Tíminn - 11.03.1977, Blaðsíða 11

Tíminn - 11.03.1977, Blaðsíða 11
WíliiSSllÍ Föstudagur 11. marz 1977 11 tJtgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn- arfulitrúi: Freysteinn Jóhannsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur GIslason.Ritstjórnarskrifstofur I Edduhúsinu viö Lindargötu, simar 18300 — 18306: Skrifstofur i Aöal- stræti 7, simi 26500 — afgreiösluslmi 12323 — auglýsingá- ' slmi 19523- Verö I lausasölu kr. 60.00. Askriftargjald kr. 1.100.00 á mánuöi. Blaöaprenth.f., ■■^■■■■■■^"......................... .m. K Tvær öndvegissúlur Meðal þeirra, sem sendu sambandi islenzkra samvinnufélaga kveðju i tilefni af 75 ára afmæli þess, var Björn Jónsson, forseti Alþýðusambands íslands. í kveðju hans sagði á þessa leið: „Þegar islenzk alþýða tók að rétta úr kútnum á ofanverðri 19. öld og leita leiða til að hefja sig úr örbirgð og leysa sig úr viðjum frumstæðra fram- leiðsluhátta, urðu straumar risandi jafnaðar- stefnu og samvinnuhugsjóna erlendis henni lýs- andi fordæmi og hvatning til dáða, og héldust i hendur við þá þjóðfélagsþróun sem þá var i mótun. Islendingar voru þó enn fyrst og fremst bændaþjóð og þvi varð sú raunin að bændurnir riðu á vaðið og ruddu samvinnustefnunni brautina. Þegar Alþýðusambandið var stofnað fyrir 60 ár- um, kom glöggt fram það álit forystumanna þess, að „samvinnuhreyfingin hafi i mörg ár verið eina ljósið, sem lýst hafi i náttmyrkri framfaraleysis- ins hér á landi.” Verkalýðshreyfingin hefur þvi á- vallt kunnað að meta gildi samvinnuverzlunar i baráttunni við harðsnúið yfirstéttarauðvald og sums staðar haft forgöngu um að koma henni á fót en annars staðar stutt hana með ráðum og dáð.” í niðurlagi kveðju Björns segir á þessa leið: „Ekki leikur á tveimur tungum, að verkalýðs- hreyfingin og samvinnuhreyfingin eru, og hafa verið, þær tvær öndvegissúlur sem borið hafa uppi það velferðarþjóðfélag, sem hér hefur þróazt á þessari öld. Báðar hafa þessar voldugu mann- félagshreyfingar orðið stórveldi hvor á sinu sviði, og það svo, að þeim væri fátt það ómáttugt sem með skynsemi mætti kalla mögulegt til að efla hagsæld islenzks þjóðfélags, samfara jöfnuði og útrýmingu fátæktar, bæru þær gæfu til þess að renna i einum farvegi og virkja allt það reginafl fjöldans, sem að baki þeim býr. Fyrirrennari minn i starfi, Hannibal Valdimars- son viðhafði þau ummæli fyrir áratug siðan, að verkalýðshreyfingin og samvinnuhreyfingin væru alsystur, sem ættu að styðja hvor aðra og styrkja. Ég er þvi sammála og vona að sú verði skoðun for- ustumanna Alþýðusambandsins um ókomin ár. Yngri systirin óskar hinni eldri nú á þessu merkis- afmæli hennar gifturikrar framtiðar og réttir henni systurhönd til sameiginlegra átaka fyrir is- lenzkar alþýðustéttir i átt að markinu: eflingu þjóðfélags frjálsborinna manna sem skipuleggja lif sitt og atvinnuvegi i samvinnu og bróðemi.” Valddreifing Nokkrar umræður hafa orðið um það á Alþingi, hvort rétt sé að draga úr hinum