Tíminn - 25.03.1977, Side 9

Tíminn - 25.03.1977, Side 9
Föstudagur 25. marz 1977 mmm 9 borgarmál borgarmál borgarmál borgarmál borgarmál borgarmál borgar Deilt um það, hvort Reykja- víkurborg eigi að taka við rekstri klakstöðvar við Elliðaár af S.V.F.R.: Á fundi borgarstjórnar s.l. fimmtudag var deilt um þaö, hvort veiði- og fiskræktarráð borgarinnar ætti að taka við rekstri klak- og eldisstöövar Rafmagnsveitu Reykjavikur við Elliðaár úr höndum Stang- veiðifélags Reykjavikur. Til- iögu Sigurjóns Péturssonar þess efnis var að umræðunum lokn- um visað frá, með atkvæðum borgarfuiltrúa Framsóknar- flokksins og Sjálfstæðisflokks- ins gegn atkvæöum borgarfull- trúa Alþýðubandalags og Al- þýðuflokks Sigurjón Pétursson (Abl) tók fyrstur til máls. Minnti hann á, að veiði- og fiskræktarráði borgarinnar hefði fyrst og fremst veriö komiö á fót til að glæða veiði I ám og vötnum I Reykjavik og nágrenni og gefa sem flestum borgarbúum kost á þvi aö njóta þeirrar skemmtun- ar að renna fyrir lax og silung. Sigurjón varpaði þvi næst fram þeirri spurningu, hvert væri eiginlega starfssvið ráðs- ins, eftir að S.V.F.R. heföi tekið allar árnar á leigu og sér að auki um rekstur klak- og eldis- stöðvarinnar. Taldi hann að standa mætti þannig að rekstri klakstöðvarinnar að borgin hagnaðist á þvi. Lagði Sigurjón fram tillögu þess efnis, að veiði- og fisk- ræktarráð tæki nú þegar við rekstri klakstöðvarinnar. Ragnar Júifusson (S) kvað það sem um væri að ræða, vera þetta: Ætti að leyfa frjálsum féiagasamtökum á borð viö S.V.F.R. að reka klakstööina eða skyldi hið opinbera yfirtaka þennan rekstur? Ragnar ræddi siðan um rekstrargrundvöll klakstöðvar- innar. Taldi hann að svo mikill kostnaöur myndi hljótast af þvi, aö borgin tæki við rekstrinum, að um verulegan halla yrði að ræöa. Þyngst á metunum i þvi sambandi væru þau laun, er greiöa þyrfti starfsmönnum við stöðina, en til þessa hefðu félag- ar I S.V.F. R. lagt fram vinnu i þágu stöðvarinnar endurgjalds- laust. Ragnar kvaðst vilja leiðrétta þann misskilning, er sér hefði fundizt gæta i máli Sigurjóns Péturssonar, að S.V.F.R. væri lokað félag. Þvl væri einmitt öfugt farið: í S.V.F.R. gætu gengiö allir þeir Reykvíkingar Valið stendur milli frjálsrar félaga- starfsemi eða „þjóðnýtingar” - sagði Kristján Benediktsson, borgarfulltrúi er þess óskuðu. Björgvin Guðmundsson (Afl) lýsti sig fylgjandi tillögu Sigur- jóns Péturssonar. Taldi Björg- vin að rekstur klakstöðvarinnar þyrfti alls ekki að verða eins dýr I höndum borgarinnar og af væri látið, t.d. mætti gefa ung- lingum úr Vinnuskóla borgar- innar kost á þvi aö vinna við stöðina en sá vinnukraftur væri ódýr, eins og alkunna væri.Auk þess væri hollt fyrir unglinga að kynnast fiskirækt I ám og vötn- um. Kristján Benediktsson (F) kvaðst ekki trúa þvi, aö mönn- um væri alvara, er þeir ætluöust til þess, aö óharðnaðir ungling- ar gætu tekið að sér — upp á eig- in spýtur — jafn vandasamt verk og fiskirækt væri. Aftur á móti væri sjálfsagt að leyfa unglingum að kynnast þvi hvernig aö fiskirækt væri staðið, en slikt vandaverk yrði ávallt að vera leystaf hendi undir eftirliti kunnáttumanna. Kristján sagði, að S.V.F.R. sem væri áhugamannafélag stangveiöimanna úr Reykjavik hefði rekiö klak- og eldisstööina við Elliðaár samfleytt i 10 ár, með ágætum árangri. Þá heföi félagið haft Elliðaárnar á leigu um árabil og staðið sig með sömu prýði. Kristján taldi, að báðir aðilar hefðu hagnazt á þvi fyrirkomu- lagi, er rikti i rekstri klak- stöövarinnar. Borgin