Tíminn - 11.03.1977, Blaðsíða 10

Tíminn - 11.03.1977, Blaðsíða 10
10 liiSJ'Í! Föstudagur 11. marz 1977 Stefán Jónsson, prentsmiðjustjóri: Órofasamband er milli launa og verðs á inn- lendri framleiðslu og þjónustu. Einnig vaxta og raungildis sparifjár. Flestummun íjóst, aö hækki laun i krónutölu þá hefir slik hækkun hliöstæö áhrif á útselda vinnu og þjónustu, enda væri eitthvaö bogiö viö okkar veröákvaröanir ef ekki þyrfti aö selja vinnuna á þvi veröi, sem launin segja til um. Hiö sama er aö segja um innlenda framleiöslu aö þvi er launa- kostnaöarliöinn i framleiöslu- veröinusnertir. Gildir þetta jafnt um landbúnaöarvörur og innlend- ar iönaöarvörur þótt launaliöur- inn sé mishár i hinum ýmsu framleiösluvörum. Innflutt hráefni og fullunnar innfluttar vörur eru hins vegar ekki samtvinnaöar innlendum launum, þó geta innlendar gengisbreytingar, flutnings- kostnaöur og aöflutningsgjöld aö sjálfsögöu haft nokkur hækkunar- áhrif á hinar innfluttu hækkanir. Eru fjölmiðlar hlutlaus- ir i verðlagsmálum? Þegar vörur og þjónusta hækk- ar i veröi, miöaö viö krónutölu, þá þykir fjölmiölum slikt talsvert fréttnæmt og oft tæpast talin ástæöa til aö greina frá ástæöum. Vitaö er þó, aö allar hækkanir á vöru og þjónustu eru aöeins af- leiöingar af orsök, sem áöur hefir átt sér staö, annaö hvort innan- lands eöa erlendis. Um innlendu hækkanirnar er vitaö, aö orsökin er oftast launahækkunin sem aö sjálfsögöu verkar beint á inn- lenda framleiöslu og þjónustu, þótt þess sé sjaldan getiö. Miöaö viö kjarasamningana, sem geröir voru i marz 1976, hækkuöu laun almennt frá marz 1976 til marz 1977 eöa á 12 mánuöum um ca. 38%. Hækkun þessi átti sér staö i 6 áföngum. 1 þeimtilfellum, aö yfirgreiöslur launa hafi hækkaö hlutfallslega meira en föstu launin, t.d. vegna vaxandi eftirspurnar eftir vinnu- afli, þá getur launahækkunin far- iö talsvert yfir almennu hækkun- ina eöa áöurgreind 38%. Mér er ekki kunnugt um, aö fjölmiölar hafi sagt frá þessum launa- hækkunum eins og öörum hækkunum, þótt vitaö sé, aö þar er frekar um aö ræöa orsök en af- leiöingar af innlendri hækkun á vöru og þjónustu. Þessi þögn fjöl- miölanna um launahækkanir, viröist mér hvorki hlutlaus né málefnaleg. Vera má aö verö- lagsyfirvöldin eigi einhverja sök á þessu, en hver sem ástæöan er, þá er eitt vfst aö rétt og itarleg frásögn f jölmiöla um þær ástæöur er valda hinum tiöu hækkunum nauösynja, geta aukiö skilning manna á hinni skaölegu verölags- skrúfu. Hver er aðstaða verð- lagsyfirvaldanna gegn verðhækkunum? Núverandi verölagsstjóri hefir fariö inn á nýtt sviö tilheyrandi veröákvöröunum, sem er aö tor- velda innlenda möguleika til aö nota sér hækkunarmöguleika á erlendum vörum. Er slikt lofs- vert, enda ljóst, aö verö- ákvaröanir sem takmarkast viö Islenzka lögsögu, ná i vissum til- fellum of skammt. Hitt er svo annaö mál, aö deila má um viss innlend framkvæmdaratriöi i sambandi viö veröákvaröanirn- ar. Skal hér nefnt eitt atriöi. Ýmsir aöilar sem fara meö veröákvaröanir, hafa oftast rika tilhneigingu til aö fresta eins lengi og mögulegt er ýmsum þeim hækkunum sem ekki veröa umflúnar. Gildir þetta jafnt um hækkunaráhrif launa og hinar innfluttu rekstrarvöru. Þetta hefir I för meö sér.aö hækkunar- þörfin gleymist i bili. Er