Tíminn - 15.01.1977, Blaðsíða 8

Tíminn - 15.01.1977, Blaðsíða 8
8 Laugardagur 15. janúar 1977 Laugardagur 15. janúar 1977 Ingimundur Pétursson f. 16.1. 1925, d. 7.1. 1977. í dag verður jarðsunginn frá Keflavikurkirkju, Ingimundur Pétursson Borgarvegi 22, Y- Njarðvik. Hann var fæddur 16. júli 1925 og þvi aðeins rúmlega fimmtugur, er hann lézt. Hann fæddist að Hauksstöðum á Jökuldal, sonur hjónanna Péturs Guðmundssonar bónda þar og konu hans Aðal- bjargar Jónsdóttur. Fyrstu árin var hann með for- eldrum sinum, en þriggja ára fer hann til frænku sinnar, Guðnýjar Guðmundsdóttur i Heiðarseli i Hróarstungu á Héraöi, og ólst upp i skjóli hennar fram yfir ferming- araldur. Næstu árin vann hann fyrir sér við ýms störf, stundaði meðal annars starf á fiskiskipum nokk- ur ár. Um 1952 kynntist hann eftirlif- andi eiginkonu sinni, Jónu Hjalta- dóttur frá Rútsstöðum i Eyjafirði, dóttur hjónanna þar Hjalta Guð- mundssonar og önnu G. Guð- mundsdóttur. Þau Ingimundur og Jóna hófu búskap i Reykjavik, en árið 1956 fluttu þau til Suðurnesja og bjuggu þar alla tið siðan, fyrst i Keflavik en siöan i Y-Njarðvik þar sem þau mynduðu fallegt og hlýlegt heimili meö börnum sin- um. Þeim hjónum varð fimm barna auðið. Elzt er Sigurdis f. 7.7. 1953, hún er nemandi i ljós- mæðraskóla, gift Hlyn Antons- syni, hann er við nám i Háskóla íslands. Næstur er Sigurbjörn Fædd: 22. febrúar 1893 Dáin: 19. desember 1976. Þann 28. desember s.l. var til moldar borin Þorbjörg Guð- mundsdóttir. Hún var fædd að Tröðum i Staðarsveit 22. febrúar 1893 og hefði þvi orðið 84 ára i febrúar næstkomandi. Þorbjörg var dóttir Oddfriðar Þorsteins- dóttur og Guðmundar Magnús- sonar, bónda að Tröðum og siöar að Landakoti i Staðarsveit. Syst- kinin voru 7, þau Þorgeir, Þor- björg, Magnús, Sveinn, Jenný, Þorgrimur og Vilborg. A lifi eru nú aðeins þau Jenný, Þorgrimur og Vilborg. Fjórtán ára fór Þorbjörg aö vinna fyrir sér, fyrst að Búöum I 4 ár en siðan hjá Thor Jensen i Reykjavík i önnur 4 ár. An efa hafa þessi fyrstu ár Þorbjargar að Búðumog hjá Thor Jensen ver- ið hennar aðalskóli, á myndar- heimilum hjá afbragðsfólki, sem — Guðni f. 25/7, 1955, nemandi i iðn- skóla, heitbundinn Hafdisi Matthiasdóttur úr Keflavik. Svanberg Teitur f. 21.12. 1957, er við nám i fjölbrautaskóla véla- deild. Særún, f. 24/4, 1960, dvelur i foreldrahúsum. Yngstur er Sævar Már f. 21.1. 1963, nemandi i gagn- fræðaskóla. Ingimundur var dagfarsgóður og hið mesta prúðmenni, hann þurfti eins og margir aðrir að mæta ýmsum erfiðleikum á lifs- leiðinni, en ekki heyrðist hann kvarta, gerði jafnan góðlátlegt grfn að vandamálunum og taldi ekki verða auðveldara að sigrast á þeim með þvi að ala með sér á- veitti henni þá uppfóstran og þekkingu, sem kom henni að góö- um notum siðari lifinu, og ómiss- andi voru ungri stúlku á þeim tima, þegar ekki var um auðugan garð að gresja til skólanáms. hyggjur. Hann þurfti i mörg ár að striða við veikindi, en bar þau með þeirri karlmennsku og ró- semd, sem einkenndi hann ætið. Mörg siðustu árin vann Ingi- mundur tvöfalt starf, hann vann við fólksflutninga á Keflavikur- flugvelli og ók einnig leigubifreið á Bifreiðastöð Keflavikur. Hann var virtur og vinsæll hjá starfsfé- lögum sinum, eins og öðrum, sem kynnfust honum, hann tók ætið málstað þess, sem honum fannst hallað á, og virtist alltaf hafa nægan tima til að rabba við þá, sem áttu erfitt, eða ólu með sér áhyggjur, og vildi draga fram ljósu hliðina