Tíminn - 18.03.1977, Page 7
c oo oc c
Föstudagur 18. marz 1977
7
Ungur
ferða-
langur
Brezka poppstirnið Sutch lávarður fékk
óvænta sendingu i flugpósti um daginn.
Hann hafði um skeið búið með bandariskri
dansmey, Thann Rendessy, og höfðu þau
eignazt saman son, Tristan, sem nú er
tveggja ára. Þegar slitnaði upp úr sam-
bandi þeirra, fór Thann til Ameriku með
Tristan. En skyndilega varð hún leið á
móðurhlutverkinu, gerði sér litið fyrir og
fór út á flugvöll i Los Angeles, þar sem
hún býr nú, gaf sig á tal við alókunnuga
stúlku, sem i ljós kom að var að fara til
London, og bað hana fyrir drenginn. Síöan
fór hún i sima og hringdi i föðurinn, og
sagði honum, að sér fyndist timi til kom-
inn, að hann sæi ögn um drenginn, og þvi
hefði hún skotið honum upp i flugvél og
hann gæti sótt hann út á flugvöll. Sutch
féllst á, að nú væri komið að sér að hafa
Tristan hjá sér um tima. Við blaðamenn
sagði hann: — Mér þykir trúlegt, að ég
hafi Tristan hjá mér næstu 18 mánuðina.
Siðan sendi ég hann aftur til Thann. Hann
hefur þegar ferðazt á eigin vegum, og ég
býst við, að hann eigi enn auðveldara með
það i næsta skipti! A meðfylgjandi mynd-
um má sjá móðurina, Thann Rendessy,
einsamla, föðurinn, Sutch lávarð með
Tristan, og hina ókunnugu barnfóstru
koma út úr flugvélinni með Tristan.
Svalur, þvi taliö þiö tveir
Tíma-
spurningin
Hlustar þú á ljóðaþátt
rikisútvarpsins á föstu-
dagskvöldum?
Anna Guömundsdóttir.
Já, ég hlusta ætiö á hann þegar
ég kem þvi viö. Ég hef mjög gam
an af ljóöum og finnst þessi þættir
meö þvi betra sem er I útvarpinu.
Anna G. JúIIusdóttir
Nei, ég hef aldrei hlustað á þenn-
an þátt, þó þykir mér gaman aö
sumum ljóöum.
Baldvin Jónsson.
Þessi þáttur hefur bara alveg far-
iö framhjá mér, en ég hef yndi af
ljóðum, sérstaklega islenzkum
ættjaröarljóöum.
Haraldur Auöunsson.
Jú ég reyni aö hlusta á þennan
þátt sem oftast, enda hef ég gam-
an aöljóðum. Þaö er alltof litiö af
slikum þáttum i dagskrá rikisút-
varpsins.
Linda Rós Mikaelsdóttir.
Ég hlusta á þennan þátt þeirra
Njaröar og Óskars alltaf þegar ég
get, og þykir hann góöur.