hækkun- in slöan kemur, getur hún oröiö hærri fyrir þaö aö draga saman margar orsakir og jafnvel sé oröin þörf á þvl aö bæta fyrir rekstrarhalla á biötlmanum. Þá hefir slikt og þau alvarlegu áhrif, aö launþeginn segir, nú þarf ég aö fá kauphækkun til aö mæta um- ræddri hækkun nauösynja. Þetta getur átt sér staö þótt löngu feng- in kauphækkun sé orsökin fyrir vöruhækkuninni. Slikt getur þvi skapaö rangan og óraunhæfandi þrýsting á veröbólguskrúfuna. Aörar eru þeirrar skoöunar aö áhrif launahækkana eigi strax aö koma fram I verölaginu, séu slik hækkunaráhrif ekki umflúin, enda meö sliku fyrirbyggt aö or- sök og afleiöing séu aöskildar. Ef veröhækkanir nauösynja eru birt- ar samtlmis þeim launahækkun- um, sem valda vöruhækkuninni, þá er minni hætta á aö menn láti blekkjast af hreinum veröbólgu- leikjum á sviöi veröiagsmálanna. Þá eru meiri likur til þess, aö menn geri sér ljóst aö verölagsyf- irvöldin hækka aldrei verö á inn- lendri vöru og þjónustu nema aö orsökin sem hækkuninni veldur, sé áöur fyrir hendi. Stefán Jónsson lega gert, ef réttum og stööugum áróöri er beitt gegn hinum heima- tilbúnu veröbólguleikjum. Skipti á vöxtum og raungildisálagi spari- fjár Hér aö framan eru tilgreindar opinberar upplýsingar frá al- þingis- og bankaráösmanni um hina stööugu raungildis-rýrnun á sparifé manna, sem I rikum mæli snertir llfeyrissjóöi, aöra tryggingarsjóöi og sparifé lág- launamanna barna og aldraöra. Þessar upplýsingar Jóns Skafta- sonar beina þvi hugum manna aö nýjum leiöum I glimunni viö veröbólgudrauginn. Hér vil ég nefna eina: Væri ekki athugandi, aö hætta aö greiöa sparifjáreigendum vexti. En I staöinn fyrir vextina kæmi raungildisálag á sparifé og annaö hliöstætt innstæöufé i bönkum og lánasjóöum. Slikt Hins vegar mætti sennilega víö- hafa sömu blekkinguna meö þungamælinn og verömælinn, t.d. meö þvi, aö fækka þungaeining- um I kilóinu um nokkur hundruö grömm á ári, en halda þó áfram aö tala um klló og lækkun á þvi I samræmi viö raungildisskeröingu þess. t sliku ætti sér staö sama blekkingin og notuö er i kaup- gjaldsmálunum, þegar talaö er um kauphækkun án möguleika á raungildisauka. Launajöfnuöur getur aö sjálf- sögöu átt sér staö án raungildis- rýrnunar á verömæli eöa þyngdarmæli. Þetta veit bæöi stéttarvaldiö og rikisvaldiö þótt hvorugt hafi kjark til aö fram- kvæmaréttlátan launajöfnuö, t.d. meö þvi aö hækka aö raungildi lægstu launin. Fyrir all mörg- um árum skrifaöi einn framá- maöur alþýöusamtakanna at- hyglisveröa blaöagrein á sinum dánarbeöi. Efni þessarar greinar var eins konar heilræöi til Al- þýöusambands Islands. Þau heil- V er ðtry gging sparif i ár Er verðtrygging á kaup- afgangi manna ekki kjaramái? Fyrir fáum dögum flutti Jón Skaftason alþingismaöur merka ræöu um meöferö sparifjárins, eöa þess kaupafgangs sem margir vilja varöveita til geymslu en Jón Skaftason á sæti I bankaráöi Seölabankans og þekk- ir staöreyndirnar I umræddu máli. Upplýsingar Jóns um geymslu þeirra aura er menn spara af kaupi slnu voru nieöal annars þessar: 1971 voru raunvextir sparifjárs neikvæöir um 5% 1972 voru raunvextir sparifjárs neikvæöir um 9% 1973 voru raunvextir sparifjárs neikvæöir um 19% 1974 voru raunvextir sparifjárs neikvæöir um 23% 1975 voru raunvextir