á hverju máli. Slikir menn eru ómetanlegir sinu sam- ferðafólki á lifsleiðinni. Við vinir og félagar hans mun- um minnast með söknuði margra góðra samverustunda, og erfitt verður að sætta sig við að sjá Ingimund ekki lengur i okkar fé- lagsskap, en örlögin eru oft mis- kunnarlaus, og allir verða að hlita kallinu þegar það kemur, en gott er að minnast orða skáldsins: Þótt likaminn falli að foldu og felist sem strá i moldu þá megnar Guðs miskunnarkraft- ur af moldum að vekja hann aftur. Ég votta eftirlifandi eiginkonu, börnum hans og öðrum ættingjum og vinum innilegustu samúð, við munum öll minnast Ingimundar Péturssonar með hlýjum hug meö þakklæti fyrir kynnin á liðnum árum. Ari Sigurðsson. Að lokinni dvöl hjá Thor Jensen réöst Þorbjörg sem kaupakona norður i Hnausakot i Miðfirði til Rögnvaldar Lindal, bónda þar. Giftust þau árið 1915 og eignuðust 4 börn, Guðrúnu Ragnheiði, Ragnhildi Pálinu, Björgu og Rögnvald. Arið 1920 dó Rögnvald- ur Lindal og varð Þorbjörg þá að bregða búi og koma börnum sin- um fyrir. Fór Guðrún að Foss- koti, Ragnhildur að Haugi, Björg að Dalgeirsstöðum og Rögnvald- ur að Syðri-Reykjum I Miðfirði. Voru þetta allt afbragðsheimili og nutu börnin þess, þótt þau hefðu þurft að sjá af foreldrum sinum. Þorbjörg vann siðan á ýmsum stöðum, dugnaðarkona sem hún alla tið var. A Siglufirði kynntist hún Jóni Arnasyni og eignuðust þau árið 1930 eina dóttur, Hjör- disi,. sem siðan fylgdi móður sinni. Yfir 20 ár vann Þorbjörg hjá þeimheiðurshjónum.Brynjólfi og Kristinu, á Tryggvaskála á Sel- fossi og minnast áreiðanlega margir hins góða matar sem kom úr eldhúsinu á Tryggvaskála þau árinsemÞorbjörg stóð þar og eld- aði. Siðasta áratuginn ilifisinu naut Þorbjörg hvíldar og ástúðar á heimili dóttur sinnar, Hjördisar, og manns hennar, Ragnars, i Hafnarfiröi, að frátöldu siðasta ári, er Þorbjörg vegna vanheilsu vistaðist að Sólvangi I Hafnarfirði i frábærri umsjá lækna og hjúkr- unarliös þar, sem seint verður of- metið. Nú er hún horfin, amma min, yfir móöuna miklu, þangaö, sem við eigum öll eftir að fylgja henni. Frá okkur öllum, systkinum, börnum barnabörnum og barna- barnabörnum, öllum skyldmenn- um, tengdafólki og vinum fylgja kveðjur og þakklæti fyrir allt, sem hún miðlaði okkur Hún var alltaf hrein og bein, ákveðin i skoðunum, öllum glaðlyndari, trúföst og vinur vina sinna. Megi Island eignast fleiri slikar dætur, sem af dugnaði, eljusemi og skyldurækni búa i haginn fyrir komandi kynslóðir. — Hvil hún i friði. Hjartanlega þökkum við auðsýnda samúð og vináttu við fráfall og útför elskulegra foreldra okkar og bróöur Sigurðar Jónassonar Elisabetar Jónsdóttur og Hallgrims Sigurðssonar Hnlfsdalsvegi 1, isafirði. Valgerður Sigurðardóttir, Magnús Jakobsson, Sigrún Sigurðardóttir, Iialldór Friðbjörnsson, Jónas Sigurðsson, Guðrún Lóa Guðmundsd., Hjálmar Sigurðsson, Hulda Helgadóttir, Sigurður Rósi Sigurðsson, Hanna Lára Gunnarsd., Katrin Sigurðardóttir og barnabörn. Guö blessi ykkur öll. Bróðir okkar Þorieifur Jónsson frá Suöureyri, Tálknafirði, til heimilis að Laugarnesvegi 74, verður jarösunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 17. janúar kl. 13.30 Systkinin Þorbjörg Guðmundsdóttir Asgeir Ásgeirsson: „Bóndi minn þitt bú betur stunda þú...” Nokkur afsökun Mér er kunnugt um að nokkrir aðilar, er hafa lesið pistla mina, sem út hafa komið I Timanum nú I haust, undrast slitrótt framhald. Þessu til skýringar, vil ég geta þess, að