fengi gjald úr hendi S.V.F.R. og losnaði við allan þann kostnað og allt það úmstang er fylgdi rekstri sem þessum S.V.F.R. nyti einnig góös at pessu, m.a. hefði félagiðgetað notað afraksturinn af þeirri sjálfboöavinnu, er félagar legðu fram við rekstur stöövarinnar, til að styrkja fjár- hag sinn. Aö lokum sagði Kristján, að i þessu máli sem öörum hliöstæðum stæði styrrinn annars vegar um það, hvort treysta bæri einstaklingunum og samtökum þeirrra til að leysa af hendi tiltekin verkefni, og hins vegar um það, hvort „þjóðnýta” ætti — ef komast mætti svo aö orði — hina frjálsu félagastarfsemi I borginni. Siðari leiðin myndi þrengja að heilbrigöu athafnafrelsi borgar- búa og hafa i för meö sér ómæld útgjöld fyrir borgarsjóð. Þvi kvaðst Kristján vera andvigur henni. Að ræðu Kristjáns lokinni tóku eftirtaldir borgarfulltrúar til máls: Sigurjón Pétursson (tvisvar) Davið Oddsson (S), Ragnar Júliusson (S) og Magnús L. Sveinsson (S9). Tillögu Sigurjóns var að því búnu visaö frá með 11 at- kvæðum gegn 4. —ET Rennt I EUiðaárnar t>riggja mánaða starfsleyfi Hreins Halldórssonar til umræðu í borgarstjórn: Fæðingarorlof í tilefni af fæðingu Evrópumeistara — sagði Davíð Oddsson, borgarfulltrúi A fundi borgarstjórnar s.l. fimmtudag bar m.a. á góma þá ákvörðun borgarstjóra að veita Hreini Halldórssyni, nýbökuð- um Evrópumeistara I kúiu- varpi, leyfi frá störfum sinum hjá Strætisvögnum Reykjavikur um þriggja mánaða skeið. Með- al þeirra sem til máls tóku, var Aifreð Þorsteinsson, borgarfull- trúi og iýsti hann yfir eindregn- um stuðningi sinum við þessa á- kvörðun. Albert Guðmundsson (S) vakti athygli á þeirri ákvöröun Hreinn Halldórsson borgarráðs — eins og eitthvert dagblaöanna hafði orðaö það — aö veita Hreini Halldórssyni leyfi frá störfum. Taldi Albert rétt að kanna það, hvort slik leyfisveiting bryti I bága við á- hugamannareglur Iþróttasam- bands Islands. Sagði hann að Hreini væri litill greiði geröur með þvi aö útiloka hann frá keppni áhugamanna. Birgir tsl. Gunnarsson borg- arstjóri.leiðrétti þann misskiln- ing, aö borgarráð hefði veitt Hreini umrætt leyfi. Það hefði hann sjálfur gert sem borg- arstióri, eins og jafnan áður, þegar fariö heföi verið fram á slikt við sig og sér heföi þótt á- stæða til. Alfreð Þorsteinsson (F) kvaðst fagna þessari ákvöröun borgarstjóra. Taldi Alfreö aö hún bryti ekki i bága við áhuga- mannareglur l.S.l. og hlyti þvi að vera um einhvern misskiln- ing aö ræöa hjá Albert Guð- mundssyni. Davið Oddsson (S) sló botn- inn i umræðurnar. Likti hann þriggja mánaöa starfsleyfi Hreins Halldórssonar við fæð- ingarorlof, enda hefði okkur fæðzt nýr Evrópumeistari. — ET Skýrslu um atvinnuuppbyggingu í borginni að vænta í maí A fundi borgarstjórnar s.l. fimmtudag svaraði borgar- stjóri svohljóðandi fyrir- spurn frá Björgvin Guðmundssyni, borgarfulltrúa Alþýöuflokksins: Hvað llður athugun borgaryf- irvalda á atvinnuuppbyggingu i Reykjavik i þvi skyni að skapa ný atvinnutækifæri einkum á sviði iðnaðar? Er aö vænta heildarskýrslu um málið fljótlega? I svari borgarstjóra kom m.a. fram, að skipuö heföi verið nefnd til að kanna atvinnuupp- byggingu i borginni. Nefndin hefði starfað af fullum krafti I vetur og athugað ýmsar leiöir til þess að skapa ný atvinnutæki- færi I Reykjavik. Lokaálit nefndarinnar væri að vænta i mai, þannig aö þá gæfist betra tækifæri til að ræða þessi mál i borgarstjórn. borgarmál borgarmál borgarmál borgarmál borgarmál borgarmál borgar

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.