sparifjárs neikvæöir um 18% Mér skilst aö sllk meöferö á sparifé þýöi meiri upptöku á sparifé manna en margir gera sér grein fyrir. Vil ég þvl til staö- festingar nefna dæmi. Hugsum okkur verkamanna sem átti kr. 100 þúsund I ársbyr jun 1971. Fyrir þessa peninga gat hann þá keypt tvo gagnlega hluti ef hvor kostaöi kr. 50 þúsund. Hann geröi þetta ekki, en ákvaö aö ávaxta aurana I 5 ár og kaupa aö þeim liönum hina tvo umræddu hluti, enda heföi hann þá þennan tekjuafgang sinn ásamt vöxtum og vaxtavöxt- um milli handanna. Á s.l. ári ákveöur hann svo aö nota þessa ávöxtuöu aura og nota sér þann munaö aö kaupa sér hlutina tvo, sem hann af ráödeild frestaöi aö kaupa 1971. En hvaö hefir skeö? Er hann kaupir þessa tvo hluti, þá vantar hann kr. 5.000,- til aö greiöa annan hlutinn en fyrir and- viröi hins er enginn eyrir til eftir geymsluna I opinberum banka. Þannig hefir fariö um raungildi þessa sparaöa kaups, en meö þessu er máski ekki öll sagan sögö, þvl ef hlutirnir tveir heföu á þessum 5 árum hækkaö i krónu- tölu I hlutfalli viö ýmsar þær vörutegundir sem mest hafa hækkaö þá er hætt viö aö raun- gildi hins sparaöa kauphluta hrykki skemmra fyrir öörum hlutnum en aö framan greinir. Margir tala um svokallaöa kauptryggingu launa, og benda þá oftast á þá leiö, aö nota verö- lagsvisitölu til slikra hluta, þótt hún sé I eöli sinu veröbólgu- skrúfa, nái ekki til sparaöra launa og bókstaflega hindri launajöfnuö og margvislegt jafn- rétti á hinu viötæka sviöi launa- málanna. Aö ekki sé nú talaö um, aö umrædda visitölulausn má gera aö engu meö skattamálum og öörum hagstjórnartækjum, sem eru I höndum hins opinbera. Verðbólgudraugurinn og visitölukerfið Veröbólgudraugurinn er nú oröinn rúmlega 30 ára aö aldri hér á landi. Vlsitöluguöinn er og álika gamall hér. Visitöluskrúfan hefir til þessa átt drjúgan þátt I fæöuöflun fyrir veröbólgudraug- inn. Mörgurn þykir I reynd vænt um þetta hvort tveggja, þótt fáir vilji viöurkenna slikt I reynd. Fáir ræöa og um þaö I alvöru, aö láta drauginn og visitöluguöinn ná til hinna spöruöu launa. Ætti þó flestum aö vera ljóst, aö tima- takmörk hljóta aö vera fyrir þvi, aö opinberar lánastofnanir hafi rétt til aö „stela” i rlkum mæli raungildi hinna spöruöu launa og gefa þaö einhverjum öörum, þar á meöal veröbólgubröskurum sem engan þarflegan atvinnu- rekstur stunda. I átökunum viö draug, duga lft- iö sömu úreltu glimutökin. Ef áfram veröur trúaö á visitölu- guöinn er þá ekki timi til kominn aö láta hann ná til hinna spöruöu launa, þaö er sparifjárins. Gæti slikt ekki þýtt, aö ýmsir yröu aö stokka upp sin veröbólguspil. Kaupmáttur launa og raungildi þess verömætis, sem fyrir vinnu manna er greitt, er vitanlega aöalatriöiö, en ekki slfelldur leikaraskapur meö krónuræfilinn okkar, t.d. umfram þaö sem tiök- ast hjá okkar viðskiptaþjóöum. Hvers vegna ekki aö fylgja for- dæmi þeirra I takmörkun verö- bólgunnar? Slikt getum viö vitan- álag yröi i framkvæmd fært og tilgreint I svipuöu formi og nú á sér staö meö vextina bæöi varöandi innlán og út- lán. Slikt þýddi, aö allir, sem leggja fé I tryggingarsjóöi, banka og aörar lánastofnan- ir fengju fé sitt til baka I fullu raungildi, en án vaxta, en vaxta nafniö hefir um langt árabil veriö falskt orö. Þeir sem fá spariféö aö láni þurfa enga vexti aö greiöa, og geta þvi sparaö sér allt tal um of háa vexti. Hins vegar standa þeir frammi fyrir þeirri staö- reynd aö geta ekki fjárfest I skjóli þess aö aörir greiöi stóran hluta af fjárfestingunni. Framangreint getur þýtt, svo fá dæmi séu nefnd: 1. Hætt veröi aö fjárfesta lánsfé I stóru húsi I þeirri vissu aö geta greitt and- viröi hússins meö litlu her- bergi. 