I nóvember þurfti ég aö snúa mér að ákveðnu verkefni, og vannst ekki timi til að yfirfara fram- haldspistlana, og jafnvel endur- semja, fyrr en nú. Vonandi vekja þessir pistlar ekki nein ill- indi, eins og Styrmir Gunnars- son gerir tilraun með I Reykja- vikurbréfi 13. nóv. s.l., Afi þessa ritara hefði án efa sagt: ,,Ja, velbekomme”,og get ég vel tekiðundir það. Ég vil að- eins geta þess, að ég hugsa ekki og rita ekki flokkspólitiskt, eins og nefndur ritari gerir, þegar hann tekur litinn hluta úr einum af sex pistlum minum, og rang- lega notfærir sér til skitkasts, I pólitiskum tilgangi. Styrmir Gunnarsson, þér er hérmeð al- gjörlega bannaö að nota orö min til áðurnefndrar iðju. Bóndinn að Þorvaldseyri, Eggert Ólafsson, hefur látið blaðamann DB hafa eftirfar- andi eftir sér: ,,Ég get sagt ykkur hversu gott er að gefa heyköggla að 1/2 og súrhey að 1/2. Nytin fer uppl 20 kg og það án alls fóðurbætis. Það þarf anzi mikinn fóðurbæti með þurrheyi til þess að ná þvl, TAFLA I en fóðurbætir er fluttur inn og það liggur I augum uppi, að það er þjóðhagslega ódýrara að vinna þetta hér.” Auðséð er, að þarna talar hagsýnn bóndi, og byggir yfir- lýsingu sina á athugulli eigin reynslu. Hitt er svo annað mál, hvort hlutfallið milli votheys og hey- köggla, sem Eggert nefnir, er það ákjósanlegasta eða ekki, en úr þvi fæst ekki skorið nema með viðamiklum rannsóknum, sem fáir bændur geta staðið að nema að litlu leyti. En slíkar rannsóknir verða ekki vel unnar nema samvinna sé milli „rann- sóknarstofufólks” og búanda, sem er þess meðvitandi hvað i húfi er, t.d. Eggerts. Fyrir jórturdýr er eflaust náttúrlegast, að grasfóðrið taki sem minnstum breytingum frá eðlilegu ásigkomulagi, og það eru einmitt þess vegna sterk rök fyrir votheysgerð, enda hafa þjóðir, sem hafa við minni veðurfarsvandræði að etja en við, tekið þessa grasverkunar- aðferð upp i æ rikari mæli. An þess að geta fært fyrir þvi haldgóð rök, hef ég tilhneigingu til að álita, að allt að 1/3 hluta af heykögglum myndi engin dýr skaða, en fari hlutfallið hærra, get ég látið mér detta i hug, að það mundi hafa „sálræn” áhrif á jórturdýr. En þetta er sem sagt órannsakað, en þarf rann- sóknar með. Asgeir Asgeirsson. Við skulum svo lita eilftið nánar á ráðleggingar Eggerts, bónda á Þorvaldseyri, og styöj- ast við tölur, er ég nefndi i pistli minum 10.10. 1976: Samkvæmt upplýsingum er fyr- ir liggja frá hendi starfsmanna B.t., teljast I dag 125 þús. ha. nýtilegir til fóðuröflunar, og að hver ha. gefi af sér 2800 f.e., eða alls 350 millj. f.e.. Þessar 350 millj. f.e., sem renna stoöum undir islenzkan búnað, er hægt að varðveita á ýmsan hátt, og langt frá, að sama sé hvernig. Til glöggvun- ar ætla ég hér á eftir að reyna að setja þetta upp i mjög einfalda töflu: Nýting Tap Tap umreikn. Erl. orku- gjafi Millj. i millj. f.e. Útsöluv. Erl. kostn. % f.e. i millj. kr. millj. kr. millj.kr. la: velheppnuð súgþurrkun 80 280 70 3080 1849 velheppnuð vallarþurrkun b: Iéleg súgþurrkun 50 175 175 7725 4620 léleg valiarþurrkun 2a: velheppnuð votheysv. 94 329 21 924 555 b: léleg votheysverkun 80 280 70 3080 1849 3a: 1. fl. heykögglaframl. 97 339 11 462 277 2600 2. fl. heykögglaframl. 