Tíminn - 11.03.1977, Qupperneq 5

Tíminn - 11.03.1977, Qupperneq 5
Föstudagur XI. marz 1977 5 gébé Reykjavik — t dag lýkur fundi framkvæmdanefndar AlþjóBasamvinnusambandsins (ICA) I Reykjavik, en fundur þessi hófst þann 7. þ.m. Þaö var i tilefni 75 ára afmælis Sam- bands isl. samvinnufélaga, að þessi fundur var haldinn hér á landi að þessu sinni og i sama tilefni sem Erlendur Einarsson, forstjóri SIS, afhenti forseta ICA, Roger Kerniec, tiu þúsund pund, eða tæpar 3,3 millj. isl. kr., sem framlag StS i Þróunar- sjóð ICA. Þetta er fimmfalt hærra framlag en SIS leggur fram árlega til ICA. Roger Kerniec, forseti ICA, þakkaði hið höfðinglega framlag og ósk- aðiStSalIs velfarnaðar. t sama streng tók John J. Musundi, fulltrúi Kenya i framkvæmda- nefnd ICA, um leið og hann þakkaði framlagið fyrir hönd þróunarlandanna. — Athöfn þessi fór fram að Hótel Sögu i Fulltrúar framkvæmdanefndar Alþjóðasamvinnusambandsins á fundi sinum á Hótel Sögu I gærmorgun. Samband ísl. samvinnufélaga: Afhenti rúmar 3 millj. kr. í Þróunarsjóð Alþjóða- samvinnusambandsins Erlendur Einarsson forstjóri StS, afhendir Roger Kerniec, for- seta ICA, ávisun aö upphæð lOþúsund pund Igærmorgun. gærmorgun, þegar fundarstörf framkvæmdanefndarinnar voru að hefjast. Þetta er i fyrsta skipti sem framkvæmdanefndin heldur fund á tslandi. Alþ j óða s a m vinnus am- bandið Alþjóðasamvinnusambandið (ICA) varstofnaðárið 1895 og er það þvi meðal allra elztu alþjóöasamtaka sem starfandi eru I heiminum. Það er sam- band samvinnusambanda I öll- um heimshlutum og I dag eru innan þess 169 slik sambönd i 66 löndum. Innan vébanda þessara samvinnusambanda eru um 673 þúsund samvinnufélög með samtals 326 milljónir félags- manna. Stærsti hluti þessara fé- laga eru neytendasamvinnufé- lög, 38%, en næst i röðinni hvað fjölda snertir eru sam- vinnusparisjóðir og lánafélög, 33% og samvinnufélög bænda, 19%. önnur félög eru bygginga- samvinnufélög, framleiðslufé- lög verkamanna og iðnaðar- manna og samvinnufélög um fiskveiöar. Markmið Alþjóðasamvinnu- sambandsins eru þessi: — Koma fram sem sameigin- legur fulltrúi allra þeirra fé- lagasamtaka, sem starfa eftir alþjóðlegum reglum um sam- vinnufélög. — Útbreiða hugsjónir og starfsaðferðir samvinnuhreyf- ingarinnar á öllum sviöum. — Efla samvinnustarf i öllum löndum heims. — Standa vörð um hagsmuni samvinnuhreyfingarinnar á öll- um sviðum. — Treysta sambandið á milli aðildarsambanda sinna. — Efla vinsamleg viöskipta- leg samskipti hvers konar sam- vinnusamtaka, jafnt innan landa, sem á alþjóðavettvangi. — Vinna aö þvi að varanlegur friður og öryggi komist á i heiminum. — Stuðla að efnahagslegum og félagslegum framförum fyrir verkamenn allra landa. Það á við um alla starfsemi ICA að hún er fyrst og fremst á félagslegum grundvelli, en það fæst ekki sem slikt viö neins konar verzlun eöa viðskipti. Aðalskrifstofa samtakanna er i London, en svæðaskrifstofur eru i Nýju Delhi á Indlandi og i Moshi i Tanzaaniu. Starfsmenn á þessum skrifstofum eru sam- tals 75 talsins. Tekjur sinar hefur ICA fyrst og fremst af framlögum aðildarsamtaka sinna. Aðili að ICA getur orðið hvert það landssamband eða alþjóð- legt fyrirtæki samvinnufélaga, sem starfar á samvinnugrund- velli og fylgir i raun hinum al- þjóðlegu reglum um samvinnu- félög. Þessar reglur eru að stofni til reglur vefaranna i Rochdale frá 1844, en endur- skoðaðar i samræmi við nú- timaaöstæður á 23. þingi Alþjóðasamvinnusambandsins i Vin 1966. Skipulag Æösta vald i málefnum ICA er hjá þingi þess, sem haldið er fjórða hvertár. Siðasta þing var haldið i Paris haustið 1976, hið 