Tíminn - 25.03.1977, Síða 8

Tíminn - 25.03.1977, Síða 8
8 Föstudagur 25. marz 1977 Umsjónarmenn:Pétur Einarsson f Omar Kristjónsson Tíminn 60 ára Sextiu ára afmæli Timans fór hljóðlega fram nú fyrir skömmu, en ástæða er til þess að sýna málgagni flokksins sérstaka at- hygli á þessum timamótum. Samkeppnin i blaðaheiminum á íslandi hefur aukizt og kröfur um gerð dagblaða breytzt. Póli- tiskt málgagn á nú erfiðara uppdráttar heldur en áður var meðal annars vegna þess að stjómmála- legar vangaveltur og ritgerðir um þess háttar mál efni eru ekki vínsælar lengur. Stuttar snarpar fréttir ásamt gagnrýninni blaðamennsku og glöggum frásagnarmáta er það sem nútimablaðið á Islandi þarf að reisa veldi sitt á ef það á að stand- ast samkeppnina. Timinn hefur þvi miður ekki fylgt þróuninni og þannig orðið undir að nokkm leyti i samkeppninni við önnur blöð Timinn hefur hins vegar allar for- sendur til þess að geta tileinkað sér nýjar starfsað- ferðir jafnframt þvi að byggja á sinum uppmna- lega grunni. Timinn hefur haft það umfram önnur islenzk dagblöð, að hann er fyrst og fremst al-islenzkur og stendur vörð um islenzka menningu og þjóðarein- kenni. Hann hefur notið þess að hafa átt og eiga marga frábæra penna sem hafa veitt áhrifum sin- um út i þjóðfélagið um siður Tímans. Timinn á að reka djarfa en heiðarlega blaða mennsku jafnframt þvi að leggja mikla áherzlu á islenzkar fréttir og fréttaskýringar. Það hefur mikið verið rætt um rannsóknar- blaðamennsku og ýmsir óvandaðir menn velt sér upp úr sorablaðamennsku undir þvi yfirskini að þeir væru skinhelgir endurbótapostular, sem allt væri leyfilegt. Þessa gryfju má Timinn ekki falla i, enda minni hætta á þvi með pólitiskt blað sem fyrst og fremst er málgagn stjórnmálastefhu heldur en dagblaðs sem eingöngu er rekið á grund- velli auðhyggju og verður umfram allt að seljast án þess að hugsað sé sérstaklega um sannleiks- gildi frétta og fullyrðinga sem þar eru birtar, en dæmi um það eru vissulega Visir og Dagblaðið. Ekki er samt ástæða til þess að flokka alla rann- sóknarblaðamenn undir sama hatt sumír vanda yfirleitt heimildir sinar, en öðrum er gjörsamlega ósýnt um það. Heimildir hinna óvönduðu er slúður á vinstofum og kaffihúsum. Timinn á að leggja sérstaka rækt við fréttaöflun frá nágrannalöndum okkar og hafa þá fastar frétt- ir frá Grænlandi og Færeyjum. Það er ekki ein- leikið að allir Islendingar vita firn um rallið á eiginkonu Trudeaus Kanadaforseta með hljóm sveitargaurunum i Rolling Stones en á sama tíma fer þjóðlif i fyrrgreindum löndum að mestu fram- hjá þeim. Hér hefur aðeins verið stiklað á örfáum at riðum i þvi skyni að vekja athygli manna á þvi að Timinn hefur ekki tekið á sig þann nýja svip sem nauðsynlegt er á þessum timum. Timinn ætti i dag að vera sextugur unglingur. Til þess að þessar breytingar megi verða þarf að veita nýju blóði inn á skrifstofur Timans. Fram- sóknarflokkurinn á þvi láni að fagna að eiga úrval ungra manna sem hæfir eru til þess að takast á við þennan vanda. Það er kominn timi til þess að þeim séu falin þessi ábyrgðarhlutverk. P.E. Kynning á ungum framsóknarmönnum: Það fá allir sinn skammt þingmenn eru stundum kallaðir aumingjar og þaðan af verri nöfnum — segir Jón Kristjánsson í viðtali við SUF síðuna Jón Kristjánsson er fæddur i SkagafirBi og ólst þar upp, lengstaf á óslandi þar sem for- eldrar hans bjuggu. Hann hjálp- aði til við búskapinn, eins og gengur og gerist um börn i sveit, en um fermingaraldur fór hann aö vinna að