Tíminn - 25.03.1977, Blaðsíða 5

Tíminn - 25.03.1977, Blaðsíða 5
Föstudagur 25. marz 1977 5 Wimm Þessar fjórar kanadfsku konur eru f námsferö á tslandi þessa dagana. Hópur kvenna frá Amerfku er hér á ferö á vegum The Delta Kappa Gamma.en þaö er alþjóölegur félagsskapur kvenna, sem vinna viö uppeldisstörf. Hér í Reykjavlk er starfandiein deild og ætlunin er aö stofna fleiri deildir á Islandi. Þessar fjórar hafa sérstakan áhuga á islandi, þar eö margir vinir þeirra I Winnipeg eru af Isienzku bergi brotnir. Þær heita f.v.: Doris Fraser, Helen Forrest, Frances Pearson og Bern- ice Hearn. Frá uppsetningu Skjaldhamra I Heykjavik. FINNLANDI Leikrit Jónasar Árnasonar, Skjaldhamrar, sem sýnt hefur veriö í Iönó nú á annaö ár, var frumsýnt i Midland i Texas á föstud. var viö mjög góöar undirtektir, aö þvi er segir i skeyti frá leikhúsinu, sem er bæjarleikhúsiö i Midland og at-- vinnuleikhús aö nokkru. Höf- undur var gestur leikhússins viö frumsýninguna og var aö þessu tilefni haldin 200 manna veizla honum til heiöurs. Leikhússtjóri bæjarleikhúss- ins i Midland, Art Cole, átti frumkvæöiö aö þvi, aö þetta verk varð fyrir valinu, en hann sá sýningu á Skjaldhömrum i Dundalk á Irlandi f fyrravor. Hann mun einnig hafa hug á aö láta gefa verkiö út á vegum sambands háskóla- og áhuga- leikhúsa, sem eru mjög virkar stofnanir þar vestra. Skjaldhamrar veröa viöar á döfinni erlendis á næstunni. Þaö verður flutt i útvarp i Finnlandi nú i mai, stjórnandi er Kristin Olsoni. Norbotten-leikhúsiö i Sviþjóö mun taka þaö til sýn- ingar á næstunni, en þar er leik- hússtjóri Christian Lund, sem hefur sett upp sýningar i leik- húsunum hér, meöal annars stjórnaöi hann Þjófum, likum og fölum konum eftir Dario Fo i Iönó á sir.um tima. Sænsku þýö- inguna af Skjaldhömrum gerir Inger Pálsson, en enska þýöingin er eftir Alan Boucher. Leikurinn mun ennfremur koma út i pólskri þýöingu nú i vor og þá I pólska leiklistar- timaritinu Dialog, sem er mjög virt rit á sinu sviði. Pólsku þýö- inguna gerir Piotr Szymanowski. Fjórir leikir æfðir í Þjóð- leikhúsinu AAikiI umsvif eru nú í Þjóðleikhúsinu, og er verið að æfa fjögur ný verk. Fimm leikrit eru sýnd um þessar mundir: Sólarferð, Gullna hliðið, Lér kongun- ur og Dýrin í Hálsaskógi á stóra sviðinu og Endatafl Becketts á litla sviðinu. Sýningum fer nú að fækka á Sólarferö, sem sýnd hefur verið fra þvi snemma i haust og eru sýningar orðnar 45 og aðeins ör- fáar eftir. Gullna hliöiö og Dýrin i Hálsaskógi hafa verið sýnd 35 sinnum hvort og virðist ekkert lát á aösókn. Nýlega eru hafnar sýningar á Lé konungi Shake- speares og Endatafli Samuels Beckett. Hefur miklu lofi veriö hlaöiö á sýninguna á Lé í blaöa- umsögnum og Endatafl einnig fengið góðar viðtökur. Verkin fjögur, sem nú eru i æf- ingu eru þessi: Balletinn Vs og þys ut af’engu, leikntið Skipiö, söngleikurinn Helena fagra og nútimaverkið Kaspar. Ys og þys út af engu Fyrsta frumsýningin er á ball- ettinum Ys og þys út af engu, sem sýndur verður 7. april. Er