sivaxandi umsvif- um rikisins, en auka i staðinn verksvið sveitar- og bæjarfélaga. Tilefnið er það, að i fyrra var sú breyting gerð á lögunum um dvalarheimili aldr- aðra, að sveitarfélögum var alveg falið að sjá um byggingu þeirra og fengu til þess sérstakan tekju- stofn frá rikinu, en áður átti rikissjóður að greiða 1/3 hluta byggingarkostnaðar. Þeir, sem telja sig vilja draga úr miklu miðstöðvarvaldi og auka valddreifingu, ættu ekki að telja þessa breytingu óeðlilega. Annars er það höfuðatriðið varðandi dvalar- heimili aldraðra, að tryggt sé nægilegt fjármagn til byggingar þeirra og gæti komið til athugunar, að lifeyrissjóðir sinntu þvi verkefni sérstaklega. Þ.Þ. Spartak Beglov: Viðtal Carters við Bukovski Hvernig gat hann gert þetta, spyrja Bússar Carter hefur rætt viö andófsmanninn Bukovski Rússneskir fjölmiölar deila nú allharölega á Carter forseta fyrir aöhafa rætt viö rússneska andófsmanninn og útlagann Bukovski. Gefa þau jafnvel til kynna, aö þetta geti torveldaö samninga um afvopnunarmálin. 1 Vest- ur-Evrópu ber á nokkrum ugg vegna þessara hótana, en Carter lætur þær ekki á sig fá. Þaö væri lika óeöli- legt, ef umræöur um mann- réttindamál, hvort heldur ér i Sovétrikjunum eöa annars staöar, torvelduöu samninga um afvopnun. Meöfylgjandi grein eins af stjórnmála- fréttaskýrendum APN mun sýna allvel, hvernig rúss- neskir fjölmiölar ræöa nú um þessi mál. „HVERNIG gat hann gert þetta?” spuröi gömul frænka mln mig, er ég kom seint heim kvöld eitt I marz. Hún haföi veriö aö fá fréttirnar af fundi húsbóndans I Hvlta hús- inu og Bukovskfs. Eg held mér skjátlist ekki þótt ég segi, aö þessarar spurningar hafi ver- iö spurt á hverju sovézku heimili þetta kvöld. Og því er ekki aö neita, aö stjórnmála- fréttaskýrendur I Bandarikj- unum og annars staðar sem strax töldu þaö skref, sem bandarfsk stjórnvöld höföu stigiö, mistök, er haft gætu ó- viðráðanlegar afleiöingar, hafa einmitt vísaö til þessa. 1 sannleika sagt, hvernig geta menn sem segjast vilja stuöla aö friöi og alvarlegum viðræöum aöila, samtlmis manaö gegn sér aímenningsá- lit stórþjóöar í þvf skyni aö þóknast fáeinum sérgóöum einstaklingum sem eru óvin- sælir f heimalandi sinu og hæöa lögin? t opnu bréfi andófsmanns sem augun hafa opnazt á, er birt var i Moskvublaöinu Izvestfu, og m.a. er beint til Bandarfkjaþings, segir aö maöurinn hafi verið meöfæri- legt efni L höndum „sálna veiðara” og afhjúpar þaö hin- ar alvarlegu fyrirætlanir, er búa aö baki aögeröum vest- rænna leyniþjónusta og „skoö- anamótenda”. Ræktun „and- ófsmanna” fylgir heföbundinni forskrift viö ráöningu útsend- ara leyniþjónustustofnana. Menn, sem þjóöfélagiö hefur hafnaö, eru sagöir frumkvööl- Giscard forseti hefur ekki viljað Amalrik viötal. ar heilags málstaöar og „pisl- arvottar” hans. Þegar stjórn- völd gera sér grein fyrir þeirri staöreynd aö með þvi aö gera þaö hrinda þau frá sér milljónum manna meö áber- andi lftilsviröing, er þeir sýna stjórnarfarsreglum