Tíminn - 25.03.1977, Síða 10

Tíminn - 25.03.1977, Síða 10
10 Föstudagur 25. marz 1977 Silja Aöalsteinsdóttir: ÞJÓÐFÉLAGSMYND 1S- LENZKRA BARNABÓKA At- hugun á barnabókum is- ienskra höfunda á árunum 1960-70. (Studia Isiandica 35) Rannsóknastofnun i bók- menntafræði við Háskóla ís- lands. Bókaútgáfa Menning- arsjóðs Reykjavik 1976 139 bls. A slðustu árum hefur barna- bókum verið gefinn meiri gaumur en áður. Tengist það þeim félagsmálaáhuga sem set- ur svo mikinn svip á alla um- ræðu I samtiö vorri. Menn hafa gert sér ljósara en áður hve mikil félagsleg mótunaráhrif það efni hefur sem börnum er sérstaklega ætlað. Hér kemur það til að afstaða til barnabóka hlýtur að vera meö nokkuð öðr- um hætti en til bóka handa full- orönum. Siöferðileg uppeldis- sjónarmiö eins og þau eru hverju sinni, ráða miklu , enda hafa flestir barnabókahöfundar starfað að kennslu og uppeldis- málum. Og þessi sjónarmiö eru einnig rikjandi meðal þeirra sem leggja mat á bækurnar. Hvað sem llður vangaveltum um þessi mál er það fagnaðar- efni að barnabókum sé gefinn gaumur og höfundum og útgef- endum veitt aöhald. Dagblöðin geta hér gegnt mikilsverðu hlut- verki og sum hafa sinnt þessari bókmenntagrein nokkuö. (Tim- inn hefur þvi miöur af litlu að státa i þeim efnum). Og nú er komin fyrsta fræðilega ritgerðin um fslenzkar barnabækur, at- hugun Silju Aðalsteinsdóttur á „þjóðfélagsmynd” bóka frá ein- um áratug. Annars staðar hefur barnabókum verið mun meira sinnt af fræðimönnum. Má geta þess að fyrir fáum dögum var við Uppsalaháskóla i Sviþjóð varin fyrsta doktorsritgerð þar I landi um barnabækur, fjallar hún raunar um gagnrýni barna- bóka. Ritgerð Silju Aðalsteinsdóttur er einskonar „kortlagning”, yf irlit um nokkur efnisatriði I frumsömdum bókum á ofan- greindu timabili, 159 talsins. I formála segir höfundur það ætl- un sina að „skoða myndina sem þær gefa af Islenzku þjóðfélagi og þeim sem þar búa, reyna að komast að þvi hvaða samfélags- reglur þær setja lesendum sin- um og hvaða siðfræði rikir i þeim.” Ritgerðin skiptist I marga kafla, þar sem hugað er að umhverfi I bókunum Silja Aðalsteinsdóttir. yfir, en þær voru 28. Er vandséð hvers vegna timatalinu er rugl- að þannig Þaö er til að mynda kynlegt að sjá bækur séra Jóns Sveinssonar dregnar I þennan dilk. Þær eru sprottnar úr allt öörum jarðvegi en aðrar barna- bækur Islenzkra höfunda og raunar alls ekki samdar handa Islenzkum börnum (Misprent- azt hefur fæðingarár Jóns Sveinssonar á bls 120: hann var fæddur 1857.) Það skal tekið fram að ég hei ekki lesið nema fáar þeirra bóka sem hér er fjallaö um, en enginn ástæða er til að draga I efa þær upplýsingar sem fram koma I ritgeröinni. Og þær eru vægast sagt ekki uppörvandi. Meginþorri sagnanna virðist öldungis marflatur og hug- myndasnauður samsetningur, þar sem hvorki er til aö dreifa metnaði né kunnáttu. Þær eru frumstæðar að samsetningu: tæp sjötiu prósent raunar engar sögur, heldur sjálfstæðir kaflar sem auk heldur gætu einatt „verið I annarri röð en þeir eru haföir I bókinni”. Persónurnar iðulega staölaðar manngeröir sneyddar einstaklingseinkenn- um. Raunsæis skyn höfunda oft- ast sljótt: þeir halda glans- en aðrir rithöfundar. En ein- kennilegt má heita að skussar skuli, að þvi er viröist telja sér hægari heimatök á