Tíminn - 18.03.1977, Side 10
10
Föstudagur 18. marz 1977
r
Tónlistarskólans
tónlist
Nemendahljómlcikar Tónlistar-
skólans
Efnisskrá:
Boccerini: Cellókonsert i B-dúr
Mendelssohn: Pianókonsert nr.
1 i g-moll op. 25
Schubert: Sinfónia nr.8 i h-moll
Hljómsveit Tónlistarskólans i
Reykjavik hélt tónleika i Há-
skólabiói laugardaginn 12.
marz, þar sem fram komu, auk
hljómsveitarinnar, tveir
nemendur sem eru að ljúka
brottfararprófi: Lovisa Fjeld-
sted, sem lék einleik á knéfiðlu,
ogGuðný Asgeirsdóttir, sem lék
einleik á pianó. Marteinn Hung-
er Friðriksson stjórnaði.
Mörgum þykja þessir tón-
leikar meö hinum skemmtileg-
ustu, sem hér eru haldnir. Yfir
þeim hvilirsérstakur andi æsku
og vonar — þarna getur að lita
tónlistarmenn framtiöarinnar.
. Björn ólafsson fiðlari stofnaði
hljómsveit Tónlistarskólans ár-
ið 1941, og stjórnaði henni i
fjöldamörg ár. Enda hitti ég á
þessum tónleikum menn, sem
sögðustævinlegafara á tónleika
hennar ef þeir mögulega gætu,
og hefðu varla misst af konsert i
20 ár.
Sé fylgzt með hljómsveitinni
ár frá ári getur að lita eilifa
endurnýjun: nýirfélagarbætast
við á öftustu púltum, en af
fremstu púltum koma einleikar-
arnir — hver nemandi, sem
brottfararprófi lýkur i hljóð-
færaleik, spilar konsert með
hljómsveitinni, en heldur auk
þess sjálfstæða tónleika i
Austurbæjarbiói, hvort tveggja
sem liö i prófinu. Siðan hverfa
þeir i nokkur ár til framhalds-
náms erlendis, en birtast siðan
aftur (ef guð lofar) i Sinfóniu-
hljómsveit Islands. 1 vetur
munu útskrifast 5 nemendur úr
Tónlistarskólanum. Þetta var
annar konsertinn af þremur,
hinn þriðji verður haldinn i
byrjun april
Tónleikarnir
Þessi gagnrýnandi átti i innri
baráttu um það hvort sækja
skyldi sýningu á Ladykillers i
Laugarásbiói eða þessa tón-
leika, en i þeirri mynd mynd-
anna leikur einmitt strengja-
kvartett Alec Guinness hinn frá-
bæra kvartett Boccherinis, sem
miðaldra útvarpshlustendur
muna svo vel. En skylduræknin
varð ofan á, og i staðinn heyrði
ég Lovisu Fjeldsted leika ein-
leik i einum af knéfiðlukonsert-
um Boccherinis. Þessi konsert
(sem mun vera einn af 8 kné-
fiðlukonsertum skáldsins) er
sagður ótæti að spila, og háska-
legur með það að hitta nákvæm-
lega á réttan tón. Hægi kaflinn
var langbeztur, og mikilánægja
á að hlýöa. En með þvi að kné-
fiðlan er ekki voldugt hljóðfæri
nema i höndum meistara, leyfði
stjórnandinn hljómsveitinni
aldrei að taka á, og konsertinn
varð i allra daufasta lagi fyrir
bragðið, einkum fyrsti þáttur-
inn.
Næstlék Guöný Ásgeirsdóttir,
ásamt hljómsveit Tónlistarskól-
ans, g-moll pianókonsert
Mendelssohns. Þetta var greini-
lega beztheppnaða verkiðá tón-
leikunum, blásararnir léöu
hljómsveitinni lit, og hin unga
Guðný virðist vera hinn slag-
ferðugasti pianisti. Mendels-
sohn sjálfur var 22 ára þegar
hann frumflutti konsertinn i
október árið 1821.
Loks lék hljómsveitin ófull-
gerðu sinfóniuna eftir Schubert.
Þessi sinfónia er afar vandmeð-
farin, og liklega ekki við hæfi
minni háttar hljómsveita þrátt
fyrir allt. Enda var flutningur-
inn allskrykkjóttur með köflum.
En slik smáatriði skipta ekki
meginmáli á tónleikum sem
þessum — það starf, sem unnið
er i Tónlistarskólanum.er mikil-
vægt og merkileg, og þessir tón-
leikar eru liður i þvi. Enda ráð-
legg ég öllum þeim lesendum
Timans, sem aðstæöur hafa til,
að láta sig aldrei vanta á
nemendahljómleika Tónlistar-
skólans — þeir eru nefnilega
mannbætandi.