heiman og fór mjög troðnar slóöir i þvi efni. Fyrst i sild á Siglufiröi siðan i vegavinnu, en réðist svo til Kaupfélags Skagfirðinga. Við verzlunarstörf hefur Jón unnið siðan hann Utskrifaðist úr Sam- vinnuskólanum 1963, og hafði þá verið fimm vetur i Borgarfirð- inum, þrjá I Reykholti þar sem hann lauk landsprófi og tvo i Bifröst. Allt frá þvi aö Jón iauk námi hefur hann verið búsettur á Egilsstöðum, þar sem hann starfar sem deildarstjóri hjá Kaupfélagi Héraðsbúa. Við náum tali af Jóni um dag- inn, er hann var staddur i bæn- um i erindagerðum fyrir kaup- félagið, og lögðum fyrir hann nokkrar spurningar. Hvers vegna hefur þú afskipti af stjórnmálum og af hverju valdir þú Framsóknarfiokkinn? — Ég byrjaði ekki að starfa i pólitlskum félögum fyrr en ég kom' austur i Egilsstaöi, en þangað flutti ég árið 1963. Ég hafði þá fyrir löngu myndað mér skoðanir i stjórnmálum, og það að Framsóknarflokkurinri varö fyrir valinu var fyrst og fremst fyrir stuðning hans við samvinnuhreyfinguna, en sam- vinnuhugsjónin átti þá djúpar rætur meðal sveitafólks og á enn, og á minu heimili var litiö svo á, að takast ætti á við vandamálin með úrræðum sam- vinnumanna. Þaö var litiö svo á, aö samvinnufélögin væru eign fólksins og engum stóð á sama um framgang þeirra. Ég starfa að stjórnmálum, fyrstog fremst vegna þess aö ég hef áhuga á að fylgjast með framvindu mála, og helzt eiga einhvern örlitinn þátt i henni. Ég vil notfæra mér þann rétt sem fylgir þvi aö búa i lýðræðis- þjóðfélagi, og ég vil gera svolit- iö meira heldur en að setja • krossinn á kjördegi. Ef maður er svona sinnaður, er ekki um annað aö gera en taka þátt i stjórnmálastarfi, aðrar leiöir eru ekki tiltækar fyrir almenn- ing til þess að hafa áhrif og al- menningur getur haft áhrif meö þvi að kynna sér stjórnmál og taka þátt i þeim af lifandi á- huga. Ég er sannfærður um það. Góðar samgöngur eru undir- staða ailra mannlegra sam- skipta. Hverjir eru mikilvæg- ustu málaflokkarnir i þinu heimahéraöi? — Ég bý I kjördæmi sem er gifurlega stórt, strjálbýlt og skipt i mörg Jjyggðarlög. Það mætti lengi telja upp mikilvæg málefni þar sem uppbygging á mörgum sviöum er eftir, en ég tek þann kost aö nefna tvö und- irstööumál, og álit aö það þurfi ekki aö taka fram, að þaö þurfi að efla atvinnuvegina. Ég vil nefna samgöngumál og orku- mál. Góðar samgöngur eruund- irstaða allra mannlegra sam- skipta, hvort heldur er á sviöi félagsmála eða atvinnulifs, en orkumálin eru algjör. forsenda fyrir framþróun hvar sem er. Orkusveltandi landshluti dregst aftur úr öðrum, það er alveg ljóst. í þvi sambandi veröur að vinna endanlega bug á þeirri vantrú sem rikir á möguleikum á Austurlandi hjá forráöamönn- um orkumála, svo að hinar vit- Jón Kristjánsson. lausu orkuspár siðustu áratuga heyri sögunni til. Austurland hefur mikla möguleika, ónotað land og ónot- aðar orkulindir að ógleymdri veðursæld og náttúrufegurö. Þessa möguleika verður að nýta á skynsamlegan hátt. Unglingasamtök i stjórnmálum eiga erf- itt uppdráttar. Hvers vegna er þátttaka ungra karla, og þó sértaklega ungra kvenna, ekki meiri en raun ber vitni i isienzkum stjórnmáium. — Ég vil ekki dæma um sllkt hér á höfuðborgarsvæðinu. Ég er ekki nógu kunnugur aöstæð- um til þess. Þar sem ég þekki til hagar viða svo til að félags störf hlaðast á tiltölulega fáar hendur og ungliðasamtök I stjórnmálum eiga erfitt upp- dráttar vegna þess að sérhæfing er ekki svo mikil i félagslffinu, að menn skipi sér i pólitisk ung- liöasamtök