þetta nýr ballett, byggöur á samnefnd- um gamanleik' Shakespeares (Much Ado about Nohing). Sviö- setning og samningu dansa ann- ast ballettmeistari Þjóöleikhúss- ins, Natali Konjus og leikmynd gerir Jón Þórisson. Balletttónlist- in er eftir Tikhon Krennikov og var þessi ballett nýlega frum- fluttur i Bolshoi leikhúsinu i Moskvu og verður þvi sennilega sýning Þjóöleikhússins önnur uppfærsla þessa nýja verks. Tveir gestadansarar koma til landsins til að dansa i sýningunni. Þórarinn Baldvinsson, islenzkur dansari, sem starfar i Bretlandi i Minerva ballettflokknum og dansaði hér siðast aðalhlutverk i Coppeliu, og einn aöaidansari Bolshoibailettsins I Moskvu, Maríus Liepa. Islenzki dans- flokkurinn tekur þátt i sýning- unni, svo og nemendur úr List- dansskóla leikhússins: auk þess leikararnir: Bessi Bjarnason Sig- mundur örn Arngrimsson og Ólafur Thoroddsen. Skipið eftir Steinbjörn Jakobsen Skipiö er fyrsta færeyska leik- ritið, sem Þjóöleikhúsiö tekur til sýninga. Þaö var frumsýnt i Fær- eyjum fyrir tveimur árum og náöi meiri vinsældum en nokkurt ann- aö leikrit, sem þar hefur veriö sýnt. Mátti heita svo aö megniö af ibúum Færeyja sæi leikritiö Þaö gerist um borö i togara á hafi úti og lýsir hversdagslegu lifi og striti sjómanna en einnig er brugðið upp svipmyndum af fjöl- skyldu og ættingjum þeirra i landi. Leiksjóri Skipsins er fær- eyski leikstjórinn Eyjun Jo- hannessen, sem er leikhússtjóri Sjónleik hússins i Þórshöfn og stjórnaöi frumuppfærslu verksins þar. Leikmynd gerir Birgir Engilberts en yfir 20 manns koma fram i sýningunni. Meöal leikara eru Rúrik Haraldsson, Hákon Waage, Baldvin Halldórsson Gunnar Eyjólfsson, Helgi Skúla- son, Gisli Alfreösson, Erlingur Gislason, Bjarni Steingrimsson, Randver Þorláksson, Guðbjörg Þorbja rnardóttir, Bryndis Pétursdóttir, Margrét Guö- mundsdóttir, Siguröur Sigurjóns- son, Lilja Þórisdóttir o.fl. Frum- sýning er fyrirhugaö i aprillok. Helena fagra eftir Offen- bach Söngleikur Þjóöleikhússins I ár verður Helena fagra eftir Jacques Offenbach, islenzkur texti er þýddur og endursaminn af Kristjáni Arnasyni. Leikstjóri er Brynja Benediktsdóttir, leik- mynd gerir Sigurjón Jóhannsson og tónlistarstjóri er Atli Heimir Sveinsson. Carl Billich æfir tón- listina ásamt Atla. Söngleikur þessi er aö nokkru saminn fyrir leikara en auk þess syngja þar ýmsir kunnir óperusöngvarar svo og Þjóöleikhúskórinn. Meðal leik- ara og söngvara eru Helga Jónsd., Arnar Jónss., Róbert Arnfinnss., Guðmundur Jónsson, Kristinn Hallsson, Sigurður Björnsson, Garðr Cortes, Arni Tryggvason, Steinunn Jóhannes- dóttir, Ólafur Thoroddsen, Ing- unn Jensdóttir og Leifur Hauks- son. Hljóðfæraleikarar úr Sinfóniuhljómsveitinni annast undirleik. Þessi vinsæli gamal- kunni söngleikur veröur aö likindum frumsýndur um miöjan mai. Kaspar Loks eru nýlega hafnar æfingar á Litla sviöinu á leikritinu Kaspar eftir þýzka leikritahöfundinn Pet- er Handke, en Handke er i hópi þeirra ungu þýzku höfunda, sem hvaða mesta athygli