þurlður Siguröardóttir og Ragnar Bjarnason. Stjórn upptöku Andrés Indriðason. 21.55 Hringekjan (Carousel) Bandarisk dans- og söngva- mynd frá árinu 1956. Höfundar Richard Rodgers og Oscar Hammerstein yngri. Aðalhlutverk Gordon McRae og Shirley Jones. Sagan gerist um siðustu aldamót. Ungur maður deyr á voveiflegan hátt. Hann fer til himna, þar sem hann segir ævisögu sina. Þýðandi Ragna Ragnars. 00.00 Dagskrárlok SLWÍ'IL'Il'* 11 • * r Hinrik konungur VIII og konur hans sex Eftir Paul Rival haföi þegar játað sekt sína. Cromwell hafði vafalaust talið honum trú um að dómur hans yrði vægari, ef hann játaði, honum yrði þá hlift við frekari limlestingum og yrði bara hálshöggvinn. Þeir Norris, Brereton og Weston héldu fast við framburð sinn og sögðust allir vera sak- lausir. En þrátt fyrir það voru þeir allir f jórir dæmdir til dauða. Faðir önnu var einn dómaranna, hann óttaðist um líf sitt og hafði því óskað að vera einn þeirra, sem dæma skyldu um mál dóttur hans og sonar. Það var virðulegri dómstóll, sem átti að f jalla um mál systkinanna. Hinrik gat ekki hugsað sér að Anna væri dregin eftir götunum og lýðurinn fengi að saurga hana, með því að horfa á hana. Hinn fimmtánda maí, komu dómararnir saman í Tower. Anna var leidd fyrir þá, hún var stolt og bar sig eins og drottningu sæmdi. Cromwell ákærði Önnu fyrir samblástur og hórdóm. Vitni stað- hæfðu að eitt sinn hefði hún og bróðir hennar verið tvö ein í svef nherbergi hennar, þá hafði Georg sést halla sér yfir konungshvíluna. Howard var einn dómaranna og Percy líka, Percy sá hinn sa'mi, sem eitt sinn elskaði önnu. Dómararnir dæmdu önnu seka, þeir ályktuðu annað tveggja, ætti að brenna hana lifandi eða háls- höggva hana, konungur skyldi ákveða hvor leiðin yrði valin. Howard var fölur, þegar hann las dóminn, Percy yfirbugaðistalveg og varðaðyfirgefa salinn. Anna gekk út, léttum skrefum, hún rétti vel úr grönnum og löngum hálsinum. Georg var leiddur fyrir réttinn. Akæran um að vera hvatamaður um misf erli, virtist hlægileg, og sumir dóm- aranna héldu að Georg yrði sýknaður. En Georg þekkti Hinrik, Georg vissi að hann fengi ekki að halda líf i, hann staðfesti því eigin dauðadóm, eða hefndi sín, með loka- móðgun. Dómararnir staðhæfðu að Georg hefði haft svo móðgandi orð um konunginn, að ekki væri hægt að hafa orð hans eftir, í dómsalnum, í áheyrn f jöldans, sem stóð við réttargrindurnar. Dómararnir hvísluðust á, þannig höfðu þeir yfir smánarorðin, þeir ókyrrðust í sætunum og virtist ekki líða sem bezt. Georg tók þá til máls og sagði: „Ég verðað fá vitneskju um, hvað mér er gef ið að sök". Sakargiftin var skrifuð á blað, sem síðan var rétt að Georg. Dómararnir virtust skelfingu lostnir. Georg sléttaði úr blaðinu og skellihló, er hann hafði lesið. Hann sagði: „Það lítur út fyrir, að ég sé sakaður um að hafa sagt að konungur væri aumur rekkjunautur, þar sem hann sé ónýtur". Dómararnir báru hönd fyrir á- sjónu sína og f lýttu sér að dæma Georg til dauða.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.