til mikilla starfa. Margir kjósa að vera i einhverj- um alhliða félögum með félög- um sinum sem eru andstæðing- ar I stjórnmálum. Það eru ekki svo mjög skarpar linur I pólitfk- inni á hinum smærri stöðum. Möguleikarnireru alls staðar miklir núorðið og margir eru þeir sem nenna ekkert að vera að brasa I félagsmálum og taka bara við þvi sem aö þeim er rétt, horfa á sjónvarpið, fara i bió, eöa fara á aðrar skemmtanir meö aðfengnum skemmtikröftum. Hvernig má auka þessa þátt- töku? Ég hygg að þar sé þyngst á metunum aö vera ekki alltaf aö skapa eitthvert kynslóðabil að óþörfu, að ungir menn og þeir eldri starfi meira saman 1 stjórnmálum, ungum mönnum og konum séu gefin tækifæri til þess að hafa áhrif á gang mála og koma hugmyndum sinum aö, lita á konur sem fullgildar i samfélaginu, ekki einungis þær sem láta á ser bera, heldur einnig þær sem vinna störf sin i kyrrþey. Lofið þiö einhvern- timann ungum konum sem eru „bara húsmæður” að kom sin- um sjónarmiðum að á þessari siðu án þess að hnýta endilega þær við menn sina. Konur eru sjálfstæðir einstaklingar, sem hafa ýmislegt gott til málanna að leggja, og eru harðar i horn að taka ef þær beita sér. Starfshættir Alþingis þarfnast breytinga Hver er ástæðan fyrir van- trausti almennings á Alþingi og stjórnmáiamönnum? — Ástæðan er vafalaust sú að starfshættir þingsins þarfnast breytinga i samræmi við aukin umsvif I þjóðfélaginu. Mál eru sjálfsagt of lengi á ferðinni i gegnum þingiö, og þaö er margt sem biður og þarf meðferðar við hvað lagasetningu snertir. Þetta ástand hafa svo ýmsir ó- prúttnir aðilar notaö sér til þess að hefja fádæma rógsherferð gegn þingmönnum og Alþingi, og þeim hefur orðið mikið á- gengt enda ráða þeir yfir þrem- ur siödegisblöðum hér i Reykja- vik. Þessar árásir á þingmenn hvar I flokki sem þeir standa eru ómaklegar og ómerkilegar. Þingmenn, bæði þeir sem ég þekki persónulega og þeir sem éghefspurnir af, eru vinnusam- irog samvizkusamirmenn, sem sækja sitt umboð til kjósenda. Hvaö kemur i staðinn ef virðing fyrir Alþingi er brotin niöur? Ég segi að þá sé búið aö brjóta nið- ur lýðræðið og I staöinn kemur einhvers konar einræðiskennd valdstjórn sérfræðinga sem hefur engin tengsl við fjöldann. Þetta held ég að menn ættu að hugleiða. Látum málefnin ráða, hvort sem við erum i hægri eða vinstri stjórn Hver er skoöun þín á núver- andi stjórnarsamstarfi? — Ég áleit núverandi stjórn- arsamstarf nauðsynlegt eins og I pottinn var búið þegar það komst á. Það komst á vegna sundrungar á vinstri kantinum, eins og flestir muna, sem vilja viðurkenna það. Ég held að staða flokksins sé og verði sterk, ef hann lætur málefnin ráða og reynir að fylgja fram sinni stefnu eins og hægt er, hvort sem hann er i stjórn með hægri eða vinstriöfl- um. Samsteypustjórnir eru ó- hjákvæmilegar á tslandi, og menn verða aö axla þá ábyrgö að stjórna, gera stjórnarsátt- mála og fylgja honum. Þetta held ég að hafi verið gert i meg- inatriöum. Þess vegna er ég ekkert óhress yfir stöðu flokks- ins nú. Þaö veröur að nefna i þessu sambandi, að gerö hefur verið hörð hrið aö flokknum frá i- halds- og peningaöflum i Reykjavik, sem náð hafa saman við Alþýöuflokkinn svo ekki gengur hnifurinn i milli. Þess- um árásum veröur aö svara i fullri alvöru, en varast þó aö fara aö skattyrðast við þessa menn með þeirra eigin orð- bragöi eins og þvi miður hefur viljað brenna við stundum. Ég er hins vegar sannfæröur um Framhald á bls. 23

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.