þessum vett- vangi ritmennsku en öðrum. Að visu veröur ekki til þess mælzt að barnabækur upp og ofan séu gæddar svonefndu „bók- menntagildi”. Góðar afþreying- arsögur eða reyfarar handa börnum ber engan veginn að lasta, og munu margir minnast meö ánægju slfkra bóka úr bernsku sinni. En gerö spenn- andi reyfara heimtar lika kunn- áttu og leikni af höfundum, og raunar eru fáeinir islenzkir höf- undar allvel verki farnir og þjálfaðir i þeim efnum. Barnareyfararnir verða þá hvimleiðastir þegar bögubósar taka til að stæla og staðfæra er- lenda glæpareyfara: láta þá til að mynda Islenzk börn eltast við glæpalýð á fjöllum uppi. Þetta má sjá af bókaheitum eins og Dularfulli njósnarinn, Njósnir á næturþeli og Gunnar og Hjördis I höndum eiturlyfjasala. Siöast- talda bókin er reyndar samin af rosknum presti, og hann er ann- ar tveggja höfunda sem sagt er að „velti sérupp úr lýsingum” á grimmd og ofbeldi! 1 lok ritgerðarinnar nefnir Þegar búið er aö draga frá þá höfunda sem látnir eru eða ein- göngu taldir vegna endurprent- ana, eru eftir þrir sem ritgerö- arhöfundur telur ástæðu til að mæla með: Magnea frá Kleif- um, Oddur Björnsson og Stefán Júliusson. Tveir þeir siðartöldu gáfu aðeins út eina nýja barna- bók hvor um sig. Þetta gefur þvi miöur ekki á- stæðu til bjartsýni um batnandi uppskeru á akri barnabóka. Þó er þess skylt að geta að eftir 1970 hefur komið fram að minnsta kosti einn höfundur sem tekur hina ungu lesendur sina alvarlega, Guðrún Helga- dóttir. Og bækur hennar hafa fallið I ágætan jarðveg. Ef svipast er eftir höfundum sem af verulegum listrænum metnaði hafa lagt rækt við ritun barnabóka ber Stefán Jónsson langhæst. Næst honum telur Silja Ragnheiði Jónsdóttur og mun það réttmætt, en bókum hennar er ég ekki nógu kunnug- ur til að mega um það dæma til fullnustu. Um Stefán er þaö að segja, að bækur hans voru ekki metnar að verðleikum fyrr en að honum látnum. Fordómarnir voru svo magnaðir þegar Stefán hóf að rita sögur sinar handa í ÓSKAVERÖLD bókmenntir (þéttbýli eða strjálbýli) stétt sögufólks, heimilisaðstæðum, skólagöngu, sambandi barna og fulloröinna, kynjahlutverkum, störfum barna, afstöðu til ýmiss konar félagslegra vandamála sem i sögunum felst og loks þeirri siðferðistilhneigingu sem þar birtist. Nú liggur I augum uppi að engri bókmenntatúlkun sem þvi nafni getur nefnzt verður við komið i ritgerð sem þessari. Ritgerð Silju er ekki annað ætl- að en draga upp útlinur sem sið- ari rannsóknir á einstökum bók- um myndu fylla og skýra. Og ekki verður annað sagt en rit- gerðarhöfundi hafi tekizt það sem til var stofnaö. Samning ritgerðarinnar hefur kostað mikla fyrirhöfn, en hún er skipulega samin og læsileg. Eina veigamikla aðfinnslu verður að bera fram um þaö hvernig efnið er fyrir lagt. Þaö er að minum dómi fráleitt að taka með áratugagamlar bækur sem endurprentaöar voru á timabilinu sem könnunin nær myndum að lesendum sinum. Málfar og framsetning er ekki tekið til athugunar hér, en svo er að sjá sem það sé einatt álika lágkúrulegt og annað. Niður- staöa Silju er þessi: „Veröld barnabókanna er stöðnuð óska- veröld og börn hennar, óska- börnin, eru draumar fremur en verur af holdi og blóði. Höfund- ar bókanna forðast flestir raun- veruleikann, hlaupa frá nútim- anum, neita að skilja hann og