Tíminn - 04.02.1977, Qupperneq 13
Föstudagur 4. febrúar 1977
13
Í'ií'K'
harmoniusveit Lundúna
leikur „En Saga”,
sinfóniskt ljóB op. 9 eftir
Jean Sibelius / Alicia de
Larrocha og Filharmoniu-
sveit Lundúna leika Pianó-
kosert i Des-dúr eftir Aram
Khatsjatúrian: Rafael
Fruhbeck de Burgos stjórn-
ar.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Veðurfregnir og fréttir.
Tilkynningar. Viö vinnuna:
Tónleikar.
14.25 Miödegissagan: „t
Tyrkja höndum” eftir Os-
waid J. SmithSæmundur G.
Jóhannesson les þýöingu
sina, sögulok (3).
15.00 Miödegistónleikar L
’Oiseau Lyre hljómsveitin
leikur Concerto Grosso op. 8
nr. 11 I F-dúr eftir Torelli:
Louis Kaufman stjómar.
Edith Mathis syngur ljóö-
söngva eftir Mozart: Bern-
hard Klee leikur á pianó.
Maria Littauer og Sinfóniu-
hljómsveitin i Hamborg
leika Polonaise Brillante I
E-dúr fyrir píanó og hljóm-
sveit op. 72 eftir Weber:
Siegfried Köhler stjórnar.
15.45 Lesin dagskrá næstu
viku.
16.00 Fréttir Tilkynningar.
16.15 Veðurfregnir. .
16.20 Popphorn.
17.30 Útvarpssaga barnanna:
„Borgin viö sundiö” eftir
Jón Sveinsson Freysteinn
Gunnarsson isl. Hjalti
Rögnvaldsson les siöari
hluta sögunnar (7).
17.50 Tónleikar. Tilkynningar.
19.35 Þingsjá Umsjón: Kári
Jónasson.
20.00 Tónleikar
a. Fantasia i C-dúr fyrir
pianó, kór og hljómsveit op.
80 eftir Ludwig van Beet-
hoven. Daniel Barenboim,
John Aldis kórinn og Nýja
filharmoniusveitin flytja:
Otto Klemperer stjórnar. b.
,,Wesendonk”-ljóö eftir Ris-
hard Wagner. Régine Cres-
pin syngur með Sinfónlu-
hljómsveit franska útvarps-
ins: Georges Prétre stjórn-
ar.
20.45 Myndlistarþáttur i
umsjá Hrafnhildar Schram.
21.15 Konsert i D-dúr fyrir
trompet, tvö óbó og tvö
fagott eftir Johann Wilhelm
HertelJohn Wilbraham og
félagarúrhljómsveitinni St.
Martin-in-the-Fields leika,
Neville Marriner stjórnar.
21.30 útvarpssagan „Lausn-
in” eftir Arna Jónsson
Gunnar Stefánsson les (14).
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir Ljóöaþátt-
ur Umsjónarmaður: Njörö-
ur P. Njarðvik.
22.40 Afangar Tónlistarþáttur
sem Asmundur Jónsson og
Guöni Rúnar Agnarsson
stjórna.
23.30 Fréttir. Dagskrárlok.
sjónvarp
Föstudagur
4. febrúar
20.00 Fréttir og veöur
20.30 Auelvsinear oe daeskrá
20.35 Prúöu leikararnir. Leik-
brúöurnar bregöa á leik
ásamt söngvaranum og
leikaranum Charles Azna-
vour. Þýöandi Þrándur
Thoroddsen.
21.00 Kastljós Umsjðnarmaö-
ur Guðjón Einarsson.
22.00 t návist lifsins (NSra
livet) Sænsk biómynd frá
árinu 1958. Leikstjóri Ing-
mar Bergman. Handrit Ulla
Isaksson. Aöalhlutverk Eva
Dahlbeck, Ingrid Thulin og
Bibi Anderson. Myndin ger-
ist á fæðingardeild. Þar
liggja þrjár konur, sem eiga
viö ólik vandamál að stríöa.
Þýðandi Dóra Hafsteins-
dóttir.
3.20 Dagskrárlok
Hinrik konungur VIII
og konur hans sex
Paul
Cromwell? Aðathuguðu máli sætti Hinrik sig svo við
örlög sín, að sinni. Að öllu athuguðu, hví skyldi hann
senda þessa konu frá sér? Hún svaf hl jóðlega, sín megin
i rúminu og á daginn, sá hann hana sjaldan. Hverja ætti
hann að setja í hennar stað, þegar hún var á brott?
Hestasveina sína, ef til vill eða þá Tom litla Culpeper?