26. I rööinni. Meginverkefni þessara þinga er að ræöa og móta stefnuna aö þvi er varðar framtiðarverkefni sambands- ins. Næsta þing veröur i Moskvu árið 1980. önnur stofnun ICA er miðstjórn þess, en verkefni hennar eru fyrst og fremst að marka stefnuna i smærri atrið- um og taka ákvarðanir um það, hvernig framkvæmdanefndin skuli vinna að framkvæmd ein- stakra málaflokka. Fulltrúi SIS hefur um langt skeið veriö Er- lendur Einarsson forstjóri. Þriðja stofnun ICA, er siðan framkvæmdanefndin sem nú heldur fund sinn á Islandi, Hún kemur að öllum jafnaði saman tvisvar á ári, og er verkefni hennarað fara með yfirstjórn á framkvæmdum ICA á milli miðstjórnarfunda. Fram- kvæmdanefndin skipuleggur starfiö á skrifstofum ICA og hefur auk þess sérstaka umsjón með fjármálum þess og málefn- um, sem snerta einstök aðildar- sambönd. Þá hefur hún og einnig vald til að samþykkja eða hafna umsóknum um aðild að ICA. Þróunarárangur Starf ICA i þróunarlöndunum hófst fyrst að marki árið 1954, en siðan hefur það stööugt veriö að aukast. Arið 1971 hófst siðan sérstakur „samvinnuþróunar- áratugur” ICA, sem skipulagð- ur var i nánu samstarfi við stofnanir Sameinuðu þjóðanna. A áratugnum 1971-1980 stefnir ICA aö þvi aö sameina krafta aöildarsambanda sinna til þess aö styðja myndarlega við bakið á samvinnufélögum i þriöja heiminum og einnig til þess að útbreiða samvinnuskipulagið i þessum löndum. Hlutverk ICA i þessu starfi er fyrst og fremst að koma fram sem ráðgefandi og skipuleggj- andiaðili.Starfsemiþess á sviöi þróunaraðstoðar er fjármögnuö úr sérstökum þróunarsjóði samtakanna, sem fyrst og fremst er byggður upp af frjáls- um framlögum aöildarsamtak- anna. Þá vinnur ICA að ýmsum verkefnum I nánu samstarfi viö sérstofnanir Sþ, og starfsemi þess hefur oftar en einu sinni hlotið sérstaka viðurkenningu frá aðalstöðvum þeirra. ísland og Alþjóða- samvinnusa mbandið Samband isl. samvinnufélaga hefur innt af hendi allveruleg framlög til Þróunarsjóðs. Sá háttur hefur verið hafður á, allt frá stofnun hans 1971, að Sam- bandið hefur lagt fram til hans árlega upphæð sem samsvarar 5 pence (brezkum) á hvern fé- lagsmann i Sambandskaupfé- lögunum. A s.l. ári var fram- lagiö þannig 2.000 sterlings- pund, eöa um 600-700 þús. kr. Isl., en það hefur fariö smá- hækkandi eftir þvi sem félags- mönnum i kaupfélögunum hefur farið fjölgandi. Þessi háttur is- lenzkra samvinnumanna á framlögum til sjóðsins hefur oftar en einu sinni vakiö veru- lega athygli á alþjóðavettvangi samvinnumanna. M.a. hefur Is- land oftlega komizt i sviðsljósið á fundum ICA af þessum sökum og þetta fyrirkomulag veriö talið til fyrirmyndar. I ávarpi sinu á fundi fram- kvæmdanefndarinnar aö Hótel Sögu i gærmorgun sagði Er- lendur Einarsson forstjóri m.a. um þetta atriði: „Þaö varð að ráði, aö islenzka samvinnu- hreyfingin hefði framlag sitt til aðstoðar við þróunarlöndin á þróunaráratugnum i formi framlags i Þróunarsjóös ICA, og var ákveðið að leggja i sjóð- inn ákveðna upphæð fyrir hvern félagsmann innan Sambands- kaupfélaganna. Þessi upphæð hefur numið 5 enskum penzum á ári eöa tæpum 2000 pundum. Mig langar i þessu sambandi að vitna til þess, sem ég sagði i ræðu á þinginu i Varsjá 1972, þar sem ég bað þingið að skoða framlag islenzku samvinnu- hreyfingarinnar sem fordæmi til eftirbreytni. Nú hefur þvi miður ekki orðið sú raunin á, aö þetta hafi orðið fordæmi fyrir önnur samvinnu- Framhald á bls. 23 John J. Musundi, fulltrúi Kenya, þakkar framlag SÍS í Þrúunarsjóð ICA fyrir hönd þróunarlandanna. Tfmamyndir G.E.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.