annarra þjóöa. TVÖFELDNI er þaö hugtak sem æ meir er notaö um heim allan til aö lýsa slikum bráö- ræöisverkum og aögerðum. Þaö er ekkert undarlegt þvf aö hrokafull vandlæting- ar-boomerangköst hitta fyrir þær rikisstjórnir sem eins og júgóslavneska fréttastofan Tanjug oröar þaö, „gagnrýna ekki lönd sem fremja sviviröi- legustu mannréttindabrotin, vegna þess aö þau eru annaö hvort bandamenn Bandarfkj- anna eöa hernaöarlega mikil- væg.” Rétt viö bæjardyr Banda rikjanna er Nicaragua, en þar hafa hersveitir einræöisherr- ans Somoza drekkt landinu I blóði. Fyrir botni Miðjaröar- hafs er heil þjóö, sem I 30 ár hefur veriö neitaö um eigiö land, frelsi og tilverurétt. Bandarikin viöurkenna ekki löglega fulltrúa Palestinuar- aba. Suöur-Kórea, Chile, Paraguay, Rhódesia og Suö- ur-Afrika bera vitni um rétt- indabrot þjóöar, sem hefur veita andófsmanninum tekið sér rétt til þess að dæma um þjóöskipulag i öörum löndum. A allt þetta er lögð á- herzla I löndum Araba, og I Asiu og Afriku. Boomerang of- metnaöarins hittir þann fyrir, sem kastaöi þvf, en hiö alþjóö- lega samfélag hefur aöra á- stæöu til áhyggju. Þaö hefur áhyggjur af hversu fer um spennuslökunina. Sálfræöileg- ur hernaöur gegn sóslalista- rlkjunum I Evrópu og Indókina hófst mörgum mán- uðum fyrir stjórnarskiptin I Washington. Þá varö ljóst aö tilraunirnar til þess aö snúa heiminum aftur til kalda striösástandsins þjónar hags- munum þeirra, sem mestu kunna aö tapa á spennuslökun. Spennuslökun ógnar ekki aö- eins þeim hagnaöi sem hrifsa má til sin af gifurlegum upp- hæöum, sem variö er til striös- undirbúnings, heldur og pólit- iskum innistæöum, sem 130 ár hafa ávaxtast á þvi aö viöur- kenna ekki þjóöfélagsbreyt- ingar á viölendum svæöum jarökringlunnar og á andstööu viö heim óaftursnúanlegra breytinga. TVÖFELDNI bæöi I innanrik- ismálum og gagnvart öörum löndum, getur leitt til hættu- legs tviskinnungs utanrikis- stefnunnar i heild, þvi aö spennuslökun felur I sér aö ekki sé hlutazt til um innan- rikismál annarra rikja. Spennuslökunin hefur gert þaö mikilsveröasta máliö I dag, aö samningaviöræöur fari fram um alvarlegustu vanda- málin, er varöa striö og friö og snerta heiminn allan. Meöal 'þeirra eru mikilsháttar ■ samningaviöræöur milli Sov- étrikjanna og Bandarlkjanna um' ráöstafanir til aö tak- marka árásarvopnabúnaö. Allur heimurinn'Jbindur mikl- ar vonir við þessar-viöræöur. Þeir sem er_ þetta hugleikiö, kunna að meta afstööu Sovét- rikjanna, sem trúa þvi, M I heilbrigö skynsemi eigi áð ráöa meir en tilfinningar. Frá ýmsum löndum i Vest- ur-Evrópu berast eindregnar áskoranir um aö allt veröi gert sem unnt er til aö gera spennuslökunina óaftursnúan- lega, má þar nefna Raymond Barre forsætisráöherra I Par- Is, David Owen, utanrikisráö- herra Bretlands I London og Helmut Schmidt kanslara I Bonn. Við vonum aö stjórn- völd I Washington hafi ekki glatað heilbrigöri skynsemi sinni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.