Hvar átti hann líka að leita annarra manna til að þjóna
sér? En Hinrik þurfti ekki að leita þeirra, þeir gáfu sig
sjálfir fram, það voru þeir Howard og Gardiner. Þeir
höfðu ráðagerð sína fullbúna, þeir voru búnir að undir-
búa aðferðina, til að fagna Hinrik. Þetta var einföld
gildra, hvorki biskupinn né hermaðurinn höfðu auðugt
ímyndunarafI. Þeir fóru ruddar brautir, þeir gátu sagt
sér sjálfir að þegar fimmtugur maður er haldinn lífs-
leiða, þá er lagleg stúlka bezta lækningin. Þá læknisað-
ferð þekktu þeir báðir, svo var þvottastúlku Howards
fyrir að þakka og hinum tveim ungu stúlkum, sem
Gardiner lét klæðast þjónsklæðum. Þeir leituðu að nýrri
konu handa Hinrik.
Howard svipaðist um innan sinnar eigin fjölskyldu,
Hinrik hafði eingöngu elskað konur af þeirri ættþað kyn
virtist honum ómótstæðilegt, þannig hafði líka verið um
aðra ættingja konungs. Margrét Douglas, frænka Hin-
riks hafði gif zt bróður Howards og Richmond haf ði valið
einkadóttur hans. Howard sá nú eftir að Richmond hafði
f engið dóttur hans, hann hefði átt að sjá f yrir að Hinrik
yrði ekkjumaður og geyma dóttur sína, þar til þann
vanda bar að. Nú sá hann þá skyssu, en hvað gat hann
gert? Ekki gat hann boðið konungi ekkju Richmonds,
tengdadóttur konungs.
En Howard átti systurdætur, bæði Wyatta og Bryana.
En þær áttu allar bræður og feður, hættan lá f því að þær
gerðu uppreisn síðar meir, gegn frænda sínum og vel-
gjörðarmanni. Howard mundi vel ófyrirleitni önnu
Boleyn, hann ákvað því að munaðarleysingi væri æskileg
astur. Ættin átti af nógu að taka og Howard stóð til boða,
það sem hann þarfnaðist. Afinn, Howard, hafði átt
fimmtán börn í tveim hjónaböndum, sem höfðu svo
margaldazt. Sumir hinna yngri sona höfðu ekki verið
heppnir, einn bróðir Howards hafði lent í fátækt, en getið
tíu börn, sem f jölskyldan varð að ala upp. Howard hafði
neyðzt til að taka að sér uppeldi þessara bróðurbarna
sinna. Þau höfðu alizt upp í sveit, undir lítilf jörlegri um-
sjón seinni konu Howards gamla. Sú elzta þessara tíu
‘systkina var látin heita Katrín, í virðingarskyni við hina
látnu drottningu. Hún var nú orðin átján ára, dökkhærð
og aðlaðandi, hár hennar var hrokkið, augun skær, nef ið,
lítið arnarnef og munnur hennar var stór og rauður. Hún
var dálítið lík önnu frænku sinni, en einfaldari í sniðum
og laus við alla galdra. Hinrik var orðinn fimmtugur og
lífsreyndur, hann var búinn að missa áhuga fyrir töfra-
brögðum. Howard og Gardiner, fóru í eigin barm, er þeir
drógu ályktanir um hugarfar Hinriks og hið veðurbitna
hjarta hans.
Katrin bjó ekki lengur í sveit. Þegar munaðarlaus
stúlka er orðin átján, er kominn timi til að hún færi að
líta í kring um sig, vinna f yrir sér og ná í eiginmann, þá
er sjaldan að finna í sveitaköstulum. Howard hafði því
komið með Katrínu til hirðarinnar, þar fékk hún stöðu
sem hirðmey, hún þjónaði til skiptis, konunni f rá Cleves,
eða Maríu prinsessu. Það mátti segja að María yrði
skorpnari, með hverjum degi. Útlit beggja þessara hefð-
arkvenna, varð til þess að menn sáu betur æskublóma
Katrinar, þegar hún lagfærði kórónu eða slæður þeirra,
eða þá bar slóða þessara kvenna, Katrín þekkti fátækt-
ina, hún hafði því augun opin og dorgaði fyrir aðdáend-
ur, hún gerði það af stakri háttvisi, hún var að hugsa um
framtiðina. Hún stillti metorðagirnd sinni í hóf, hún
vissi vel að voldugir aðalsmenn kvænast ekki fátækum
stúlkum, mæður þeirra eru alltaf á næsta leiti til að
koma í veg fyrir slíkt. Henni leizt ekki á hina öldruðu og
auðugu aðalsmenn, hana dreymdi um f jörlegan, vel upp
alinn pilt, í sæmilegu starfi, sem helzt hefði vonir um
frekari frama. Hún athugaði hestasveina konungs,
einkaþjóna hans og fyrrverandi rekkjunauta. Tom Cul-
peper og Katrín voru systkinabörn, henni leizt vel á hann
og hann var sama sinnis. Þau sáust oft á dag, hann þjón-
aði konungi, en hún prinsessunum. Þau drolluðu og léku
sér í forsölum hallarinnar og á kvöldin dönsuðu þau
saman. Hinrik og sjálfum þeim til skemmtunar. Tom
fann að Katrínu geðjaðist að honum, hin móðurlausa
Katrín var engin tepra, en þeim var ekki enn orðið Ijóst,
að þau elskuðust, þau leyndu tilf inningum sínum. Tom
var orðinn vel að sér í ástarbralli, þar við hirðina og
Katrín bjó yfir kvenlegri kænsku.