13.3. Sigurður Steinþórsson
„Fjör kenni oss eldurinn”
Bjarni Thorarenscn:
LJÓÐMÆLI. Órval. Þorleifur
Hauksson bjó til prentunar.
Rannsóknastofnun i bók-
inenntafræði og Menningar
sjóður Reykjavik 1976. 198 bls.
Þetta er önnur bókin i flokkn-
um islenzk ritsem Bókmennta-
stofnun stendur að. Hin fyrsta
var úrval frumkveðinna og
þýddra ljóða séra Jóns Þorláks-
sonar sem Heimir Pálsson gaf
út. Bækur þessar eru einkum
ætlaðar til bókmenntanáms við
háskólann, en annars aögengi-
legar hverjum áhugamanni.
Þær eru snoturlegar að frá-
gangi: band smekklegt og
pappir góður. Fremst stendur
alllangur inngangur, en aftan
við textann skýringar og at-
hugasemdir, ennfremur skrár
um útgáfur og heimildir.
Aður en lengra er haldið mun
rétt að vikja nokkrum oröum aö
stefnu ritstjórnar I útgáfu þess-
ari. Slikar textaútgáfur eru
nauðsynlegar, en hitter kynlegt
að stofnunin skuli ekki ráðast
fyrst á garðinn þar sem þörfin
er brýnust. Slikt verður ekki
sagt um frumort kvæði Jóns
á Bægisá og enn siður um ljóð
Bjarna Thorarensens. Hand-
hægt úrval úr kvæðum Jóns gaf
Andrés Björnsson út 1956, en
hins vegar hefði verið gaman að
endurprenta i heilu lagi þýöingu
Jóns á Paradisarmissi, enda
töluvert á aðra öld siöan hún
kom út. Um Bjarna er það að
segja að fáanlegt er rúmgott úr-
val úr kvæðum hans sem
Kristján Karlsson gerði 1954. Sú
útgáfa, eins og bókin sem hér
liggur fyrir, er reist á undir-
stöðuútgáfu Jóns Helgasonar
prófessors 1935, sem er ein hin
allra nákvæmasta textaútgáfa
sem gerð hefur verið á kvæðum
islenzks skálds.
Það gat þvi engan veginn
talizt aðkallandi aö'gefa nú út
úrval kvæða þessara tveggja
skálda. Með þessum orðum er
ekki veriö að varpa rýrö á út-
gáfurnar eins og þær liggja fyr-
ir. En eindregið verður að mæl-
ast til þess að Bókmenntastofn-
un snúi sér að brýnni verkefn-
um. Kveðskapur Hallgrims
Péturssonar utan Passiusálm-
anna liggur óbættur hjá garði,
einnig skáld átjándu aldar, svo
og kveðskapur Matthiasar
Jochumssonar, svo að fátt sé
taliö. Næsta bindi i flokknum
mun verða úrval úr ljóðum
Daviðs Stefánssonar og er það
þarft verk sem gaman verður
að sjá hvernig tekst.
Þá skal snúið að útgáfu Þor-
leifs Haukssonar á kvæðum
Bjarna Thorarensens. Eins og
áður sagði hefur útgefandi
getað sparaö sér textarann-
sóknir að mestu, þar sem Jón
Helgason hefur þegar unnið það
verk. Eina breytingin á meðferð
textans ifyrir utan að færa staf-
setningu til nútimahorfs) er sú
aö kvæðunum er nú raðað eftir
efnisflokkum en ekki aldri. Sú
breyting er að visu umdeilan-
leg, en getur þó reynzt til
glöggvunar, enda er henni fylgt
eftir í inngangi. Byrjað er á ætt-
jarðar og náttúrukvæðum,
siðan koma trúarleg og „per-
sónuleg” kvæði, mansöngvar og
ástarkvæði, þar næst þýöingar.
Ennfremur er safnað saman
kvæðum undir fyrirsögninni
Embættismaðurinn, en slöasti
kafli, Samferöamenn, geymir
hin miklu erfiljóð Bjarna sem
einkum hafa skipað honum á
stórskáldabekk.
Inngangsritgerð útgefanda er
vel samin og greinargóð. Þess
erekki aö vænta af sllkum rit-
gerðum aö þær flytji verulegar
nýjar athuganir: fremur eiga
þæraö veita skipulegt yfirlitum
efniö, reist á niöurstöðum
þeirra sem áður hafa um það
fjallað. Otgefandi sjálfur hefur
raunar lagtgóðan skerf tilrann-
sókna á kvæðum skáldsins þar
sem er ritgerðin Endurteknar
Bjarni Thorarensen
myndir i kveðskap B.T. (Studia
Islandica 27).