2. Hætt veröi aö fjár- festa lánsfé i stóru skipi I von um aö geta greitt skipiö meö trillu. 3. Hætt veröi aö fjár- festa lánsfé I dýrum naut- gripum eöa hestum I þeirri vissu aö greiöa megi meö kálfum eöa folöldum. 4. Hætt veröi aö kaupa óverötryggö skuldabréf meö miklum afföllum I þeirri von aö greiöa þau meö litlum krónu, sem fengnar séu aö láni. Þannig mætti halda áfram aö telja þætti og leiki veröbólgumannanna. Aö ekki sé nú talað um siöferöisþætti verö- bólguleikjanna, sem margir snerta réttarfarsmálin þvi flest alvarleg lagabrot byggjast á þvi aö fá peninga fyrir litiö eöa ekk- ert I skjóli veröbólgunnar. Krónutölufjölgun án verðgildisauka er blekk- ing Menn tala um kauphækkun i því formi, aö fjölga krónunum, þótt fyrir liggi aö raungildi krónunnar rýrni I hlutfalli viö krónutölu- fjölgunina. Slikt er vitanlega aug- ljós blekking. Ef kaupmáttur launa vex ekkert er vitanlega ekki um neina kauphækkun aö ræða. Krónan er ekki sams konar mælir og kilóiö I þungamálinu. ræöi voru efnislega þrjú, eöa þessi: 1. Aö auka fræðslustarf- semina og áróöurinn fyrir mál- efnaleguréttlætiikjaramálum. 2. Aö vinna aö þvl aö semja nothæfa launaskrá fyrir flest störf I þjóö- félaginu, t.d. I llkingu viö þá er opinberir starfsmenn höföu þá I smíöum. 3. Aö finna rétt og þing- ræöislegt form fyrir auknu miö- stjórnarvaldi samtakanna. Ef Alþýöusamband Islands heföi haft þessi heilræði I huga á liönum árum, er ekki vist aö raungildiö heföi lent I þeirri lægö, sem þaö nú er I á flestum sviöum I okkar þjóöfélagi. Mikla blindu þarf til þess aö halda, aö efna- hagslegu- og þingræöislegu sjálf- stæöi okkar veröi lengi viöhaldiö úr þessu, ef ekki næst samkomu- lag um aö hefja raungildi hlut- anna nær öndvegi en nú er. Að lokum þetta Við íslendingar erum talsvert vel settir meö fjölmiöla, og eru áhrif þeirra oröin mikil. Ef þeir beittu áhrifum sinum meir en nú er I þjónustu r-ungildis og jafn- réttis á öllum sviöum þjóölifsins, þá ætla margir aö von sé á batn- andi timum. Slik breyting á starfi fjölmiölanna myndi spara mikiö kjaftæöi um hiö gagnstæöa, bæöi I launamálum, verölagsmálum, skattamálum, forréttindamálum hópa, fjármálum og réttarfars- málum, svo nokkur atriöi séu nefnd. Þá myndu og falla I skugg- ann tilraunir til atkvæöaveiöa sem ekki heföu stoö i raungildi. Fyrir nokkrum árum sagöi vin- ur minn I prestastétt þessi orö: „Viö prestarnir þurfum stundum aö tala án þess aö hafa mikiö efni til aö tala um, en slikt skaöar eng- an ef viö misbjóöum ekki neinu raungildi.” Ef fjölmiölarnir, rlkisvaldiö, stéttarvaldiö ofl. áhrifaaöilar I okkar þjóöfélagi vildu nota sitt málfrelsi meö þeirri varúð og viröingu fyrir raungildinu, sem felast I orðum prestsins, þá væri ekki vonlaust um, aö blekkinga- hjaliö kæmist á undanhald fyrir raungildinu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.