Það var Howard, sem vakti athygli Hinriks á henni,
Hinrik virti hana fyrir sér, gætilega í fyrstu, eins og
hann væri að skoða skemmtilegt og fallegt dýr, alveg
eins og hann fylgdist oft með Tom Culpeper. Hlátur
hennar var hljómfagur, Hinrik hlustaði á þennan hlátur
og naut þess, eins og tónlistar. Hann ómakaði sig varla til
að athuga andlit hennar, hann vissi að hann var of gam
all til að laða hana að sér, en hann tafði oft i herbergi
önnu eða Maríu, aðeins vegna ánægjunnar af að horfa á
Katrínu. Hún hafði ákveðnari skoðanir en hann og hug-
myndir hennar um líkamlegt samband kynjanna, voru
mjög fábrotnar. Hún skynjaði tilfinningar hans, hún
gerði sér leik að því að snerta hann, eins og af tilviljun og
hló með sjálfri sér, vegna þess að Hinrik varð vand-
ræðalegur, síðan endurtók hún leikinn. Hann var kon-
ungur og hræðilegur maður, þegar hún var barn að aldri,
hafði henni verið sögð saga önnu frænku hennar,
Katrín hafði oft hugsað um það ástarævintýri. Þegar
hún var tólf ára haf ði hún séð ömmu sína og f öðursystur
gráta örlög og dauða önnu Boleyn. Henni fannst gaman
að geta orkað truflandi á mann, sem hafði blóð konu á
samvizkunni. Hún hafði ætíð gert sér hann í hugarlund,
sem f ríðan og voldugan, en hann var bæði Ijótur og feit-
ur, með lafandi kinnar, hann var útskeifur og studdist
viðstaf. Henni fannsthann hlægilegur, en hún gætti þess
að fela brosið...það var ekki hættulaust að hlægja að Blá-
skegg. Hún gaf honum mátulega undir fótinn til að gera
sjálfa sig óttaslegna, það fannst henni gaman. Hún velti
því fyrir sér hvort hann myndi enn eftir önnu frænku
hennar, hún skoðaði málverk af önnu og reyndi að likj-
ast henni, hana langaði til að hefna hennar. Hún hafði
gaman af að sjá þegar Hinrik varð lítið á þessa nýju
önnu, þá varð hann píreygður og lokaði svo augunum af
óbeit. Stundum þegar Tom kom inn, þá þóttist hún ekki
sjá hann, en hélt áf ram að beita brögðum sínum við kon-
unginn. í augum Katrínar var Bláskeggur aðeins hrika-
legur aðdáandi eða gömul leikbrúða, sem hún notaði til
að hvetja manninn, sem hún var hrifin af.
En hún brenndi vængina, því sá dagur rann upp, að
Howard föðurbróðir hennar tók hana afsíðis og sagði
henni að Hinrik elskaði hana og að hún ætti að verða
drottning, að þrem mánuðum liðnum.Henni varð hugsað
til Toms, en þorði ekki að minnastá hann. Howard horfði
á hana, þungur á svip, þá skildist henni að hún hafði
verið f jötruð og átti sér ekki undankomu von.
Það var farið með hana til Gardiners, þess lausláta
biskups, honum var sú list lagin að f lækja ungar stúlkur.
Hann talaði alvarlega við hana, um skyldur hennar sem
kaþóskrar konu, hann sagði henni að það væri á hennar
valdi að frelsa England, að koma landinu aftur til réttr-
„Sex læri. Ég heföi viljaö sjá
þenna kjúkling, þegar hann var á
lífi.”
DENNI
DÆMALAUSI