Þorleifur lýsir einkenn-
um á skáldskap Bjarna
af glöggskyggni og næmleik og
greinargerö hans er öll hófsam-
leg og rökstudd. Á hinribóginn
sakna ég þess að hinum sögu-
lega þætti skuli ekki gerð fyllri
skil, en slikt hefði ef til vill borið
innganginn ofurliði. Útgefand-
inn drepur að visu á kenningar
Henriks Steffens sem talið er að
hafi i upphafi nitjándu aldar
flutt rómantisku stefnuna til
Norðurlanda. Þá er vikið að
franska heimspekingnum
Montesquieu og áhrifum kenn-
inga hans um að loftslag móti
menningu þjóða. Þau áhrif eru
glögg í kveðskap Bjarna og hef-
ur Bjarni Guðnason gert þvi efni
skil i ritgerð. — Það sem að
minum dómi skortir i inngangi
Þorleifs Haukssonar er nánari
lýsing á stöðu Bjarna i Islenzkri
bókmenntasögu. Það hefði mátt
láta koma fram með því að
fjalla með rækilegri hætti um
afstöðu hans til upplýsingar-
manna annars vegar og Bald-
vins Einarssonar og Fjölnis-
manna hins vegar. Saman-
buröur viö Eggert ólafsson
hefði hér verið skýrandi. Og
ágreiningnum við Magnús
Stephensen er ekki lýst hér
nema fram kemur hve mis-
haröir dómendur þeir voru. En
skoðanamunur þeirra var
væntanlega á fleiri sviðum (svo
að sleppt sé með öllu persónu-
legum ýfingum).
Til að gefa hugmynd um tök
útgefanda á efninu tek ég til-
vitnun úr sjöunda kafla inn-
gangsins. Þá skilst hvað viðer
átt þegar óskað er eftir ræki-
legri bókmenntalegum saman-
burði frá hendi Þorleifs: „Viö
finnum ekki I kvæöum Bjarna
þann hálfrökkvaða, dularfuila
náttúruheim, byggðan viðsjál-
um vættum, sem erlend róman-
tisk skáld gerðu mjög að vett-
vangi kvæða sinna... Þessi
heimur fékk ekki þegnrétt i
frumsömdum islenzkum skáld-
skap fyrr en i náttúru og vætta-
kvæðum Grims Thomsens. Al-
gyðistrú, eins konar opinberun
guðdómsins i náttúrunni, sem
kemur fram hjá mörgum
rómantiskum skáldum, birtist
ekki I k væðum Bjarna, hins veg-
ar siðar i kvæðum Steingrims
Thorsteinssonar. Hinir öfga-
fyllri þættir rómantisku stefn-
unnar sjást ekki i kvæðum hans
fremur en i öðrum islenzkum
skáldskap né heldur forkláruð
upphafning hennar sem einna
helzt kemur fram hjá Benedikt
Gröndal. Að orðfæri, yrkisefn-
um og jafnvel afstöðu sver
Bjarni sig iðulega fremur i ætt
við eldri skáld en þau sem á
eftir komu...”
Slfk tök á efninu þykja mér til
fyrirmyndar: aðeins óskar les-
andi þess að lengra sé gengið i
þessa átt. En hér sem vlöar rek-
um við okkur á að islenzk bók-
menntasaga er ölli molum. Ein-
stökum skáldum hefur að visu
verið gaumur gefinn, þó mjög
mismikill, en þegar að sögulegu
samhengi kemur eða hug-
myndalegri úttekt verður fátt
við að styöjast.
Að endingu skal drepið á eitt
smáatriði sem varðar meöferð
heimildai inngangi. Tvivegis er
vitnaö i þau ummæli að Bjarni
sé skáld hins innra, en Jónas
hins ytra, og sagt að þau sé að
finna i útgáfu á ljóðmælum
Jónasar 1883. En þess er ekki
getið að þau standa i inngangi
HannesarHafsteins að þeirri út-
gáfu.
Sú mun ætlunin aö i þessum
bókaflokki komi framvegis tvö
rit árlega. Vonandi tekst að
halda þeim útgáfuhraða, án
þess að þaö bitni á vinnu-
brögðunum. Eftir fáein ár
veröur þetta oröið myndarlegt
ritsafn, þarfaþing öllum sem
með einhverjum hætti leggja
stund á islenzkar bókmenntir og
sögu þeirra.
Gunnar Stef ánsson
bókmenntir