90 315 35 1540 926 2665 Sennilega er leyfilegt að reikna með, að nefndar 350 millj. f.e. séu 2/3 þess magns fóðurs, er þarf til að mynda þær Tafla 2 afurðir, er búendur þessa lands láta neytendum i té, og þá er ekki fjarri sanni að reikna með að sumarbeit annist 1/3. Verðmæti nefnds fóöurmagns er þvi: 350millj. f.e. aflaðs fóðurs 175millj. f.e. sumarbeit Miðað við verð Miðað við erl. núgildandi á gjaldeyri á fóðurbæti fóðurbæti 15.400m.kr. 7.200 mkr. 9.240m.kr. 4.620m.kr. Samtals: 22.600 m.kr. 13.860 m.kr. Ath: Þessir verðumreikningar byggjastá verðlagiI ágúst 1976. Ekki er úr vegi að velta eilitið nýtir þaðfóður, er hann á kost á, fyrir sér, hvernig hygginn bóndi til framleiðslu búvöru. Tafla 3 Fóðurtegundir Magnhluti Meöalnýtni I. a: þurrhey 2/3 65% sumarbeit 1/3 100% 76,67% b: þurrhey 1/3 65% vothey 1/3 87% sumarbeit 1/3 100% 84,0 % c: þurrhey 1/3 65% heykögglar 1/3 93,5% sumarbeit 1/3 100% ” 86,2% II. a: vothey 2/3 87% sumarbeit 1/3 100% 91,3% b: vothey 1/3 87% heykögglar 1/3 93,5% sumarbeit 1/3 100% 93,5% Nú má enginn, er pistla mina les, skoða það, sem þar er sagt, sem heilagan sannleika, heldur sem sambland fáanlegra upp- lýsinga og eigin hugleiðinga, sem kannski geta orsakað, raun- hæfar umræður, um hve þjóð- nauðsynlegt það er, að bændur geti stundað frumatvinnuveg alls mannkynsins á sem hag- kvæmastan hátt. Að endingu vil ég eindregið taka undir með eftirtöldum mönnum: Alfreð Halldórssyni, Agústi Þorvaldssyni, Agnari Guðnasyni, Hannesi Pálssyni, Eggert Olafssyni og ótal fleiri ónefndum: Bændur aukið vot- heysgerð til verulegra muna, og það á sem hagkvæmastan og hyggilegastan hátt. Umritað 29. desember 1976. G.H.ó. 9 Volkswagen og Auói árgerð 1977 bflasýning verður í sýningarsal okkar að Laugavegi 172 laugard. 15. jan. og sunnud. 16. jan. frá 1 —6 e.h. Þar verða sýndir hinir glæsilegu nýju Zko<ói-bílar Audi 80 LS Audi ÍOO LS Au Al-bílarnir eru frábærir að gæðum og með fullkominn tæknibúnað. — Sjón er sögu ríkari. - Komið, skoðið og kynnist Auói árgerð 1977 V.W. 1200 hefir aldrei verið betri og hagkvæmari í rekstri. Golf fallegur nútímabíll með fullkomnum búnaði. LT sendibíll hagkvæmur og fáanlegur af mörgum gerðum. Voíkswagen OOOO AuAi HEKLAhf Laugavegi 170—172 — Sími 21240 Tónleikar Akranesi GB-Akranesi. — Tónleikar verða haldnir I Akraneskirkju, á vegum Tónlistarfélags Akraness, sunnu- daginn 16. janúar, klukkan 15.00. Flutt verður tónlist úr Ndtna- kveri önnu Magdalenu Bach. Flytjendur eru: Agústa Agústs- dóttir sópran-söngkona, Auöur Ingvadóttir sellóleikari, Helga Ingólfsdóttir semballeikari, Haukur Guðlaugsson orgelleikari og barnakór tónlistarfélagsins, undir stjórn Jóns Karls Einars- sonar og Guðmundu Eliasdóttur óperusöngkonu. Samkoma í Hdteigssókn Arleg skemmtisamkoma fyrir aldraða fólkið i Háteigssókn verð- ur á sunnudaginn 16. þ.m. i veit- ingasal Domus Medica við Egils- götu og hefst meö kaffiveitingum kl. 3 e.h. Meðal þess, sem fram fér, er það, aö Karlakórinn Fóstbræður syngur undir stjórn Jónasar Ingi- mundarsonar og Haraldur ólafs- son lektor, les upp. Einnig kemur kirkjukór Háteigskirkju eins og ávallt áður ásamt organistanum, Marteini H. Friðrikssyni og leiðir almennan söng. Samkomur kvenfélagsins fyrir aldraða i söfnuðinum hafa ávallt verið fjölsóttar. Vænta félagskon- ur þess, að svo verði einnig að þessu sinni. Hóseta vantar á netabát frá Keflavik um mánaðarmótin janúar og febrúar. Upplýsingar i síma 92-2792 og 92-2639. Jörð til sölu Jörðin Sólheimar i Blönduhlið i Skagafirði er til sölu og laus til ábúðar í næstu far- dögum. Nánari upplýsingar veittar i sima 38119 og 72708 frá kl. 7-9 s.d. næstu viku.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.