hafa vakiö siöari ár og verk hans leikin viöa um Evrópu, ekki sizt þetta verk. Höfundur styðst viö frásögnina af Kaspar Hauser, sem á siöustu öld „fannst’’ uppkominn unglingur á dularfullan hátt, án þess nokkuð væri vitað um forsögu hans og fjallar leikritið um hvernig ein- staklingur er lagaður aö og felld- ur inn I formfast umhverfi, hvernig honum eru kennd og inn- rætt hefðbundin lögmál mann- legra samskipta. Leikstjóri sýningarinnar er Nigel Watson, brezkur leikari, sem dvalizt hefur hér á landi um skeiö og hefur áö- ur sviösett sýningar meö áhuga- mönnum, m.a. Hamlet og Fröken Júliu. Hlutverk Kaspar er leikiö af Þórhalli Sigurðssyni, en alls koma fimm leikarar fram i sýn- ingunni. Leikmynd gerir Magnús Tómasson. Leikritið verður flutt á Litla sviöinu og er fjórða leikrit- iö sem þar er sýnt i vetur undir samheitinu Nútimaleikritun. Aöur voru sýnd Nótt ástmeyj- anna, Meistarinn og Endatafl. Auglýsing um ferða- styrk til rithöfundar í fjárlögum fyrir árið 1977 er 100 þús kr. fjárveiting handa rithöfundi til dvalar á Norðurlöndum. Umsóknir um styrk þennan óskast sendar stjórn Rithöf- undasjóös tslands, Skólavöröustlg 12, fyrir 25. april 1977. Umsóknum skulu fylgja greinargeröir um, hvernig um- sækjendur hyggjast verja styrknum. Reykjavik, 24. mars 1977 Rithöfundasjóður íslands ,Ósköp er að vita þetta’ hjá nýstofnuðu leikfélagi í Mosfellssveit A sunnudaginn kemur 27. marz efnir nýstofnað Leikfélag Mos- fellssveitar til frumsýningar á fyrsta verkefni sinu, ævintýra- leiknum „Ósköp er aö vita þetta!” eftir Hilmi Jóhannesson. Leikstjóri er Bjarni Steingrims- son en sviðsmynd og búninga geröi Guðbjörn Gunnarsson, sem kunnur varð fyrir leiktjöld sín á Fáskrúösfiröi fyrir nokkrum árum. „Ósköp er að vita þetta”, samdi Hilmir Jóhannesson áriö eftir aö leikrit hans „Sláturhúsiö Hraöar hendur”, kom fyrst fram áriö 1968. Þaö var sýnt i Borgarnesi við góöar undirtektir og var höf- undur bæði leikst jóri og einn leik- enda. Siöan hefur hann endur- samiö verkið og bætt við ýmsum nýjum atriðum, þannig aö verkiö sem sýnt veröur á sunnudaginn er aö nokkru leyti glænýtt. Hilmir hefur samið tvö önnur leikrit „Gullskipiö” sem sýnt var á Akureyri 1975 og „Karl- menninganeyzlu” sem sýnt var á Sauðárkróki sama ár. Siðan Voriö 1913 hafa leik- sýningar veriö snar þáttur i menningar- og félagslifi Mos- fellinga og hefur Ungmenna- félagiö Afturelding staöiö fyrir þeim. Stóð leiklistarstarf meö miklum blóma áratugina 1929-39 og 1952-61, en siðasta leiksýning Aftureldingar var 1970 („Allra meina bótt’.) Nú hefur veriö stofnaö Leikfélag Mosfellssveitar og er mikill hugur i félagsmönn- um aö hefja merki leiklistar aftur á loft I byggöarlaginu. Sýningin á sunnudaginn er i Hlégaröi og hefst kl. 20:30 og er ráögert aö efna til 8-10 sýninga ef aðsókn verður góð. Vélbundið hey til sölu á Þórustöðum i ölfusi. Verð 18 kr. pr. kg. Upplýsingar i sima 99-1174. ,SKJALDHAMR- ar; ítexas, SVIPJÓÐ OG

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.