fyrirgefa honum og börnum hans, og geta þvi hvorugu lýst á sannferðugan hátt. Þeir hafa fordóma gagnvart sinum tima og sérkennum hans.” Auðvitað er þess ekki að vænta að barnabókahöfundar séu yfirleitt skáldlegar vaxnir Silja Aðalsteinsdóttir tiu höf- unda sem hún telur aö helzt „taki börn og unglinga alvar- lega sem lesendur” á þeim ár- um sem könnunin nær yfir. Sá listi er ihugunarverður. Tveir fremstu höfundarnir eru látnir og einn að auki sem raunar átti aðeins endurútgefnar bækur. Auk þess eru hér nefndir fjórir höfundar, sem ekki gáfu út neinar nýjar bækur á timabil- inu. (Meðal endurútgáfna er Glerbrotið eftir Ólaf Jóhann Sigurðsson: sú saga birtist I Æskunni 1936 þótt þess sé ekki getið I útgáfunni 1970. Ævintýriö Spói eftir sama höfund, 1962, fellur utan við könnunina sam- kvæmt sjónarmiðum sem Silja skýrir I inngangi). börnum, að áhrifamikill og ann- ars glöggskyggn gagnrýnandi lét I ljós þá skoðun að Stefán væri glataður sem alvarlega sinnaður rithöfundur ef hann leggði út á þessa braut! Annars held ég að bækur Stefáns séu miklu fremur við hæfi fullorö- inna, þroskaðra lesenda en barna. Ég efast um, og styðst þar við eigin reynslu, að börnin sjálf taki bækur hans mjög svo fram yfir aörar Islenzkar barnabækur sem okkur á full- orðinsaldri þykir þær verð- skuida. Þroskasögur af þvi tagi sem Stefán skrifar gera miklar kröfur til skilnings og næmleiki lesandans. Margt mætti enn ræða út frá bók Silju Aðalsteinsdóttur þótt hér verði staöar numiö að sinni. Bókin er gagnleg, fyrst og fremst af þvi að hún örvar til umræðna um Islenzkar barna- bækur og frekari athugana á þeim. Nú hafa menn eitthvað á- þreifanlegt við að styðjast, og megi fleira á eftir fylgja. Gunnar Stefánsson Síðasta sýning á Makbeð SIÐUSTU sýningar Leikfélags Reykjavikur á Makbeð eftir William Shakespeare verða á föstudagskvöld. Leikurinn var frum- sýndur á 80 ára afmæli Leikfé- lagsins 11. janúar. Þetta kynngi- magnaða verk hefur að inntaki margt það sem hvað mest er á- berandi i tiðindamennsku nú- timans: Valdagirnd, glæp og afleiöingar glæps. Verkiö erenn i dag einn áhrifamesti skáld- skapur um þessi efni, sem skrif- aöur hefur veriö. Það er auk þess magnað seiöi forneskju og galdurs, sem einkum er bruggaður af nornunum þrem, sem gegna veigamiklu hlut- verki I leiknum. — Leikstjóri þessarar sýningar er Þorsteinn Gunnarsson en meö höfuöhlut- verkin fara Pétur Einarsson og Edda Þórarinsdóttir. Pétur Einarsson (Makbeð) og Harald G. Haraldsson i einu af siöustu atriðum leiksins. Hálsbólga og kvefsótt hrjá Reykvikinga Frá skrifstofu borgar- læknis: Farsóttir i Reykjavik vikuna 6,- 12. marz 1977, samkvæmt skýrslum 11 (12) lækna. Iörakvef............... 17 (30) Kighósti ............... 4 (4) Skarlatssótt............ 5 (2) Heimakoma ......... 1 (1) ' Hlaupabóla ............. 3 (9) Ristill.................. 1 (1) Rauðir hundar.......... 2(0) Hvotsótt................ 2 (1) Kláði .................. 1 (1) Gigtsótt................ 1 (0) Hálsbólga.............. 24 (84) Kvefsótt..............167 (187) Lungnakvef............. 25 (24) Influenza ........ -7(8) Kveflungnabólga........ 6 (4) Dilaroði................ 1 (1) Blöðrusóttungbarna .... 2 (0) Vírus.................. 16 (3)

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.